Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 33 AÐSENDAR GREINAR Fulltrúar Reykjavíkurhafnar, Lög- reglunnar í Reykjavík og SVFÍ héldu fund 14. apríl '93 þar sem rætt var um kaup á stórum björgunarbáti með tveimur vélum. Hálfdan sat fundinn fyrir hönd SVFÍ og lýsti því þar yfir að félagið hefði ekki áhuga á sam- starfi um slíkan bát. Þetta gerði hann án samþykkis og vitundar stjórnar og framkvæmdastjóra SVFÍ. Það er óásættanlegt að starfsmaður taki jafn stefnumarkandi ákvörðun sem þessa án samráðs við stjórn pg framkvæmdastjóra. í skýrslu fyrr- greindra aðila um málið, dags. 16. sept. '93, segir orðrétt: „Slysavarna- félagið hefur ekki tekið þátt í þess- ari vinnu af einhverjum orsökum." Framkvæmdastjóri SVFÍ og félagar úr Björgunarsveitinni Ingólfi hafa síðan leiðrétt þennan misskilning. Nýlega bárust út villandi upplýs- ingar um kostnað af námskeiðahaldi og fræðslustarfsemi félagsins sem virðast hafa verið gefnar út í þeim tilgangi að grafa undan Björgunar- skóla Landsbjargar og SVFÍ. Vitað er að þær komu frá Hálfdani. Þetta skapaði óþarfa misskilning og óánægju meðal björgunarsveita- manna um allt land en gjaldskrá björgunarskólans var birt um miðjan september. í fundargerð fram- kvæmdaráðs 20. sept. sl. segir: „Björgunarskólinn: Framkvæmdaráð leggur áherslu á aðgjaldskrá skólans verði í lágmarki, en til að létta und- ir með björgunarsveitum verður frek- ar greitt úr sjóðum félagsins." Á björgunarráðsfundi 10. október sl., • sem Hálfdan sat, var verðlagning rædd ennfrekar og framkvæmd nið- urgreiðslu SVFÍ til björgunarsveita. Hálfdan fékk allar fundargerðir framkvæmdaráðsins og hefði því auðveldlega getað skýrt björgunar- sveitarmönnum frá hinu sanna í málinu. Esther Guðmundsdóttir gerði at- hugasemd við málflutning Hálfdans vegna þessa máls en hann brást illa við henni, sagðist hafa sínar skoðan- ir á hlutunum og þeim yrði ekki, breytt. Mörg önnur mál mætti upp telja, sem er þó með öllu óþarft á þessu stigi. Dæmin hér að ofan und- irstrika að á undanförnum árum hef- ur Hálfdan átt í stöðugum erjum og útistöðum við stjórn og fram- kvæmdastjóra SVFÍ og neitað að fara eftir fyrirmælum þrátt fyrir marg ítrekaðar aðfínnslur einstakra stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra. • Umfang starfsemi SVFÍ hefur margfaldast á undanförnum árum eins og landsmönnum er öllum ljóst. Undanfarna tvo áratugi hafa áhersl- ur SVFÍ verið að breytast hægt og sígandi. Lengst af var megináhersla lögð á húsbyggingar og tækjakaup fyrir björgunarsveitirnar, en minni tími fór þá eðlilega í fræðslumál og æfingar. Þetta hefur breyst. Nú er vaxandi þungi lagður á slysavarna- þáttinn og fræðslumál björgunar- sveitamanna og slysavarnafólks. í því sambandi nægir að nefna helstu verkefni eins og Vörn fyrir börn, Komum heil heim, Öryggi á sund- stöðum, Slysavarnir í landbúnaði og Öryggi hafna. Aukin áhersla er lögð á samstarf við aðra aðila í þjóðfélag- inu sem vinna að sömu markmiðum og má þar nefna Landsbjörgu, Rauða kross íslands, samtök sjómanna og útgerðarmanna, bændasamtökin, sveitarstjórnir o.m.fl. Hálfdan lét berast til bjórgunar- sveita félagsins að stöðugt væri ver- ið að minnka framlög til biörgunar- mála og sveita SVFI vegna vaxandi vægis slysavarnamála. Stjórn Slysa- varnafélagsins varð oftar en einu sinni að leiðrétta þessar rangfærslur við björgunarsveitarmenn og benda þeim á hið rétta í málinu, sem er að framlög til björgunardeilda hafa farið stighækkandi undanfarin ár, eða úr 10,6 millj. kr. 1990 í 15,6 m.kr. 1993. Á sama tíma hækkuðu framlög til slysavarnadeilda úr engu 1990 í 9,5 m.kr. 1993. Framlög til deilda og björgunarsveita félagsins hækkuðu úr 3 m.kr. 1990 í 13,7 m.kr. 1993. Þetta eru staðreyndir sem bera vitni um öfluga uppbygg- ingu. Rekstur SVFÍ er tvíþættur, annars vegar er um að ræða þjónustu við sjálfboðaliða félagsins og hins vegar þjónustuverkefni fyrir ríki og sveitar- félög. Þessi rekstur er umfangsmik- ill og þess vegna hefur stjórn SVFÍ ekki leyfi til að starfa að málum eft- ir duttlungum einstakra starfsmanna sem ekki vilja fara að samþykktum og vinna jákvætt að þeim málum sem ber að sinna hverju sinni. Hjá SVFÍ er jafnan róinn lífróður, bæði í fyrir- byggjandi starfi og til að bjarga mannslífum, og verða starfsmenn allir sem einn að leggjast jafnt á árarnar, sama á hverju gengur. Þeg- ar mannslíf eru í húfí er ekki hægt að leyfa einstökum starfsmönnum að róa með sínu lagi. Því miður var ekki lengur hægt að umbera einleik Hálfdans Henrýs- sonar og skort hans á samstarfsvilja. Á fundi Einars Sigurjónssonar, for- seta SVFÍ, og Estherar Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra, 20. októ- ber sl. var Hálfdani boðið að segja sjálfur upp störfum ellegar yrði starfssamnihgi hans sagt upp af fé- lagsins hálfu. Hálfdan valdi síðari kostinn. Fleira er ekki um málið að segja. Best hefði verið að ekkert hefði ver- ið sagt. í ljósi þess að Hálfdan Henr- ýsson kaus að fara með málið í fjöl- miðla, taldi SVFÍ nú nauðsynlegt að leiðrétta villandi og rangar upplýs- ingar sem birst hafa og skaðað hafa áralangt trúnaðarsamband Slysa- varnafélagsins við landsmenn alla. Með þökk fyrir birtinguna. Fyrir hönd stjórnar SVFÍ, Gunnar Tómasson, 1. varafor- s.eti og formaður björgilnar- ráðs SVFÍ." m Hvað er Magasín ? mmmaamnttmm HYUnDRI Sonata fyllti ákveðið tómarúm á íslenska bflamarkaðinum og höfðaði strax til þeirra sem vildu eignast bíl sem bæri merki glæsibifreiðar í útliti og aksturseiginleikum - án þess að verðið þyrfti að endurspegla það. • 5gíra • 2000 cc - 139 hestöfl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar • Samlæsing • Styrktarbitar í hurðum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar á mun betra verði en sambærilegir bílar MU 1.598.000,- ki ...tílframtj'bar IMCa AKMÚUU3-SÍMI:6812O0'BElNNSÍMl:312 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.