Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4, NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarfulltrúi vill draga úr starfsemi Tónlistarskólans Kaup á konsertflygli ekki fyrst í forgangsröð ODDUR Halldórsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akur- eyrar leggur til að dregið verði úr starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri eða hann jafnvel lagður niður. Hann ræddi hugmyndina á fundi bæjarstjórn- ar í vikunni en skólanefnd Tónlistarskólans hefur ályktað um brýna nauð- syn þess að keyptur verði konsertflygill til eflingar tónlistarlífi bæjarins. „Ég er ekki á móti Tónlistarskól- anum í sjálfu sér en mér finnst rekstur þessa skóla mjög dýr. Við erum að sjá í fjárhagsáætlun að til menningarmála af ýmsu tagi fara 73 milljónir króna á ári, til alls íþrótta- og tómstundastarfs fara 110 milljónir en bara það að reka einn tónlistarskóla kostar 52 millj- ónir króna, eina milljón á viku," sagði Oddur. Orgel og heimspeki ORGELTÓNLEIKAR verða í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 5. nóv., kl. 12.00 Björn Steinar Sólbergsson flyt- ur verk eftir Bach, Messiaen og Langlais. Kkl. 13.30, flytur Páll Skúlason prófessor fyrir- lesturinn Trú, list og hugsun í Safnaðarheimilinu. Páll mun leitast við að skýra tengsl trú- ar, listar og hugsunar í Ijósi þriggja spurninga; Hverju get- um við treyst í veruleikanum, hvernig getum við tjáð tilfinn- ingar okkar og hvernig getum við safnað reynslu okkar og hugsunum saman? Læknislist Á MORGUN, laugardag, verður opið hús í Deiglunni í Grófarg- ili undir yfirskriftinni „Læknisl- ist" í tilefni þess að 60 ár eru frá stofnun Læknafélags Akur- eyrar. Verður þar leitast við að kynna ýmsar nýjungar í læknis- fræði á aðgengilegan hátt auk þess sem læknar sýna með ýmsu móti hvað þeim er til lista íagt. Dagskráin hefst við Torfu- nefsbryggju kl. 13.00 með fall- byssuskotum en síðan fram haldið í Deiglunni til kl. 16.30. Félagið býður upp á kaffí og konfekt í Café Karolínu af þessu tilefni. Dulræn helgi SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG Akureyrar gengst fyrir „Dul- rænni helgi", sem hefst með kvöldvöku í húsakynnum fé- lagsins við Strandgötu 37b í kvöld, föstudagskvöld. Rætt verður um mikilvægi ástar og kærleika. Á morgun verður heilun kynnt frá kl. 13-16. Kl. 16.15 verður hugleiðsla og kl. 20.30 kvöldvaka. Þar flytur Þórhallur Guðmundsson miðill erindi. A sunnudag verður heil- un kynnt frá kl. 13 til 16. Björn Mikaelsson ræðir um huglækn- ingar kl. 16.15. Kl. 17 verður hugleiðsla. „Dulræn helgi" er öllum opin, ókeypis. Mokið fyrir blaðbera BLAÐBERAR Morgunblaðsins á Akureyri hafa margir átt í erfiðleikum með að komast með blaðið heim að húsum vegna snjóa og hálku. Víða slúta snjó- hengjur fram af þakskeggjum. Húseigendur' eru góðfúslega hvattir til að gera þeim leiðina greiðari og draga úr hættu á slysum. Hann benti á að konsertflygill sem rætt væri um að kaupa kost- aði um 6 milljónir króna sem léti nærri að vera sama upphæð og árslaun 10 verkamanna. „Eins og atvinnustigið er hér í bænum finnst mér réttara að reyna að útvega vinnu og greiða laun en kaupa kon- sertflygil. Það má vera að hljóðfær- ið sem til er sé ekki nógu gott og ósköp skiljanlegt að fólk vilji fá gott hljóðfæri. Ég er ekki að bera brigsl á að hljóðfærið sé nauðsyn- legt en þetta er spurning um for- gangsröðina og í mínum huga á ekki að setja konsertflygil í for- gang. Hvað ætlum við að segja við atvinnulausa fjölskyldu sem ekki á fyrir mat á sama tíma og við eyðum fleiri milljónum í hljóðfærakaup,". sagði Oddur. „Ég er ekki á móti tónlistarskól- anum bara til að vera á móti hon- um, mér finnst bara út úr korti hvað rekstur þessa skóla er dýr og hvað menningin fær í raun mikið fé til dæmis miðað við íþróttastarf- semi." Land míns föður á Dalvík Dalvík - Leikf élag Dalvíkur frumsýnir í kvðld, f östudags- kvöldið 4. nóvember, söngleik- inn Land míns föður eftir Kjart- an Ragnarsson í leikstjórn Kol- brúnar Halldórsdóttur.Tónlist- arstjóri er Gerrit Schuil, en tón- list í verkinu er eftir Atla Heimi Sveinsson. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar 6 vikur en um 40 leikarar taka þátt í sýning- unni. Önnur sýning á verkinu verður á laugardagskvöld, 5. nóvmeber, en næstu sýningar 17.18.19. og 20. nóvember. Á myndinni eru Steinar Stein- grímsson, Gunnhildur Ottósdótt- ir, Katrín Sigurjónsdóttir og Heimir Kristinsson í hlutverkum síiitini í leikritinu. Karamellukvörnin Fullorðnir greiða hér eftir barnaverð LEIKFÉLAG Akureyrar hefur lækk- -að verð aðgöngumiða fullorðinna á Karamellukvörnina og greiða þeir hér eftir barnaverð fyrir miða sína. Setja þurfti upp aukasýningu um síðustu helgi þegar börnum bauðst að bjóða foreldrum sínum með sér í leikhúsið frítt. Viðar Eggertsson leikhússtjóri sagði að leikfélagsfólk yrði vart við fjárskort almennings. Vissulega væri afstætt hvað væri dýrt, en greinilegt að fjölskyldufólki þætti mikið að greiða aðgöngumiða í leikhús fyrir alla fjölskylduna. „Það er mikil upplif- un að fara í leikhús, sérstaklega fyr- ir börn en við höfum tekið eftir að foreldrar eru að senda börnin, stund- um nokkuð ung, ein í leikhúsið. í til- efni af ári fjölskyldunnar viljum við leggja okkar af mörkum að gera fjöl- skyldum kleift að koma í leikhúsið með börnum sínum," sagði Viðar, en troðfullt var á sýningar um síðustu helgi þegar fullorðnir þurftu ekki að greiða aðgangseyri. Hér eftir munu því bæði börn og fullorðnir greiða 1.100 krónur fyrir miðann á Kara- mellukvörnina en næsta sýning er á laugardag kl. 14. Undur hafsins á Bautanum UNDUR hafsins kalla þeir Bauta- menn sjávarréttahlaðborð þar sem á milli 20 og 30 réttir úr greipum Ægis eru á boðstólum á veitinga- staðnum á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Þetta er árlegur viðburður á Bautanum, hefur tekið við af „októberfestinu" svokallaða og stendur þar til jóla- hlaðborðið er sett upp í desember- byrjun. Á myndinni eru mat- reiðslumenn við hlaðborðið, sem m.a. inniheldur smjörsteiktan steinbít með banönum, rjómasoðna löngu í gráðostasósu, pönnusteikt- an háf, langhala í appelsínusósu, fylltan smokkfisk, lúðumedalíur og rússneskt síldarsalat. LANDÍÐ Morgunblaðið/Silli FRÁ ráðstefnu Húsgulls sem haldin var á Húsavík fyrir stuttu. Náttúruvernd heim í hérað? Húsavík - Húsgull, félag áhuga- manna um landvernd, boðaði um síð- ustu helgi til ráðstefnu á Hótel Húsa- vík, „til að komast nær því hvort umhverfismálum eigi að stjórna heima í héraði eða hvort þeim sé best borgið hjá miðstýrðum stofnun- um í Reykjavík". Framsögumenn voru fimmtán, og m.a. flutti Halldór Blöndal sam- gönguráðherra ávarp, þar sem sagði að raunveruleg náttúruvernd ætti sér ekki stað nema í sambandi við'heima- menn í héraði og með því að nota í samvinnu við fagmenn þekkingu þeirra, því þeir þekktu best sitt heimahérað. Ávarp ráðherrans var ívafíð ljóðum nokkurra þjóðskálda okkar sem sýndi hve heitt þeir elsk- uðu sitt land. Til framsögu um hina ýmsu mála- flokka, sem iandvemd varða, fékk Húsgull eftirgreinda menn til að ræða málin frá sem flestum sjón- arhornum: Sigurður Þráinsson, full- trúi í umhverfisráðuneytinu, Helgi Bjarnason, verkfræðingur Lands- virkjunar, Gísli Viggósson, verkfræð- ingur Vita- og hafnamála, Guðni Guðbergsson, h'ffræðingur hjá Veiði- málastofnun, Jakob Björnsson, orku- málastjóri, Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri, Guðrún Lára Pálma- dóttir, hér&ðsfulltrúi Landgræðsl- unnar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, Gísli Már Gíslason, pró- fessor, Björn Jósef Arnviðarson, lög- fræðingur og bæjarfulltrúi, Einar Hjörleifur Ólafsson, áhugamaður um landvernd, Vík í Mýrdal, Valgarður Egilsson, læknir, Aðalheiður Jó- hannsdóttir, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, og Þröstur Eysteinsson, aðstoðar- skógræktarstjóri. Flestir þingmenn kjördæmisins sátu ráðstefnuna og ávörpuðu Val- gerður Sverrisdóttir og Tómas Ingi Olrich viðstadda. Þar sem nú liggur fyrir alþingi frumvarp um náttúru- vernd, mun það hafa verið áhuga- vert fyrir þingmennina að heyra hin ýmsu sjónarmið, sem fram komu í framsöguræðum og fyrirspurnum, sem fram voru bornar. I fundarboði þeirra sem að ráð- stefnunni standa, segir að mikið sé rætt um að ný valddreifing verði að eiga sér stað í þjóðfélaginu og nokk- uð sé horft til sveitarstjórna þegar rætt er um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. En á sama tíma aukist miðstýring í mörgum málum og umhverfismálin séu þar ofarlega á blaði og einsýnt sé að stofnana- vald sé þar miklu meira en almennt er viðurkennt. Ráðstefnuboðendur telja að um- ræður um stórvirkjanir á sviði orku- mála gefi tilefni til að skoða ítarlega hvaða þátt heimanen eigi að hafa í ákvarðanatöku um slík mál, en mörg þeirra snerta umhverfismál. á einn eða annan hátt. Til þess að geta myndað sér skoðun þar um sé nauð- synlegt að vita um hvað-er fjallað í stofnunum og ráðuneytum víðs fjarri framkvæmdastöðum slíkra stórverk- efna. Fundarboðendur telja engin teikn vera á lofti um að skipan umhverfis- mála verði breytt nema að frum- kvæði heimamanna í héraði. Innan héraðs verði menn að gera sér grein iyrir því hvort sveitarstjórnarmenn séu í stakk búnir til að taka ákvarð- anir um umhverfismál. ' Tilgangur ráðstefnunnar sé því að komast nær því hvort umhverfismál eiga heima í héraði eða hvort þeim sé best borgið í miðstýrðum stofnun- um í Reykjavík. í fundarlok ávarpaði Árni Sigur- björnsson, formaður Húsgulls, við- stadda og sagði að þetta væri fjórða ráðstefnan, sem Húsgull stæði fyrir og að hann teldi að sýnilegur árang- ur hefði orðið af þeim öllum. Hann taldi að niðurstaða þessarar ráð- stefnu væri sú, farsælast mundi verða að þekking og áhugi heima í héraði í samstarfi við sérþekkingu fagmanna væri það heppilegasta til framgangs þess, að endurgræða landið. í því sambandi má minna á orð Valgarðs Egilssonar læknis um að því fjær vettvangi sem ákvörðun sé tekin því vitlausari verði hún og nefndi Valgarður sem dæmi að Bret- ar fluttu járnbrautarvagna til íslands á stríðsárunum. Tillaga hans var að 2/3 valds ættu að vera á heimaslóð og '/3 valds í samræmdum stofnun- um. í lok ávarps síns fór Ingunn St. Svavarsdóttur með skátaheitið: „Stefndu að því að skilja við heiminn í örlítið betra ásigkomulagi en hann var í þegar þú komst í hann." Ráðstefnugestjr þáðu léttan há- degisverð í boði Kaupfélags Þingey- inga og ráðstefnunni lauk með ávarpi samgönguráðherra, sem bauð að lok- um upp á léttar veitingar. íslensk vika á Selfossi Langur laugardagur Selfossi - Langur laugardagur verð- ur í verslunum á Selfossi á morgun, 5. nóvember, í tilefni íslenskrar viku sem lýkur formlega 6. nóvember. Ýmsar uppákomur verða á morg- un, Gunnar Egilsson torfærukappi mun keyra yfir gamla bíla í miðbæn- um, björgunarsveitarmenn sýna sig utan á Vöruhúsi KÁ, skothraði hand- boltakappa Selfoss verður mældur með radar í kjallara vöruhússins og Samkór Selfoss syngur í verslun Hafnar-Þríhyrnings og Vöruhúsi KÁ. Bílar Brunavarna Árnessýslu og þjörgunarsveitarinnar Tryggva Gunn- arssonar verða til sýnis svo og fombíl- ar í eigu Selfyssinga. Boðið verður upp á kaffíhlaðborð í Hótel Selfoss og í Kaffi-krús verður sýning lista- verka eftir unga listamenn á Selfossi. Þennan dag verða flestar verslanir opnar til klukkan 18.00 og í matvöru- verslunum verða kynningar á ýmsum matvörum framleiddum á Selfossi og verða þær margar hverjar á mjög góðu tilboðsverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.