Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 46
-46 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Rýmum fyrir nýjum vörum. Afsláttur frá MORGUNBLAÐIÐ 10-40% Barnafataverslunin Bláskjáf Við erum á Suðurlandsbraut 52, í bláu húsunum við Fákafen, vestan við Mac Donalds. Sími. 37 600. "Jl ¦ ¦¦¦rt.nw >. w«»'l iwtiil ...blabib -kjarnimálsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! Er ódýrt í Sijríiur lia Þorfiardottir er vel menntuð kona með mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Hún hefur reynst dugandi og traustur þingmaður og einarður málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Hún er dugnaðarforkur - hún er heiðarleg og samviskusöm. Tryggjum henni glæsilega kosningu í prófkjörinu á laugardaginn með því að vcija hana í éitt af efstu sætunum Veljum forystukonu í fremstu röð Stuðningsfólk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 5. nóv. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags TAPAÐ/FUNDIÐ Símboði tapaðist SÍMBOÐI tapaðist á Reykjavíkursvæðinu sl. þriðjudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 50300. Derhúfa tapaðist RAUÐ drengjaderhúfa merkt Chicago Bulls tap- aðist á fimmsýningu í Regnboganum sl. sunnu- dag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 37005. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR með perlu tapaðist fimmtudagskvöldið 27. október sl. á leiðinni frá Hjarðarhaga, út í Skjól og aftur til baka. Finnandi vinsamlega hrin'gi í síma 19259. Spelka tapaðist SPELKA fyrir hné tapaðist í sturtuklefa í Sundhöll Reykjavíkur sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 76373. Gleraugu fundust á dekkjaverkstæði BRÚN gleraugu fundust á bílaplani við hjólbarða- verkstæðið Höfðadekk, Tangarhöfða 15, sl. mánu- dag. Spurt var eftir gler- augunum en þá voru þau ekki komin í leitirnar. Upp- lýsingar í síma 875810 eða á staðnum. Leðurjakki týndist SVARTUR frekar síður leðurjakki með tölum að framan tapaðist í ágústlok. Viti einhver um jakkann er hann beðinn að hringja í síma 21428. GÆLUDYR Rósa er týnd ÞESSI þrílita, tólf ára gamla kisa heitir Rósa og hvarf frá heimili sínu við Hjallaveg í Reykjavík 14. október sl. Hún fer sjaldan út og er ekki vön að vera úti um nætur. Fólk í ná- grenninu er beðið um að aðgæta í geymslur sínar og kjallara og geti einhver gefið upplýsingar, góðar eða slæmar, um ferðir hennar er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 39869. Naggrís ÓSKA eftir naggrís. Upp- lýsingar í síma 98-21898. BBIDS II in s jón Guðm. I' á I I Arnarson SUDUR þarf að finna bestu leiðina til að samnýta möguleikana í tígli og laufi. Suður gefur; allir á hættu. Norður ? 762 ? G4 ? ÁG9874 + 65 Vestur ? KG83 1 108532 ? 53 + 83 Austur ? D105 V D97 ? D62 ? K1097 Suður ? Á94 ¥ ÁK6 ? K10 + ÁDG42 Vestur Norður Austur Suður - - - 2 grömi Útspil: hjartaþristur. Sagnhafí reynir gosann í blindum, en drepur síðan drottningu austurs strax með ás. Hvert er besta framhaldið? Einn möguleiki er að toppa tígulinn, taka kóng og ás, og fara svo í laufið ef tíguldrottningin fellur ekki. En þar sem aðeins er hægt að svína laufí einu sinni, verður liturinn annað hvort að falla 3-3 eða kóngurinn að koma annar í austur. Sagnhafi ræður ekki við kónginn fjórða í austur. Þess vegna er betra að tryggja sér tvær innkomur á tígul með því að spila tíunni strax og yfirdrepa með gosa. Drepi austur, skilar liturinn fimm slögum, svo austur neyðist til að dúkka. Þá svínar sagnhafi fyrir laufkóng, yfirdrepur síðan tígulkónginn og svín- ar aftur í laufinu. Gefur svo einn slag á iauf og leggur upp. Farsi 018« Fifoa OjrtDgggggglg b, Urtytial Prew Synacai. UJAISt>LASS/coO<-TU*W **t2g^sak:na> jjömlusttmpiLkluktz- unnar, ervþu?" Víkverji skrifar... TÖLUVERÐ umræða hefur verið um það upp á síðkastið í Húnaþingi að hin nýja brú á Seyð- isá fengi nafn, en frá þessari brú var sagt hér í blaðinu fyrir skömmu. Nafnið sem um ræðir er Jamm og já og virðist við fyrstu sýn út í hött fyrir þá sem ekki þekkja til. Líklegt má telja að um þessa nafngíft náist seint samstaða á meðal Húnvetninga sjálfra, en baráttumenn fyrir nafngiftinni eru ekkert á því að örvænta. Ástæða þessarar nafngiftar er vísa lífslistamannsins Valgarðs Ásgeirssonar á Blönduósi, en hann orti fyrir margt löngu vísuna: Fögur er hún Seyðisá séð af brúnni. Hvaða brú er það nú þá? Það er brúin Jamm og já. Þegar Valgarð orti þessa vísu hvarflaði ekki að nokkrum manni að Seyðisá yrði nokkurn tíma brú- uð auk þess sem heldur þótti og þykir sumum enn þessi vísa í ódýr- ari kantinum. En öðrum þykir vís- an dýr, sprottinn úr frjóum huga sem ekki er fjötraður í fastmótaðar hugmyndir um ljóðagerð eða fram- tíðina almennt. Það er þeirra von að þessi hugmynd um nafn á brúnni nái fram að ganga og vísa eiginkonu Valgarðs, Önnu Árna- dóttur: Ferðalangur fagna má færð í bönd var Seyðisá. Nú þarf brúin nafn að fá; — nægir ekki Jamm og já? er gott innlegg í þá umræðu. XXX HIN nýja brú er gífurlega stór áfangi hvað varðar aðgengi almennings að hálendi landsins. Nú þurfa menn ekki lengur að eiga dýra jeppa til að kynnast töfrum landsins á milli Hofsjökuls og Langjökuls. Þetta aukna aðgengi þýðir án nokkurs vafa fleiri ferða- menn og aukið álag á þetta svæði. Það hafa heyrst raddir að þessi brú sé af hinu vonda einmitt af þeim sökum sem að framan grein- ir. Það er ljóst að þeir sem þannig hugsa yrkja ekki vísur eins og Valgarð Ásgeirsson, því þar skort- ir á frjóa hugsun. Við auknum ferðamannastraum á viðkvæm svæði þarf að bregðast við með góðu skipulagi og samstarfi heima- manna. Sá er þessar línur ritar er þess fullviss að þegar nafnskilti, hvar á stendur „Jamm og já", verð- ur sett niður við brúarstæðið á Seyðisá á Kili þá er hugur þeirra sem málið varðar frjór og opinn og líklegur til afreka. xxx IMORGUNBLAÐINU í gær birt- ist frétt um fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknarfélagis ís- lands. Hér á eftir birtist til gamans kafli úr fréttatilkynningu félagsins um þennan fund: „Fyrirlesturinn fjallar um al- grími framsækinnar baktrygging- ar (Progressive Hedging Álgo- rithm) beitt við rekstrarbestun varmageymslutanks. Aðferðin er notuð við bestun slembivandamála þar sem slembileikanum er lýst með atburðarásgreiningu (scenario analysis). Hún var sett fram af Rockefeller og Wets árið 1991. Aðferðinni hefur meðal annars verið beitt af Þbrkatli Helgasyni (í samvinnu við Stein Wallace) á slembið fiskveiðistjórnunarvanda- mál. í fyrirlestrinum verður algrímið skýrt með einföldum dæmum og einnig verður sýnt hvernig hægt er að beita því við rekstrarbestun varmageymslutanks sem tengdur er kolakyntu orkuveri." Þeir eru varla margir sem skilja þetta?(!) 4 4 4 4 ( i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.