Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 I < ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dalal Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman GJhe Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýndkl. 5,7,9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinn- ingspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinní útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færöu þcgar þú kaupir miða á myndina. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir f Stjörnubíói og „It could happen to you" filofax. Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5. KR. 800,- F. FULLORÐNA KR. 500,- F. BÖRN FLOTTINN FRA ABSOLOM Sýndkl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ÚLFUR Sýnd kl. 6.45. • ••••••••••• • • ••••••• • • • • • FOLK Nýir strandyerðir ?FRAMLEIÐENDUR fram- haldsþáttana vinsælu um Strand- verðina, eða „Baywatch", hafa tekið tvo nýja leikara um borð. Það eru Yasmine Bleeth og Jaas- on Simmons. Þau eiga að dreifa athygli fjölmiðla, en kastljós þeirra hefur að mestu beinst að David Charvet og Famelu Ander- son. Yasmine tekur við af Nicole Eggert sem hætti eftir síðasta vetur. Þegar myndir af þessum tveimur rísandi stjörnum eru grannt skoð- aðar má gjörla sjá ástæður fyrir vali þeirra. Bæði eru þau gjörvi- lega vaxin og bera af í fegurð. irekkur i Evrópu í Lágmúla i á morgun Á morgun, laugardag kynnum við skíðaferðir til bestu skíöasvæða í Evrópu. Austurrísku-, ítölsku- og frönsku Alparnir - betra er ekki hægt að hugsa sér það. Auk þess sýnum við allt það nýjasta í skíðabúnaði frá versluninni Útilíf og skíðakennari gefur góð ráð. Rennciu þér niður í Lágmúla á morgun og leggðu drög að skíðaferð drauma þinna. ÚTILÍF? QUCSIBÆ . SÍMI 812922 ^ÚRVAL-ÚTSÝN trygging fyrir gæfinm Opið kl. 11 -14. OiKJ%A$p(E) 55 Lágmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: st'mi 65 23 66, Keflavík: st'mi 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um Íand allt. ••••••••• YASMINE og Jaason taka það skýrt fram að þau muni aldrei standa í ástarsambandi fyrir utan þættina. Vitaskuld eru þau í sjöunda himni með að hafa komist að í þáttun- um, en þau voru valin úr hópi mörg hundruð umsækjenda. „Ég fæ að vinna með fólki á fallegri strönd allan liðlangan daginn," segir Yasmine. „Hvað getur verið eftirsóknarverðara?" Nýtt í kvikmyndahúsunum ATBJÐI úr þríleik pólska leikstjórans Kieslowski, Þrír litir: Hvítur. Háskólabíó frumsýnir Þrír litir: Hvítur HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýning- ar á kvikmyndini Þrír litir: Hvítur en hún er önnur myndin í þríleik pólska leikstjórans Krysztofs Kieslowskis. Hann sækir heiti myndanna í litina þrjá í franska fánanum, bláan, hvítan og rauðan en litirnir eru tákn hugsjóna frönsku byltingarinnar; frelsi, jafn- rétti, bræðralag. Hvítur táknar jafnrétti og í mynd- inni kynnumst við Karol sem er pólskur hárgreiðslumeistari sem giftur er hinni gullfallegu frönsku Dominique sem Julie Delpy leikur. Þau búa í París en Karol hefur aldr- ei náð að festa rætur þar og sálarlíf- ið er svo aumt að hann er ófær um að gagnast eiginkonunni. Hún fjar- lægist hann og heimtar skilnað sök- um þess að hann geti ekki fullkomn- að hjónaband þeirra. í dómsalnum finnur Karol mjög til vanmáttar síns þar sem franskan er honum ekki töm og vörn hans verður klén. Karol flýr til Póllands þar sem mafíustarfsemi og svartamarkaðs- brask er allsráðandi. Hann nær þar á kostulegan hátt að byggja upp viðskiptaveldi en undir niðri krauma sárindi gagnvart eiginkonunni og hann hyggur á hefndir. Vígstöðvarn- ar velur hann sjálfur sem og vopnin en spurningin er hvort hefnd leiðir til jafnréttis. Þrír litir: Hvítur þykir sýna nýja og gamansama hlið á Kieslowski þar sem hann leikur sér á kómískan hátt að þeim frumstæða kapítalisma sem ríkir í austantjaldslöndunum þar sem skrýtnustu fuglar verða stór- kapítalistar á skjótum tíma. En eins og alltaf hjá Kieslowski er rómantík- in aldrei langt undan, segir í frétta- tilkynningu frá bíóinu. Þríleikur Kieslowskis hefur verið margverðlaunaður á kvikmyndahá- tíðum, Blár sigraði í Feneyjum og Hvítur í Berlín. í nóvembermánuði býður Háskólabíó upp á sýningar á fyrri verkum Kieslowskis á vegum Hreyfímyndafélagsins og ber þar hæst sýningar á myndaflokknum um boðorðin tíu. Um jólin verður svo síð- asta myndin í röðinni Þrír litir:, Rauð- ur, tekin til sýninga í Háskólabíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.