Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Orgelperlur TONLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAR Marteinn H. Friðriksson, orgel: Verk eftir Jón Nordal, Hjálmar H. Ragn- arsson, Buxtehude, Eben og J.S. Bach. Þriðjudagur 1. nóvember. ANNAR atburðurinn af sex á yfir- standandi Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar (30.10.-6.11.) rann upp á þriðjudagskvöldið var með orgel- tónleikum dómorganistans, Marteins H. Friðrikssonar. Aðsókn var í dræmara lagi, og var það mikil synd, því þó að prógrammið væri ekki ýkja langt, var það bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Hvort sem tónleika- gestir settu versnandi færð fyrir sig þetta kvöld eða eitthvað annað, hef- ur oft sézt betri aðsókn að verri tón- leikum, því flutningur Marteins var mjög góður og viðfangsefnin hin áhugaverðustu. Sálmforleikur Jóns Nordals um „sálm sem aldrei var sunginn" virð- ist ætla að verða sígildur í íslenzkum orgelbókmenntum; honum er farið að bregða fyrir það víða. Marteinn lék verkið skörulega, og sömuleiðis Tokkötu Hjálmars Helga Ragnars- sonar, er var samin fyrir Tónlistar- dagana í fyrra. Tokkatan hefst á krassandi ómstríðum hljómum. Síð- an tekur við þrástefjaleikur á hand- spilin í mínimölskum anda, er verður að heljarlöngu crescendói; loks er endað come prima, eins og hófst, með alla stokka úti. Eftir Dietrich Buxtehude, „Dan- ann mikla" sem Bach gekk um þvert Þýzkaland á sínum tíma til að hlusta á í Maríukirkjunni í Liibeck, lék Marteinn „Forleik, fúgu og sjakonnu í C-dúr" af miklum þrótti og sýndi glögg fyrir hvers konar snilling Bach eyddi skósólum sínum. Litríkt, rapsódískt verk og furðu unglegt miðað við ofanverða 17. öld. Heiðursgestur Tónlistardaganna í ár er tékkneska tónskáldið Petr Eben (1929), prófessor við Tónlistar- háskólann í Prag. Á þessum tónleik- um kom á eftir Buxtehude verk eft- ir Eben, „Hommage á Dietrich Buxtehude", þar sem tónskáldið notar stefjaefni úr fyrrleikna verkinu frá því þremur öldum áður. Verk Ebens er eins konar fantasíu-svíta og hið hressilegasta, enda hressilega flutt af dómorganistanum. Kenndi margra grasa, m.a. brá fyrir fúguk- afla í latneskum rúmbu-rytma, þrá- stefjum í fótspili, scherzo-kenndum kafla er minnti lauslega á stað í Rhapsody in Blue hans Gershwins, og húmorinn v"ar sjaldan langt und- an. Tónmálið var útvíkkaður dúr/moll, stundum mjög, stundum mmna, minnst þó í lokin, þar sem DÚR bar sigur af hólmi, svo ekki varð um villzt. í einu orði sagt bráð- skemmtilegt verk. Kóróna tónleikanna var hin fræga Prelúdía og fúga J.S. Baehs í Es-dúr (BMW 552), er enskumæltir kenna við „heilaga Önnu"; að sönnu „mónúmentalt" orgelverk og trúlega með því rismesta sem fyrr og síðar hefur verið skrifað fyrir hljóðfærið. Hugmyndaflug, andagift og lífs- þróttur þessa stórbrotna verks eru engu lík og kalla undantekningar- laust fram gæsahúð hjá hverjum hlustanda, að ekki sé talað um þeg- ar fimmradda þrístefja fúgan hefst og nær hámarki. Þessari upphöfnu tilfinningu kom dómorganistinn vel til skila með skýrum og kraftmiklum leik, þrátt- fyrir nokkra fingraþreytu undir lokin, og þrátt fyrir marflatan hálfrar sekúndu ómtíma Dómkirkj- unnar, sem að öllu jöfnu gerir sitt til að kæfa og kefla jafnvel drama- tískustu tilþrif. Að yfirstíga slíkan hjalla á sannfærandi hátt er ekki lítið afrek. Ríkarður Örn Pálsson Hvarer Masasín 9 Gjöf Errós til Reykjavíkurborgar sýnd á Kjarvalsstöðum Frá æsku- myndum tilnýrra mynda YFIRLITSSÝNING á verkum Errós verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun undir heitinu GJÖFIN. Sama dag verður einnig opnuð sýning í Kringlunni á átta stórum verkum eftir Erró frá árunum 1955-57 og eru þær einnig hluti gjafarinnar. Til stendur að sýna hluta myndanna á Akureyri. Um þetta leyti er líka að kom út stór listaverkabók með verk- um Errós og texta um hann. Haustið 1989 færði Erró Reykja- víkurborg að gjöf safn eigin lista- verka og hefur síðan verið að bæta við hana, svo að verkin eru nú um 2.700 talsins. Gjöfín spannar nánast allan feril Errós, frá æskumyndum til nýrra mynda. Stór hluti gjafarinn- ar verður á sýningunni. Auk lista- verkanna hefur Erró gefið Reykja- víkurborg frumgerðir kvikmynda sinna, ljósmyndir, veggspjöld, dagbækur, bréf, listaverkabækur, sýningarskrár og listaverk eftir aðra listamenn. Errósafn í Hafnarhúsi Menningarmálanefnd Reykjavíkur hefur lagt til við borgarráð að kanna hvort hægt sé að ná samkomulagi Morgunblaðið/Sverrir ERRÓ ásamt Guðrúnu Jónsdóttur formanni menningarmála- nefndar borgarinnar, þýðanda Erróbókar, Sigurði Pálssyni og forráðamanni Odda, Þorgeiri Baldurssyni við Reykjavíkurhöfn um aðstöðu fyr- ir Listasafn Reykjavíkur, þar með talið Errósafn, í Hafnarhúsi. Hús- næði Listasafns Reykjavíkur á Kjarv- alsstöðum er löngu orðið of lítið. í , Hafnarhúsinu er sýningarsvæðið 5.800 fermetrar. Á blaðamannafundi í tilefni sýn- ingarinnar og útkomu bókarinnar sagði Erró að það skipti ekki máli fyrir sig hvar safnið yrði. Hann sagð- ist að mestu búinn að ljúka sínu verki. Hann nefndi að hann ætti verk í fjósi í París, fjósið hýsti nú Vísinda- safnið. Einfaldur stíll hæfði málverk- um vel. Bókin Erró kvaðst sáttur við bókina sem nú er að koma út. Þetta er glæsilegt verk' sem segja má að standi sér í íslenskri bókaútgáfu. Hann lauk lofs- orði á forráðamenn Odda sem sáu um prentun og prentvinnslu bókar- innar. Hún er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og frönsku. Höfund- urinn er franskur þjóðfræðingur, Marc Auge, og sagði íslenski þýðand- inn, Sigurður Pálsson, að hann væri samkvæmur franskri hefð, þar sem skáldskapur og hugarflug nyti sín. Erró sagði að litir væru ferskir og skærir í bókinni, en ekki eins og þeir hefðu verið þvegnir með sterkri sápu eins og títt væri um prentun erlendis, til dæmis á ítalíu. Bókin kemur opinberlega út í París 1. des- ember og opnar Erró þar á sama tíma sýningu á nýjum vatnslitamynd- um, en við vatnsliti hefur hann feng- ist mikið að undanförnu. Errósýningin verður opin daglega til 4. desember kl. 10-18., Sýningin í Kringlunni verður einnig opin til 4. desember á opnunartíma Kringl- Einleikstón- leikar í Gerðubergi PÍANÓLEIKAR- INN Krystyna Cortes kemur fram á Einleiks- tónleikum Gerðu- bergs Iaugardag- inn 5. nóvember kl. 17. Á tónleik- unum flytur Krystyna prelúd- íur og fúgur úr Dás Wohltemperierte Klavier 1 nr. 8 í es-moll og nr. 15 í G-dúr eftir Bach. Einnig leikur hún ljóð án orða op. 38 nr. 18 og Variations serieuses op. 54 eftir Mendelssohn, en hið síðar- nefnda er eitt helsta tilbrigðaverk tónskáldsins og eitt af heldri til- brigðaverkum 18. aldar. Einnig flyt- ur hún Næturljóð í c-moll op. 48 nr. 1 og Sónötu í h-moll op. 58 eftir Chopin. Krystyna hefur komið fram á einleikstónleikum bæði hér og er- lendis. Hún hefur verið búsett á ís- landi í tuttugu og þrjú ár og starfað sem píanóleikari og kennari. Krystyna Cortes. Nýjar bækur Viðtalsbók við Gunnar Dal ÚT er komin bókin Að elska er að lifa. Hans Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal. Að elska er að lifa skipt- ist í 200 stutta og sjálf- stæða kafla. Þar ræðir Gunnar Dal við Hans Kristján meðal annars um hamingjuna, sérstöðu ís- lendinga, fólk, fæðingu og dauða, menningu, heim- speki, dulspeki, tungumál, tímann, trúmál, stjórnmál, siðfræði, ástina og framtíðina. I bókinni bregður Gunnar Dal upp heimsmynd sinni og heimspeki. Eftir hann liggja 48 bækur á jafnmörgum árum. „Að elska er að lifa er eiguleg og Gunnar Dal. Hans K. Árnason. aðgengileg bók sem eykur skilning lesandans á mörgu því sem mönnum hættir til að horfa á blindum aug- um," segir í kynningu. Bókin er 480 blaðsíður og kostar 3.420 krónur. Dreifing, íslensk bókadreifing hf. Saga daganna fær viðurkenningu PROFKJOR SJALFSTÆÐISMANNA REYKJANESKJÖRDÆMI ÁRNI Björnsson þjóðháttafræðingur fer nú um helgina til Svíþjóðar til að veita viðtöku verðlaunum frá Hinni konunglegu sænsku þjóð- fræðaakademíu Gustavs Adolfs. Við- urkenningin nemur 20.000 sænskum krónum og er veitt fyrir fræðistörf Árna um íslenskar hátíðir og merki- daga, einkum stórvirki hans „Sögu daganna" sem út kom í fyrrahaust hjá Máli og menningu. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 6. nóvember kl. 17 í Vasa-salnum í Uppsalahöll. „Kungliga Gustav Adolfs Aka- demien för svensk folkkultur" var stofnuð 1932, og er kennd við þjóð- hetju Svía frá 17. öld, stríðskónginn Gústaf 2. Adolf, sem einnig var áhugamaður um sögu og þjóðfræði. Um 190 fræðimenn og heiðursfélag- ar sitja í akademíunni, sem hefur staðið fyrir ýmsum merkum rann- sóknarverkefnum í Svíþjóð og gefur auk árbókar út þrjú virt tímarít á sviði sænskrar og norrænnar sagn- fræði og þjóðfræði. Verndari aka- demíunnar er Karl Gústaf Svíakon- ungur. „Saga daganna" var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1993 í flokki fræðibóka og Félag íslenskra bókasafnsfræðinga veitti henni viðurkenningu. Þá hefur heim- spekideild Háskóla íslands samþykkt að taka „Sögu daganna" til doktors- varnar 7. janúar, á Eldbjargarmessu. ----------?-?-•---------- Hala-leikhóp- urinn sýnir tvo einþáttunga UM þessar mundir standa yfir sýn- ingar Hala-leikhópsins á einþáttung- unum Á Rúmsjó og Jóðlíf. Næstu sýningar eru í kvöld kl. 20 og á sunnudag kl. 15. Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, og er miðaverð 800 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.