Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 9 FRETTIR íslendingarnir komnir frá Bosníu Napurlegt ástand LÆKNARNIR tveir og h.júkrunar-' maðurinn, sem verið hafa á vegum íslendinga í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, eru komnir heim eftir sex mánaða úti- vist á bardagasvæðunum. Þetta var fyrsta beina framlag Islendinga til friðargæslunnar og liggur ekkert fyrir um framhaldið. Ekki er gert ráð fyrir íjárveitingu í fjárlagafrum- varpinu, en málið er til meðferðar í utanríkisráðuneytinu. Norska friðargæslan rekur sjúkrahúsið í Tusia og hefur sænsk- ur læknir tekið þar við af Júlíusi Gestsyni og væntanlegur danskur læknir í stað Mána Fjalarssonar, en þeir eru ekki undir fána síns lands í norsku friðargæslusveitinni eins og íslensku læknarnir og hjúkrunar- fræðingurinn Stefán Alfreðsson voru. Það fyrirkomulag braut þó ís- inn og opnaði fyrir að hægt væri að taka aðra Norðurlandabúa í norsku hersveitina. Máni Fjalarsson læknir, sem var lengst af síns tíma í útköllum og um tíma í Srebrenika, var í lok sept- ember sendur í vikutíma á Biacsvæð- ið í Vestur-Bosníu, þar sem nú er barist harkalega og þar sem mú- slimskir flóttamenn voru að flýja hremmingar inn á hertekið svæði Serba. Þarna höfðust börn og gam- almenni, konur og karlar við í hænsnahúsum, 40 þúsund manns að þeirra eigin sögn en 20 þúsund samkvæmt tölum Flóttamannahjálp- arinnar. Þarna var kominn faraldur af mislingum, sem Máni kvaðst aldr- ei hafa séð fyrr og margir mjög veikir. Auk þess hijáði fólkið niður- gangur, lús og kláðamaur, og gula að stinga sér niður. Napurlegt að svona ástand skuli vera staðreynd, sagði Máni, en bætti við að hjá frið- argæslunni í Tusla hefði verið tiltölu- lega rólegt að undanförnu. Júlíus Gestsson læknir kom viku fyrr og hélt til sinna starfa norður á Akureyri. Hann tók undir þetta í símtali. Hann var allan tímann í sjúkrahúsi friðargæslunnar í Tusla, þar sem bosnískum læknum var daglega boðin hjálp og aðstaða í skurðstofunni fyrir almenna borg- ara, auk læknisþjónustunnar fyrir friðargæslumenn. Stefán Alfreðsson hjúkrunarfræð- ingur var líka á leið norður, þar sem hann mun starfa á sjúkrahúsinu á Akureyri á gjörgæsludeild, eins og hann gerði lengst af í sjúkrahúsinu í Bosníu. Þar starfa tíu læknar með mismunandi áherslur á verkefni og 25 hjúkrunarfræðingar. Norðmenn eiga erfitt með að manna spítalann af læknum, en ísinn var brotinn með íslensku læknunum á vegum norska hersins, sem gerir þeim nú fært að manna stöðurnar með norrænum læknum. En spítali þeirra í Tusla þarf að vera viðbúinn að taka við fólki úr allri friðargæslunni í Bosníu ef stórslys verða í átökum. Ekki varð það, en að undanförnu eru árás- ir á friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna í Sarajevo að aukast. Undir því yfirskini að halda sér í þjálfun fyrir það hefur svo verið hægt að aðstoða bosnísku læknana með upp- skurði á almenningi og alltaf ein- hveijir á gjörgæslu. Friðargæslufólk kom mest úr bílslysum þótt fyrir kæmi að menn kæmu með skotsár, m.a. tveir sóttir nýlega á þyrlunum sama daginn frá Srebrenica og Ki- seljak. Fyrir utan störfín á sjúkrahúsinu kvaðst Stefán hafa farið til liðs í flóttamannabúðunum í Bancovic skammt frá Tusla, þar sem norsk hjálparstofnun rekur búðir fyrir kon- ur og börn sem orðið hafa fyrir hremmingum í stríðinu. Sagði hann að norskur hjartalæknir frá friðar- gæslunni hefði farið þangað einu sinni í viku sem heimilislæknir og mundi nú fram að áramótum koma þar fimm daga í viku. En í forföllum hans hlupu þeir Máni og Júlíus í skarðið. Hann sagði að fyrir konurn- Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir STEFÁN Alfreðsson hjúkrunarfræðingur og Júlíus Gestsson lækn- ir á þyrluvellinum við sjúkrahúsið í Tusla. ar, sem margar hafa orðið fyrir nauðgunum, hefði verið búið að koma upp aðstoð á veg- um hjálparstofnunar inni í bæ. Þar fyrir utan hijáði þetta fólk húð- sjúkdómar og þessi hefðbundni „hnútur í maganum" sem allt flóttafólk kvartar um. Stefán sagði að án þess að koma þangað hefði hann í rauninni ekki kynnst þessu raunveru- lega stríði allt um kring. Hann kvaðst ekki sjá eftir að hafa farið í þetta. Að vísu hefði hann ekki lært neitt nýtt faglega, en kynnst öðru umhverfi, her og landi sem á í hremmingum. Undir það voru Is- lendingarnir búnir í Noregi og kvaðst hann telja slíka þjálfun nauðsynlega -þótt eitthvað mætti stytta hana. En Máni Fjalarsson læknir mjög dýrt er fyrir Norð- menn að þjálfa oft menn, sem eru ekki í þessu nema sex mánuði í senn. Stefán sagði að sér liði vel að vera kominn heim, þótt hér sé kald- ara og hann kunni afar vel við sig í hlýjunni. Það stendur þó ekki mikið lengur í Tusla. í september var hitastig- ið komið niður í 10 stig með raka og þoku og því kuldalegt og þörf fyrir lopapeysur. Vetur eru harðir á þessum slóðum. Stefán sagði að ástandið á Tuslasvæð- inu hefði þó batnað meðan hann var þar, fleira fólk sæist úti á götunum og hefði meiri mat og rafmagn. En nú er annar harður vetur að ganga í garð í umsátri Serba. Full búð af spennandi vörum frá daniel D. TBSSvtsí sími 622230 OpiS virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Úxval af dömuúlpum frá Ítalíu Cortína sport Skólavörðustíg 20 símí 21556 FILA Langur laugardagur Blússur með 20% afslætti Tískuverslunin Quðrwi; Rauðarárstíg 1, sími 615077 Haustfundur Gusts verður haldinn í dag 4. nóv. nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Félagsstarfið í vetur. 2. Framkvæmdir og fjármál. 3. Landsþing L.H. í okt. sl. 4. Önnur mál. w Félagar mætið vel og stundvíslega og takið þátt í að móta félags- starfið. Opnað verður fyrir „léttar“ veitingar undir lok fundarins. Stjórnin. Fallegur bómullarnáttfatnaður og bómullarinnifatnaður frá Finnwear Satínnáttföt með bómull að innan. Mikið úrval. Sendum ípóstkröfu Yerið velkomiti Laugavegi 32, sími 16477. Jólafötin komin í miklu úrvali Buxur kr. 1.895 Vesti kr. 1.595 Skyrta kr. 995 Slaufa kr. 379 1 Kjóll kr. 2.495 Blússa kr. 1.995 Prinsessukjólar j í miklu úrvali. Bamakot Inl K y n n i n g s.’J' X - t > a Miss Arpels frá Van Cleéf & Arpels í dag í Regnhlífabúðinni, Laugavegi 11. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 68 milljonir Vikuna 27. október til 2. nóvember voru samtals 68.057.456 kr. greiddar út í happdrættisvélum um ailt land. Petta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæð kr.: 27. okt. Mamma Rósa, Kópavogi ... 105.479 27. okt. Ölver ... 60.695 28. okt. Hofsbót, Akureyri ... 57.266 28. okt. Hafnarkráin ... 148.569 28. okt. Mamma Rósa, Kópavogi.... ... 108.895 29. okt. Ölver ... 159.531 30. okt. Háspenna, Hafnarstræti ... 106.241 2. nóv. Háspenna, Hafnarstræti ... 391.230 Staöa Gullpottsins 3. nóvember, kl. 12:30 var 8.852.989 krónur. i HCfip Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka sfðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.