Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Prófkjör sunnlenskra sjálfstæðismanna Fimm sækjast eftir efstu sætunum Framboðsmál FIMM frambjóðendur sækjast eft- ir efstu sætunum í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Suðurlandskjör- dæmi sem fram fer á morgun, laugardag. Prófkjörið er opið en þátttakendum er skylt að undirrita þátttökubeiðni. Ellefu frambjóðendur eru í próf- kjörinu. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra stefnir að endur- kjöri í fyrsta sætið. Þingmennirnir Arni Johnsen, sem síðast skipaði 2. sætið, og Eggert Haukdal, sem skipaði 3. sætið, sækjast báðir eftir öðru sætinu. Drífa Hjartar- dóttir, bóndi á Keldum og fyrsti varaþingmaður flokksins, sækist eftir stuðningi í 3. sætið. Einar Sigurðsson, útgerðarmaður í Þor- lákshöfn, sækist einnig eftir stuðningi í efstu sætin og ekki neðar en í fjórða. Flestir aðrir frambjóðendur biðja um stuðning í 4. sætið eða 4.-6. sæti. Arnar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, Jó- hannes Kristjánsson bóndi á Höfðabrekku og Ólafur Bjömsson lögmaður á Selfossi sækjast eftir 4. 'sætinu. Grímur Gíslason vél- stjóri í Vestmannaeyjum og Kjart- an Björnsson hárskeri á Selfossi biðja um stuðning í 4.-6. sæti. Guðmundur Skúli Johnsen stjórn- málafræðingur í Hveragerði nefnir ekki ákveðið sæti. Opið prófkjör Kjartan Ólafsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins, telur að prófkjörsbaráttan hafi verið með daufara móti, hvað svo sem gerist síðustu dagana. Þátttaka í prófkjörinu er heimil þeim Sunnlendingum sem orðnir verða 18 ára við alþingiskosning- arnar sem fara eiga fram 8. apríl næstkomandi. Auk þess er 16 og 17 ára unglingum sem flokks- Olafur Björnsson Arnar Sigur- mundsson Eggert Haukdal Jóhannes Kristjánsson Drífa Kjartan Guðmundur Hjartardóttir Björnsson S. Johnsen Einar Sigurðsson Þorsteinn Pálsson Arni Johnsen bundnir eru í sjálfstæðisfélagi heimilt að taka þátt í prófkjörinu enda hafi viðkomandi félög til- kynnt um þátttöku þeirra með að minnsta kosti viku fyrirvara. Öll- um þeim sem þátt taka Lprófkjör- inu er skylt að undirrita þátttöku- beiðni áður en þeim er afhentur prófkjörseðill. Þátttakendur eiga að kjósa með því að tölusetja nöfn fimm til átta Grímur Gíslason frambjóðenda, annars telst seðill- inn ógildur. Kosið í bæjum og hreppum Kjörstaðir verða í öllum bæj- arfélögunum og í nokkrum sveita- hreppum. Kjörstaðir á stærstu stöðunum verða opnaðir klukkan 10, en á þeim minni klukkan 14. Alls staðar er lokað klukkan 21 á laugardagskvöldið. Prófkjör Framsóknarflokksins Tekist á um annað sætið í Reykjavík PRÓFKJÖR innan fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík um skipan framboðslista vegna næstu alþingiskosninga fer fram um helgina. Þrettán gefa kost á sér. Barátta er um 2. sætið, m.a. milli Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur varaþingmanns og Ólafs Arnar Haraidssonar fram- kvæmdastjóra, sem er nýr maður í stjórnmálum. 3.-4. sæti einnig eftirsótt Framsóknarflokkurinn fékk einn þingmann kosinn í Reykjavík í síð- ustu kosningum, Finn Ingólfsson. Hann gefur kost á sér áfram. Að sögn Óskars Bergssonar, starfs- manns fulltrúaráðsins, er talið að mesta baráttan verði um annað sætið. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir varaþingmaður og deildar- stjóri gefur kost á sér í 1.-2. sæti og Ólafur Örn Haraldsson fram- kvæmdastjóri í 2. sætið. Amþrúður Karlsdóttir fréttamaður gefur kost á sér í eitt af efstu sætunum, einn- ig Alvar Óskarsson framkvæmda- stjóri og Bjarni Einarsson hagfræð- ingur stefhir að næstu sætum fyrir neðan það fyrsta. Flestir hinna frambjóðendanna stefna að 3.-4. sæti og er töluverð barátta á milli þeirra, að sögn Óskars. Vigdís Hauksdóttir blómakaupmaður stefnir að 3. sætinu. Gissur Pétursson verkefn- isstjóri og Hallur Magnússon sagnfræðingur biðja um stuðning í 3.-4. sæti. Ingibjörg Davíðsdóttir stjórnmálafræðingur, Þór Jakobs- son veðurfræðingur og Þuríður Jónsdóttir lögfræðingur stefna að 4. sætinu. Áslaug ívarsdóttir garð- yrkjufræðingur nefnir ekki ákveð- ið sæti. 428 á kjörskrá Rétt til þátttöku hafa aðal- og varamenn í fulltrúaráði framsókn- arfélaganna í Reykjavík, 428 manns. Kjósa á sex frambjóðendur og ef frambjóðandi fær helming gildra atkvæða í viðkomandi sæti teljast það bindandi úrslit. Kosið er á skrifstofu Framsókn- arflokksins í Hafnarstræti 20 frá klukkan 10 til 18 á laugardag og frá 10 til 20 á sunnudag. Að sögn Óskars hefst talning klukkan 17 á sunnudag og verða fyrstu tölur birtar strax eftir lokum kjörstaðar klukkan 20. Vandamál innan Kópavogslögregl- unnar til umræðu á Alþingi Ráðuneyti í viðræð- um við sýslumann VIÐRÆÐUR standa milli dóms- málaráðuneytisins og sýslumanns- embættisins í Kópavogi um það hvernig taka eigi á mikltf m sam- skiptaörðugleikuni innan lögreglunn- ar í Kópavogi. Málið snýst um ósætti aðstoðaryf- irlögregluþjóns í Kópavogi við sam- starfsmenn sína. Var lögregluþjónn- inn meðal annars sendur í launað leyfi í tæpt ár, en settur í sitt fyrra starf fyrir skömmu. Keyrt úr hófi Anna Qlafsdóttir Björnsson þing- maður Kvennalistans í Reykjanes- kjördæmi tók málið upp utan dag- skrár á Alþingi á þriðjudag og sagði að ekki væri hægt að sætta sig við að löggæsla í stóru sveitarfélagi væri hálf lömuð vegna starfmanna- vandamála'. Hún spurði Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra hvort hann ætlaði að grípa til aðgerða til að leysa vandann, svo sem að finna aðstoðaryfirlögregluþjóninum anna"ð starf. Hún sagði að það gæti verið það eina rétta þar sem maðurinn væri ósáttur við skert starfsvið sitt og samstarfsmenn hans væru ósáttir við endurkomu hans úr leyfinu. Þorsteinn sagði að svo virtist sem samstarfsörðugleikar hafí 'verið til staðar frá árinu 1988 en keyrt hefði úr hófi fram síðustu daga. Mismun- andi sjónarmið væru innan embætt- isins um embættisrekstur og fram- komu. Þar væri enginn einn sekur og fleiri en einn bæru þar ábyrgð. Þorsteinn sagði að yfirlögreglu- þjónn bæri ábyrgð á daglegum rekstri embættisins, en lögreglu- stjóri, þ.e. sýslumaðurinn í Kópa- vogi, bæri ábyrgð á störfum lögregl- unnar gagnvart dómsmálaráðuneyt- inu. Ráðuneytið hefði átt viðræður við sýslumann með hvaða hætti ætti að bregðast við þessum alvarlegu aðstæðum og endanleg niðurstaða væri ekki fengin, en vonandi fyndist lausn innan skamms. Þeir þingmenn sem tóku til máls hvöttu dómsmálaráðherra til að beita sér fyrir lausn á deilunni, en margir lýstu jafnframt efasemdum um hvort rétt væri að ræða málið á Alþingi. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagðist standa við það mat sitt að rétt hefði verið að ræða málið opinberlega með þessum hætti, því með því væri verið að þrýsta á stjórnvöld að taka á því. Utanríkisráðherra efast um að mannrétt- indaákvæði séu virt í máli Graysons Meinað að hringja eða skrifa til dóttur MIKILVÆGT er að ekki gæti tvö- feldni í röksemdafærsiu íslendinga í forsjár- og umgengnismálum, eink- um í þeim tilvikum þegar foreldrar barna eru fráskilin og búa í tveimur löndum. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkis- ráðherra, á þingi Barnaheilla um seinustu helgi. Vitnaði ráðherrann í áttundu grein mannréttindasamn- ings Evrópu í því sambandi, sem inniheldur þá grundvallarreglu að allir menn eigi sér rétt til fjölskyldu- lífs og að sá réttur rofni ekki þó foreldri og barn búi ekki saman. Utanríkisráðherra vék sérstaklega að máli James Brian Graysons í því sambandi og úrskurðar sem nýlega. féll í dómsmálaráðuneytinu sem meini honum að „njóta umgengnis- réttar við dóttur sina í formi sím- tala," sagði Jón Baldvin. „Slíkar tak- markanir á rétti hans til að njóta umgengnisréttar og réttar til bréfa og orðaskipta við barn sitt verða hins vegar að uppfylla skilyrði alþjóða mannréttindasamninga. Ég hef efa- semdir um að slík mannréttindaá- kvæði hafi verið í heiðri höfð í þessu máli." Hann sagði mikilvægt að þess sé gætt að íslensk stjórnvöld upp- fylli skuldbindingar sínar þegar er- lendis ríkisborgar sækja rétt sinn hérlendis; „trúverðugleiki íslenskra stjórnvalda kann að vera í húfi við úrlausn slíkra dellumála". Erfitt að tryggja framkvæmd Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sendi lögmaður James Brians Graysons beiðni til sýslu- mannsembættisins í Reykjavík í júlí 1993 um að hann fengi að hafa síma- samband við dóttur sína tvisvar til þrisvar f viku, en í mars hafði hann fengið úrskurðaðan umgengnisrétt til bráðabirgða sem þótti örðugt fyr- ir hann að rækja vegna búsetu sinn- ar erlendis. Sýslumaður úrskurðaði í septembermánuði 1993, að sam- kvæmt lögum fæli umgengnisréttur í barnavernd rétt til samveru foreldr- is og barna en „önnur samskipti, svo sem símtöl og bréfaskipti, falla ekki undir hugtakið umgengnjsréttur". Úrskurðurinn var kærður í nóvember sama ár til dómsmálaráðuneytis með rökstuðningi frá lögmanni Graysons. Dráttur varð á að ráðuneytið tæki málið til umfjöllunar og var kæran því ítrekuð í mars 1994. Ráðuneytið skýrði töfina á afgreiðslu með „mikl- um starfsönnum" og afgreiddi kær- una tafarlaust eftir itrekun. Ákvörð- un sýslumanns var staðfest og miðað við túlkun á lagaákvæði því sem um ræðir, þar sem ágreiningur væri á milli foreldra um umgengni og for- ræði, enda „erfitt að sjá hvernig unnt væri að tryggja framkvæmd slíks úrskurðar". Þessi niðurstaða sé einnig í samræmi við danska laga- framkvæmd. Hitt barn sitt í 4 klst. Grayson hefði getað höfðað mál fyrir dómstólum til að hnekkja þess- um úrskurði. Hann átti hins vegar ekki kost á gjafsókn vegna erlends ríkisfangs síns og hafði verið dæmd- ur til að greiða yfir 1,1 milljón króna í málskostnað nokkru áður vegna máls sem hann höfðaði á hendur móður barns þeirra, til að fá staðfest að hann hefði forræði yfír því í sam- ræmi við niðurstöðu' bandarískra dómstóla. Ásgeir Þór Árnason, lög- maður Graysons, segir þennan máls- kostnað einn hinn hæsta sem um getur hérlendis. Grayson tapaði mál- inu og aðhafðist ekkert frekar eftir að honum var meinað um lagalegan stuðning til að hringja í dóttur sína, eða skrifa henni bréf samkvæmt úr- skurði sýslumanns og ráðuneytis. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að bandaríska sendiráðið hafi verið í nokkru sambandi við utanríkisráðu- neytið vegna þessa máls. Óskar Magnússon, lögmaður Graysons þar til hann skipti um starfsvettvang, ritaði fyrir skömmu grein um málið, og segir þar að Gray- son hafi komið hingað í febrúar 1994 vegna forsjármálsins og þá hafi ver- ið gert óformlegt samkomulag um að hann fengi að hitta dóttur sína daginn eftir málflutning. Móðirin hafi hins vegar farið úr bænum með barnið þann dag. „James Brian Gray- son hefur því fengið leyfí til að hitta dóttur sína samtals fjóra klukkutíma frá því í maí 1993," segir Óskar. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.