Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR4.NÓVEMBER1994 19 ERLENT Hátíðarhöld vegna frelsunar Auschwitz fyrir 50 árum undirbúin Mótmæla þátttöku Arafats Jerúsalem. The Daily Telegraph. ÍSRAELAR sem lifðu af ofsóknir þýskra nasista eru æfir vegna frétta um að Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, verði boðið að vera við- staddur hátíðarhöld í tilefni þess að 50 ár verða senn liðin frá því að Þjóðverjar yfirgáfu Ausch- witz-fangabúðirnar. „Arafat bar ábyrgð á því að gyðingar voru drepnir af því að þeir voru gyðingar. Hann drap unga sem aldna, konur og börn", sagði Dov Shilansky, fyrrum þingforseti, en hann var sjálfur í Dachau-fangabúðunum. Sagði Shilansky að með því að bjóða Arafat til Auschwitz væri verið að móðga og smána ísraelsku þjóðina og einkum þá sem lifðu af Helförina. Rauði herinn tók fangabúðirnar í lok janúar, nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar hurfu það- an. Búðirnar eru í Póllandi og er talið að allt að tvær milljónir gyðinga hafi látið þar lífið. Friðarverðlaunahöfunum boðið Fulltrúar Lech Walesa Póllandsforseta segja að öllum friðarverðlaunahöfum Nóbels verði boðið þangað í janúar. Arafat deildi sem kunn- ugt er verðlaununum á þessu ári með þeim Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Shimoh Peres utanríkisráðherra fyrir skemmstu og voru þau veitt vegna friðarsamninga ísraela og Frels- issamtaka Palestínu, PLO, í fyrra. Shilansky, sem er stjórnarandstæðingur úr Likud-flokknum, sagðist hafa ritað þeim Rabin og Peres bréf og hvatt þá til að hundsa boðið ef Arafat yrði viðstaddur. Talsmenn Rabins og Peres sögðu að ekki hefðu borist nein formleg boð frá pólsku stjórninni enn þá og neituðu að tjá sig frekar um málið á miðvikudag. Þekktur gyðingaleiðtogi, sem tók þátt í upp- reisn gyðinga gegn þýska hernámsliðinu í Var- sjá 1943, Stefan Grayek, sagðist styðja sam- komulagið við Palestínumenn en lýsti andstöðu við að Arafat tæki þátt í athöfninni. „Hann hef- ur aldrei tjáð sig um Helförina", sagði Grayek. Sumir þeirra sem lifðu af ofsóknirnar eru á öðru máli. Þeir telja m.a. að með því að mæta muni Arafat formlega viðurkenna að gyðingar hafi orðið að þjást vegna ofsóknanna en palestínskir leiðtogar hafa oft reynt að gera lítið úr harm- leik gyðingaofsóknanna. Sól- myrkvi í Chile SOLMYRKVI varð í gær og sást hann best á suðurhveli jarðar. Myndirnar eru teknar í Putre í Chile. Sólmyrkvinn varði í tvær mínútur og 50 sekúndur og sást frá allmörgum Iöndum. Fjöldi fólks, sem kom hvaðan- æfa að, frá Indlandi til Okla- homa, hafði safnast saman í Putre til að fylgjast með sólinni myrkvast. Þetta er síðasti sól- myrkvinn á suðurhveli jarðar á öldinni. Karl Bretaprins í stjörnuheiminum Los Angeles. The Daily Telegraph. KARL Bretaprins er nú í heim- sókn í Los Angeles og skoðaði hann á miðvikudag fátækrahverfi í borginni. Hann var síðan við- staddur frumsýningu bresku kvik- myndarinnar „Frankenstein Mary Shelley" sem Kenneth Branagh leikstýrir og heilsaði upp á frægar kvikmyndastjörnur í Hollywood. Indversk ást í meinum? Bresk dagblöð héldu áfram að fjalla um nýútkomna ævisögu Karls og beindu athyglinni að ind- verskri konu, Zoe Sallis, sem kem- ur þar við sögu. Sallis er nú 54 ára og fyrrverandi eiginkona bandaríska kvikmyndaleikstjór- ans Johns Hustons. Hún er búdd- isti og kynntist prinsinum tveimur árum áður en samband hans og Díönu prinsessu hófst. Þau urðu nánir vinir og Karl segist hafa fengið mikinn áhuga á búddatrú og skyldleika helstu eingyðistrú- arbragða heims vegna kynna sinna af Sallis. Embættismenn Bretadrottningar bundu enda á vináttuna; aðspurð sagði Sallis að þau hefðu aðeins verið góðir vinir og aldrei sofið saman. Reuter Mynd birt af laun- dóttur Mitterrands Reuter KARL prins ræðir við kvikmyndaleikarann Jack Nicholson eft- ir frumsýninguna á Frankenstein Mary Shelley. ' París. Reuter. FRANSKA tímaritið París-Match birti í gær mynd af ungri konu sem það sagði vera óskilgetna dóttur Francois Mitterrands Frakklandsforseta, Mazarine að nafni. Er þetta í fyrsta skipti sem franskur fjölmiðill brýtur óskráð samkomulag um að ekki sé sagt frá einkamálum ráðamanna í óþökk þeirra. Mazarine er tvítug og að sögn París-Match nemi við hinn virta háskóla Ecole Normale Superiuer. Franskir fjölmiðlar fjalla yfir- leitt ekki um einkalíf stjórnmála- manna. Tímaritið hafði hins vegar eftir blaðamanninum Philippe Franskt tímarit brýtur óskráð sam- komulag um að ekki sé fjallað um einka- mál ráðamanna Alexandre, er ritað hefur bók um forsetann sem kemur út í þessari viku, að rétt væri að fjalla opin- berlega um samband forsetans við hjákonu sína og dóttur þar sem að þær hefðu búið í opinber- um bústöðum og ferðast á kostn- að franskra skattgreiðenda. „Það er ekki til blaðamaður í Frakklandi sem vissi ekki af þessu vegna þess að forsetinn reyndi ekki að dylja sambandið. Hins vegar áttu allir franskir blaða- menn aðild að þagnarsamsæri," sagði Alexandre. „Hvað með það?" Flestir franskir fjölmiðlar greindu einungis stuttlega frá frétt tímaritsins eða hunsuðu hana algjörlega. Le Monde birti þó frétt undir fyrirsögninni „Hvað með það?" og sagði forsetann hafa sagt á morgunverðarfundi með blaðamönnum árið 1984: „Já ég á dóttur. Hvað með það?" Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi laugardaginn 5. nóvember EGGERT HAUKDAL í 2. sæti Sjáifstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta. Þau sjónarmið verða að endurspeglast í þingliði fiokksins. Þingmenn flokksins verða því að koma úr öllum stéttum atvinnuveganna til lands og sjávar. Á þann hátt einan speglar Alþingi vilja allra landsmanna — þess vegna má Alþingi aldrei verða sérfræðingastofnun sem stjórnað verður af ráðamönnum Evrópusambandasins. Eggert Haukdal er bóndi að Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Hann hefur setið á Alþingi í 16 ár. Hann hefur ætíð barist fyrir frelsi einstaklinga til athafna og um leið gegn skrifstofuveldi og viðskiptaáþján erlendra þjóðarbandalaga og afnámi okurvaxta og lánskjaravísitölu. Eggert er þekktur fyrir: • sjálfstæðar skoðanir sem hann heldur fast víð, • þor til þess að gagnrýna og horfast í augu við staðreyndir, • en umfram allt óþreytandi eljusemi við að gæta hagsmuna Sunnlendinga og landbúnaðar á íslandi. Eggert Haukdal er þingmaður dreifbýlisins, verðugur fulltrúi fólksins um allt land. Stuðningsmenn. Tryggjum Eggerti Haukdal 2. sætið í prófkjörí Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.