Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLA OLAFSDOTTIR 4- Halla Ólafsdótt- ' ir var fædd á Akureyri 3. febrúar 1945. Foreldrar hennar voru Lovísa Norðfjörð Jónatans- dóttir, f. á Hjalteyri 10.7. 1920, og Jó- hann Guðjón Olafs- son, f. 16.2. 1912 á Fallandastððum í Hrútafirði. Alsystk- ini hennar voru Siguróli, f. 8.5. 1937, trésmiður í Reykjavík; Sigurður Jónatan, f. 29.9. 1938, sjómaður i Reykjavík; Guðrún Erla, f. 18.10. 1942, húsmóðir í Reykja- vík og Sigurlín Lovísa, f. 13.6. 1947, húsmóðir í Keflavík. Hálf- systkini hennar sammæðra voru Rafn, járniðnaðarmaður í Reykjavík; Karl Hilmar, verka- maður í Reykjavík; Jóhann, sjó- maður í Reykjavík; Linda, hús- móðir í Reykjavík; og Sólveig, húsmóð- ir í Reykjavík. Halla var ættleidd af Ólafi Helgasyni lækni og Kristínu Þorvarðar- dóttur hinn 26.1. 1959. Fyrri maður hennar var Einar Aðalsteinsson tæknifræðingur, f. 19.6. 1941. Börn beirra eru Aðalstein/ Ólafur, t, 29.9.1965, í söngnámi í Wash- ington, giftur Emi Uda; og Kristín Erla, f. 25.10. 1969, gift Elías Birgi Andréssyni. Börn þeirra eru Elfa Katrín, f. 19.11. 1990, og Heiðar Logi, f. 21.12. 1992. Eftirlifandi maður liöllu er Ingi Rúnar Ellertsson skipstjóri, f. 21.1. 1954. Sonur þeirra er Marteinn Jón, f. 5.10. 1978. Útför Höllu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag. ÞAÐ VAR fyrir um 45 árum að hringt var í Ólaf Helgason lækni frá Keflavík og hann beðinn að taka á móti fársjúkum frænda sínum Jó- hanni Ólafssyni. Jóhann vildi komast undir hans handleiðslu á Landa- kotsspítalann. Olafur tók á móti Jó- hanni, sem átti skammt eftir ólifað, en fyrir andlátið bað Jóhann hann að líta til með fjölskyldu sinni. Það stóð ekki á viðbrögðum Ólafs, hann sótti fjölskyjduna, ekkjuna með fimm börn og flutti þau á heimili sitt í Garðastræti 33 þar sem þau dvöldust á meðan ákveðið var hvað gera skyldi. Á meðan á dvölinni stóð hændist Halla, þá fjögurra ára, meira að Iæknishjónunum en hin systkinin, og þau að henni. Hún kom stundum inn í svefnherbergið þeirra að nóttu og vóknuðu þau við að hún stóð við rúmgaflinn og fallega bros- ið hennar breiddist út um andlitið þegar þau komu auga á hana og tóku á móti henni. Fjölskyldan flutti síðan til Akureyrar, þar sem fjöl- skylda Lovísu bjó. Líf læknishjónanna í Garðastræt- inu hafði breyst, þau söknuðu barn- anna og um vorið dreif Ólafur sig til Akureyrar og fékk Höllu lánaða. Það lán stóð fram að fermingu, að hún var ættleidd af Ólafi, Kristínu og syni þeirra Ólafi Jóni sem þá var 27 ára. Halla kom sem nýr kraftur og mikill sólargeisli iiin á heimilið, því læknishjónin höfðu misst sex ára dóttur sína á hörmulegan hátt nokkrum árum áður. Það tókst mikið ástríki með Ólafí Jóni og Höllu, sem aldrei bar skugga á. Eftir að Lovísa móðir Höllu flutti t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Arnbergi, Selfossi, , andaðist á Droplaugarstöðum 2. nóvember. Guðmundur Sigurbergsson, Jóhann Þór Sigurbergsson, ' Ásta Jónsdóttir, Einar Sigurbergsson, Ólína Guðmundsdóttir, Magnea Sigurbergsdóttir, Ásgeir Sæmundsson, Árni Bergur Sigurbergsson Agnes Elídóttir, bamabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON fyrrverandi apótekari á Sauðárkróki, Háaleitisbraut 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Margrét Magnúsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Hafsteinn Friðriksson, Magnús Sigurðsson, Alfa Sigrún Sverrisdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu? VILBORGAR KRISTBJÖRNSDÓTTUR, Steinagerði 2, Reykjavík. Gísli Sigurtryggvason, Tryggvi Gíslason, Kristi'n S. Gísladóttir, Valgeir K. Gfslason, Ævar Gíslason, Hannes S. Kristinsson, Pálína Sveinsdóttir, Edda J. Einarsdóttir, Eygló Haraldsdóttir og barnabörn. á Akranes með börnin, heimsótti Halla móður sína og systkyni á hverju ári og hélt alla tíð góðu sam- bandi við þau. Halla lauk gagnfræðaprófi og stundaði síðan nám við Hjúkrunar- skóla íslands í tvö ár. Hún fylgdi Einari manni sínum til náms í Þránd- heimi, og lauk því ekki hjúkrunarná- minu. Halla og Einar komu,heim frá Noregi 1969 og settust að á Akur- eyri, í heimabæ Einars og fæðing- arbæ Höllu. Halla vann við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri, og við ungbarnaeftirlit. Eftir að þau skildu, flutti hún á Akranes og síðan til Keflavíkur með seinni manni sínum, Inga Rúnari Ellertssyni skipstjóra. Hún var meðlimur í Guðspekifélagi Reykjavíkur um árabil. Halla var frábær móðir og stolt af börnum sínum þremur, Aðalsteini Ólafí, sem er við söngnám og er búsettur í Bandaríkjunum og er gift- ur Emi Uda almannatengsla-full- trúa, Kristínu Erlu, húsmóður í Sandgerði, sem er gift Elíasi Birgi Andréssyni pípulagningamanni, og Marteini Jóni nema. Kristín Erla og Elías eiga þau Elfu Katrínu og Heið- ar Loga. Halla mágkona mín var alltaf sér- lega hlý við bróðurbörn sín og þau eiga henni margt að þakka. Þau eiga öll hugljúfar minningar um ástkæra föðursystur. Halla var dugnaðar- manneskja sem ekki fór með veggj- um og var tekið eftir henni þegar hún kom og fór. Hún var hlátur- mild, söngelsk og gefin fyrir tónlist. Enginn kunni betur að brosa í gegn- um tárin þegar eitthvað bjátaði á. í sumar, þegar hún var orðin fastagestur á kraþbameinsdeild Landspítalans, lá Ólafur bróðir hennar fársjúkur á næsta gangi. Hún kom til hans svo oft sem hún gat til að telja í hann kjarkinn. „Við sigrum þetta stríð, bróðir minn," sagði hún. En það sigra ekki allir í stríði. Síðustu vikurnar reyndi hún að vera eins mikið heima og mögu- legt var, því helst vildi hún vera heima hjá Inga manni sínum. Hann og börnin stóðu svo þétt við bak hennar í veikindunum að aðdáunar-- vert var. Elsku Ingi, Addi, Kristín Erla og' Marteinn, Guð styrki ykkur í sorg- inni og hjálpi ykkur við að gleðjast yfir minningunum um góða eigin- konu, móður og ömmu. Stefana Karlsdóttir. í dag kveð ég eina af mínum yndislegu systrum, hana Höllu, sem ég þekkti allt of stutt. Höllu kynntist ég ekki almenni- lega fyrr en ég var tvítug 1980, er hún og fjölskylda hénnar fluttu til Vestmannaeyja, þar sem ég bjó þá. Þrátt fyrir að hafa ekki alist upp saman fannst mér sem ég hefði þekkt hana alla tíð, er við loks kynntumst. Hafði ég einstaklega gaman af að heimsækja hana. Það var svo gaman að tala við hana. Hún var svo fróð, svo blíð og hafði mjög ákveðnar skoðanir. Eitt var það sem við Solla systir höfðum sérstaklega gaman af að tala um við hana, en það var lífíð eftir dauðann. Voru það ekki fá kvöldin sem við sátum saman syst- urnar og töluðum langt fram á nótt um þau málefni. Elsti sonur minn, Aðalbjörn, og yngsti sonur Höllu, Marteinn, voru fjögurra og þriggja ára er við kynntumst og urðu strax góðir vinir. Halla og Ingi fluttu fljót- lega upp á land aftur, til Keflavík- ur, og saknaði ég þeirra þá mikið. Sjálf flutti ég til Reykjavíkur 1986, en þá fórum við að hittast oftar. Synir okkar urðu enn betri vinir með árunum og heimsækja þeir hvor annan oft um helgar. í dag eru þeir sautján og sextán ára og segir sonur minn að Marteinn sé besti frændi sem hann á. í maí sl. giftum við hjónin okkur og fannst okkur það mjög leitt að Halla og Ingi gátu ekki komið. En það var okkur mikil ánægja að börnin þeirra þrjú, Addi, Kristín og Marteinn, komu. Addi frændi gerði mikla lukku í brúðkaupinu okkar er hann söng nokkur lög fyrir fullu húsi af fólki. Við fráfall Höllu er horfin sjónum okkar kona með mikla persónutöfra, kona sem hafði svo jákvæð áhrif á umhverfíð í kringum sig og annað fólk. Þessa eiginleika hefur Halla virkjað í börnum sínum þremur jafn yndisleg og þau eru. Minningar um Höllu munum við öll sem þekktum hana ávallt varð- veita í hjörtum okkar. Elsku Ingi, Addi, Kristín og Mar- teinn, megi Guð blessa ykkur og styrkja á komandi árum. Linda. Halla föðursystir mín bjó alltaf í öðrum landshluta en ég, svo sam- bandið við hana og fjölskyldu henn- ar hefur ekki verið mikið í gegnum árin. Mig langar þó til að minnast þess tíma er ég dvaldi sumarlangt hjá henni og þáv. manni hennar Einari Aðalsteinssyni á Akureyri, níu, tíu og ellefu ára gömul. Þetta var fyrsta dvöl mín að heiman og ég átti að passa Kristínu Erlu dótt- ur þeirra sem var þá ungbarn og Adda bróður hennar. Ástæðan fyrir því að ég sest niður og minnist þessa tíma á Akureyri er hversu mikil áhrif Halla hafði á mig. Hún var mín fyrirmynd sem móðir og sem kona. Ég, yngsta barn foreldra minna, hafði ekki kynnst umönnun og uppeldi barna, en einmitt í því var hún góð fyrirmynd. Hún kom mér í móðurstað þennan tíma sem ég dvaldi hjá henni en ég leit auðvit- að öðruvísi á hana en mína eigin móður og því.var hún mín fyrirmynd sem kona. Hún var svo blíð, svo óendanlega blíð og góð. Mér fannst hún svo falleg og ein af minningun- um er hve gaman mér þótti að horfa á og fylgjast með þegar hún var að hafa sig til. Hún var ákveðin og ströng og ég komst ekki upp með neitt hálfkák í vistinni en jafnframt var hún skilningsrík ef eitthvað kom upp á. Halla var myndarleg húsmóð- ir og lærði ég margt af henni sem hefur komið sér vel er ég fór að búa sjálf og eignast börn. Eftir því sem árin hafa liðið og sérstaklega eftir að ég flutti sjálf til Akureyrar þá hefur þessi tími skipað sérstakan sess á minningum bernskuára minna. Þó að Halla sé nú farin frá okkur og komin til ættingja sinna og vina hinum megin, þá lifír með okkur minning, sem aldrei fellur skuggi á, um blíða og góða konu. Margrét Olafsdóttir. í tæknivæddu samfélagi okkar virðist oft sem mannkostir séu vegn- ir hvað mestir ef hátt og mikið er talað. Athafnir virðast því miður ekki vega eins þungt, og er það miður. Hún Halla viðhafði yfirleitt ekki mörg orð um hlutina, verkin töluðu, unnin af nákvæmni og sam- viskusemi. Hún mætti til vinnu á morgnana áður en henni bar, ogþað virtist engu máli skipta hversu mik- ið var fyrir lagt, allt var klárað áður en vinnutíma lauk. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikílvægt það er hverjum lækni að hafa góðan ritara. Óbeint fara samskipti við sjúklinga, stofn- anir og aðra lækna í gegnum rit- ara. Öll þessi tengsl fjalla oftar en ekki um viðkvæm efni sem eiga ekkert sameiginlegt við flaustur og fljótræði. Frágangur og framsetn- ing hefur því mikið að segja um hvernig skilaboðum er komið á framfæri. Á þessu hafði Halla næm- an skilning, allt virtist svo ágætt eftir að hún hafði farið um það höndum. Það var fyrir tæpum sex árum að hún gerðist ritari augnlækna í Keflavík. Vinnuaðstæður hennar voru frumstæðar til að byrja með en aldrei var kvartað, allt gert þann- ig að ekki mátti betur gera. Þegar flutt var í nýtt húsnæði fengu góðir skipulagshæfileikar hennar að njóta sín, allt sem tengdist hennar vinnu haganlega fyrir komið. Glamrið í ritvélinni og brosið hennar gaf ákveðna vellíðan eftir misskemmti- legar ökuferðir á Reykjanesbraut- inni. Allt í röð og reglu, tilbúið fyr- ir nýjan starfsdag. Það var með sömu stillingu og einkenndi hennar starf, sem hún mætti örlögum sínum, brosmild og án þess að kvarta, jákvæð en raunsæ að baráttan yrði erfið. Við samstarfsmenn hennar þökkum fyr- ir þennan stutta tíma sem við feng- um að njóta návistar hennar. Okkar hlýjustu hugsanir leita til nánustu aðstandenda. Haraldur Sigurðsson. í dag kveðjum við með miklum söknuði einn af elstu starfsmönnum Heilsugæslustöðvar Suðurnesja í Keflavík, en Halla starfaði um ára- bil sem Iæknaritari. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða síðasta hálfa árið og dó langt fyrir aldur fram úr þeim vá- gesti sem leggur allt of marga að velli. Halla var mjög mikilvirk og vand- virk í starfi. Hún var traustur vinnu- félagi og vildi leysa hvers manns vanda. Hógvær og prúð í allri fram- göngu og yildi vinna sín störf í kyrr- þey, en hún gat líka verið hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Segja má að við höfum kynnst nýrri hlið á Höllu í veikindum henn- ar. Tók hún ^hlutskipti sínu með miklu æðruleysi og sýndi óvenjuleg- an styrk til hinstu stundar. Hún kvartaði aldrei en spurði gjarnan hvernig starfið gengi hjá okkur starfsfólkinu. Fjölskylda hennar studdi hana dyggilega allan tímann og gerði henni kleift að dvelja eins lengi heima og kostur var. Við vottum aðstandendum, eigin- manni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð við fráfall hennar. Blessuð sé minning mætrar konu. F.h. starfsfólks Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja, Jón Aðalsteinn Jóhannsson, læknir. í dag er borin til hinstu hvílu góð vinkona okkar og starfsfélagi, Halla Ólafsdóttir, sem lést eftir erfið veik- indi á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Halla starfaði sem læknaritari við Heilsu- gæslustöð Suðurnesja frá 1981. Hún var mjög traustur og góður starfskraftur og vinnufélagi sem ávallt var gott að leita til. Hinn 1. maí 1993 tók Halla sér ársleyfi frá störfum á Heilsugæslustöðinni og hefði samkvæmt því átt að hefja störf 1. maí í vor og hlakkaði hún mikið til að koma aftur og ekki síst við að fá hana á ný. Enginn fær ráðið sínum nætur- stað og örlögin höguðu því þannig til að ekkert varð úr því að hún kæmi til okkar aftur. Við sjáum því að baki kærri vinkonu sem við mun- um sárt sakna og lengi minnast. Við sendum eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Læknaritarar Heilsu- gæslustöðvar og Sjúkra- húss Suðurnesja. Sá sem ekki slapp við fæðingu sleppur ekki við dauðann. Elsku systir mín, nú ert þú horf- in úr lífí okkar á vit æðri máttar- valda. Ljúfar og yndislegar voru þær stundir sem ég átti með þér. Alltaf var Halla svo blíð og góð og sérstaklega tók ég eftir því hvað hún sá hlutina alltaf í réttu ljósi. Hún hélt alltaf sínu striki, sama hvað á bjátaði. En eins og þú trúðir og vissir að til væri líf eftir þetta líf þá sjáumst við örugglega aftur. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú. Eg veit þú látin lifir. (Höf. ók.) Elsku Ingi, Addi, Kristín, Mar- teinn, tengdabörn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sólveig María Aðalbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.