Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 17 URVERINU Áhafnir hentifánaskipa eru undir þrælalögum MIKLAR umræður spunnust á þingi Sjómannasambands íslands í gær um ráðningarkjör íslenskra sjómanna á hentifánaskipum sem gerð eru út frá íslandi. Á þinginu var dreift íslenskri þýðingu á ráðningarsamn- ingi sjómanna á Sigli og Hágangi I. og II. Óskar Vigfússon fráfar- andi formaður Sjómannasambandsins segir áhafnir þessara skipa vera undir þrælalögum og kveðst hann hafa varað við þessum samningum fyrir einu ári. Með samningunum sé verið að hverfa marga áratugi til baka í tíma. Hann vill að lagt verði hafnbann á skipin. Að sögn Sæmundar Jóhannessonar hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar hafa a.m.k. 20 manns úr áhöfn Háganganna sagt upp störfum á síðustu dögum. Meðal ákvæða í ráðningarsamn- ingi áhafnar á Sigli er að samning- urinn falli úr gildi án frekari til- kynningar þegar skipið kemur til Reykjavíkur eða einhverrar ann- arrar hafnar ákveði útgerðarmaður svo. Um uppsögn samningsins við venjulegar aðstæður segir að segi sjómaður upp starfínu og hann hafí unnið um borð skemur en þrjár sjóferðir í röð skuli hann sjálfur greiða allan ferðakostnað sinn. Þá er í fjórum liðum greint frá sérstök- um aðstæðum fyrir uppsögn úr starfi, m.a. vanhæfni, fjarvistir, brot gegn starfsskyldum eða vímu- efnanotkun. Við brottvísun úr starfi af þessum sökum fær við- komandi greidd laun aðeins fram að brottvísunardegi og skal hann greiða ferðakostnað sinn og þess sem kemur í hans stað. Þá getur útgerðarfélagið ávallt sagt upp ráðningarsamningi veikist sjómað- ur eða slasast og verður að afskrá sig af skipinu. Sérstakur samningur gerður við útgerðirnar Þingfulltrúar gerðu- einnig að umtalsefni ákvæði um lága kostn- aðarhlutdeild útgerðar í fæði, kaup- tryggingu, hvíld í landi og því að sjómaður á ekki rétt á greiðslu ferðakostnaðar frá löndunarhöfn til heimilis síns meðan á hvíld í höfn stendur. í ráðningarsamningi Siglis er einnig ákvæði um að sjómaður eigi rétt á 0,664% þeirra björgunar- launa sem greidd eru framkvæmda- stjóra útgerðar taki skipið þátt í björgun annarra skipa. Ágreinings- mál sem kunna að rísa þarf áhöfn Siglis að höfða fyrir kýpverskum dómstóli en áhöfn Háganganna í Belize. i.Það eru komin hingað skip und- ir hentifánum bananaríkja í Suður- höfum og nú vakna menn upp við það að áhafnir þessara skipa eru undir þrælalögum sem við héldum að hefðu liðið undir lok í kringum 1930. Ég vil að íslendingar forðist að veita þessum skipum nokkra þjónustu eða löndun hér á landi. Hafnbann hér á landi," sagði Óskar Vigfússon. Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður segir að lög og reglur þess ríkis sem hentifánaskip eru skráð í sem gilda um áhafnir þeirra skipa. „Við erum komnir í mjög sérkennilega stöðu gagnvart sjó- mönnum á þessum skipum. Við getum ekki bara yppt öxlum og sætt okkur við þetta. Það er ekk- ert sem mælir gegn því að gerður verði sérstakur samningur við út- gerðirnar aðsjómanna- og sigl- ingalög hér á íslandi gildi um þessa aðila og að mál sem upp kunni að rísa séu rekin fyrir dómstólum hér," segir Guðmundur. Morgunblaðið/Þorkell HEITAR umræður urðu á þingi Sjómannasambands Islands í gær um ráðningarsamninga á henti- fánaskipum sem gerð eru út frá Islandi. Færeyingar semja við ESB EVRÓPUSAMBANDIÐ fær- rétt til veiða á 12.000 tonnum af makr- íl innan lögsögu Færeyja, fari svo að Noregur gangi inn í sambandið. Þetta er tekið fram í tvíhliðasamn- ing Færeyinga og ESB fyrir árið 1995. Samningurinn nú er nánast samhljóða samningnum, sem gildir fyrir þetta ár, en bætt er inn í hann ákvæði, gangi Noregur í ESB. Færeyingar fá í staðinn auk- inn loðnukvóta frá Grænlendingum samkvæmt upplýsingum í danska sjávarútvegsblaðinu Fiskeritid- ende. ESB fær leyfi til veiða á keilu, löngu, makríl, sfld, bryn- styrtlu, sandsíli, kolmunna og fleiri tegundum. í hlut Færeyinga kemur rækja, lúða, karfi og loðna innan lögsögu Grænlands. Aukinn rækjukvóti til skoðunar SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur að beiðni Landssam- bands íslenskra útgerðarmanna falið Hafrannsóknastofnun að gera tillögu um hvort auki megi rækjuheimildir á yfirstandandi fiskveiðiári. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að stofnunin hafi málið núna til at- hugunar og þegar mat hennar liggi fyrir verði tekin ákvörðun í málinu. Hann gat ekki timasett hvenær mat Hafrannsóknastofn- unar lægi fyrir. • BRETAR verja nú um 2,5 millj- örðum króna til úreldingar á 158 fiskiskipum. Umsóknir um úreld- ingu voru 470 alls. Skipin, sem verða úrelt nú eni samtals 5.600 tonn að stærð og svara til um 2,6% af flotanum. Talið er að enn þurfi að verja um 3,3 milljörðum króna til úreldingar eigi áður ákveðin markmið um flotastærð að nást. • HITABYLGJAN í Evrópu í sumar haf ði ýmsar afleiðingar í för með sér. Meðal annars hit- naði sjórinn mikið, enda grunnt bæði í Norðursjó og Eystrasalti. yfirborðshiti í Norðursjó hækk- aði til dæmis um 3,5% gráður í júlí miðað við meðalhita þar. Ekki er Ijóst hvort þessi „upphit- un" hefur haft einhver áhrif á lifríkið í sjónum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Suourlandi Kjósum Grím í 4.-ó. sætíð 4ÓFS r^rtiJ s ¦ s _.—-—¦'' ' ,:":-^L—___¦— t_.....•¦- ^taskao"'"^......¦— Grímur Gíslason sækist eftir 4.-6. sætinu í prófkjörinu á iaugardaginn. Styöjum kjarkmikinn stjórnmálamann sem hefur med störfum sínum sýnt að hann þorir að takast á við erfið og krefjandi verkefni. Fáum ferska vinda í fremstu röð framboðslistans á Suðurlandi með því að styðja Grím í 4.-6. sætið. A£533- ¦' ;.....- Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.