Morgunblaðið - 05.11.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 05.11.1994, Síða 1
80 SIÐUR B/C/D/E 253. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Poul Nyrup Rasmussen heim úr ferð sinni til Færeyja Gaf engin fyrirheit um aukin fjárframlög Kaupmannahöfn. Morgnnblaöið. Gramsað ítunnum London. Reuter. MICHAEL Heseltine, viðskipta- ráðherra Breta, lét í gær inn- kalla bækling um markaðsmál sem ráðuneytið hefur styrkt útgáfu á. Ástæðan er sú að í honum er mælt með ýmsum bolabrögðum í viðskiptum, svo sem að gramsa í ruslatunnum keppinauta. Bæklingurinn, „Markaðs- settu fyrirtæki þitt“, kom út 1983. Höfundar hans eru við- skiptaráðgjafar. Mælt er með því að menn vingist við ritara í fyrirtæki keppinauta, einnig geta þeir njósnað með því að þykjast vera fréttamenn eða námsmenn að skrifa ritgerð um efni tengt keppinautnum. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, sneri í gær heim úr nokkurra daga heimsókn til Færeyja. Móttökumar voru heldur kaldar í Þórshöfn og Færeyingar gagnrýndu óspart tök Dana í efnahagslífi eyj- anna, sem þeir telja gagnast dönsku bönkunum betur en eyjaskeggjum. Nyrup Rasmussen -sagði fýrir heimferðina að nú skipti mestu að treysta undirstöður atvinnulífsins til að stöðva fólksflóttann, án þess þó að hann gerði grein fyrir hvernig það mætti verða eða kæmi með nein lof- orð í þá átt. Hann áleit þó bjartara framundan, því samkvæmt mæling- um fiskifræðinga færi þorskstofninn vaxandi á ný. Einnig mætti huga að því að hvort ekki væri í auknum mæli hægt að vinna fisk frá þriðja landi í fyrirtækjum eyjanna. Erlendar fjárfestingar Edmund Joensen, lögmaður Fær- eyja, tók undir með Nyrup Rasmussen um nauðsyn þess að stöðva fólksflótt- ann. Það væri erfitt verkefni og á því hefði forsætisráðherrann skilning. Ekki var að skilja á orðum Nyrups Rasmussens um komandi viðræður í Kaupmannahöfn að Danir ætluðu sér að slaka á aðhaldsstefnu sinni í efna- hagsmálum eyjarskeggja. Skuldir færyskra sveitarfélaga nema um 20 milljörðum ísl. króna. Dönsk ráðgjafarnefnd um Færeyj- ar skilaði nýlega skýrslu sinni. Þar er bent á að atvinnuleysi á eyjunum hafi minnkað en það sé ekki vegna aukinnar atvinnu, heldur fólksflótta. Nefndin mælir með að formlegum og óformlegum hindrunum gegn er- lendum fjárfestingum verði aflétt, svo að nýtt fjármagn, frumkvæði og þekking berist til eyjanna. Reuter Dronka Umbætur í hættu? Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær Vladímír Panskov, er verið hefur háttsettur í fjármála- ráðuneyti landsins, að fjármálaráð- herra. Skipun Panskovs var ekki borin undir Alexander Shjokín, að- stoðarforsætisráðherra með yfir- stjórn efnahagsmála á sinni könnu, en hann er einn örfárra umbóta- sinna sem eftir eru í stjórninni. Shjokín sagðist í gær myndu láta af embætti, en hann hefur verið aðalfulltrúi Rússa í viðræðum við erlenda lánardrottna um ríkisskuld- ir og notið álits á Vesturlöndum. Miðstýring á ný Nýi fjármálaráðherrann, Pansk- ov, var á sínum tíma staðgengill Valentíns Pavlovs, afturhaldssams fjármálaráðherra Sovétríkjanna gömlu í tíð Míkhaíls Gorbatsjovs, en Pavlov tók þátt í valdaráninu 1991. Nýskipaður landbúnaðarráð- herra, Álexander Nasartjúk, vill styrkja samyrkjubúin, efla á ný miðstýringu ríkisvaldsins í atvinnu- greininni og vernda hana fyrir er- lendri samkeppni. Bosníu-Serbar aðþrengdir vegna skorts á eldsneyti Sarajevo, SÞ, Edinborg, Pale. Reuter. STJÓRN Bosníu-Serba lýsti yfir því í gær að allsheijar herútboð yrði á svæðum sem hún ræður og þing þjóðarbrotsins yrði kallað saman í næstu viku til að setja herlög. „Múslimar er staðráðnir í að beijast áfram og vilja ekki semja um pólitíska lausn á deilun- um. Meirihluti ríkja heims styður árásarstefnu múslima," sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, i höfuðstað þeirra, Pale. Mikill fögnuður ríkti í Sarajevo í gær vegna sigra stjórnarhers múslima og Króata, sem barist hafa með stjórnarhernum. Staðfest hefur verið að múslim- ar og Króatar hafa tekið borgina Kupres og er þetta fyrsti ósigur Bosníu-Serba frá því að átökin hófust í Bosníu fyrir 31 mánuði. Karadzic sagði að á þinginu Radovan Karadzic segir að stefnt sé að allsherjar herútboði myndi verða Iýst yfir að ríkið ætti í styijöld. Bosníu-Serbar væru beittir órétti en þeir myndu ekki gefast upp heldur beijast þar til lokasigur ynnist. Öllum leyfum hermanna Bos- níu-Serba var frestað, framhalds- skólum lokað og nemendur á her- skyldualdri fengu skipun um að mæta hjá herflokkum sínum. Menn sem flúið hafa land til að komast undan herskyldu fengu „síðustu viðvörun". Annaðhvort sneru þeir heim eða hlytu dóm fyrir liðhlaup sem m.a. merkir að eignir þeirra verða gerðar upptæk- ar. Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, gerði lítið úr hót- unum Karadzic í gær, sagði að svipuð ummæli hefðu heyrst fyrr úr þeirri átt. Hurd harmaði á hinn bóginn að bardagar hefðu færst í aukana. Góðu tíðindin væru þau að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, þrýsti nú æ meir á þjóð- bræður sína í Bosníu um frið. Þrýstingnr frá Serbíu Serbar og Svartfellingar hafa hætt að styðja landa sína með vopnum, eldsneyti og öðrum gögn- um í Bosníustríðinu. Talið er að skortur á eldsneyti valdi því að Bosníu-Serbar, sem hafa í sumum tilvikum keypt bensín af Króötum á uppsprengdu verði, eigi nú erfitt með að nýta sér mikla yfirburði á sviði skriðdreka og annarra þungavopna sem þeir eiga gnægð af. Einnig fullyrða heimildarmenn að baráttuþrek herliðsins fari ört minnkandi, sums staðar ríki upp- lausn og hermenn neiti að berjast annars staðar en á heimaslóðum sínum. Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær með miklum meirihluta tillögu um að vopna- sölubanni á Bosníu yrði aflétt til að gera stjórninni í Sarajevo auð- veldara að veijast Bosníu-Serbum en 10 af 15 fulltrúum öryggisráðs- ins, sem hefur úrslitavaldið í mál- inu, studdu ekki tillöguna. ■ Vara við hryðjuverkum/20 Reuter SKRIÐDREKI múslima, rússneskur af gerðinni T-55, í grennd við Kupres en um borgina liggur mikilvæg flutningaleið milli norður- og suðurhluta Bosníu-Herzegóvínu. SLÖKKVILIÐSMAÐURI egypsku smáborginni Dronka þar sem mikill eldsvoði varð á fimmtudag er tveim tankvögnum með olíu hvolfdi vegna þess að geysileg flóð grófu undan járn- brautarteinum. Fjöldi fólks fórst er brennandi olían skall á húsum í grennd við slysstaðinn. Enn loga eldar á staðnum og björgun- arfólk leitar að líkum í rústum húsa sem hrundu í flóðunum víða á svæðinu. Talið er að alls hafi rúmlega 500 manns týnt lífi af völdum hamfaranna, að sögn embættismanna í gær. Ibúar í Dronka segja yfirvöld vanmeta manntjónið, þúsundir manna hafi farist. Hosni Mubarak forseti kom til héraðshöfuðborgarinnar Assiut í gær til að kynna sér aðstæður ásamt nokkrum ráð- herrum. Eldar í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.