Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kostnaður vegna umferð-
arslysa 5 milljarðar á ári
ÆTLA má að kostnaður samfélagsins vegna
umferðarslysa nemi árléga um 10 milljörðum
króna og kostnaður vátryggingafélaganna af
umferðinni um 5 milljörðum. Þetta kemur fram
í nýjasta tölublaði Ykkar mála, fréttabréfi við-
skiptamanna Vátryggingafélags íslands, VÍS.
I fréttabréfinu segir að umferðarslys kosti
VÍS um 2,1 milljarð króna á ári. Skemmdir á
ökutækjum séu um 6.000 á ári og meðaltals-
kostnaður við hvert tjón um 135.000 krónur eða
samtals 810 milljónir. Um 950 manneskjur slas-
ist að meðaltali í umferðarslysum á ári og sé
meðaltalskostnaður við hvert þeirra um 1.200
þúsund krónur eða 1.140 milljónir króna á ári.
Þá séu ótalin tjón á framrúðum bifreiða sem séu
um 5.000 á ári og kosti hver rúða að meðaltali
um 23.000 krónur eða samtals 115 milljónir á
ári. Miðað við um 42% markaðshlutdeild Vá-
tryggingafélags íslands í bifreiðatryggingum
má áætla að kostnaður tryggingafélaganna
vegna umferðarinnar sé um 5 milljarðar króna
árlega.
í bréfi til fjölmiðla með fréttabréfínu kemur
fram að hingað til hafi verið áætlað að kostnaður
samfélagsins vegna umferðarslysa væri um 6
milljarðar króna á ári en nú væri ljóst að hann
væri umtalsvert hærri eða nærri 10 milljörðum.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Mál Hágangs II fyrir héraðsdómi í Tromsö
Krafist 60 daga fang-
elsis og 2 millj. sekta
Breyting SVR
í hlutafélag
Viðbótar-
launa-
kostnaður
12,7 millj.
VIÐBÓTARLAUNAKOSTN-
AÐUR vegna breytingar SVR
í hlutafélag nam um 12,7 millj-
ónum króna samkvæmt könn-
un Borgarendurskoðunar.
Heildarkostnaður vegna breyt-
inganna nam samtals
17.491.333 kr.
Niðurstaða könnunar
Borgarendurskoðunar leiðir í
Ijós að kostnaður vegna
skýrslu VSÓ-Rekstrarráðgjaf-
ar hf. og Lögmanna Höfða-
bakka „Breytingar á rekstrar-
formi SVR, drög“ nam
1.376.503 kr. Kostnaður
vegna upphafsefnahagsreikn-
ings SVR hf. lokaskýrslu VSÓ,
samninga SVR hf. við
Stjórnamefnd um almennings-
samgöngur og vegna vinnu við
bókhaldsleg skil SVR hf/SNA
nam 1.883.607 kr. og vegna
flutninga SNA 65.243 kr.
Viðbótarlaunakostnaður
felst í biðlaunum, viðbótar-
stöðugildum hjá SNA, launum
aðstoðarforstjóra og hækkun
launa vegna nýrra kjarasamn-
inga. Stjómsýslukostnaður
SVR hf. vegna skrásetningar
félagsins og stjórnarlauna
nam 1.465.980 kr.
Norðurtangi hf.
Guðbjartur
skráður í
Búðardal
NORÐURTANGI hf. á ísafirði
hefur látið skrá Guðbjart, 407
tonna rækjuskip, nú með ein-
kennisstafina DA-20, í Búðar-
dal til að- komast framhjá
banni við rækjuveiðum norð-
lenskra og vestfírskra skipa
fyrir sunnan Bjargtanga.
„Nú er er skipum frá Norð-
urlandi og Vestfjörðum ekki
heimilað að veiða rækju fyrir
sunnan Bjargtanga, en skip
annars staðar af landinu mega
veiða allt i kringum landið.
Skráningunni var einfaldlega
breytt til að komast fram hjá
þessu," sagði Jón Páll Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri
Norðurtanga. Guðbjartur
leggur áfram upp afla sinn hjá
Básafelli á ísafirði.
Hann sagði ekki ólíklegt að
sama leið yrði farin við skrán-
ingu annarra rækjuskipa.
DÓMS í máli Antons Ingvasonar,
stýrimanns á Hágangi II, og skip-
stjóra og útgerðar skipsins er að
vænta í héraðsdómi í Tromsö í Nor-
egi þann 17. þessa mánðaar. Lars
E. Fause, sækjandi málsins, sagðist
í samtali við Morgunblaðið hafa gert
þá kröfu fyrir dóminum að Anton
yrði dæmdur til 60 daga óskilorðs-
bundinnar fangelsisvistar fyrir að
hafa skotið út haglabyssu að norsk-
um strandgæslumönnum, sem
reyndu að klippa á togvíra skipsins
RÍKISSJÓÐUR hefur selt, Miðnesi
hf. í Sandgerði fiskiskipið Geir goða
samkvæmt ákvæði í leigusamningi
aðilanna frá því í desember árið
1992. Miðnes missti skipið til ríkis-
sjóðs á uppboði í október sama ár.
Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri
í fjármáiaráðuneytinu, segir að við-
skiptin hafi verið með þeim hætti að
ríkissjóður hafi ekki hlotið skaða af.
Hann segist ekki geta svarað því af
hverju skipið hafí ekki verið selt
hæstbjóðanda eftir uppboðið fyrir
tveimur árum.
Geir goði, sem er 160 rúmlesta
fiskiskip, var sett á uppboð vegna
vandgoldinna skulda í október árið
1992. Miðnes hf., fyrri eigandi Geirs
úr gúmmíbáti þegar það var við
veiðar á Svalbarðasvæðinu þann 4.
ágúst í sumar.
Lars Erik Fause sagði að jafn-
framt væri gerð krafa um að skip-
stjórinn, Eiríkur Sigurðsson yrði
dæmdur til að greiða um 500 þús-
und íslenskar krónur í sekt og úgerð
skipsins verði gert að greiða jafn-
virði 1,5 milljóna króna fyrir að
hunsa fyrirmæli norskra stjórnvalda.
Veijandi íslendinganna og út-
gerðarinnar hefur krafíst sýknu og
goða, átti hæsta tilboð í skipið en
gat ekki staðið við greiðslur. Ríkis-
sjóður átti annað hæsta tilboðið,
rúmar 50 milljónir, og kom skipið
því í hans hlut. Síðar var ákveðið
að leigja fyrri eigendum skipið og
gerir leigusamningur ráð fyrir 14
milljóna króna greiðslu fyrir tímabil-
ið 1. desember 1992 til 31. mars
1994.
Leiga upp í kaupverð
Magnús segir að þar að auki sé
gert ráð fyrir að Miðnes geti, ef sam-
komulag um uppgjör á skuldum við
Ríkissjóðs náist fyrir lok leigusamn-
ingsins, leyst til sín skipið að nýju.
Hann sagði að miðað væri við að 14
hefur lýst því yfir að leitun sé að
sakamáli í Noregi sem rekið hafi
verið á jafnhæpnum forsendum.
Hart sé deilt um lagalegan grund-
völl þeirra reglugerða sem norsk
stjórnvöld hefðu innleitt á verndar-
svæðinu. Þann 12. ágúst, viku eftir
að Hágangur II var færður til hafn-
ar, hefði verið talið nauðsynlegt að
breyta orðalagi gildandi reglugerðar
til að réttlæta framferði strandgæsl-
unnar.
milljón króna leigugreiðsla í skulda-
bréfaformi með veði í Geiri goða
kæmi upp í kaupverð hans. Miðnes
hf. stóð við skuldbindingar sínar á
leigutímanum og átti á því viðskipti
við Keflavíkurbæ. Fyrirtækið tók við
skuldabréfi frá Keflavíkurbæ vegna
viðskiptanna og þegar kom að því
að kaupa Geir goða að nýju var
skuldabréfið tekið upp í söluverð, 95
milljónir.
Magnús sagði að litið hefði verið
svo á að skuldabréf útgefíð af Kefla-
víkurbæ væri traustari greiðsla en
skuldabréf með veði í skipi og kvóta.
Ríkissjóður telji að hann hafi tryggt
kröfu sína með tryggum hætti og
skaðist ekki á viðskiptunum.
Ríkissjóður selur Miðnesi hf. í Sandgerði Geir goða
Kaupin samkvæmt
ákvæði í leigusamningi
Ungfrú Norðurlönd í
Miss World
„Geri mitt
besta“
BIRNA Bragadóttir, ungfrú Norð-
urlönd 1994, er nú stödd í Sun
City í Suður-Afríku og tekur þar
þátt i undirbúningi fyrir keppnina
Miss World, sem fram fer laugar-
daginn 19. nóvember.
„Keppnin er
miklu meira mál
en mig grunaði,"
sagði Birna í sam-
tali við Morgun-
blaðið. „Við erum
87 og sumar
stelpurnar komu
með sex eða sjö
ferðatöskur full-
ar af fötum. Ég
kom með eina en
auðvitað eru sumar verr staddar
en ég. Ég er ákveðin að njóta
þess að vera hérna og gera mitt
besta,“ sagði Birna.
„Ég kom hingað 21. október.
Fyrstu dagana fórum við í fjög-
urra daga ferðalag til Swazilands. i
Hápunktur ferðalagsins var að
hitta konung landsins. En við fór-
um líka í safarí og sáum villt dýr
í sínu eðlilega umhverfi. Eftir
ferðalagið hefur aðllega verið
myndað fyrir sjálfa keppnina og
núna eru æfingar að hefjast,“
sagði Birna.
Hún sagði að vel væri búið að
keppendunum og öryggisgæsla
mikil. Hún sagði að hópurinn hefði
verið óheppinn með veður því
mikið hefði rignt. Hún sagðist
vera farin að hiakka til að koma
heim í snjóinn og bað fyrir kveðju. j
Framsóknarflokkur
Sivstefnir >
aðl.sæti
SIV Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari og
bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, gefur
kost á sér í fyrsta sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjanesi í næstu
alþingiskosninum.
Framsóknarmenn á Reykjanesi
ákveða síðar í 'mánuðinum hvort list- ,
inn verður ákveðinn með prófkjöri
eða á annan hátt. Siv er fjórði fram- )
sóknarmaðurinn sem lýsir yfír fram- j
boði í fyrsta sætið. Áður höfðu Unn-
ur Stefánsdóttir, leikskólakennari í
Kópavogi, Hjálmar Árnason, skóla-
meistari í Keflavík, og Drífa Sigfús-
dóttir, forseti bæjarstjórnar og vara-
bæjarstjóri Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna, gefið kost á sér í það.
-----♦-»- ♦----
Alþýðuflokkur á
Vesturlandi \
Báðir vilja
efsta sætið
ÁKVEÐIÐ hefur verið að prófkjör
Alþýðuflokksins á Vesturlandi verði ,
haldið þrátt fyrir að aðeins tveir
frambjóðendur taki þátt. Prófkjörið 1
verður 19. nóvember.
Frambjóðendurnir tveir eru Gísli
S. Einarsson alþingismaður á Akra-
nesi og Sveinn Þór Elinbergsson að-
stoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi >
Ólafsvík. Þeir skipuðu 2. og 3. sæti
listans 1990. Þegar Eiður Guðnason
varð sendiherra varð Gísli þingmaður
og Sveinn Þór varaþingmaður. Báðir
sækjast eftir fyrsta sætinu nú.
í prófkjörinu er kosið um skipan
tveggja efstu sæta listans og er Öllum
kosningabærum íbúum Vesturlands
sem ekki eru skráðir félagar í öðrum
stjómmálaflokkum heimiluð þátttaka.