Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Háteigsvegur - Rvík Rúmgóð 5 herb. þakíbúð. Mikið endurnýjuð, m.a. park- et, nýleg eldhúsinnr., ofnakerfi og lagnir. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Áhvílandi byggingasjóður 3,4 millj. Laus fljótlega. Verð 9 millj. 4918. Opið í dag frá kl. 11-14 lf S:685009-685988 ÁRMÚLA21 OAN V.S. WIIUM, LOGFRÆÐINGUR, OLAFUR GUOMUNDSSON, SÖLUSTJORI, ... Smárarimi 78 - nýbygging Opið hús í dag kl. 13-15! Þetta skemmtilega einbýlishús, sem er tilbúið til afhendingar nú þegar fullbúið að utan og fokhelt að innan, verður öllum áhugasömum til sýnis í dag kl. 13-15. Húsið sem er á einni hæð er 136 fm auk 40 fm bílskúrs. Gert er ráð fyrir 4 svefn- herb. Áhv. húsbréf með lágu vöxtunum 4,8 millj. Verð aðeins 8,5 millj. Líttu inn! HÓLL, fasteignasala, sími 10090. —J Áhugaverð 3ja herb. íbúð til sölu á góðum stað í Hafnarfirði Til sölu falleg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á góðum stað I Hafnarfiröi. íbúðin er um 90 fermetrar og skiptist i forstofu, stofu, eldhús, geymslu, þvottaherbergi, gang, barnaherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi. Hún er nýmáluð í hólf og gólf i hlýlegum mildum lltum og nýtt vandað parkett er á stofu, gangi og eldhúsi. Góöir klæðaskápar í svefnherbergjum. Geymsla og þvottaherbergi innaf eldhúsi. Geymsla og hjólageymsla á jarðhæð. Glæsilegt útsýni yfir Hafnarfjörð. Stórar suðursvalir. Þægilegt fjölbýli, nýtekiö í gegn að utan og nýmálað (kostnaður að fullu greiddur). Verð íbúðar kr. 7.200.000,-. Skipti möguleg á einbýli I vesturbæ Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar í síma 54820 og 686121. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmdastiori KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteigvasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Skammt frá KR-heimilinu sólrík 4ra herb. íb. tæpir 100 fm á vinsælum stað. Sólsvalir. Góð sam- eign. Langtlán kr. 2,4 millj. Tilboð óskast. Skammt sunnan Háskólans ný, glæsil. 4ra herb. sérhæð i tvíb. 104,3 fm. Allt sér. Langtlán kr. 4,6 millj. Góður bílsk. Eignaskipti möguleg. í gamla góða austurbænum nýendurbyggð 3ja herb. íb. á 1. hæð (jarðhæð) tæpir 80 fm nettó. 40 ára húsnlán kr. 3,1 millj. Frábær greiðslukj. Skammt frá Hótef Sögu stór og góð 4ra herb. íb. v. Hjarðarhaga. Nýtt gler. Rúmg. svalir. Sér- þvaðstaða. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Úrvalsíb. í Árbæjarhverfi - eignaskipti Endaíb. 4ra herb. á 1. hæö 108,6 fm. Nýtt eldh. Sérhiti. Gott kjherb. fylgir m. snyrtingu. Ágæt sameign. Skipti mögul. á minni íb. Af sérstökum ástæðum getum við boðið glæsil. 3ja herb. endaíb. m. fallegu útsýni á einum besta stað í Breiðholti. Ágæt sameign. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Útborgun má skipta að óskum kaupanda. Tilboð óskast. Lítið einbýli - traustur kaupandi Leitum að litlum einb-, rað- eða parhúsum fyrir trausta kaupendur. Sérstaklega óskast nýtt sérbýli, helst í Austurbænum í Kópavogi. • • • Opiðfdag kl. 10-14. Fjöldi eigna í makaskiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASAt AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 FRÉTTIR NAUSTIÐ hefur staðið af sér allar breytingar sem hafa orðið í veitingarekstri í Reykjavík. FJörutíu ár liðin frá opnun Naustsins VEITINGAHÚSIÐ Naustið verður 40 ára á morgun, sunnu- dag, en það hóf starfsemi 6. nóvember 1954. Fyrirtæki um reksturinn var reyndar stofnað árið áður, en meðal eigenda þess voru sr. Halldór Gröndal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Geir Zoega. Núverandi eigend- ur Naustsins. þeir Hörður Sig- urjónsson og Hafsteinn Egilsson ætla að minnast þessara tíma- móta m.a. með því að bjóða gestum upp á sérstaka humar- veislu á næstunni. Hörður sagði í samtali við Morgunblaðið að veitingarekst- ur í Naustinu hefði verið óbreyttur allt frá opnun staðar- ins fyrir 40 árum, og allar inn- réttingar væru þær sömu nema hvað opnuð hefði verið koníaks- stofa fyrir tveimur árum síðan, í Geirsbúð þar sem verslun Geirs Zoega var áður til húsa, en innangengt er þangað úr veitingasal Naustsins. Þá var kjallarinn undir húsinu grafinn út og bjórkrá opnuð þar fyrir fimm árum síðan, en þeir Hörð- ur og Hafsteinn tóku við rekstri hennar um síðustu mánaðamót. Hyggjast þeir í framtíðinni opna á milli veitingasaiarins og kráarinnar þannig að fólk geti farið þar á milli að vild. Þá verður boðið upp á lifandi tón- list á báðum hæðum „Við leggjum upp úr því að halda í þær hefðir sem skapast hafa varðandi veitingarekstur í Naustinu. Má má þar nefna þorramatinn, jólahlaðborðið vinsæla, og þessa dagana erum við að koma út úr villibráðar- hlaðborði sem boðið hefur verið upp á undanfarnar vikur. Núna afmælishelgina hefst svo hum- arveisla, þar sem gestum verður boðið upp á fjölbreyttan humar- matseðil á 1.994 kr. í tilefni afmælisársins, og stendur hún fram að jólahlaðborðinu sem hefst 25. nóvember,“ sagði Hörður. Bjartsýnn á framtíðina Hann sagði Naustið standa vel í veitingahúsaflóru Reykaj- víkur í dag, og staðurinn hefði staðið af sér allar breytingar sem orðið hefðu í veitingahúsa- rekstri allt frá stofnun þess fyr- ir 40 árum. „Það er greinilegt að fólki finnst þægilegt að koma í Naustið og sérstaklega vekur það ánægju fólks sem stundaði staðinn á árum áður að engu hefur verið breytt. Við höfum lagt upp úr því að breyta helst engu, en það eina sem viðð höf- um gert er að taka í notkun þægilegri stóla til þess að betur fari um fólk. Eg er mjög svo bjartsýnn á framtíð Naustsins og þess verður gætt að allir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Hörður. Leiðtoga- fundurinn 1986 Ólafi Ragnari að þakka? ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, er maðurinn að baki því að leiðtogafundurinn skyldi hald- inn í Reykjavík haustið 1986, að mati Gunnars Dals rithöf- undar. Þetta kemur fram í nýútko- minm viðtalsbók Hans Krist- jáns Árnasonar við Gunnar, en þar segir: „Það er mín tiigáta að Ólafur Ragnar Grímsson sé maðurinn á bakvið stórvelda- fundinn í Reykjavík ... En það er staðreynd að skömmu áður en Gorbatsjov gerði þetta að tillögu sinni, fékk hann bréf frá Aþenu. Það var frá samtök- um sem Islendingurinn Ólafur Ragnar Grímsson hafði forystu fyrir. Og það var vitað að ein- mitt á þessum tima setti Ólafur Ragnar Grímsson fram athygl- isverðar tillögur um friðun Norður-Atlantshafs og Norðurlanda. Ég held að Gorb- atsjov hafi litið á tillögur Ólafs Ragnars sem stuðning við sín- ar eigin hugmyndir sem hann setur fyrst fram, svo allur heimurinn heyri, í Reykjavík." Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ekki vilja tjá sig um þetta í samtali við Morgunblað- ið. Játar að hafa stolið tölvu Þráins 22 ÁRA gamall maður hefur í yfirheyrslum hjá RLR játað að hafa brotist inn í hús Þráins Bertelssonar rithöfundar á Rangárvöllum og stolið þaðan tölvu með hálfkláruðu kvik- myndahandriti, tveimur tölvu- prenturum, sjónvarpi, geisla- spilara og fleiru. Mestallt þýfið hefur nú komist til skila að sögn RLR, en áður var tölvan fundin. Að sögn lögreglu hafði mað- urinn notað þýfið í fíkniefna- viðskiptum og komið því af höndum sér en RLR komst á slóð hans'eftir að tölvan kom í leitirnar en Þráinn lýsti eftir henni í íjölmiðlum. Fyrir nokkrum dögum játaði maðurinn verknaðinn og í framhaldi af því fundust m.a. prentararnir tveir og komust í réttar hendur. Sérhæð í Kópavogi AMMUR 24 neðri hæð séð frá Eskihvammi Kjörbýli 641400 Eigandi 46966 Eignin er 140 fm ásamt 30 fm sérrými og 30 fm bílskúr. íbúð- in er stofa og fimm svefnherbergi. Inngangur í sérrými er úr garði, einnig er innangengt úr íbúðinni. Sérrýmið gæti hentað fyrir léttan heimilisiðnað, daggæslu o.fl. eða sem íbúð fyrir einstakling eða par. í bílskúr er hitalögn og 3ja fasa rafmagn. Góður garður. Hús í góðu ástandi. Verðhugmynd 9,9 milljónir. ploröimlbfaijiíi - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.