Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 12

Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 12
12 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónleikar í Akureyrar- kirkju KÓR Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Bamakór Akureyrarkirkju undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur halda sameiginlega tónleika í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudag- inn 6. nóvember kl. 17. Tónleikamir eru fyrsta skrefið í viðamikilli fjáröfl- un sem sóknarnefnd Akureyrarkirkju stendur fyrir vegna endurbóta á org- eli Akureyrarkirkju. I tilefni af lýð- veldisári verður efnisskrá tónleik- anna eingöngu íslensk tónlist. Messur AKUREYRARKIRKJA: HÁ- degistónleikar í dag kl. 12. Fyr- irlestur Páls Skúlasonar, „Trú, list og hugsun" kl. 13.30. Allra heilagra messa, sunnudaginn 6. nóvember; Guðsþjónusta á Fj'órðungssjúkrahúsinu kl. 10. Sunnudagaskóli kl. 11. Guðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14. Kór Akureyrarkirkju syngur við at- höfnina, einsöngur Þuríðar Baldursdóttur. Guðsþjónusta á hjúkrunardeildinni Seli kl. 14. Fjáröflunartónleikar vegna org- elssjóðs kl. 17. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 11 í dag, laugardag. Barnasam- koma kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Messa kl. 14, Allra heil- agra messa, látinna minnst. Már Magnússon syngur ein- söng. Kirkjukaffi kvenfélagsins eftir messu. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 18. H VÍTASUNNUKIRKJ AN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsam- koma kl. 11, vakningarsam- koma kl. 15.30, ungt fólk sér um söng og vitnisburði. Bibl- íulestur kl. 20. á miðvikudags- kvöld, Jóhann Pálsson. Kristileg krakkasamtök kl. 17.15 á föstu- dögum og bænasamkoma sama dag kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 20. Heimilasamband fyrir konur kl. 16. á mánudag. Saga Akureyrar; Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905 er komin út Morgunblaðið/Rúnar Þór JÓN Hjaitason, sagnfræðingur og höfundur annars bindis af Sögu Akureyrar, afhendir Jakobi Björnssyni, bæjarsljóra Akureyrar, fyrsta eintak bókarinnar. Á bak við þá standa (f.v.) Bernharð Haraldsson, Guðniundur Gunnarsson, Bragi Guðmundsson og Þórður Kárason. Forsvarsmenn Tónlistarskólans minna á kosningaloforð Peningamenn hug’i að gildi menningarstarfsemi „ÞAÐ ER alltaf álitamál í hvað veija skuli fjármunum bæjarfélagsins og það er gömul saga og ný að til eru menn sem sjá ofsjónum yfir fjárveit- ingum til menningar- og uppeldis- mála. Það lofar hins vegar ekki góðu um flutning á rekstri grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga ef einstökum bæjarfulltrúum vex í augum kostn- aður við rekstur þeirra og bregðast við með því að leggja til að dregið sé úr starfsemi þeirra eða þeir lagð- ir niður,“ sagði Gunnar Frímannsson rekstrarstjóri um ummæli Odds Halldórssonar, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokks, þess efnis að leggja beri Tónlistarskólann á Akureyri niður eða draga verulega úr starf- semi hans. Oddur benti á í viðtali við blaðið í gær að rekstur skólans kostaði 52 milljónir króna eða milljón á viku, sem væri að hans mati dýr rekstur. „Enginn dregur væntanlega í efa gildi tónlistariðkunar fyrir einstak- Iinginn en peningahyggjumenn hefðu líka gott af að huga að því hvaða gildi menningarstarfsemi eins og Tónlistarskólinn stendur fyrir hefur fyrir bæjarfélagið," sagði Gunnar og benti á að hópur fólks kæmi til Akureyrar gagngert til að stunda nám við skólann eða til að börn þeirra geti stundað þar nám. Annar hópur flytti úr bænum til að sækja tónlistarskóla á höfuðborgar- svæðinu ef ekki væri tónlistarskóli hér. Fjöldi fólks nyti tónlistariðkunar sem af starfsemi skólans sprytti og gerði því lífið bærilegra. Listasumar- ið, sem væru samtvinnuð starfsemi Tónlistarskólans, Myndlistarskólans og annarra menningarstofnana í bænum, væri liður í því að gera Akureyrarbæ eftirsóknarverðari fyr- ir ferðamenn og byggilegri fyrir heimamenn. „Varðandi milljónina á viku sem T.ónlistarskólinn kostar er rétt að minnast þess að þessi tala samsvar- ar heildarlaunagreiðslum til tæplega 40 starfsmanna sem hafa framfæri sitt af rekstri skólans, greiða gjöld sln til bæjaríns og skapa eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Annar kostn- aður við skólann er greiddur af skólagjöldum nemenda sem nema um 12 milljónum króna á ári eða um 230 þúsund krónum á viku. Raunar væri ástæða til fyrir bæjar- fulltrúa sem þykjast bera hag at- vinnulausra og lágtekjufólks fyrir bijósti að huga að því hvort ekki væri rétt að auka framlag til Tónlist- arskólans til þess að hségt sé að lækka skólagjöldin svo að ýmsir þeir sem nú beijast í bökkum ijár- hagslega geti látið það eftir sér að leyfa börnum sínum að njóta tónlist- armenntunar," sagði Gunnar. Kosningaloforð Hann sagði ummæli Odds Hall- dórssonar um Tónlistarskólann dæma sig sjálf í hugum flestra. „Engu að síður er það áhyggjuefni að þessi maður er bæjarfulltrúi flokks sem gaf þá yfirlýsingu fyrir síðustu kosningar að hann vildi efla Tónlistarskólann. Nú sýnist mér að forysta flokksins eigi varla um ann- að að ræða en biðjast afsökunar á þessum ummælum hans - geri hann það ekki sjálfur - og skýra um leið hvað átt var við með kosningaloforð- unum og hvernig hún ætlar að standa við þau.“ Bærinn breyttist í alvöru- kaupstaö SAGA Akureyrar, II. bindi, eftir Jón Hjaltason sagnfræðing, kom út í gær og af því tilefni var opnuð útgáfusýn- ing í Listasafninu á Akureyri þar sem sýndar eru opnur úr bókinni, heilar arkir og hvernig litmynd verður til í prentsmiðju. Haraldur Ingi Haralds- son, forstöðumaður safnsins, stjórnaði uppsetningu sýningarinnar, sem verð- ur opin almenningi fram til þriðju- dagsins 8. nóvember frá kl. 14 til 18. Fyrsta bindi Sögu Akureyrar kom út árið 1990 og hafði hún titilinn í landi Eyrarlands og Nausta 809-1862. Annað bindi sögunnar nefnist Saga Akureyrar; Kaupstað- urinn við Pollinn 1863-1905. Hún skiptist í fjórga meginhluta, er 358 blaðsíður og í henni er að finna á fjórða hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort. „Á þessum tíma er bærinn að breytast í alvörukaupstað, sú breyting verður á þessum tíma að selstöðu- kaupmennimir dönsku týna tölunni og bæjarbúar taka sjálfír að reka sín- ar verslanir. Önnur breyting sem verður á þessum tíma er að Akureyri verður mikill útgerðarbær, þeir fara að gera út á síldina og miðin eru úti á Pollinum en í kjölfarið verða til peningar sem opna mönnum margvís- lega möguleika, m.a. spretta upp veit- ingastaðir og skemmtanafíkn Akur- eyringa fer vaxandi," sagði söguritar- inn Jón Hjaltason við kynningu bókar- innar í gær. Fræðimannsstarf og gott handbragð Bernharð Haraldsson, sem sat í ritnefnd ásamt Braga Guðmundssyni og Guðmundi Gunnarssyni, sagði við kynningu bókarinnar, að með út- gáfusýningunni væri verið að leggja áherslu á fræðimannsstarf sögurit- ara sem vel hefði verið af hendi leyst og eins gott handverk bókarinnar, en vert væri að vekja athygli á af- bragðsprentun. Bókin var unnið í prentsmiðjunni Ásprent á Akureyri og sá Margrét Káradóttir um um- brotið en Félagsbókbandið Bókfell tók að sérbókbandið. r í/Yn œ fi'Siri a (<s e (íi // » S ^a u<s l<s / /irS' : Veitingahúsið Naust — ^ 5 4 .. i í) cf 4 ' slufíu,, d 1994 krónur! 1 tilefni af 40 ára afmæli Naustsins bjóðum við upp á sérstakan humarmatseðil í nóvember á aðeins 1994 krónur! Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.