Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 16
16 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJANESKJÖRDÆMI
NEYTENDUR
. * ;----------------------------- I
Forsendur tryggingafélaga eru misjafnar og erfítt er að átta sig á bestu kjörum
en hlutfallstalan
hækkar hjá þeim sem
komnir eru með mínus-
bónus. 17 ára ungling-
ur sem veldur tjóni
greiðir 60% álag á
grunniðgjald ef hann
veldur tjóni á fyrsta 1
ári. I
Skandia
Bónus-flokkar hjá
Skandia eru 14 talsins,
segir Þórður Þórðar-
son, frkvstj. vátrygg-
ingasviðs. Mesta álag,
sem sá sem veldur
mjög mörgum árekstr-
um þarf að greiða, )
samsvarar því að
grunniðgjald sé marg- *
faldað með þremur.
Við hvert tjón fellur
ökumaður niður um
einn flokk, en þeir sem
hafa þrjár af eftirtöld-
um tryggingum hjá
félaginu missa ekki
bónus við fyrsta tjón:
ábyrgðartryggingu,
kaskó-tryggingu, húseigenda- eða »
heimilistryggingu. Sá sem hefur >
55-70% bónus missir 5% bónus við
hvert tjón, en sá sem hefur 10-50%
bónus missir 10% bónus við hvert
tjón sem hann veldur. Unglingur,
með 10% bónus fær 30% álag á
grunniðgjald, valdi hann tjóni á
fyrsta ári.
Hafi einhveijum dottið í hug að
auðvelt væri að finna hagstæðustu
kjör í ábyrgðartryggingum bíla, .
er hann líklega annarrar skoðunar
núna. í bæklingi sem Talnakönnun |
hf. gerði fyrir tækninefnd bifreiða-
tryggingafélaganna, kemur fram
að 1990 greiddu tryggingafélög
rúma 2 miljarða króna vegna tjóna
á ökutækjum og tæplega einn mil-
jarð vegna slysatrygginga öku-
manna og eiganda bíla.
Samkvæmt sömu heimild eru
17 ára ökumenn valdir að lang- ,
flestum tjónum og er áberandi *
mikill fjöldi 17-25 ára sem lendir |
í umferðarslysum. Er það einmitt
ástæða þess að sum tryggingafé-
lög skipta iðgjöldum í verðflokka
eftir aldri ökumanna. Það kom
fram í samtölum við starfsfólk
tryggingafélaga að ekki er óal-
gengt að foreldrar kaupi ábyrgðar:
tryggingu fyrir bíl bama sinna. í
þeim tilvikum þurfa foreldrar einn-
ig að vera skráðir eigendur, en |
þetta gera þeir til að lækka ið- |
gjöld, þar sem þeir fá oftast hærri ™
bpnus en unglingur með glóðvolgt
bílpróf. Sé ætlunin að lækka trygg-
ingakostnað á þennan hátt, þarf
að kanna áður hvort tryggingafé-
lagið fer fram á sjálfsábyrgð ef
ökumaður undir 25 ára aldri veldur
tjóni. Sum félög gera það.
Misjafnlega langan
tíma tekur að vinna
upp bónusmissi
Ökumaður missir sama
bónus hvort sem hann
veldur 50 þúsund
króna tjóni eða tveggja
milljóna króna tjóni.
Brynja Tomer heyrði
hljóðið í starfsmönnum
nokkurra tryggingafé-
laga og forvitnaðist um
bónus-kerfi þeirra.
ÞEGAR fólk kaupir
ábyrgðartryggingu fyrir
bíl í fyrsta sinn veita
tryggingafélög 10% af-
slátt af grunniðgjaldi. Með öðrum
orðum fá nýir ökumenn 10% bón-
us, alla vega hjá þeim fjórum
tryggingafélögum sem haft var
samband við, VÍS, Sjóvá-Almenn-
um, Skandia og Tryggingamið-
stöðinni.
Hæsti bónus er 70% hjá þessum
félögum, en iðgjald getur orðið
æði hátt hjá þeim sem valda mörg-
um tjónum. Þeir greiða sérstakt
álag, eða hafa mínus-bónus, eins
og oft er sagt og er hann mis
mikill eftir félögum. Anna Robert-
son hjá Sjóvá-Almennum segir t.d.
að þar séu engin takmörk á því
hve há iðgjöld geta orðið og sama
gildir hjá VÍS. Hjá Tryggingamið-
stöðinni getur mínus-bónus mest
orðið 90%, að sögn Einars Þorláks-
sonar, sem þýðir að 90% álag er á
grunniðgjald.
Tryggingaverð hækkar ef
tjóni er valdið
Ef ökumaður veldur tjóni á öðr-
um bfl, mannvirkjum, gangandi
eða hjólandi vegfaranda, missir
hann bónus og greiðir hærra ið-
gjald fyrir vikið. Oftast þarf hann
að aka í nokkur ár án þess að
valda tjóni til að öðlast sess í sama
bónusflokki aftur.
Forsendur tryggingafélaga eru
misjafnar og því er erfitt að koma
auga á hagstæðustu kjör þegar til
stendur að kaupa ábyrgðartrygg-
ingu fyrir bfl. Ekki skiptir máli
hvort ökumaður veldur miklu eða
litlu tjóni, hann missir sama bónus
hvort sem tjónið nemur 50 þúsund
kr. eða tveimur milljónum. Mis-
jafnt er svo eftir tryggingafélögum
hve mikill bónus-missirinn er.
Talsmenn tryggingafélaga
sögðu allir að væri tjón lítið af
völdum áreksturs gæti borgað sig
fyrir ökumann að bera kostnað af
því fremur en missa bónus. í sam-
tölum við þá kom fram að starfs-
fólk tæki að sér að reikna út fyrir
viðskiptavini hvor kosturinn væri
hagstæðari.
VÍS
Hjá Vátryggingafélagi íslands
var rætt við Jón Þór Gunnarsson,
deildarstjóra einstaklingstrygg-
inga. Engin takmörk eru a álagi á
grunniðgjald að hans sögn. Fyrir
hvert ár sem ekið er tjónlaust,
færist ökumaður upp um einn
bónusflokk og eftir 9 tjónlaus ár
í tryggingu er bónus hans orðinn
70%.
Þeir sem hafa ekið tjónlaust í
15 ár eða lengur, falla um 2 flokka
ef þeir valda tjóni. Það þýðir að
sá sem hefur 70% bónus og veldur
tjóni fær 60% bónus næsta ár, síð-
an 65% og því næst 70%, svo fram-
arlega sem hann er tjónlaus þenn-
an tíma. Þeir sem hafa ekið í 6-14
ár án þessa að valda tjóni, falla
um þriá flokka við fyrsta tjón, t.d.
úr 70% bónus í 55% og þeir sem
hafa ekið í allt að fimm ár tjón-
laust falla um fjóra bónus-flokka
við fyrsta tjón. Nýgræðingur, með
10% bónus fær á sig 60% alag lendi
hann í tjóni á fyrsta ári sínu sem
ökuþór.
Sj óvá-Almennar
Anna Robinson hjá söludeild
Sjóvá-Almennra segir að þeir sem
hafi lengi verið tryggðir hjá félag-
inu falli ekki um jafn marga bónus-
flokka við fyrsta tjón og þeir, sem
tryggðir hafa verið skemur. „Eftir
8 ára tjónlausan akstur fær öku-
maður hámarks-bónus. Hafi hann
verið tryggður hjá okkur í 4-6 ár
fellur hann í 50% bónus við fyrsta
tjón. Eftir að hafa verið tryggður
hér í 7-9 ár fellur hann í 55% bón-
us, eftir 10-12 ára tryggingu hér
fellur hann í 60%. Eftir 13-15 ár
fellur hann í 65% bónus.
Okumaður sem hefur verið
tryggður hér lengur en í 15 ár
fellur ekki um bónus-flokk við
fyrsta tjón, en valdi hann öðru tjóni
á sama ári fellur hann í 40%.“ Sé
tekið dæmi um óvanan ökumann,
t.d. 17 ára ungling sem fær 10%
bónus í upphafi, segir Anna að 40%
álag bætist við grunniðgjald ef
hann veldur tjóni á fyrsta ári.
Tryggingamiðstöðin
90% álag, eða mínus-bónus, er
hámark hjá Tryggingamiðstöðinni,
að sögn Einars Þorlákssonar. Til
að fá hámarks-bónus þarf að aka
tjónlaust í 8 ár, en iðgjöld eru
misdýr eftir aldri ökumanns. 17-25
ára greiða mun hærra iðgjald en
sá sem orðinn er þrítugur. Öku-
menn fá 10% bónus fyrir hvert ár
sem þeir aka tjónlaust, en þegar
hámarks-bónus er náð fellur maður
niður í 50% bónus-flokk við fyrsta
tjón og tekur tvö tjónlaus ár að
vinna sig upp í 70% bónus. Þeir
sem hafa 50% bónus eða minna,
missa 40% bónus fyrir hvert tjón,
Vara innkölluð vegna fúkka
NATHAN & Olesen-umboðsversl-
unin hefur þurft að innkalla 1.120
pakka af Cheerios Honey Nut vegna
galla, sem lýsir sér, að sögn eins
Cheerios-aðdáanda, í fúkkalykt um
leið og pakkarnir eru opnaðir og
megnu fúkkabragði.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar,
sölustjóra hjá Nathan & Olesen,
uppgötvaðist gallinn fyrir rúmum
tíu dögum þegar kvartanir fóru að
berast og gallaða varan sem fannst
aðeins á höfuðborgarsvæðinu hefur
verið tekin af markaði. Hún var
aðeins hluti af einni dagstimplun,
7. desember 1995. Gölluðu pakk-
arnir ættu því allir að vera horfnir
úr hillum verslana. í
heildina þurfti að inn-
kalla 80 kassa sem hver
inniheldur fjórtán Che-
erios-pakka. „Við
ákváðum að hreinsa
hillurnar í þeim búðum,
sem vandamálið hafði
gert vart við sig. Það
reyndist vera bundið við
Hagkaups- og Bónus-
verslanir og sömuleiðis
við Fjarðarkaup og Nó-
atúnsbúðirnar.“
Þorsteinn segir að
talsverður hluti af göll-
uðu vörunni hafi verið
Vandamálið ætti
nú að vera úr sög-
unni þar sem
pakkarnir hafa
verið innkallaðir.
kominn inn á heimili
fólks. Neytendum hafi
verið bættur skaðinn
með þremur til fjórum
Cheerios-pökkum í
staðinn og sælgæti. Að
sögn sölustjórans er
ekki enn vitað um or-
sakir fúkkabragðsins.
Málið sé nú í rannsókn
hjá bandaríska fram-
leiðandum General
Mills og beinast athug-
anir helst að fram-
leiðslugalla, dreifingar-
málum eða leka á gámi.
MÁLVERKA- 1
UPPBOÐ
GALLERÍ BORG HELDUR
MÁLVERKAUPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU
SUNNUDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 20.30.
UPPBOÐSVERKIN SÝND í DAG OG Á
MORGUN KL. 12-18.
BORG }
v/Austurvöll, sími 24211