Morgunblaðið - 05.11.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 17
IMEYTENDUR
Uppskriftin
Grænmetisréttir frá
öllum heimshornum
„I>egar ég ferðaðist um í ná-
grenni Marrakesh í Marokkó, sá
ég margt fólk úr þorpunum lengst
uppi í hæðunum koma á ösnum á
markaðinn sem haldinn var viku-
lega. Þar seldi það matvælin sem
það framleiddi heima hjá sér. Áður
en það lagði af stað í langa ferðina
heim keypti það sér svo nauðsyn-
lega matvöru sem það gat ekki
aflað sjálft,“ segir Robert Budwig
höfundur nýrrar matreiðslubókar
sem Mál og menning gaf nýlega
út og heitir Grænmetisréttir af
gnægtaborði jarðar.
Við að ferðast um, sjá til dæmis
endalausa akra með kardýnþistl-
um, blaðlauk og lauk vaknaði
áhugi hans á því hvemig þeir sem
rækta grænmetið nota það í hefð-
bundinni matargerð.
Hann leitaði uppi markaði í
ýmsum löndum og fylgdist með
grænmetisbændum, hvaða græn-
meti þeir eru að selja, hvernig lífið
gengur fyrir sig á hinum ýmsu
mörkuðum og síðast en ekki síst
hefur hann safnað því saman og
prófað sjálfur hvemig grænmetið
og kryddjurtimar em matreiddar
í viðkomandi löndum, þ.e.a.s. á
Ítalíu, í Frakklandi, Marokkó,
Tælandi, á Indlandi, í Mexíkó og
Guatemala og síðast en ekki síst
í Kalifomíu.
Við birtum hér eina uppskrift
úr bókinni af sígildu guacamole
sem hann fékk uppskrift af í Mex-
íkó.
Guacamole
Guacamole eða lárperumauk er
til í mörgum tilbrigðum. Uppskrift-
in inniheldur belgpipar og kóríand-
er. Nota má eins mikið eða lítið
af belgpipar og hver vill. Guaca-
mole er ljúffeng sósa með tortillu-
flögum og best að borða hana sam-
dægurs. Notið þroskaðar lárperur
því að þær er auðveldara að stappa
og þær em bragðbetri. Geymið
steininn úr einni lárpem og setjið
hann í maukið, þá dökknar það
ekki.
______________Fyrir 6_____________
2 stórar, þroskaóar lórperur
(avókadó), skornar í tvennt og
__________steinninn tekinn________
Vilítill rauðlaukur, saxaður mjög
smótt
1 hvítlauksrif, marið
1 msk smótt saxað nýtt kóríandur
1 nýr grænn jalapeno-belgpipar
(chilli), fræin tekin burt, saxaður
______________smótt______________
2 þroskaðir tómatar, afhýddir,
fræin tekin burt, lótið renna af þeim
og saxaðir
safi úr 1 limónu eða sítrónu
_____________1 tsk salt___________
'h tsk nýmalaður pipar
Skafið innan úr lárperuhelming-
unum í skál og stappið þar til það
er nokkuð slétt, en þó á að vera
eitthvað að bíta í. Setjið út í lauk,
hvítlauk, kóríander, belgpipar,
tómata, sítrussafa, salt og pipar.
Blandið vel, setjið lárpemsteininn
sem geymdur var út í, lokið skál-
inni með plastþynnu og geymið
maukið í kæli þar til á að bera það
fram. Berið maukið fram í skálinni
en gleymið ekki að taka burt stein-
inn áður!
Leiðrétting
í FRÉTT á neytendasíðu sl.
fimmtudag var sagt frá úrslitum
í hönnunarsamkeppni IKEA. Snæ-
dís Úlriksdóttir sem hlaut 2. verð-
laun fyrir S-hillu var þar sögð nemi
í innanhússarkitektúr. Hið rétta
er að Snædís lauk mastersprófi i
húsgagnahönnun frá Royal Col-
lege í London í júlí 1993. Beðist
er velvirðingar á þessu.
Tökum þátt í prófkjörl sjálfstæöismanna
í Reykjaneskjördæmi í dag.
Veljum
Kristján Pálsson
í 3.- 4. sæti.
Stubningsmenn.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
PENTIUM
dagar lýá N^erjVHEFJAST» dagi
í dag hefst Pentium-vika í verslun Nýherja. Til sýnis og sölu
verða ýmsar gerðir nýrra Pentium tölva fró Tulip computers
og IBM.
Stefna Nýherja er að vera í fararbroddi í vörum og þjónustu
og er hið fjölbreytta framboð Pentium tölva hjá fyrirtækinu
gott dæmi þess.
Kaup á Pentium tölvu í dag er fjárfesting til framtíðar. Þess
vegna þarf að skoða vandlega hvað á boðstólum er áður en
ákvörðun er tekin. Ekki er nóg að tölvan hafi öflugan
Pentium örgjörva ef annar búnaður hennarer ófullkominn
eða hægvirkur. Þá nýtist ekki afl örgjörvans og afköstin í
heild verða léleg og fjárfestingín slæm.
Pentium tölva er talsverð fjárfesting. Þess vegna á að gera
þær kröfur að hún sé búin öllu því nýjasta og fullkomnasta í
tölvutækni.
Gerðu samanburð, hvað býður Nýherji, hvað bjóða aðrir?
Tulip Pentium 90 MHz
Hraðvirk PCI Local Bus skjástýring
PCI og ISA tengiraufar
Enhanced IDE tengt PCI á móðurborði
Hraðvirk SCSI-2 dlskstýring á PCI Local
Bus (valkostur)
Ethernet tengi á móðurborði
(sumar gerðlr)
- Nýtt, öflugt ECP hliðtengi (Parallel Port)
- Orkusparnaðarkerfi (Energy Star)
- "Plug-and-Play" tengimöguleikar
- Búnaður fyrir DMI kerfisstjórnun
- Öflug aðgangsvörn
- Öflugur læsibúnaður
Síðan þarf að líta á verðið og meta
fjárfestinguna, hvað fæst fyrir
peningana? Komdu og skoðaðu, hjá
Nýherja eru Pentium sýningartölvur
af öllum gerðum! ______
rfyWÐORWþ
Tulip Pentium 60 MHz
m/ofangreindum búnaði
Tulip Pentium 90 MHz
m/ofangreindum búnaði
frá kr:
198.000
"p8.000
Við höfum breytt og bætt verslun okkar
til muna og nú er líka opið alla laugardaga!
Tulfip computers E RJ1
» < SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 C
Gæðamerkið frá Hollamli
SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan
MTHERJI / GÉPÉ