Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LANDVINNINGAR MUSLIMA Bosníu-Serbar búa sig undir-aö lýsa yfir allsherjarstríði eftir aö hafa misst landsvæöi í hendur múslimum og Króötum síöustu tvær vikur. Eldsneytisskortur hefur háð her Bosníu-Serba eftir aö Serbía/Svartfjallaland hætti að styöja þá Stækkaö' vBosanska Banja Luka 50 km Orasje svæðið Posavina hliðið IfU Brcko ® ® Doboj BOSNIA- ® Tuzla / Srebrenica HERZEGOVINA W® Bugojno ^ ® Sarajevo s ® ZePa j| Paie @ Gorazde j j Á valdi Bosniu-Serba j Svæöi á valdi i Sarajevo-stjómarinnar ILandvinningar Sarajevo-stjómarinnar Bosanska Krupa Nú umkringd múslimum Grabez Taka Grabez færði múslimum vopn og gerði ný áhlaup möguleg til suðurs og austurs REUTER Fréttamenn á ófriðarsvæðum varaðir við Verða oft skot- spónn stríðsaðila París. Reuter. SAMTÖKIN Fréttamenn án landamæra (RSF) segja að æ meira beri á því að fréttamenn á átakasvæðum verði beinlínis skotspónn stríðandi aðiia. Hafa þau gefið út bækling með leið- beiningum fyrir þá sem hyggjast afla frétta á slíkum svæðum en 40 fréttamenn hafa týnt lífi í lýðveldum gömlu Júgóslavíu frá 1991. 78 fallnir Alls hafa 78 fréttamenn fallið í heiminum það sem af er árinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Herve Deguine, einn höfunda bækling- ii)s, sagði í gær að 37 hefðu látið iífið í Rúanda eða þriðjung- ur allra fréttamanna í landinu. Bæklingnum verður dreift ókeypis af hálfu SÞ. Bent er á að aldrei eigi að yfirgefa bíl sinn við vegatálma og ekki slökkva á mótornum, óskynsamlegt sé að taka lausa stnáhluti upp af götu eða reyna að opna með miklu afli dyr í húsum þar sem barist hafi verið; ef til vill séu þar sprengjugildrur. Lendi fólk í slagsmálum sé best að „sleppa öllu sínu ofbeldi lausu“ og reyna að vera eins nálægt andstæðingnum og unnt sé. Bosníski flugræninginn í Noregi reyndist vera óvopnaður Vara við hryðjuverk- um vegua Bosníu Ósló, London. Reuter. BOSNÍU-múslimi, sem rændi SAS-flugvél í innanlandsflugi í Noregi á fimmtudag en gafst upp átta tímum síðar, reyndist óvopn- aður en hann hafði sagst vera með handsprengju og sprengju. Hann er nú í varðhaldi í Ósló og bíður hans allt frá tveggja til 21 árs fangelsi. Fréttaskýrendur í Bret- landi hafa varað við því að í kjöl- far þessa ráns kunni öfgamenn, t.d. Serbar eða múslimar, að velja svipaðar aðferðir til að ná sér niðri á heimi sem þeir telji að hafi svik- ið þá. Bosníumaðurinn er 25 ára Sarajevobúi, Haris Kec, sem kom til Noregs fyrir rúmu ári og fékk landvistarleyfi af mannúðarástæð- um. Lögregla segir Kec samvinnu- þýðan og að hann geri sér grein fyrir því að hans bíði fangavist. Kec sagði lögreglu að hann hefði gefist upp vegna þess að hann teldi sig hafa náð takmarki sínu, sem var að vekja athygli á ástandinu í heimalandinu. Þá hefði hann ekki viljað að farþegarnir þjáðust. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Kec hefði verið í fjölmiðla- námi í Sarajevo og að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í borginni, þar sem fjölskylda hans byggi enn. Hertar öryggisráðstafanir Samtök bosnískra flóttamanna í Noregi fordæmdu flugránið í gær og sögðust óttast að það kynni að gera Bosníumönnum erfiðara fynr um að sækja um landvist. Flugmálayfirvöld ræddu í gær öryggismál á flugvöllum en þess hefur verið krafist'að öryggið verði hert. Slíkt hefði hins vegar ekki komið í veg fyrir þetta flugrán, þar sem miði Kecs var gildur, hann hegðaði sér í engu óeðlilega og hann var óvopnaður. Breskir fréttaskýrendur vöruðu í gær við því að flugránið væri merki um það að átökin í Bosníu væru að fæða af sér nýja ógn, hryðjuverk. Að Sérbar og múslim- ar kynnu að vilja hefna sín á um- heiminum og að það valdi því flug- ránum og sprengjuhótunum fjölgi að nýju, rétt eins og á áttunda og níunda áratugnum. Reut«r NORSKA lögreglan færir Haris Kec, Bosníumanninn sem rændi SAS-flugvél i Noregi, frá Gardemoen-flugvelli í fangelsi á fimmtudagskvöld. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 5. nóv. íbúar í Reykjaneskjör- dæmi. Við hvetjum ykkur til að mæta í prófkjör Sjálfstæðis- manna í dag. Stuðningsmerm Sigurrósar Þorgrímsdóttur Játar að hafa myrt syni sína Union. Reuter. UNG bandarísk móðir, sem hélt því fram í hálfa aðra viku að sonum sínum hefði verið rænt, var handtekin á fimmtudag, sök- uð um að hafa myrt þá. Lík barn- anna fundust eftir umfangs- mikla leit um Suður-Karólínuríki sama dag. Konan, Susan Smith, er 23 ára ára og er nýlega skilin við eigin- mann sinn. Hún fullyrti fyrir 10 dögum að maður hefði ruðst inn í bíl hennar vopnaður byssu, rek- ið hana út og ekið burt með syni hennar í aftursætinu, eins og þriggja ára. Kom hún margoft fram í fjölmiölum og grátbændi ræningjann um að skila börnun- um. Féll á lygamælisprófi Foreldrar drengjanna geng- ust undir lygamælispróf og féll konan í tvígang. Þá bárust engar vísbendingar sem studdu frá- sögn hennar og játaði hún á fimmtudag að hafa myrt börnin. Fundust lík þeirra í bílnum, sem hafði verið ekið út í vatn nálægt heimabæ fjölskyldunnar. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlegar ástæður morðs- ins en CAWsjónvarpsstöðin hef- Keuter SUSAN Smith, hylur andlit sitt er hún er flutt í fangelsi. ur sagt frá því að lögreglan hafi undir höndum bréf frá unnusta hennar, þar sem hann segist vilja vera með hcnni, en vi^ji hins vegar „enga krakka".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.