Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 33

Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 33. Já takk, ráðherra FÖSTUDAGINN 28. október sl. opnaði samgönguráðherra, Halldór Blöndal, Suð- urlandsveg á milli Rauðavatns og Vest- urlandsvegar. Veg- tenging þessi er mikil samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarbúa og aðra landsmenn. í ræðu sem samgöngu- ráðherra hélt við þetta tækifæri og í grein í Morgunblaðinu sama dag talar ráðherra um nauðsyn þess að tíekið sé fastar á vega- og gatnamálum höfuðborg- arsvæðisins. Tekið skal undir þau orð ráðherra. Framlög úr vega- sjóði til Reykjavíkur eru ekki í samræmi við stærð og stöðu borg- arinnar. Annað, sem vakti athygli mína, í ræðu samgönguráðherra voru orð hans í ræðunni „að hugur hans væri norðan heiða á Austur- landi“. Að öllum líkindum hefur ráðherra átt við áform um veg yfir Möðrudalsöræfi sem vitað er að er mikið áhugamál hans. Arðsemi felst m.a. í fækkun slysa og óhappa Margrét Sæmundsdóttir ekki gleymast að fjöl- förnustu þjóðvegir landsins fara um Reykjavík, þótt innan marka Reykjavíkur sé aðeins lítill hluti vega- kerfís landsins, ef miðað er við lengd þess. Þá hefur verið áætlað að um 46% allra óhappa í umferð- inni verði innan marka Reykjavíkur og 38% umferðarslysa. Það er mjög brýnt að Framkvæmdir í vega- málum höfuðborgar- innar bera þess ekki merki, segir Margrét Sæmundsdóttir, að fulltrúar þess á þingi séu svo margir sem raun ber vitni. þjóðvegir innan borgarinnar séu öruggir og greiðir og allt verði gert til þess að halda umferð um borgina frá íbúðarhverfum henn- ar. Ætti ekki arðsemi vegafram- kvæmda sem er enn meiri á höfuð- borgarsvæðinu en annars staðar að ráða? Gatnaframkvæmdir eru atvinnuskapandi Ríkisstjórnin hefur lofað fjár- framlagi til vegaframkvæmda á Vesturlandsvegi við Höfðabakka, sem er einhver fjölfarnasti þjóð- vegur landsins. Enn er beðið eftir því að ríkisstjórnin efni þetta lof- orð. Auk mjög brýnna og arð- bærra vegabóta skapast atvinna fyrir fjölda manns á meðan á þess- um framkvæmdum stendur. For- ystumenn verkalýðshreyfíngar- innar hafa talað fyrir framgangi málsins en ekki haft árangur sem erfíði. Undirbúningur fram- kvæmda er þegar hafinn, en elðcT er hægt að hefjast handa fyrr en ríkið stendur við loforð sín um að fjármagna þessa miklu fram- kvæmd. Það er hvorki skynsam- legt sé sanngjamt að mismuna höfuðborginni við úthlutun vegafj- ár. Við bindum því miklar vonir við að ráðherra samgöngumála standi við orð sín um að átak verði gert í vegamálum á höfuðborgar- svæðinu. Höfundur er formaður umferðaittf nefndar Reykjavíkur. Gefðu þér tíma til að njóta ... Orð ráðherra vegamála og þing- manns Norðurlands eystra endur- spegla algengt viðhorf. Þó það sé viðurkennt að landsbyggðin þurfí hlutfallslega meira til vegamála en höfuðborgin mega vegafram- kvæmdir á þjóðvegum í Reykjavík ekki verða útundan við úthlutun vegafjár eins og því miður er stað- reynd. Nær helmingur þingheims, eða 29 þingmenn, eru kosnir á þing fyrir Reykjavík og Reykja- nes. Framkvæmdir í vegamálum höfuðborgarinnar bera þess ekki merki að fulltrúar höfuðborgar- svæðisins séu svo margir sem raun ber vitni. R-listinn hefur þá stefnu að fækka umferðarslysum í Reykja- vík um 20% fyrir árið 2000 með markvissum aðgerðum. Atak í lag- færingu á aðalgatnakerfinu er þar ofarlega á blaði. Ef takast á að fækka slysum í umferðinni í höfuð- borginni er mikilvægt að Reykvík- ingar fái fjármuni úr vegasjóði í þau mörgu verkefni sem nú bíða úrlausnar í höfuðborginni. Það má Kynning á Givenchy haust-/vetrarlitunum 1994-1995 í dag (langur laugardagur). Ýmis skemmtilcg tilboð í gangi frá GIVENCHY Ath. Mjög góð verðlaekkun á GIVENCHY vörunum. « THORELLA og eiga góðar minningar ÞRJAR LJUFFENGAR TEGUNDIR NYJUM UMHVERFISVÆNNI UMBUÐUM ÍÉK: - fSS -ilmandi nýtt mr- 'i ■ Laugavegs apóteki, sími 24047. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.