Morgunblaðið - 05.11.1994, Side 41

Morgunblaðið - 05.11.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 41 Jóhann Hjartarson Islandsmeistari SKÁK Vcstmannaeyjum 24.-29. október 1994 AUKAKEPPNIN UM ÍSLANDS- MEISTARATITILINN SPENNANDI aukakeppni um íslandsmeistaratitilinn lauk í Vest- mannaeyjum á laugardaginn með glæsilegum sigri Jóhanns Hjartar- sonar. Hann hlaut þrjá vinninga úr fjórum skákum, en keppinautar hans, þeir Hannes Hlífar Stefáns- son og Helgi Ólafsson, hlutu einn og hálfan vinning hvor. Jóhann var lasinn þegar hann kom til Eyja og varð að fresta fyrstu skák- inni. Hann gerði síðan jafntefli í tveimur fyrstu umferðunum en eftir að hann náði sér af veikindun- um héldu honum engin bönd. Þetta er í þriðja sinn sem Jóhann verður íslandsmeistari, síðast vann hann titilinn árið 1984, þannig að hon- um hefur örugglega fundist tími til kominn. Hannes Hlífar tók forystuna í upphafi móts með sigri á Helga en í seinni hlutanum var hann heillum horfinn, byijanatafl- mennska var afar slök. Hann tap- aði fyrst baráttuskák gegn Jó- hanni og síðan daginn eftir fyrir Helga í aðeins 23 leikjum. Við það gjörbreyttist staðan og skák þeirra Helga og Jóhanns í síðustu umferð varð hrein úrslitaskák þar sem Jóhanni nægði jafntefli. Helgi varð að leggja allt í sölurnar til að ná sigri og lagði snemma út í djarfar sóknaraðgerðir sem enduðu með því að hann varð að láta drottning- una af hendi. Jóhann tefldi af miklu öryggi, gaf engan höggstað á sér og vann skákina. 5. umferð: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvöm I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be3 - e6, 7. f3 - b5, 8. g4 - h6, 9. Dd2 - Bb7 Helgi tefldi mun frumlegar gegn Hannesi á Kópavogsmótinu í vor: 9. — Rbd7, 10. 0-0-0 — b4, II. Rce2 - d5, 12. Rf4 - dxe4 og þá fómaði Hannes manni með 13. Rdxe6. Það stóðst ekki, en honum tókst þó að hanga á jafn- teflí eftir mistök Helga. 10. 0-0-0 - Rbd7, 11. h4 - b4, 12. Rce2 — d5, 13. Bh3 — dxe4, 14. g5 — hxg5, 15. hxg5 — exf3, 16. Rg3?! Þetta virðist lakara en 16. Rf4 — Re4, 17. Del — f2! með tví- sýnni stöðu í frægri skák Anands og Beljavskís, í Groningen í des- ember sl. 16. — Re4 17. Rxe4 — Bxe4 18. Bf4 Þetta er fullrólegur leikur eftir að hafa fórnað tveimur peðum, en árás leysir ekki vandann: 18. Bxe6 - Hxhl, 19. Bxd7+ - Dxd7, 20. Hxhl eða, 18. Rxe6!? — fxe6, 19. Bxe6 — og nú bjargar svartur sér með laglegum leik, 19. — Rc5! 18. - Rc5, 19. De3 - Db6 20. g6 Reynir að sprengja sér leið að svarta kóngnum í örvæntingu enda stoðar ekki að leika 20. Rxf3 — b3!, 21. axb3 — Rxb3+ 22. Dxb3 — Dxb3, 23. cxb3 — Bxf3 og svartur vinnur. 20. - f5!, 21. Rxf5 - exf5, 22. Bxf5 - Hxhl, 23. Hxhl - Rd3+ og Hannes gafst upp. 6. umferð: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. g3 - Ba6, 5. b3 - Bb7, 6. Bg2 - Bb4+, 7. Bd2 - c5, 8. 0-0 - 0-0, 9. Bc3 - Ra6, 10. Bb2 - cxd4, 11. Dxd4 - Be7, 12. Rc3 - Rc5, 13. Hfdl - d6, 14. Hacl — a6, 15. De3 - Dc7 Upp er komin dæ- migerð „broddgaltar- staða“ með fjögur svört peð á 6. reitaröð- inni. Þetta er traust uppbygging og leiðir oft til Iangvarandi þæfingsskáka en Helgi blæs hins vegar strax til atlögu: 16. b4?! - Rcd7 17. Rd5 - exd5, 18. Dxe7 - Hae8, 19. cxd5 - Db8, 20. Bxf6 - Hxe7, 21. Bxe7 - He8, 22. Bg5 - h6, 23. Bf4 Hvítur hefur fengið hrók biskup og peð fyrir drottninguna og hótar nú óþyrmilega að leika Rd4 og Rc6. Jóhann á þó fullnægjandi mótspil með því að sækja að hvíta peðinu á d5. 23. - Rf6, 24. Rd4 - Rxd5, 25. Bxd5 - Bxd5, 26. Rf5 - Da8, 27. Rxd6 - Hd8, 28. Hd2 - f6 Eftir 28. — g5 á hvítur svarið 29. Rf5! - gxf4, 30. Hcdl - Kh7 31. e4 og vinnur manninn til baka. Nú gæti hvítur leikið 29. g4! og geymt bisk- up sinn á g3, en reyn- ir í staðinn að sækja. I tímahrakinu missir hann svo tökin á stöð- unni. 29. Hdc2? - Be6, 30. Hc6 - b5, 31. a3 - Bd7!, 32. Hb6 — Dd5, 33. e4 Eftir 33. Hxa6 — g5, 34. e4 - Dd3, 35. Be3 — Bh3! á hvítur einnig unna stöðu. 33. - Dd3, 34. Rf5 - Dxe4, 35. Re3 — Bh3 Hvíta staðan er nú greinilega töpuð en Helgi berst til þrautar. 36. Hbc6 - Hd3, 37. H6c2 - Hxa3, 38. Hd2 - Kh7, 39. Hcdl - h5, 40. Bd6 - Df3, 41. Bc5 - h4, 42. gxh4 — Hxe3!, 43. fxe3 Dg4+ 44. Khl — Bg2+ 45. Hxg2 - Dxdl+ 46. Hgl - Df3+ 47. Hg2 — a5, 48. Kgl — axb4, 49. Bd4 - b3, 50. Hb2 - Kh6, 51. Hf2 - Dg4+ 52. Kfl - Dxh4, 53. Ke2 - De4, 54. Kfl - f5, 55. Hb2 - Dhl+ 56. Kf2 - Dxh2+ 57. Kf3 - Dhl+ 58. Kg3 - De4, 59. Hh2+ - Kg6, 60. Hh4 - Dbl, 61. Hh2 - Kf7, 62. Hb2 - Ddl, 63. Kf4 - Ke6, 64. Hg2 — Dfl+ 65. Kg3 — g5 og hvítur gafst upp. Það hefði einnig mátt ljúka skákinni með 65. — f4+. Kvennameistaramótið Staðan eftir fimm umferðir á íslandsmóti kvenna er þessi: 1. Aslaug Kristinsdóttir 5 v. af 5 2.-3. Anna Björg Þorgrímsdóttir 4 v. 2.-3. Harpa Ingólfsdóttir 4 v. 4.-5. Svava Bjamey Sigbertsdóttir 3 v. 4.-5. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 3 v. o.s.frv. Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson íslandsmeistari. UMHVERFISSTOFNUN EVRÓPU (Kaupmannahöfn) Viö stofnunina eru lausar til umsóknar nokkrar (karlmaöur/kona) stoour og einnig er ætlunin aö gera samninga viö nokkra ráðgjafa. þeim sem áhuga hafa á þessum störfum er bent á Stjórnartíöindi Evrópusambandsins nr. C 303A dags. 29. október 1994 og EES Viöbætir nr. 41 dags. 29. október 1994 sem fást í Bókabúö Lárusar Blöndal. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1994. Dagsetningin miöast viö dagstimplun póststöövar. Markmiö Umhverfísstofnunar Evrópu er aö sjá Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess (Finnland, Austurríki, 'lsland, Noregur og Svíþjóö eru einnig aðilar aö umhverfisstofnuninni) fyrir óhlutdrægum, áreiöanlegum og sambærilegum ★ * ★ upplýsingum þannig aö hægt sé aö beita nauösynlegum ráöstöfunum til * * verndar umhverfínu, meta framkvæmd þeirra og tryggja aö almenningur * veröi uppiýstur um ástand umhverfisins. (SE nr L 120/2 dags 11.05.90). * ** Kvenfélagið Hringurinn heldur jólabasar í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109—111, sunnudaginn 6. nóvember nk. kl. 14.00. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Þorpsverð, engu líkt! LOGBERG Þorpsverð BARNAÚLPUR 4 litir, st. 116-164 HR. RÚLLUKRAGABOLIR 10 litir, st. M-XXL VINNUSKYRTUR 6 litir, st. 39-46 HR. SPARISKYRTUR 10 litir, st. 39-46 kr. 2.500 Kr. 850 kr. 095 kr. 995 LÖGBERG H elgartilboð 20% Herra- og dömuúlpur Kllpptu spai u1ofl ÞORPIP Borgarkringliinni Lögberg Ódýrast í bænum Rakavörn fjrír leður og rússkinn 150 K» Klipptu iiiiftaun út og sparaftu GEIRSBÚÐ 595 ULLARSOKKAR 3 í PK. kr. st. 39-46 MOONBOOTS kr. 1.750 st. 23-35 HR. SOKKAR 3 í PK. kr. 395 SKÍÐAHANSKAR kr. 995 UNGB. NÁTTGALLAR kr. 400 SKÍÐALÚFFUR kr. 850 i Sprenghlægilegt verð! i I Krumpus'okkar st. 25-39 KR. 50 -8*S Ath. Opið á sunnudag kl. 13.00 til 17.00 í Borgarkringlunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.