Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór Arngrímur í Atlanta Persónugerv- ingur fyrir at- vinnurekendur ARNGRÍMUR Jóhannsson, forstjóri Flugfélagsins Atlanta hf., segir að viðbrögð Alþýðusambandsins við kjaradeilu félagsins og Félags at- vinnuflugmanna sýni að félagið sé orðið persónugervingur fyrir at- vinnurekendur. Alþýðusambandið styður samúðaraðgerðir við boðað verkfall FÍA hjá Atlanta. „Benedikt Davíðsson segir að þessu sé ekki beinlínis beint gegn okkur, heldur gegn atvinnurekend- um yfirhöfuð," sagði Arngrímur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hlýt því að búast við einhveijum við- brögðum frá atvinnurekendum." Arngrímur segir þó að Atianta hf. eigi ekki aðild að Vinnuveitenda- sambandinu. Erró áritar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir á landsfundi Kvennalistans Skoða á möguleika á framboði með Jóhönnu Listmálarinn Erró var í gær staddur á Akureyri og áritaði bók sina, sem nýkomin er út, í bókaverzluninni Bókvali. All- margir áhugasamir listunnend- ur komu og fengu hann til að árita bókina, sem hann gerði með því að stimpla á titilsíðuna, litaði síðan stimpilinn og urðu því engar tvær áritanir eins. Um 2,7% verð- hækkun I minnisblaði samgönguráðherra, sem Morgunblaðið skýrði frá í gær, var sagt að bensínverð myndi hækka um 5,67%. Hið rétta er að um er að ræða svokallað bensíngjald. Hins vegar hefur það í för með sér um það bil 2,7% hækkun á bensini, sem nemur í krónutölu 1,77. JÓNA Valgerður Kristjánsdóttir, þingkona Kvennalistans, sagði í um- ræðum um stjórnmálaviðhorfið og kosningabaráttuna framundan á landsfundi Kvennalistans á Varma- landi í gær að hún væri þeirrar skoð- unar að Kvennalistinn ætti að skoða hvort einhvetjir möguleikar væru á að bjóða fram með Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Jóna Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að hún virtist vera í algjörum minnihluta á fundinum með þessar skoðanir. Niðurstaðan af um- ræðunum í gærmorgun væri að Kvennalistinn byði fram með sama hætti og hann hefði gert en skerpti línumar í kvennabaráttunni verulega og hún væri sammála því. „Ég vildi fá umræðu um það að skerpa svolít- ið línumar í þessari kvennabaráttu. Hvort við gerum það með því að fara í samstarf við aðra fyrir kosningar eða eftir kosningar verður fundurinn í raun og vera að skera úr um,“ sagði hún. . Hún sagði að helstu rök sín fyrir þessari skoðun væru að hún teldi að framboð Jóhönnu myndi höggva talsvert stór skörð í raðir fylgis- manna Kvennalistans, að minnsta kosti miðað við óbreytt ástand og ef Kvennalistinn skerpti ekki vera- lega stjórnmálabaráttu sína og byði fram sterka og góða málsvara kvennabaráttunnar. Gert á eigin forsendum Aðspurð hvort hún óttaðist ekki að Kvennalistinn tapaði- sérstöðu sinni með því að bjóða fram með öðrum sagði hún að Kvennalistinn myndi gera það á sínum eigin for- sendum og benti á sameiginlegt framboð R-listans í síðustu borgar- stjórnarkosningum, þar sem Kvennalistinn ætti þijá fulltrúa af átta fulltrúum meirihlutans. Hún iiti ekki þannig á málið að Kvennalistinn væri að leggja sig niður með slíku sameiginiegu framboði. Forstjóri Ríkisspítala um undanþágulista vegna verkfalls sjúkraliða Kemur til greina að vísa ágTeiningi til Félagsdóms Sjúkraliðar halda því fram að listarnir séu úreltir SJÚKRALIÐAFÉLAG íslands segir að undanþágulistar þeir, sem Rík- isspítalar telja að eigi að gilda við framkvæmd verkfalls sjúkraliða, séu úreltir og ófullnægjandi. Félagsdóm- ur hafí árið 1992 úrskurðað að Iist- arnir verði að vera ótvíræðir. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít- ala, segir aftur á móti að listamir séu alveg skýrir. Hins vegar komi til greina að vísa ágreiningi um þá til Félagsdóms. Morgunblaðinu hefur borizt at- hugasemd frá Sjúkraliðafélaginu, þar sem segir að það sé ekki rétt, sem fram kom hjá Davíð Á. Gunnarssyni í blaðinu í gær, að ágreiningur hafi ekki komið fram um það hvaða sjúkraliðar myndu vinna í verkfallinu samkvæmt undanþágulistum. „Það sanna í málinu er, að félagið hefur haft verulegar áhyggjur af andvaraleysi stjómenda hússins [Landspítalansj vegna boðaðrar vinnustöðvunar sjúkraliða, sem átti sér mjög langan aðdraganda. Það var öllum ljóst eftir dóma Félagsdóms í júní 1992, að auglýstir listar era með öllu óhæfír og ófullnægjandi. En í stað þess að leiðrétta þá í hátt við niðurstöður dóma var hætt að sinna þeim. Af þeirri ástæðu hefur fjár- málaráðuneytið ekki auglýst end- urnýjun listanna frá 23. janúar 1992, þrátt fyrir miklar breytingar sem orðið hafa á rekstri sjúkrahússins," segja sjúkraliðar. Ekki mætt til vinnu nema sameiginleg túlkun næðist í athugasemdinni segir ennfremur að 1. nóvember hafi forráðamönnum beggja stóra sjúkrahúsanna í Reykjavík verið skrifað og óskað eftir viðræðum um framkvæmd verkfallsins, þ_ar á meðal undan- þágulistana. „í framhaldi bréfsins hafi félagið nokkra fundi með hjúkr- unarstjórn og kom þar á framfæri athugasemdum við listana og fyrir- hugað verklag hjúkrunarstjórnar við skipan vakta og mönnun einstakra deilda, ef til verkfalls kæmi. Þar var hjúkranarstjórn gerð grein fyrir ákvörðun fundar sjúkraliða, að mæta til ekki vinnu á þeim deildum, þar sem ekki næðist sameiginlegur skilningur á túlkun listanna,“ segir í athugasemd sjúkraliða. í bréfinu, sem vitnað er til, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, að það sé ekki á valdi sjúkrastofnananna að ákveða einhliða skipan mála eða túlkun undanþágulistans samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, heldur verði að hafa samráð við viðkomandi stéttarfélög. Þarf ímyndunarafl til að misskilja listana Davíð Á. Gunnarsson segir að það, sem fram kemur í athugasemd sjúkraliða, hljóti að byggjast á mis- skilningi. „Þessir listar, hvað varðar Ríkisspítalana, era mjög ótvíræðir og það þarf mikið ímyndunarafl til að missirilja þá,“ sagði hann. „Það má nefna sem dæmi að öldrunar- deild okkar er í Hátúni. Þar eru þijár legudeildir, sem eru mjög svipaðar. Það sténdur í undanþágulistunum að tvær þeirra skuli vera undanþegn- ar verkfalli, og það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli hvaða tvær deild- ir það eru. Við ákváðum að það yrðu A- og B-deild, en C-deild færi í verk- fall. Sjúkraliðar mæta ekki á neina þeirra." Davíð sagði að Ríkisspítalar nytu ráðgjafar beztu lögfræðinga ríkisins við framkvæmd verkfallsins og hún væri í samræmi við beztu manna yfírsýn. „Sjúkraliðar óskuðu eftir að farið yrði yfir þessa lista með þeim og það var gert á tveimur fundum, þar sem voru fulltrúar starfsmanna- stjórnar Ríkisspítalanna og hjúkrun- arstjórnar. Þar voru gerðar leiðrétt- ingar á listunum og þeim hrint í framkvæmd samkvæmt ábending- um sjúkraliða. Síðan gerðist ekkert fyrr en kl. 12 á miðnætti á fimmtu- daginn, að sjúkraliðar gengu út. Við erum núna að undirbúa að senda þeim starfsmönnum, sem þetta hafa gert, upplýsingar um málið þannig að þeim verði alveg Ijóst hvernig að því hefur verið staðið," sagði Davíð. Hann sagði að fyrst Sjúkraliðafé- lagið vitnaði til niðurstaðna Félags- dóms, mætti hugsa sér að sjúkralið- ar mættu til starfa á öllum þeim deildum, sem tilteknar væru í und- anþágulista, og síðan yrði beðið um úrskurð Félagsdóms í málinu. „Það væri mjög við hæfí og við munum nú velta því fyrir okkur að biðja um úrskurð Félagsdóms, ef sjúkraliðar halda að við séum að fara á bak við þá. Það er stefna Ríkisspítala að samskipti við stéttarfélög í vinnu- deilum séu nákvæmlega eftir laga- bókstafnum og við teljum okkur því miður hafa þokkalega reynslu af vinnudeilum í áranna rás,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. ►Að mati ýmissa sérfræðinga og foreldra verður bágborin staða margra íslenskra barna helst rakin til rofinna tilfmningatengsla við uppalendur./lO Viðurkenningar dag- legt brauð ►Islenski bakarinn Ágúst Felix Gunnarsson gerir stormandi lukku með nýbökuðum heilsubrauðum í bakaríi sem hefur verið valið besta bakarí í Boston. /14 Egg og flesk ►Geir Gunnar Geirsson bóndi að Vallá á Kjalarnesi rekur stærsta eggjabú landsins, Stjörnuegg hf. Nú er hann að setja upp svínabú til viðbótar við eggjabúið./18 Haldarinn og pilturinn ►Óskar Halldórsson var tákn- gervingur íslenska síldarævintýris- ins og varð f|óram sinnum gjald- þrota, en borgaði allar sínar skuld- ir. Ásgeir Jakobsson hefur skráð ævisögu hans og birtist hér upp- hafskafli bókarinnar./20 B ► 1-28 Kraftaverkið ►Út er komin bókin Fornar menntir II eftir Sigurð Nordal. Hér birtist brot úr kaflanum Krafta- verk og kaflinn Andstæður er birt- ur í heild sinni. 1 Veistu, ef vin þú átt ► Hér birtist kafli úr minningum Aðalheiðar Holm Spans. Átján ára stofnaði hún ásamt fleirum Starfs- stúlknafélagið Sókn og varð fyrsti formaður félagsins. Hún fluttist síðar til Hollands./6 List um landið á ný ►Ríkharður Valtingojer kom hingað ungur að árum að loknu myndlistarnámi í Austurríki í at- vinnuleit. Hann er orðinn meiri íslendingur en margur heimamað- urinn, býr úti á landi svo að börn- in hans læri á sveitina og stundar þar list sína./lO Lítill fugl ►Engin söngkona hefur verið eins ástsæl með þjóðinni og Ellý Vil- hjálms. Hún hefur nú tekið upp þráðinn á ný./ll Eyjólfur á Núpsstað ►Eyjólfur Hannesson býr á Núps- stað ásamt Filippusi bróður sínum. Þeir eru fæddir á 7. og 9. ári þess- arar aldar og tímarnir tvennir hafa farið þar um hlöð./14 C BÍLAR ► L4 ~~ 53“ hjólbarðar ►Nýlega voru sannkölluð risa- dekk sett undir Unimog./l Fornbílamiðstöð M-B ►Daimler Benz hefur opnað sér- staka fornbílamiðstöð. /2,3 FASTIR Préttir 1/2/4/6/8/bak Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavíkurbréf 24 Minningar 26 Myndasögur 34 Bréf til blaðsins 34 ídag 36 Skop 36 Brids 36 Stjömuspá 36 þættir Skák 36, Velvakandi 36 Fólk í fréttum 38 Bíó/dans 40 Iþróttir 44 Útvarp/qðnvarp 45 Dagbók/veður 47 Mannlífsstr. 8b Kvikmyndir 12b Dægurtónlist 13b Skoðun 16b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.