Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 19
um 2.000 til 2.500 dýr í húsinu
þegar mest er. „Vísirinn að þessu
búi var 70 gyltna bú sem var í
eigu föður míns í Lundi í Kópa-
vogi,“ segir Geir. Undan gyltunum
í Lundi voru valdar 200 gyltur sem
Geir keypti og flutti í einangrun
eftir tilmælum dýralæknis. Það er
öryggisatriði til að koma í veg fyr-
ir að sjúkdómar berist í nýja hús-
ið. Stefnt er að því að búreksturinn
hefjist fyrri hluta næsta árs. Geir
segir erfitt að spá um hver áhrif
þetta bú kemur til með að hafa á
svínakjötsmarkaðinn. Hann verður
þó í þeirri góðu aðstöðu að geta
boðið bæði egg og flesk!
Dýrt að búa á íslandi
Svínarækt, líkt og hænsnabú-
skapur, fellur undir það að greiða
kjarnfóðurgjald af innfluttu fóðri.
Geir hefur gagnrýnt þessa skatt-
lagningu líkt og fleiri kollegar hans
í bændastétt. Hvers vegna velur
hann að fara einmitt í þessa skatt-
lögðu búgrein? „Ætli það sé ekki
einhver sjálfspyntingarhvöt,“ segir
hann og hlær. Hann segir að kjam-
fóðurgjaldið hafi mikið lækkað frá
því sem það var hæst og í framtíð-
inni hljóti það að falla niður.
Margar kannanir hafa leitt í ljós
að verð á matvælum er töluvert
hærra hér en í þeim löndum sem
við líkjum okkur oftast við. Er
ómögulegt að lækka þetta verð,
til dæmis á eggjum?
„Með lækkandi fóðurverði má
reikna með að afurðirnar lækki.
En menn verða bara að gera sér
grein fyrir því að það er dýrt að
búa á íslandi. Flestar kringum-
stæður eru fjandsamlegar íslensk-
um landbúnaði. Við búum á mörk-
um hins byggilega, lífs og dauða,
þess mögulega og ómögulega ...
Hvernig sem menn vilja orða það,“
segir Geir. „Það er til of mikils
ætlast af íslenskum bændum að
þeir geti staðist í verðsamkeppni
við bændur sem búa í eilífri gróð-
ursæld, þar sem nánast drýpur
smjör af hveiju strái og jafnvel
fæst margföld uppskera á hveiju
ári. Við búum næstum á freðmýr-
um!“ Geir segir að fólk verði ein-
faldlega að gera það upp við sig
hvort það vilji byggja þetta land,
eða hvort hér á bara að vera ver-
stöð. Hann segir að vissulega megi
færa margt til betri vegar í land-
búnaðinum, en það sé einfeldnings-
háttur að ætla íslenskum bændum
að framleiða jafnódýra vöru og
gert er þar sem kringumstæður
eru hagstæðastar.
Onnur viðfangsefni
Geir og fjölskylda hans hafa
haft fleiri járn í eldinum. Eiginkona
hans, Hjördís Gissurardóttir, átti
og rak Benetton-búðirnar en hefur
nú selt þær. Nýlega varð Stjörnu-
egg hf. aðili að Rekstrarfélagi
Sólar hf. Geir telur sig þess ekki
umkominn að svara um rekstur
þess félags, nema hann segir að
þar séu ýmsar áhugaverðar hug-
myndir í gangi. „Vöxtur og við-
gangur hvers fyrirtækis byggist á
því að það sé fijó hugsun og dugn-
aður á bakvið framleiðslulínuna.
Það gefur augaleið að það verða
nýjungar hjá þeim.“
Geir tók þátt í að byggja upp
Borgarkringluna, en segist hafa
tapað þar peningum eins og aðrir
eignaraðilar. Hann telur að margir
samverkandi þættir hafí verið
þeirri framkvæmd anddrægir.
Húsið sé ekki nógu vel hannað sem
verslunarmiðstöð og geri það erfítt
um vik með öll umsvif. Ef tekist
hefði að tengja húsið við Kringl-
una, eins og hugmyndir voru um,
hefði það getað breytt miklu.
Vakandiog sofandi
Geir segist ekki hafa neitt annað
á pijónunum þessa dagana en
svínabúið, það sé yfrið nóg að
hugsa um það og búreksturinn.
Hann á ekki margar stundir af-
lögu, búið krefst mikillar athygli
og yfirlegu. „Ég er með lágt tíma-
kaup, ef út í það er farið,“ segir
hann. „Ég er það gamaldags að
ég tel mig ómissandi. Maður er
vakandi og sofandi yfir þessu.“
Stórbrotin Jörfagleði
USTDANS
Borgarlcikhúsiö
SVÖLULEIKHÚSIÐ
f SAMVINNU VIÐ ÍS-
LENSKA DANSFLOKKINN
Danshöfundur: Auður Bjarnadóttir.
Tónlist: Hákon Leifsson. Búningar:
Siguijón Jóhannsson. Ljósahönnun:
Lárus Bjömsson. Ballettmeistari ÍD:
Lauren Hauser. Hljómsveitarstjóri:
Hákon Leifsson. Stjómandi: Auður
Bjamadóttir. Fmmsýning 8. nóvem-
ber 1994. Miðaverð: kr. 1.700.
JÖRFAGLEÐI er dansverk fyrir
hljómsveit, dansara, söngvara og
leikara. Þetta er stórbrotið verk,
byggt á rammíslenskum veruleika,
áleitið, kraftmikið og gott. Þetta
er ákveðinn sigur fyrir hópinn í
heild, en efst í honum gnæfir Auð-
ur Bjarnadóttir, sem að mínu mati
er að festa sig í sessi, sem athyglis-
verður höfundur í íslensku leik-
húsi. (Áður en lengra er haldið, vil
ég taka fram, að það er ekki í
mínum verkahring að fjalla um
tónlistina í verkinu.) Mér er til efs,
að áður hafí verið lögð jafnmikil
undirbúnings- og heimildavinna í
nokkurt íslenskt dansverk, enda
skilar það sér í frásögninni. Sagan
er heil og góð og hefur í sér mikla
dramatíska spennu og myndræna
frásögn. Þetta er saga kúgunar,
undirokunar og frelsisþrár. Kúgun-
in í þessu verki er miklu frekar
andleg og tilfinningaleg, heldur en
veraldleg. Ekkert má falla utan
þess ramma, sem kirkjan og yfir-
völd hafa markað.
Þegar á heildina er litið, er á
fjölum Borgarleikhússins kraftmik-
ið og áleitið verk, sem sýnir okkur
heim alþýðu fyrri alda. Hlutur bún-
ingá Siguijóns Jóhannssonar er
líka mikill og undirstrika hugar
ástand og aðbúnað fólksins. Vinnu-
hjúin eru klædd í hveija duluna
yfír aðra og svo kemur torf yfír
þetta allt. Kvöl alþýðunnar sem
birtist okkur á sviðinu er miklu
fremur andleg og tilfinningaleg,
heldur en að fólkið sé svangt og
því kalt. I bókstaflegri merkingu
eru þau lifandi, en undir „grænni
torfu“. Líf þeirra var í hlekkjum
húsbænda og kirkju. Það eru bæna-
þulur sem fólkið tautar fyrir munni
sér til að telja í sig kjark til að lifa
til næsta dags og kristilegs eðlis
eru þeir húslestrar, sem kirkjan og
húsbændur nota til að halda þessu
fólki niðri.
í upphafi verksins koma vinnu-
hjúin fram sem einn þéttur hópur:
bældur, þungur og illa til fara.
Fólkið rís úr jörð, eins og það hafi
vaxið á staðnum og sé bundið hon-
um. Snemma í verkinu er Járngerð-
ur kynnt til sögunnar. Hún er
ólánskona, sem geymd er í búri.
Einnig er kynnt til sögunnar
flökkukonan Látra-Björg. Hún
verður fljótt ákveðin þungamiðja í
frásögninni. Hún slæst í hópinn á
Jörfagleði og í henni sér alþýðan
fljótlega málsvara sinn, bæði sverð
og skjöld. Greinilegt er, að hópur-
inn má ekki fara út fyrir þau mörk,
sem stétt hans markar honum. Við
sjáum algjöra einstæðinga, sem
ekkert hafa nema ef vera kynni
veika von um betra líf. Það er ekki
fyrr en hann kemur á Jörfagleðina
að hópurinn greinist í sundur og
meðlimir hans verða að einstakling-
um. Þá leggja þeir frá sér klafa
kúgunar og eymdar og hreinlega
springa út. Tilfinningar bijótast
upp á yfirborðið og þeir skemmta
sér upp á líf og dauða í orðsins
fyllstu merkingu.
Auði tekst meistaralega að ná
fram góðum hljóm í hópnum og
sýna andlega áþján fólksins og
hvernig það öðlast stundarfrelsi og
breytist úr niðurlútum hópi í ein-
staklinga, sem hafa tilfinningar og
skemmta sér við kvæði, söngva og
dans, þar til ástin og girndin taka
völdin. En konungsvaldið er skammt
undan og bannar gleðina. Sýslu-
maður blandar sér þó í leikinn, sví-
virðir unga stúlku og dæmir svo til
dauða fyrir lausung. Lokaatriðið
sýnir einn mesta smánarblett á
dómskerfí okkar fyrr á öldum;
drekkingu konu á þingi. Að Jörfa-
gleðinni lokinni, skríður hver og einn
aftur í sína skel á ný. Gleðin verður
e.t.v. aftur að ári, hver veit.
Auður velur að blanda saman
söng, dansi og leik. Þessi flétta
tekst ljómandi vel (ef undan er
skilinn kveðskapur tröllkerlinganna
og bardagasena) og úr verður
spennandi samruni listgreina leik-
hússins. Tæknilegir hnökrar voru
nokkrir, sem eflaust slípast af sýn-
ingunni. Einn ljóður fannst mér þó
á verkinu. Ég fæ ekki skilið hvers
vegna Auður leyfir hreyfilista-
manni, sem að eigin sögn hefur
þróað bardagakerfíð „kimewaza“,
að leika lausum hala. Það má vera
að fyrr á öldum hafi landar okkar
slegist og stundað aflraunir í stíl
við það sem sést í erlendum kvik-
myndum í dag, en mér fannst
prikaslagur karlanna stflbrot. Eins
var upphafssenan í erótísku (rauðu)
köflunum flutt af hreyfilistamann-
inum Hauki Harðarsyni og Ástu
Amardóttur. Þetta atriði virkaði
út í hött. Það má vera, að einhveij-
um fínnist það ástleitið eða erótískt
að sjá tvær manneskjur kútveltast
um sviðið með krampakenndum
dýrslegum tilburðum. Éitt er víst,
að þetta var ekki kóreógrafía Auð-
ar Bjarnadóttur, enda hefur maður
séð sömu tilburði og sömu hreyf-
ingar oft áður í ýmsum skemmti-
þáttum og kvikmyndum. List
Hauks Harðarsonar á að sjálfsögðu
fullan rétt á sér, en virkaði á mig
jafnmikið út í hött í Jörfagleði og
Mjallhvít og dvergarnir sjö hefðu
gert í sama verki.
Dansarar íslenska dansflokksins
mynda uppistöðuna í flutningi
verksins og koma mest fram sem
ein heild. Hany Hadaya og Lára
Stefánsdóttir voru öryggið uppmál-
að; markviss, sterk og góð. Unga
parið dönsuðu Sigrún Guðmunds-
dóttir og Jóhann F. Björgvinsson.
Samdans þeirra var frábær og kall-
aði fram samúð með vonlausri
stöðu þeirra. Svipbrigði Sigrúnar
voru að vísu dálítið einhæf, en leik-
ur hennar í lokin sterkur í niður-
lægingu og dauða. Jakob Þór Ein-
arsson er í hlutverkum Jóns Vídal-
ín og Jóns sýslumanns, fulltrúum
kóngs og kirkju. Hann brýtur upp
dansinn nokkrum sinnum og með
orðum treður hann vinnuhjúum á
sinn bás. Loks blandar sýslumaður
sér í Jörfagleðina, svívirðir þar
ungu stúlkuna og dæmir svo til
dauða fyrir lausung. Aðeins Látra-
Björg stendur upprétt eftir. Mar-
grét Ákadóttir var óskaplega kór-
rétt í hlutverkinu. Steinunn Ólafs-
dóttir var trúverðug sem Járngerð-
ur (kona í búri), en ég skildi varla
stakt orð hjá henni í hlutverki
tröllskessu.
Full ástæða er til að óska Svölu-
leikhúsinu til hamingju með stór-
brotna sýningu. Hér er nýtt leik-
húsverk byggt á gömlum frásögn-
um. Dansstíllinn ætti að vera auð-
skilinn öllum og boðskapurinn þarf-
ur. Hákon Leifsson og Auður
Bjarnadóttir fá mörg prik frá mér.
Ólafur Ólafsson.