Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Finnski læknir- inn Harri Nev- anlinna, prófessor, lést í Helsinki 4. september síðast- liðinn 72 ára að aldri. Hann var meðal þekktustu sérfræðinga heims- ins á sviði blóð- bankarekstrar. Arið 1947 var hann valinn ritari nefnd- ar á vegum finnska Rauða krossins, sem falið hafði ver- ið það hlutverk að koma á fót bióðgjafaþjónustu fyrir Finnland og ári síðar var honum falið að veita forstöðu þeirri stofnun, sem sinna átti hlutverkinu. HANN varð dósent í blóðflokka- fræði 1957 og var þeirri stöðu hans breytt 1967 í læknisfræðilega erfðafræði og ári síðar var honum veitt prófessorsnafn- bót. Doktorsrit hans Qallaði um nýburagulu og vöm þá sem nýbur- ar gátu haft af því ef móðir þeirra hafði myndað mótefni í ABO-blóðflokkakerfi. Með vísindavinnu sinni aflaði Harri Nevanl- inna þekkingar í ónæmisfræði, sem síð- armeir leiddi til ónæm- isaðgerða gegn ný- buragulu, og átti rót að rekja til blóðflokka ósamræmis foreldra í Rhesusblóðflokkum. Harri var með- al helstu brautryðjenda í Rhesus- vörnum gegn nýburagulu í Finn- landi. Með blóðflokkarannsóknum sínum jók hann mikið við þekkingu um blóðflokkatíðni hjá Finnum og naut mikillar viðurkenningar, sem einn fremsti mannerfðafræðingur Finnlands. Prófessor Harri Nevanlinna og helstu samstarfsmenn hans lögðu mikið af mörkum á vegum Alþjóða Rauða krossins með því að aðstoða og styrkja uppbyggingu og rekstur blóðgjafaþjónustu 5 vanþróuðum ríkjum. Mikið starf var t.d. unnið til uppbyggingar blóðbankaþjón- ustu í Sómalíu á undanfömum árum á vegum Blóbanka fínnska Rauða krossins í Helsinki. Sú stofnun hef- ur um all langt skeið lagt til stjóm- endur fyrir starf og skipulag hins Alþjóðlega Rauða kross í Genf til etlingar blóðgjafastarfi víða um heim og þá helst þar, sem þörfín var mest. Prófessor Nevanlinna var meðal virkustu og áhrifamestu sérfræð- inga í nefnd Evrópuráðsins um blóð- bankarekstur og rannsóknir, sem honum tengdust. Hann tók þátt í slíkum fundi Evrópuráðsins, sem haldinn var hér á landi í júní 1975. í alþjóðlegu samstarfí Harris Ne- vanlinna og samstarfsmanna er mér hvað minnisstæðast, þegar þeir stóðu fyrir alþjóðlegu þingi blóð- meinafræðinga og blóðbankamanna í Helsinki í ágúst 1975. Þeir vom sem næst búnir að skipuleggja það þing með þúsundum þátttakenda, þar á meðal að helga þeim hótelvist og virðulegustu fyrirlestrasali Hels- inki í Finnlandiahöllinni, þegar rík- isstjóm Finnland tók að sér að halda Helsinkiráðstefnu stórveldanna, sem þá voru við lýði. Harri og hans mönnum var fyrirvaralítið skipað að gefa eftir ráðstefnusali og hót- el, hætta við allt saman eða fara annað. Þeim tókst það, sem talið var mikið skipulagsafrek, að koma þinghaldinu fyrir í Verkfræðinga- skólanum í Tapiola í Helsinki og fínna þátttakendum pláss á ólíkleg- ustu stöðum í borginni með stuttum fyrirvara. IVjeðan þetta þinghald blóðvís- indamanna stóð, bar um tíma mest á stórum fánum prýddum viðhafn- arbifreiðum sem þutu um Manner- heimveginn og fleiri stræti með forystumenn stórveldanna eins og Ford Bandríkjaforseta og Brésnev forseta Sovétríkjanna en einnig íjöldann allan af forsætisráðherrum smærri ríkja, þar á meðal var Geir HARRINEVANLINNA Ástkær eiginkona mi'n, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, INGIBJÖRG JÓNA MARELSDÓTTIR, Heiðargerði 112, Reykjavik, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. nóv- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er góðfúslega bent á Félag MND sjúklinga. Upplýsingar í síma 622004 eða fax 682633. Friðþjófur Björnsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigríöur Friðþjófsdóttir, Viðar Óskarsson, Kristjana E. Friðþjófsdóttir, Ingólfur Árnason, Gunnar Marel Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Aldfs Elíasdóttir, Sverrir Friðþjófsson, Elisabet Ingvarsdóttir, Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir og barnabörn. t Elskuleg systir okkar, SIGMUNDA HANNESDÓTTIR Lindargötu 64, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. t Hugheilar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, JÓNS GUÐJÓNSSONAR, Engjavegi 14, Selfossi. Guðrún Pétursdóttir, synir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELLE MARIE EINARSSON (MOLLÝ), Laugavegi 25, Reykjavík. Sóley Kristinsdóttir, Sonja Kristinsdóttir, Karl Vilhelmsson, Rudolf Kristinsson, Svala Eiðsdóttir, Guðberg Kristinsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. OPIÐ HÚS MIÐVANGUR81, HFJ. 6 herbergja raöhús ásamt bílskúr. Húsiö erfrábrugðið öðrum raðhúsum í hverfinu er varðar innra skipulag. Eign sem vert er að skoða nánar. Til sölu og sýnis í dag ki. 14-18. VALHÚS, fasteignasala, sími 651122. HAGAMELUR 44 - OPIÐ HÚS VAGW JONSSON FASTEIGNASAIA Skúlagötu 30 Atli Vagnsson hdl. SÍMI61 44 33 • FAX 61 44 50 Bjartahlíð 20 - Mosf ellsbæ Til sölu mjög vel teiknað einbýli á einni hæð með innb. bílskúr. í húsinu er gert ráð fyrir 3-4 svefnh. o.fl. Lóð verður grófslétt- uð. Húsið verður afhent á fyrsta byggingarstigi, þ.e. klárað að utan, fokh. (einangraðir útveggir). Húsið er klætt utan með Stonaflex og Aluzink á þaki. Húsið er því svo til viðhaldsfrítt. Maghoní í hurðum. Húsið er tilb. til afh. strax. Áhv. eru hús- bréf kr. 6,3 millj. og 1,1 millj. til 3ja ára. Verð á fyrsta stigi kr. 8,2 millj. Verð á öðru stigi þá tilb. til innr. kr. 10 millj. Þetta hús er þannig hannað að það passar bæði fyrir þann sem er að minnka við sig og eins hinn sem þarf að hafa allt að 4 svefnh. Byggingarmeistarinn verður á staðnum milli kl. 13 og 15 í dag. Byggingaraðili: Álmur hf. Til sölu og afhendingar fljótlega 5-6 herbergja miðhæð á Hagamel 44, ásamt bílskúr. íbúðin skiptist m.a. í anddyri, hol, 2 stórar stofur með nýju parketi, 3 svefnherbergi á sér gangi, en gætu verið 4. Eldhús með nýlegum innréttingum, sérþvotta- hús. Sérinngangur. Úrvals eign á besta stað. Mögulegt að taka minni íbúð uppí. Verð 13,3 millj. íbúðin verður til sýnis sunnudag frá kl. 14 til 17. heitinn Hallgrímsson forsætisráð- herra íslands. Frá upphafí kynna minna af Harri fann ég fyrir miklum hlýhug hans í garð íslendinga og hann reyndist hérlendri blóðbankastarf- semi alla tíð mikill stuðningsmaður. Eftirminnilegasta dæmi um hvað hann og hans stofnun varð lækn- ingastarfí hérlendis til mikils góðs eru kaup Blóðbankans á fínnska storkuþættinum frá árinu 1973 til 1988, sem notaður var fyrir blæðara okkar á þessu árabili. Eng- inn þeirra smitaðist af eyðni og þökkum við það hreinleika fínnska storkuþáttarins. Þetta má með sanni teljast hið mest láni í læknis- starfí, en er jafnframt hið mest lof um heilbrigði fínnskra blóðgjafa og góðar smitvamir hjá Harri Nevanl- inna og starfsmönnum hans. Við nutum margoft góðra ráða og tækniaðstoðar þeirra við smitvarnir og margar fleiri rannsóknir, sem tengjast blóðbankastarfseminni. Harri og samstarfsmenn hans í Blóðbanka fínnska Rauða krossins í Helsinki voru í miklum metum meðal blóðgjafanna og engum þeirra kom til hugar að krefjast endurgjalds fyrir blóðgjöf. Harri var alltaf einarður talsmaður þess, að blóðgjafar gæfu blóð án umbunar. Að gefa blóð til lækninga er í besta samræmi við einkunnarorð stofn- anda Rauða krossins, Henrys Dun- ants: Við erum allir bræður. í góðra vina hópi var oft á það minnst að Harri bæri í sér marga frábæra eðlikosti ættar sinnar. Hún var þekkt í Finnlandi fyrir fólk með hæfni á sviði tónlistar og stærð- fræði. Hann spilaði á fiðlu og hafði mikið yndi af söng. Harri hafði mikla kímnigáfu og margar gamansögur sem hann hafði á takteinum voru hugvekjandi og entust lengi í minni. Sem ungl- ingur hafði ég lesið bók Þorsteins Gíslasonar um fyrra heimsstríðið og séð þar mynd af hinum fræga Mannerheim marskálki, síðar for- seta Finnlands, þar sem hann sat tignarlega á stríðshesti sínum. Þessi mynd var ekki horfin úr huga mér hálfri öld síðar, þegar Harri Nevanl- inna sagði mér sögu af paþþa ein- um, sem fór með son sinn 5 ára til að sýna honum líkneskið af Mann- erheim sitjandi á hinum mikilfeng- lega hesti, sem stendur við Manner- heimveg. Pabbinn segir við snáð- ann: „Þetta er Mannerheim." Snáð- inn spyr: „Hver situr á honum?“ Ég tel að hamingjan hafí verið mér sérstaklega hliðholl, þegar starf mitt við Blóðbankann leiddi til hinnar ánægjulegu samvinnu og traustu vináttu við Harri og sam- starfsmenn hans við Blóðbanka finnska Rauða krossins í Helsinki. Við Erla séndum Söru Nevanl- inna og íjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Ólafur Jensson. //FASTEIGNA MIÐSTÖÐIN SKIPHOLTI SOB - 106 REYKJAVÍK SlMI 622030 - SlMBRÉF 622290 OPIÐ HÚS FANNAFOLD 8 7619 Til sölu fallegt 108 fm einb. u einni hæö ásamt 42 fm bílsk. Miög gott timburhús með 3 svefnh. Áhv. 5,0 mlllj. Verö 11,8 mlll|. Gísll tekur á mótl gestum frá kl. 14-17 f dag. MELGERÐI 7621 Vorum að fá í sölu mjög fallegt 162 fm einb. á þessum vinsæla staö. Mikiö endurn. hús í góöu éstandi. Nýl. vönduö eldhinnr. 4-5 svefnh., góðar stofur. Mögul. á sérib. í kj. Verð 14,5 mlllj. FREYJUGATA 1656 Vorum aö fá í sölu góöa 60 fm 2ja herb. íb. á jarðh. í steyptu þrlb. Þvottah. í íb. Suöurgaröur. Verö 5,2 millj. KJALARNES 10301 Tll sölu jörö stutt frá Reykjavík. Land- stærö um 35 ha. Ibúöarh. og útih. þarfnast lagfæringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.