Morgunblaðið - 13.11.1994, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.1994, Page 22
22 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Sambíóin hafa tekið til sýninga spennumyndina Blown Away með þeim Jeff Bridges og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um æsilegan eltingarleik sprengjudeildar lögreglunnar í Boston við írskan spellvirkja ir að það hafi einmitt verið þetta atriði í handriti myndarinnar sem hafi laðað hann að gerð hennar. „I handritinu er fólgin mikil spenna sem á margan hátt líkist tafli þar sem þátttakendurnir reyna hvað þeir geta að átta sig á því hver næsti leikur andstæðingsins verð- ur. Fyrir mér vakti að komast að því hvað þessir náungar höfðu í huga,“ segir hann. Stephen Hopkins hóf feril sinn sem leikstjóri auglýsingamynda og tónlistarmyndbanda, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði var ástralska myndin Dangerous Game. Hopkins sem er fæddur á Jamaíku ólst upp í Eng- landi og Ástralíu, og hlaut hann fyrst einhverja alþjóðlega athygli sem leikstjóri þegar hann gerði fimmtu myndina um martröðina í Elmstræti, A Nightmare on Elm Street 5: The Dreem Child. í kjöl- farið fylgdi önnur framhaldsmynd, Predator 2, með þeim Danny Glo- ver og Gary Busey í aðalhlutverk- um. Síðasta myndin sem hann gerði á undan Blown Away var svo Jud- gement Night með Emilio Estevez, Cuba Gooding Jr. og Dennis Leary í aðalhlutverkum. Undanfarið hef- ur Hopkins unnið nokkuð fyrir sjón- varp og gerði hann meðal annars tvær myndir í seríunni Tales From the Crypt og var önnur þeirra til- nefnd til verðlauna. Hann hefur unnið til margvíslegra verðlauna í Ástralíu, og meðal annars áskotn- uðust honum verðlaun fyrir sjón- varpsþáttinn Mick Jagger — Live Down Under, sem sjónvarpað var beint til fjölmargra íanda. Bófahasar í Boston JEFF Bridges Ieikur Jimmy Dove, sérsveitarmanninn sem einn veit hvaða and- stæðing er við að eiga. spennumyndinni Speed hvað að- sókn snertir. Næsta verkefni sem Trilogy Entertainment tók til fram- leiðslu á eftir Blown Away var Tank Girl, sem Björk Guðmunds- dóttir var um tíma orðuð við, en myndin byggist á teiknimyndaper- sónu sem Emily Lloyd leikur. Þótt átökin á Norður-írlandi séu uppspretta söguþráðarins í Blown Away segir John Watson að þau séu aðeins bakgrunnurinn og myndin fjalli fyrst og fremst um uppgjör tveggja fyrrum félaga sem kusu sér ólíkan farveg í lífinu. í sama streng tekur Stephen Hopk- ins leikstjóri myndarinnar sem seg- EGAR heljarmikil spreng- ing skekur miðbæ Bos- ton gerir hin sérþjálfaða sprengjusveit lögregl- unnar sig klára til að takast á við enn eitt verkefnið. Allt bendir til þess að sérsveitarmennirnir eigi í þetta sinni í höggi við ógnvekjandi spellvirkja (Tommy Lee Jones), sem býr yfir meiri klækjum en nokkur annar sem sveitin hefur þuify að kljást við. Öilum stendur ógn af þessum náunga nema Jimmy Dove (Jeff Bridges), yfirmanni sprengjusveit- arinnar, sem nú stendur frammi fyrir fortíð sem hann hélt að væri löngu gleymd og grafin. Dove hef- ur örvæntingarfulla leit að spell- virkjanum sem verður til þess að hann hleypir af stað leik kattarins að músinni sem gæti reynst hættu- legur flölskyldu hans, vinum, starfsferlinum og jafnvel eigin lífi. Eftir því sem klukkan tifar er sí- fellt meira lagt undir í baráttunni þegar veiðimaðurinn nálgast bráð sína og nær dregur ofsafengnu uppgjöri þeirra. Framleiðandi Blown Away er fyrirtækið Trilogy Entertainment, sem er í eigu þeirra Johns Wat- sons, Pens Denshams og Richards Lewis, en fyrri myndir sem þeir hafa gert eru Robin Hood: Prince of Thieves og Backdraft, þar sem skyggnst var á bakvið tjöldin í starfí slökkviliðsmanna í Chicago. TOMMY Lee Jones í hlutverki hins geggjaða írska spellvirkja Ryans Gaeritys. Þeir félagar höfðu miklar vænting- aðalhlutverkunum, en í Bandaríkj- ar um velgengni Blown Away, og unum að minnsta kosti varð mynd- þá ekki síst vegna einvalaliðs í in að láta í minni pokann fyrir V alinn maður í hverju rúmi ÞAÐ ER óhætt að segja að það sé valinn maður í hveiju rúmi þegar litið er á helstu leikar- ana í Blown Away, en þeirra á meðal eru mörg helstu nöfnin í kvikmyndaheimi samtlmans. Þeirra hæst ber vafalaust hinn makalausa Tommy Lee Jones, sem virðist vera með í hverri stórmyndinni á fætur annarri þessi misserin, en þessi fjölhæfi og kraftmikli Óskarsverðlauna- hafi slær nú í gegn í hveiju hlut- verkinu á fætur öðru og er hann svo sannarlega á hátíndi ferils síns um þessar mundir. í Blown Away leikur Tommy Lee Jones sprengjuóða _______ skelfirinn Ryan Gae- rity. Hann hlaut Ósk- arsverðlaunin síðast- liðið vor fyrir túlkun sína á hinum óþreyt- andi lögreglumanni sem var á hælum ....... Harrisons Fords í The Fugitive, en fyrir það hlutverk hlaut hann einnig Golden Globe verðlaunin. Áður hafði hann verið tilnefndur til beggja verð- launanna fyrir túlkun sína á Clay Shaw í JFK, stórmynd Oli- vers Stone, og fyrr á ferlinum hlaut hann tilnefningu til Gold- en Globc verðlaunanna fyrir leik sinn í Coal Miner’s Daughter. Tommy Lee Jones fæddist í Texas og vann hann þar um skeið við ollulindir ásamt föður sínum áður en hann hóf nám við Harvardháskóla. Þaðan lauk hann prófi í ensku og deildi hann herbergi með AI Gore sem nú er varaforseti Bandaríkjanna í þau fjögur ár sem hann var í skólanum. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Love Story, I Blown Away, eru mörg helstu nöfnin í kvikmynda- heiminum. en alls eru kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í orðnar um tuttugu talsins, og auk þess hef- ur hann verið afkastamikill við leik í sjónvarpsmyndum og á sviði. Eftir að leika í Blown Away sem frumsýnd var í Bandaríkj- unum í byijun sumars fór Tommy Lee Jones með hlutverk í fjórum öðrum stórmyndum. Tvær þeirra hafa þegar verið sýndar hér á landi, en það eru The Client og Natural Born Kill- ers, en hinar tvær eru síðasta mynd Tony Richardsons, Blue Sky, og Cobb, mynd Rons Shelt- ons um hafnaboltahetjuna Ty ________ Cobb. Þá leikstýrði hann fyrstu myndinni sinni í sumar, en það var sjónvarpsmyndin The Good Old Boys, sem hann lék einnig aðalhlutverkið í. Jeff Bridges er í fyrsta hasarmyndar- hlutverki sínu í Blown Away, en hann hafði um langt skeið verið á höttunum eftir slíku hlutverki. Hann hefur hingað til að mestu haldið sig við hlutverk í dramatískum myndum, og síð- ast sást hann á hvíta tjaldinu í mynd Peters Weirs, Fearless. Fyrir frammistöðu sína í mynd- inni hlaut hann mikið lof, og sömu sögu er að segja um mynd- ina American Heart sem hann lék I á síðasta ári, en það var jafnframt fyrsta myndin sem hann framleiddi sjálfur. Það má með sanni segja að Bridges hafi fæðst í þennan heim til að leika í kvikmyndum. Hann er sonur kvikmyndaleik- arans Lloyd Bridges, og aðeins fjögurra mánaða gamall kom FOREST Whitaker og Jeff Bridges í hlutverki sprengjusveitar- manna sem kljást við írska spellvirkjann í Blown Away. LLOYD Bridges leikur gamla írska sprengjusérfræðinginn Max O’Bannon. hann í fyrsta sinn fram í kvik- mynd. Á ferlinum hefur hann leikið stór og smá hlutverk í aragrúa kvikmynda og hefur hann þrisvar sinnum verið til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, en það var fyrir The Last Picture Show, Thund- erbolt and Lightfoot og Star- man. í gegnum tíðina hefur Jeff Bridges leikið í kvik- rnyndum margra þekkt- ustu leikstjóra samtímans, og má þar til dæmis nefna þá Peter Bogdanovich, Alan J. Pakula, Francis Ford Coppola, Sidney Lu- met, John Huston, Michael Cimino, John Carpenter og Hal Ashby. Bridges hefur að margra áliti verið frek- ar vanmetinn leikari þrátt fyrir að hann hafi leikið í nokkrum fjölda kvikmynda sem náð hafa miklum vin- sældum. Oft hefur hann sýnt sannkallaðan stjörnu- leik, og í seinni tíð má þar til dæmis nefna frammi- stöðu hans í The Fisher King, The Vanishing og Fearless. Margvíslegar viður- kenningar hafa fallið Jeff Bridges í skaut auk tilnefn- inga til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna, en kvikmyndaleikur er þó ekki það eina sem hann leggur stund á. Hann er liðtækur lagahöfundur, Ijósmyndari og Iistmálari, og er verk eftir hann að finna í sýn- ingarsölum í Los Angeles og Montana, en þar á hann reyndar búgarð sem hann dvelur einatt á, en ella býr hann ásamt eigin- konu sinni og þremur dætrum í Santa Monica í Kaliforníu. Með hlutverk Max O’Bannons, sem er eins konar föðurímynd Jimmys Dove í Blown Away, fer einmitt Lloyd Bridges faðir Jeffs, og segir hann sjálfur að ekki hafi reynt neitt sérstaklega á leikhæfileikana í þessu hlut- verki. Lloyd Bridges sem að mestu er sestur í helgan stein á að baki langan leikferil bæði úr sjónvarpi og kvikmyndum. I seinni tíð hefur hann helst lagt fyrir sig gamanleik í myndum á borð við Airplane og Airplane 2, Hot Shots og Hot Shots, Part Deux. Fyrr á ferlinum lék hann veigamikil hlutverk í fjölmörg- um myndum sem fyrir löngu eru orðnar klassískar i kvikmynda- sögunni, og má þar til dæmis nefna High Noon og The Sound of Fury. Lloyd Bridges hefur áður leikið í kvikmynd á móti Jeff syni sínum, en það var í Tucker: A Man and His Dream. Forest Whitaker fer með hlut- verk Anthonys Franklins, sem er rogginn nýliði í sprengju- sveitinni, en í hana gekk hann til þess að geta leikið hetju. Whitaker hefur á ferli sínum sýnt á sér margar hliðar í mis- munandi hlutverkum og nýlega leikstýrði hann fyrstu mynd sinni. Sérstaklega hlaut hann Iof fyrir túlkun sína á Jody, bresk- um hermanni sem tekinn er í gíslingu í myndinni The Crying Game, en áður hlaut hann mikið lof og verðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes 1988 fyrir túlk- un sína á jassistanum Charlíe Parker í myndinni Bird sem Clint Eastwood Ieikstýrði. Whitaker hefur Ieikið undir handleiðslu margra frægustu leikstjóra samtímans og má þar til dæmis nefna hlutverk hans í Platoon Olivers Stone, Good Morning Vietnam, sem Barry Levinson leikstýrði, Consenting Adults í Ieikstjórn Alans J. Pa- kula, The Color of Money, sem Martin Scorsese leikstýrði, og Stakeout Johns Badhams.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.