Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flekkuð ímynd móður Theresu IMYND móður Theresu er ekki lengur óflekkuð. Í heimildar- mynd, sem sýnd var í breska sjónvarpinu í vikunni, er dregin upp ófögur mynd af móður Theresu og starfl hennar. í henni er móðir Theresa sögð lýðskrumari, fjandmaður framfara og þjónn jarð- nesks yfirvalds, sem hafi meiri áhuga á samneyti við þekkt fólk á borð við Ronald Reagan og Elísa- betu Englandsdrottingu en að bjarga mannslífum. Hefur myndin vakið upp hörð viðbrögð, sérstak- lega á meðal kaþólikka, sem segja ekkert hæft í ásökununum. Dálka- höfundur Daily Telegraph, Trevor Fishlock, sem hefur kynnt sér starf- semi móður Theresu, segir hana ómaklega árás þó að vissulega megi gagnrýna ýmislegt við starfsemina, sem móðir Theresa rekur í Kalkútta. Móðir Theresa er Albani, fædd árið 1910. Hún var skírð Agnes Bojaxhiu, en hugur hennar hneigð- ist snemma til kaþólskrar trúar og er hún var 18 ára hélt hún til ír- lands, þar sem hún hugðist ganga í klaustur. Leið hennar lá hins veg- ar sama ár til Indlands, þar sem hún hefur verið búsett síðan. Árið 1948 flutti hún aðsetur sitt til fá- tækrahverfa Kalkútta, þar sem hún hefur aðstoðað hina fátæku, þjáðu og deyjandi. Þekktasta stofnun móður Ther- esu er heimili hinna deyjandi í Kalkútta. Þúsundir manna, sem að öðrum kosti myndu enda lífdaga sína á götum úti, deyja við mann- sæmandi aðstpsður. Trúboðar hins kristilega kærleika reka nú um 500 heimili í um 100 löndum og sjá um hálfri milljón fjölskyldna fyrir mat á ári hvetju. Móðir Theresa hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Engiil helvítis Titill heimildarmyndarihnar, sem Rás 4 í Bretlandi sýndi sl. þriðju- dagskvöld, gaf til kynna hvað á eftir færi; „Engill helvítis". í henni leitast þáttahöfundurinn, Christop- her Hitchens, við að afhjúpa móður Theresu sem eiginhagsmunasegg sem þrffíst á fjölmiðlaumfjöllun. „Hið óguðlega hjónaband fjölmiðla- blekkingar og miðaldahjátrúar hef- ur fætt af sér helgimynd sem fáir hafa verið svo ósmekklegir að efast um,“ segir Hitchens. í myndinni er vakin athygli í því að móðir Theresa hafí ekkert á móti því að tengja nafn sitt harð- stjórum og kaupsýslumönnum með óhreint mjöl í pokahorninu. Hún hafí m.a. lagt blómsveig á leiði Enver Hoxha, leiðtoga Albaníu, Bresk sjónvarpsmynd þar sem ráðist er gegn móður Theresu hefur vakið upp hörð viðbrögð. Dálkahöfundur Daily Telegi'aph veltir því fyrir sér hvort myndin hafí eitt- hvað til síns máls þó að hann telji umljöll- unina í heild ómaklega. árið 1988, og þegið viðurkenningu Baby Doc, harðstjórans á Haítí, árið 1980. Þau orð hennar um stjórn hans að hún hafi „aldrei séð fátækt fólk jafn meðvitað um leið- toga sinn — [sem var] mér yndis- legt og lærdómsríkt" þykja einnig í hæsta máta barnaleg. Þá er fullyrt að það fé sem móð- ir Theresa hafi safnað endi oftast nær í fjárhirslum kaþólsku kirkj- unnar í stað þess að renna til upp- byggingar heimila fyrir fátæklinga. Það sem sem fer þó einna mest fyrir bijóstið á kaþólikkum er sú fullyrðing að móðir Theresa sé óhæf til að beijast gegn fóstureyð- ingum, þar sem hún sé „líklega hrein mey“. „Gróf skrípamynd" Heimildarmyndin hefur vakið geysilega reiði í Bretlandi. Kallaði talsmaður kaþólsku kirkjunnar þáttastjórnendur „ræsisrottur“ og Basil Hume, kardináli og leiðtogi breskra kaþólikka, sagði þáttinn vera „grófa skrípamynd". Starfsmenn móður Theresu hafa svarað því til að Guð muni dæma verk hennar,-ekki sjónvarpið. Þá hefur einn starfsmaður hennar full- yrt að margar ásakananna séu ekki á rökum reistar. Hann hafí t.d. aldrei vitað til þess að peningar hafí borist stofnuninni í Kalkútta, móðir Theresa hafí beðið fólk um að gefa frekar teppi og lyf. Fleiri hafa blandað sér í deilum- ar; Victoria Gillick, sem barist hef- ur gegn fóstureyðingum, segir að ekki þurfí að setja spumingarmerki við starfsemi móður Theresu, held- ur hvað búi að baki hjá músliman- um Tariq Ali, framleiðanda mynd- arinnar, og gyðingnum Michael Grade, stjómanda Rásar 4. Ýmislegt athugavert Blaðamaðurinn Trevor Fishlock, sem kynnt hefur sér starfsemi móður Theresu, segir heimildar- myndina draga upp ómaklega mynd af henni, þrátt fyrir að ýmis- legt sé við starfsemiria að athuga. „Það var ógleymanlegt. Þegar ég yfírgaf yfírþyrmandi skrautleg- ar aðalgötur Kalkútta og hvarf inn í ógleymanlegt athvarf móður Theresu. í stóm herbergi lágu hin- ir veiku og deyjandi í röðum á þunnum dýnum. Þeir hóstuðu og stundu og margir þjáðust greini- lega. Nunnur í hvítum kuflum voru á þönum. Nokkrir sjálfboðaliðar frá Vesturlöndum krupu hjá þeim sjúku til að veita einhveija líkn. Nú, rétt eins og fyrir tíu ámm þegar ég heimsótti móður Theresu, fá hinir deyjandi litla læknishjálp. Þeir era búnir undir endalokin. Aðstæður þeirra em mun betri en ef þeir lægju á götum úti, þar sem þeir bjuggu, þeir fátækustu. Hjá móður Theresu fá þeir ein- hveija hjálp, þeim er að minnsta kosti haldið hreinum og þeir deyja ekki einir og yfirgefnir. Þeim er sýndur kærleikur og hlýja. En sum- ir’sjálfboðaliðarnir virtust hafa litla sem enga hugmynd um það hvaða læknishjálp á að veita fársjúku fólki, þrátt fyrir góðan vilja. Lítið var um lyf og það hefur ekki breyst. Ritstjóri breska læknaritsins Lancet skrifaði nýlega að hann teldi að læknismeðferð á heimili hinna deyjandi tilviljanakennda og að sjaldan væri um rétta sjúkdóms- greiningu að ræða eða að gefín væru verkjastillandi lyf. Á þeim tíma sem ég var í Ind- landi hitti ég unga konu sem hafði aðstoðað í einu hjálparskýla móður Theresu fyrir ungböm. Hún sagði að bömin hefðu ekki fengið full- nægjandi eftirlit, því nunnumar sem sáu um þau hefðu viljað allt fyrir þau gera en hefðu litla þjálfun og enga hugmynd um hvernig ætti að meðhöndla ungböm, sérstaklega þau sem væru veik. Taldi hún að margar vestrænu konumar, sem fóm til Indlands til að aðstoða móður Theresu, gerðu það til að uppfylla eigin þörf, sum- Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir JÓHANNA Kristjónsdóttir blaðamaður hitti móður Theresu í írak vorið 1991, nokkru eftir að Flóastríðinu lauk. Hún var að setja á laggirnar munaðarleysingjahæli í Bagdad, ríkisstjórnin lagði til húsnæði en hún kostaði reksturinn. „Hún sagði mér að henni hefði runnið svo til rifja bágindin í landinu að hún hefði fengið vilyrði fyrir að stofna annað í borginni Karbala. Mér kom á óvart hvað hún er oggulítil og bogin. Mér þótti hún í senn mild með blíða útgeislun og mjög töff og ég hreifst af henni.“ ar sæktust eftir lífsfyllingu, reynslu til að búa að þegar þær héldu aft- ur til þægilegra heimila sinna.“ Milligöngumaður hinna ríku og fátæku Á þessum tíma var móðir Ther- esa þegar orðin heimsþekkt, tákn- mynd góðsemi og líknarstarfs; lág- vaxin, álút og brosleit. Indveijar höfðu látið af efasemdum sínum um hana og starf hennar og hún var þá nokkurs konar tákn Kalk- útta. Nafn hennar var samofið borginni og jafnsjálfsagt fyrir blaðamenn og tignarfólk að heim- sækja hana. Fishlock segir að sá helgiljómi, sem hefur leikið um hana, hafí gert það að verkum að nýtt orðtak hafí skotið upp kollinum: Þú getur ekki sagt þetta, það væri svipað og að bera út óhróður um móður Theresu. Nú hafí stjórnendur Rásar 4 hins vegar látið verða af því og árás þeirra á hana veki furðu fyrir hversu illskeytt og miskunnarlaus hún sé. Ljóst sé að myndin hafi verið gerð til að vekja hörð viðbrögð. Þó að það hljómi kaldhæðnislega, hafí þáttargerðarmennirnir nokkuð til síns máls, móðir Theresa sé ekki hafín yfír gagnrýni. Fishlock segir þáttagerðarmann- inn Hitchens, vinstrisinnaðan blaða- mann í Washington, greinilega not- færa sér móður Theresu til að koma höggi á menn sem honum sé í nöp við, t.d. Ronald Reagan. Hins vegar endurspeglist í mynd hans efasemd- ir sem fjöldi fólks, þó að það sé í minnihluta, hafí um starfsaðferðir móður Theresu. „Sem betur fer vinnur margt fólk óeigingjarnt starf í þágu hinna fátæku og veiku, án þess að á því beri. Það var hins vegar móðir Theresa sem heimurinn út- nefndi dýrling sinn. Hún er að hluta til tilbúningur fjölmiðla, tákn dyggðar og líknar, hún hefur verið skipuð milligöngumaður hinna efnuðu og hinna fátæku og illa stöddu. Hún ferðast mikið, kemur gjarnan þangað sem hörmúrígar hafa dunið yfir og er sífellt efni Qölmiðla." Nýta sér frægð móður Theresu „Móðir Theresa er stórmerk kona, góð kona sem hefur ágætá kímnigáfu. Eitt sinn er ég ræddi við hana í Kalkútta, baðst ég afsök- unar á því að tefja hana. Hún svár- aði: „Jafnvel blaðamenn geta unnið starf Guðs.“ Það að hitta hana vekur menn til umhugsunar um styrk og eðli trúarinnar. Einn helsti galli heimildarmyndarinnar var að viðurkenna ekki dyggðir móður Theresu. Menn hafa nýtt sér frægð henn- ar, hinir góðu jafnt og þeir illu vilja baða sig.í ljómanum sem af henni stafar. Hún hefur leyft illmennum að njóta góðs af því að tengjast sér en frægð hennar hlaut að end- ingu að leiða til þess að það félli á helgimyndina. Starf hennar og orðspor eru hins vegar eflaust nægileg til þess að standa af sér þessa árás sjónvarpsins." Timorbúar mótmæla STÚDENT frá Austur-Timor flýr undan indóneslskum lögreglumanni í Djakarta í gær. Um 30 manna hópur stúdenta frá Austur-Timor réðst inn í bandaríska sendiráðið í indónesísku höfuðborginni í gær- morgun og krafðist þess að stjórn Bills Clintons styddi kröfur þeirra um að skæmliðaleiðtoginn Xanana Gusamo yrði látinn laus úr fangelsi. Starfsmenn sendiráðsins sögðu mönnunum í fyrstu að þeir mættu vera eins lengi og þá lysti en nokkr- um stundum síðar var þeim sagt að þeir yrðu að fara fyrir kvöldið. Stúd- entarnir hótuðu að sitja sem fastast þar til kröfum þeirra yrði mætt. „Bandaríkin era eina risaveldið, við teijum að Bandaríkjamenn geti notað áhrif sín til að koma Austur-Timor til hjálpar", sagði einn mannanna. Zhírínovskíj vill helst skeggræða alþjóðamál Washington, New York. Reuter. RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vlad- imír Zhírínovskíj ávarpaði fund blaðamannafélagsins í Washington á föstudagskvöld og sagði að hann væri orðinn hundleiður á að svara spurningum um gyðingahatur, Adolf Hitler og rétt Rússa til að fá Álaska á ný. Nú vildi hann snúa sér að því að ræða helstu alþjóðamál. Á fundi með fréttamönnum á þingi Sameinuðu þjóðanna á mið- vikudag, sagði Zhíríiiovskíj að SÞ hefðu staðið sig mun betur fyrir 15 til 20 árum. Sagðist hann vera mót- fallinn þeirri'stefnu SÞ að beita refs- iaðgerðum, sem bitnuðu ekki á leið- togunum heldur konum, börnum og sjúklingum, t.d. í írak, Líbýu og Júgóslavíu. Þá neitaði hann því að hafa unnið hjá sovésku öryggislög- reglunni, KGB, þótt hann hefði lang- að til þess, og kvaðst hvorki vera af gyðingaættum eða gyðingahatari. „Minnihluti gyðinga" Hann sagði fólk [í Rússlandi] áfellast blaðamenn sem „væru full- trúar minnihluta gyðinga" fyrir að fagna hruni Sovétríkjanna, á sama tíma og ný fyrirtæki væru „að mestu undir stjórn gyðinga og að stór hluti þjóðarinnar skildi að stærstur hluti peninganna í þessum bönkum og fyrirtækjum væru óhreinir pening- ar“. Hörð mótmæli voru m.a. í San Francisco vegna komu Zhírínovskíjs, þar sem honum var líkt við Hitler. Austur-Timor var um nokkurra alda skeið portúgölsk nýlenda en Indónesar lögðu eyjarhlutann undir sig 1975, síðan hafa þeir beitt íbúana mikilli harðneskju og féllu að sögn Keuter sjónarvotta um 150 manns í mót- mælaaðgerðum fyrir þrem ámm. Næstu daga verða Indónesar gest- gjafar leiðtogafunds Kyrrahafsríkja og verður Clinton einn þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.