Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX GEIR Gunnar Geirsson, bóndi á Vallá, er nú að byggja svínabú sem verður eitt það fullkomnasta á Norðurlöndum. EGG OG FLESK VmsnPTlAMNNUUF ÁSUNNUDEGI ► GEIR Gunnar Geirsson er fæddur í Reykjavík 1945. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst 1963-65, var í Englandi við verslunarnám 1966 og lagði stund á spænsku við Universidad de Barcelona 1968-69. Geir ólst upp við bústörf á búi föður síns, Geirs G. Gunnlaugssonar, í Eskihlíð og síðar að Lundi í Kópavogi. Hann hóf síðan eigin búrekstur árið 1970 á Vallá á Kjalarnesi. Geir rekur nú Stjörnuegg hf., félag um eggjabúið á Vallá, og Stjörnu- grís hf. en það félag er að reisa nýtt svínabú á Vallá. eftir Guðno Einorsson STJÖRNUEGG hf. rekur stærsta eggjabú landsins á Vallá á Kjalarnesi. Hæn- urnar eru 50 til 55 þúsund og verpa á milli sjö og átta hundr- uð tonnum af eggjum á ári. Stjömuegg hf. hefur um 20% markaðshlutdeild á eggjamarkaði að sögn Geirs Gunnars Geirssonar bónda. Tíu starfsmenn vinna við eggjabúið og eru þá allir taldir, jafnt ráðskona búsins og þeir sem sinna skrifstofuhaldi og dreifingu. Aðalmarkaður fyrirtækisins er á höfuðborgarsvæðinu og helstu við- skiptavinir Stjörnueggs hf. eru stórmarkaðir og veitingahús. „Faðir minn hvatti mig til að spreyta mig á búrekstri hér á Vallá,“ segir Geir um upphaf þess að hann hóf búskap. Jörðin var þá ‘í eigu foreldra Geirs og systkina. Geir byijaði að búa með 10 þúsund varphænur. í upphafi voru talsverð tengsl á milli búanna á Vallá og Lundi í Kópavogi. Nú er reksturinn á Vallá alfarið í höndum hlutafé- lagsins Stjörnueggs hf., en það er í eigu Geirs Gunnars, konu hans og barna. Auk eggjaframleiðslu er lögð stund á stofnahald, það er útungun og uppeldi nýrra kynslóða af varp- hænum. Sú starfsemi fer fram í Sætúni á Kjalamesi, spölkom frá Vallá. Það þarf sífellda endurnýjun í hænsnafjölskyldunni til að ná sem bestum afrakstri af búinu. Hæn- umar byija að verpa um 16 vikna gamlar, og þá örverpum sem eru óhæf á almennan markað en eru notuð til iðnaðarframleiðslu. Hæn- urnar eru látnar lifa til 72 vikna aldurs þegar fer að draga úr af- köstum þeirra við varpið. Norskar hænur Géir segir að hænsnastofninn sem notast er við hér á landi jafn- ist ekki á við það sem best gerist. „Við fáum að flytja inn hænsni frá Noregi. Þeir eru fimm ámm á eft- ir því sem er að gerast á megin- landinu í kynbótum." Hann segir að Norðmenn séu nú að gefast upp á kynbótastarfi sínu í hænsna- rækt, enda sé það mjög dýrt og hafi ekki skilað nógu góðum árangri. „Ég trúi að þeir fari fljót- lega að sækja þessa fugla til Þýskalands. Þar eru fuglar sem eru töluvert miklu betri en norski stofninn," segir Geir. Þýsku gæðin felast í því að hænurnar verpa gjaman stærri eggjum fyrr á varp- ferlinum, þær verpa meira og fóð- umýtingin er betri. Auk hænsnahaldsins ræktar Stjörnuegg hf. aliendur, svokallað- ar pekingendur, og fer sú starfsemi fram að Lundi í Kópavogi. Markað- urinn fyrir andakjöt er fremur lít- ill, helst um stórhátíðir, auk þess sem talsvert fer til veitingahúsa. Engin aukaefni Fóðurkostnaður vegur þyngst í rekstri eggjabúsins og gerir skatt- lagning sitt til að stækka þann póst. Hænsnin eru alin á innlendu mjöli úr fiski og grasi, auk þess er þeim gefinn innfluttur maís en á hann er Jagt kjamfóðurgjald. Hér gilda strangar reglur um fóður og er bannað að blanda í það ýmsum afurðahvetjandi efnum og lyfjum sem notuð eru í nágranna- löndum okkar. „Það er ekkert eft- irsóknarvert að fóðra neytendur á svoleiðis framleiddri vöru,“ segir Geir. „Þeir sem eru inni á hinni um- hverfisvænu línu telja að þessi efni séu til skaða. Það er ýmislegt að koma í ljós varðandi áhrif fúkka- lyfja í dýrafóðri á ónæmiskerfi manna. Það er þekkt að í sumum bandarískum matvörum er ýmis- legt óæskilegt af þessu tagi. En samkeppnin í þessum löndum er svo hörð að hún hvetur framleið- endur til að auka afurðasemina sem mest.“ Fjaðrafok öðru hvoru En hvernig er samkeppnin á eggjamarkaðnum hér á landi? „Á yfirborðinu er þetta slétt og fellt, en samt er töluverð undir- alda,“ segir Geir. „Félag eggja- bænda er álíka kærleiksheimili og hænsnahópur. Það er stuðað á þann sem sýnir á sér veikan blett.“ En er þá eitthvert félagsstarf í þessu ágæta félagi? „Já, já, það er svona fjaðrafok öðru hveiju," segir Geir og hlær. Samstarfsverk- efni bænda á sviði eggjadreifingar hafa ekki heppnast. Geir er raunar þeirrar skoðunar að það sé best að hver sjái um sitt. „Þá eru menn í beinna sambandi við markaðinn, vita hver þörfin er og haga fram- leiðslunni væntanlega í samræmi við það.“ Geir segir opinbera verðlagn- ingu á eggjum og í raun er óheim- ilt að víkja frá henni. Eggjakílóið er nú skráð á 296 krónur kílóið. Geir segir að egg hafi lækkað um tæp 30% að raunvirði undanfarin fimm ár og meira sé til lengri tíma litið. „Eg man eftir því að fyrir um 15 árum gat maður fengið klippingu fyrir eitt kíló af eggjum. Nú þarf maður ein fjögur kíló til að láta klippa sig.“ Þröngur markaður Geir segir að eggjabú Stjörnu- eggs hf. sé tæknilega mjög sam- bærilegt við það sem best gerist í nágrannalöndum. Þetta er verk- smiðjubú, lofthreinsun, fóðrun og drithreinsun er vélvædd og sjálf- virk. Geir reynir að fylgjast með helstu nýjungum á þessu sviði og hagnýta sér þær. „Að öðru leyti en því sem lýtur að tæknivæðing- unni er rekstrarumhverfið hér fremur erfitt og óvinveitt. Það eru ýmsar hömlur á þessu. Fóðrið er ákaflega stór kostnaðarliður og hefur verið of dýrt. Þáttur kjarn- fóðurgjaldsins á innflutt fóður hef- ur farið minnkandi, en betur má ef duga skal. Maður rekst líka allt- af á það að markaðurinn er svo lítill. Það er lítið olnbogarými til þess að komast á gott skrið og gera þetta virkilega hagkvæmt. Það er líka of lítil sérhæfing. Þessi stærri bú eru hvert um sig að burð- ast við að halda stofna með hefð- bundinni útungun. Það væri vissu- lega hagkvæmara að gera það sameiginlega." Geir segir að nú um stundir ríki of mikil tortryggni meðal eggjabænda til að slíkt sé mögulegt. Dýravinir hafa viðrað áhyggjur sínar af velferð hænsna og vellíðan í búum af þeirri gerð sem rekið er á Vallá. í sumum löndum hefur verið lagt til að hænsnum verði tryggður ákveðinn útivistartími á hveijum degi. Hvað segir Geir um það? „Ég held að þá fyrst færi þetta að jaðra við illa meðferð á dýrum, að hleypa þeim út í rokið hér á Kjalarnesi," segir hann og finnst spurningin augljóslega ekki mjög gáfuleg. Landgræðsla með hænsnadriti Hænsnin og ungamir á Vallá drita um 3.000 rúmmetrum af skít á ári. Geir segir að þarna falli til heimsins besti áburður. Hann hef- ur gert talsvert af því að nýta hænsnadritið til landgræðslu og leitaði eftir samvinnu við opinbera aðila um aðgerðir á því sviði. „Það er fullt af melum að blása hér upp, en það virðist enginn áhugi fyrir því að nýta hænsnaskítinn. Það þyrfti að koma til aukinn skiln- ingur á gagnsemi áburðarins. Landgræðslan plataði mig til að kaupa dýran áburðardreifara. Þeir gáfu í skyn að þeir mundu vilja taka þátt í flutningi á áburðinum á uppblásna mela og gróðursnauða bletti. Þegar ég var búinn að kaupa dreifarann ypptu þeir öxlum og sögðu að það væri búið að skera framlög til þeirra svo mikið niður að þeir gætu ekki hugsað um þetta.“ Geir hefur notað dreifarann og stundað landgræðslu fyrir eigin reikning. Undanfarið hefur hann fengið leyfi hjá bónda á Kjalarnes- inu til að græða upp mela á landi hans. Hann segist vanta meira land til að bera á heimsins besta áburð. En er ekki Esjan rétt við bæjar- dyrnar, gróðursnauð og gijóti prýdd? „Ég veit ekki hvort þú tek- ur eftir því, en fyrir ofan bæinn Skrauthóla er komin græn slikja þar sem áður var melur í fjallshlíð- inni. Við renndum þarna yfir einu sinni með dreifarann,“ segir Geir máli sínu til staðfestingar. Geir segir að það sé stunduð rányrkja á landinu með allskonar jarðraski og menn skilji eftir sig svöðusár í hektaravís. „Ég beindi þeim tilmælum bréflega til um- hverfisráðuneytisins, að þeir sem opnuðu land yrðu að ganga frá því eftir sig. Ég hélt raunar að þetta væru landslög. Það hefur ekkert bólað á svari." Geir segir að svo líti út sem komandi kynslóðum sé ætlað að græða þau umhverfissár sem menn valda í dag. Geir hefur fengið talsverða reynslu af þessu uppgræðslustarfi. Hann segir að sé enginn jarðvegur fyrir hendi, einungis dautt grjótið, þá þurfi að bera á nokkrar umferð- ir af hænsnadritinu. Geir segir að landið taki undrafljótt við sér og grói fljótt. Þar sem einhver gróður er fyrir gangi uppgræðslan enn hraðar. „Éf það væri unnið mark- visst að þessu, þá væri hægt að græða mikið land á fáum árum.“ Svínabúskapur Stjörnugrís hf. er nýtt fyrirtæki í eigu Geirs og fjölskyldu hans. Það er nú að reisa 2.400 fermetra sérhannað svínahús í landi Vallár sem á að hýsa eitt fullkomnasta svínabú á Norðurlöndum. í húsinu er gert ráð fyrir að verði 200 gylt- ur, þannig að með grísum verða h » i í ! i í 1 ! C « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.