Morgunblaðið - 13.11.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.1994, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ StMðningsmönnum umsóknar um ESB-aðild fækkar —gmuivjd Það eru fleiri en Norðmenn sem óttast að ESB-aðild þýði að gripirnir verði tuttlaðir í Evrópufötuna ... Nýr sendiherra ísraels á íslandi um samninga við araba Friður torveldar öfga- öflunum að ná fótfestu Morgunblaðið/Þorkell MICHAEL Shiloh sendiherra NÝR sendiherra ísraels á íslandi með aðsetur í Ósló, Michael Shiloh, er nú staddur hér á landi en hann var áður næst-æðstur í sendiráði þjóðar sinnar í Washington. Shiloh segir að ljóst sé að þáttur Norð- manna í friðarviðræðum ísraela við Palestínumenn og fleiri grann- þjóðir sínar valdi því að samskipt- in við Noreg og Norðurlönd öll séu nú talin mikilvægari en áður. „Ósló hefur orðið mun mikil- vægari staður síðustu 15 mánuð- ina en áður. Almenningur í ísrael vissi sárahtið um Noreg og Ósló áður en Óslóarsamningurinn var gerður,“ segir Shiloh, „en þetta hefur breyst. Norðmenn taka enn fullan þátt í friðarviðræðunum, Grönlands- fly veitir lengri frest Egilsstöðum. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Egilsstaðabæjar hefur óskað eftir fresti í nokkra daga til að svara tilboði Grönlands- fly um leigu á björgunarþyrlu. Gröndlandsfly veitir umbeðinn frest og mun bæjarstjórn Egils- staðabæjar freista þess að fá ákveðin svör frá aðilum sem leitað hefur verið til. Landhelgisgæslan hefur ekki gefið skýr svör um af- stöðu til málsins, en frá hendi allra aðila er talið nauðsynlegt að Land- helgisgæslan sé með í þessu máli. Ennfremur tekur fjárlaganefnd Alþingis þetta fyrir á mánudag. Að sögn Þuríðar Backman, for- seta bæjarstjórnar Egilsstaða, hef- ur þetta mál fengið góðar undir- tektir hjá öðrum sveitarfélögum og hagsmunaðilum. En án já- kvæðrar afstöðu Landhelgisgæslu verður ekkert frekar gert. fulltrúar okkar og Palestínumanna eiga fundi í Ósló, þar er rætt um vatnsréttindi, flóttamannavand- ann og fleira." Shiloh var um hríð yfirmaður Norður-Ameríkudeildár ísraelska utanríkisráðuneytisins. Hann hef- ur starfað í Washington í fjögur ár en einnig gegnt störfum í New York og Boston og þekkir því vel til vestra. Aðspurður segir hann að sam- skipti Israela og Bandaríkjamann séu með besta móti núna, stundum hafí komið upp erfíð mál en ávallt hafí tekist að leysa þau. Ekki virð- ist skipta máli i því tilliti hvor flokkurinn sé við völd í Hvíta hús- inu. Ekki megi gleyma að bandarísk- ir gyðingar og samtök þeirra séu afburða dugleg að vinna að hags- munamálum ísraels í Washington, þar sé á ferðinni fóik sem kunni sitt fag, hafi mikla reynslu og góð sambönd. Miklu skipti þó að per- sónuleg samskipti ráðamanna séu góð. Shiloh segir að öllum hafi verið ljóst á sínum tíma að stirt hafí verið á milli þeirra George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta og forvera Yitzhaks Rab- ins, forsætisráðherra ísraels, hins aldna Likudmanns Yitzhaks Shamirs. Vandi Arafats Shiloh sagði að ísra- elar gætu ekki sætt sig við að öfgahópar, sem hefðu tilræði gegn ísraelum á stefnu- skránni, gætu boðið fram í kosningum á hernumdu svæðunum. ísraelar vildu að þeir afneituðu hryðjuverk- um eins og Frelsissam- tök Palestínu, PLO, hefðu gert. Einnig væri deilt um það hvort strax ætti að stofna þing Palest- ínumanna eða byija á að kjósa stjórn eins og ísraelsstjórn vildi. Hann sagði ísraelská ráðamenn hafa skilning á þeim vanda sem Yasser Arafat ætti við að stríða vegna andstöðu Hamas og ann- arra róttækra hópa við samninga. „Sumir eiga erfitt með að sætta sig við Arafat sem mann, benda á fortíð hans sem hryðjuverka- manns, sem auðvitað er staðreynd. En sé litið á þá möguleika sem bjóðast til að koma á friði virðist hann vera sá eini sem ísrael getur samið við, “ sagði Shiloh. Sendiherrann sagði ljóst að upp- gangur öfgafullra múslima í mörg- um arabaríkjum gæti reynst hættulegur, ekki aðeins friðarvið- leitni í Miðausturlöndum en einnig menningu Vesturlanda, lýðræði og mannréttindum. Einmitt þess vegna teldu ísraelar svo mikla þörf á því að ná samningum núna við arabaríkin; friður myndi tor- velda öfgasinnum að ná öflugri fótfestu. Þjóðlegar kröfur til upplýsingatækni Ein forsenda þess að halda menn- ingn og1 tungu Þorvarður Kári Ólafsson FYRIR SKÖMMU var haldinn stofnfundur tækninefndar um þjóðlegar kröfur til upplýs- ingatækni, en verkefni nefnd- arinnar verður að semja ís- lenskan staðal um þær kröfur sem íslensk tunga og menn- ing gera til upplýsingatækn- innar. Að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Fagráðs í upp- lýsingatækni og Evrópu- nefndar um stafatækni, er slíkur staðall ein að forsend- um þess að íslendingar geti haldið menningu sinni og tungu í upplýsingaþjóðfélagi framtiðarinnar, því staðallinn muni hafa áhrif á það hvort tölvuvélbúnaður framtíðar- innar ráði við íslenska tungu og hefðir. íslenski staðallinn verður skráður sem hluti af Evr- ópustaðli um þessi mál, sem að hluta verður aðgengilegur á tölvu- neti, og því má búast við að þjóð- legar kröfur íslendinga komist vélrænt inn í tækjabúnað framtíð- arinnar. Að sögn Þorvarðar verður í tækninefndinni fengist við ýmis atriði sem huga verði að þegar tölvur eru teknar í notkun hér á landi, en dæmi um það sem nefnd- in þarf að ná samstöðu um er ritun dagsetninga og talna, stafa- töflur og reglur um umritun millli stafrófa. í staðlinum verða jafn- framt ýmis atriði sem þegar hefur náðst samstaða um, en þar á meðal er íslenska stafrófíð, röðun- arreglur og mannanafnareglur. „Stafrófíð okkar er stærra heldur en það enska sem oft fylg- ir tölvunum og við röðum jafn- framt stöfunum öðruvísi en aðrar þjóðir og það þarf tölvan að kunna. Þá er það einnig mjög misjafnt eftir menningarsvæðum hvort menn nota punkt, kommu eða eitthvað annað til að greina krónur frá aurum. Það er mjög misjafnt eftir þeim búnaði sem notaður er hvernig þessu er hátt- að og málin'versna svo um allan helming þegar hafa á samskipti um tölvunet við aðra sem eru með tölvur. Þá verða hlutirnir oft ansi furðulegir." - Hafa ekki einhverjir áfanga- sigrar unnist í þessum málum? „Jú, í sumar náðum við því að fá þornið samþykkt í Evrópunefnd um stafatækni og í beinu fram- haldi af því í alþjóðlegri nefnd um sama mál. Þetta var ekki spurningin um að fá þornið inn í tölvurnar, heldur var þetta frekar grundvallarpurning hvernig litið væri á þornið. Núna er litið á það sem grunnstaf í stafrófinu og er það eini grunnstafurinn sem búið er að sam- þykkja fyrir utan þá sem eru í enska stafrófinu. Allir aðrir stafír eru svokallaðir afleiddir stafír. Þetta er atriði sem skiptir til dæmis máli í sambandi við röðun eftir stafrófí.“ - Eru einhverjar takmarkanir á því hvað það geta veríð margir stafir í alþjóðlegu stafrófi fyrir tölvur? „Vissulega eru því takmörk sett hvað ein tölva getur geymt marga mismunandi stafi, en þetta með grunnstafina er meira grund- vallaratriði Þeim þjóðum sem eru með fieiri stafí en eru í enska stafrófínu finnst það súrt í broti að þeirra stafír séu ekki taldir ►Þorvarður Kári Ólafsson er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann lauk prófi í tölvunarfræði frá Háskóla íslands 1981 og starfaði að námi loknu hjá Skagfjörð og Skýrsluvélum, en 1983 fluttist hann til Svíþjóðar til starfa hjá rafeindafyrirtæk- inu Teli AB þar sem hann sá um tölvuvæðingu innkaupa hjá fyrirtækinu. Eftir fimm ára dvöl í Svíþjóð fluttist hann heim til íslands og frá árinu 1988 hefur hann starfað að staðla; málum, fyrst hjá Staðlaráði ís- lands, en síðan sem fram- kvæmdasljóri Fagráðs í upplýs- ingatækni og Evrópunefndar um stafatækni. grunnstafir eins og þornið. Við lögðum í geysimikla rannsókna- vinnu með aðstoð íslenskrar mál- stöðvar og annarra málfræðinga og fengum mjög haldbær rök máli okkar til stuðnings. Við sjáum fram á að gera þurfi meira af slíku, bæði „varðandi aðra ís- lenska stafí, og eins varðandi ýmis önnur þjóðareinkenni sem haft geta áhrif á það hvernig tölv- ur eru gerðar úr garði. Sú tækni sem við notum í dag var í þróun fyrir fjöldamörgum árum og það sem núna er verið að þróa kemur á markaðinn eftir mörg ár. Það sem við erum því að reyna að gera er að hafa áhrif á þróunina þegar verið er að hanna nýja tækni." - Hvaða önnur atriði geta hugsanlega orðið hluti af þessum umrædda staðli? „Það eru til dæmis beygingar orða og reglur um mannanöfn. Það eru reyndar beygingar í fleiri tungumálum en ís- lensku, en það er ekki alltaf sem tölvukerfi fyr- ir textavinnslu eru gerð með það í huga. Hvað mannanöfnin varðar er um erfítt mál að ræða því öll tölvupóstkerfi í heiminum byggja á þvi að eftirnafnið sé aðal- nafn en það viljum við alls ekki. Ef við beitum okkar áhrifum til hins ítrasta er ekki útilokað að við höfum möguleika á því að fá ein- hveiju áorkað í þessu sambandi. Þessi vinna snýst að sumu leyti um samstöðu smáþjóða, en gallinn er hins vegar sá að smáþjóðir hafa oft á tíðum ekki burði til að taka neinn þátt í þessu starfí. Við ís- lendingar erum hins vegar komnir einna lengst smáþjóðanna með ítökum í Evrópunefndinni og höf- um við á vissan hátt tögl og hagld- ir á meðan við höfum burði til að sinna því.“ Höfum mögu- leika á að fá einhverju áorkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.