Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/11 - 12/11 ► HRAFN Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri vann til verðlauna fyrir kvik- mynd sina Hin helgu vé á Norrænu kvikmyndadög- unum í Liibeck síðastliðinn sunnudag. Einnig hlaut Friðrik Þór Friðriksson baltnesku verðlaunin, sem Eystrasaltslöndin veita, fyrir kvikmynd sína Bíó- daga, en um er að ræða heiðursverðlaun. ► TOGARINN Vigri RE landaði í vikunni í Reykja- víkurhöfn 460-470 tonnum af heilfrystum úthafskarfa sem samsvarar 850-900 tonnum af fiski upp úr sjó. Að verðmæti er aflinn 95-100 miiyónir króna og eftir því sem næst verður komist er þetta verðmæt- asti afli sem nokkurt ís- lenskt skip hefur komið með að landi. Karfinn fékkst mestmegnis út af Víkuráli og Reykjanes- hrygg og veiðiferðin stóð í sex vikur. ► FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hyggst láta endurskoða lög um skatt á tekjur barna og unglinga undir sextán ára aldri, þar á meðal merkja- sölu- og blaðburðarbarna. Samkvæmt lögum ber þeim að greiða skatt af vinnu Guðmundur Arni baðst lausnar GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson baðst lausnar frá embætti félags- málaráðherra síðastliðinn fostudag. Rannveig Guðmundsdóttir tók við embættinu á ríkisráðsfundi daginn eftir. Guðmundur Ámi sagði í skrif- legri lausnarbeiðni til forsætisráð- herra að opinber umræða um störf sín hafi ekki snúist um málefni eða efnisatriði heldur verið með blæ upp- hrópana og ósannra fullyrðinga, óháð málavöxtum. Skýrsla Ríkisendur- skoðunar breytti engu þar um þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu á að stjómsýsla hans hafí verið í sam- ræmi við viðurkenndar stjómsýslu- reglur og venjur. Því væri ljóst að störf hans sem ráðherra, Alþýðu- flokkurinn og ríkisstjómin myndu ekki njóta sannmælis og var lausnar- beiðnin lögð fram með vísan til þess. Sjúkraliðar í verkfalli VERKFALL sjúkraliða hófst á mið- nætti síðastliðinn fímmtudag. Það hefur víðtæk áhrif á sjúkrastofnunum í Reykjavík. Sjúkraliðar höfnuðu til- boði samninganefndar ríkisins, en það fól m.a. í sér 3% launahækkun. Mikil óvissa ríkir víða um fram- kvæmd verkfalls og gætir kvíða og ótta hjá sjúklingum og aðstandend- um. sinni, en ákvæðum skatta- laga hefur ekki verið fram- fylgt í öllum tilvikum. ► EIÐUR Smári Guðjohn- sen knattspyrnumaður gerði síðastliðinnn fímmtu- dag samning til tveggja og hálfs árs við hollenska fé- lagið PSV Eindhoven. Varð hann þar með yngsti at- vinnuknattspyrnumaður íslands frá upphafí. Eiður Smári er sextán ára og 56 daga gamall, fæddur 15. september 1978. Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, gerðist einnig atvinnumað- ur í knattspyrnu daginn fyrir 17 ára afmælið árið Olíufélög bjóði í lóðir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir eðlilegast að öll olíufé- lögin fengju að bjóða í þær lóðir sem ætlaðar væru undir bensínstöðvar í borginni eins og þegar væri dæmi um. Kanadíska fyrirtækið Irving Oil hefur sótt um lóðir undir bensínstöðv- ar í Reykjavík og jafnframt lýst áhuga á að reisa að minnsta kosti átta bensínstöðvar á höfuðborgar- svæðinu. í viðtölum við forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þar séu ekki fyrir hendi skipulagðar lóðir undir bensín- stöðvar. 1978. Mikill kosningasigur repúblikana FLOKKUR repúblikana í Bandaríkjun- um vann mikinn sigur er kosið var um öll sæti fulltrúadeildarinnar auk rúm- lega þriðjungs sæta í öldungadeild og þriðjungs ríkisstjóraembætta sl. þriðju- dag. í fyrsta skipti í 40 ár hafa repú- blikanar nú meiri- hluta í báðum þingdeildum og meirihluti ríkis- stjóra er einnig úr flokki þeirra. Bill Clinton for- seti sagðist axla ábyrgðina á ósigrinum að hluta til en frétta- skýrendur eru. flestir á því að óánægja almennings með stefnu forset- ans hafí átt mestan þátt í úrslitunum. Ljóst virðist að mikil átök muni verða milli forseta og þings næstu tvö árin. Möguleikar Clintons á endurkjöri þykja hafa minnkað verulega en hann beitti sér mjög í baráttunni síðustu dagana. Aðrir telja að kjósendur hafí fyrst og fremst verið að lýsa andúð á hefð- bundnu stjórnmálalífi og spillingu, einkum í Washington. Margir af þekkt- ustu leiðtogum landsins féllu í kosning- unum, þ. á m. forseti fulltrúadeildar þingsins, Tom Foley. Múslimar sækja fram MÚSLIMAR í Bosníu héldu áfram að treysta stöðu sína eftir mikla landvinn- inga fyrir viku með aðstoð Króata en þá tóku þeir borgina Kupres. Fregnir bárust af því að tekið væri að sverfa að Bosníu-Serbum sem ekki fá lengur vopn og skotfæri frá þjóðbræðrum sín- um í Serbíu-Svartfjallalandi. Clinton ► CARL Bildt, leiðtogi sænskra hægrimanna, sagði á þriðjudag að samn- ingurinn um EES myndi veikjast ef EFTA-löndun- um, sem aðild eiga að hon- um, fækkaði. Hart hefur verið deilt á jafnaðarmann- inn Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, og sljórn hans fyrir að beita sér ekki af nægileg- um krafti fyrir aðild. ► FIMM ár voru liðin á miðvikudag frá falli Berlín- armúrsins og var þess minnst víða um heim. Helmut Kohl Þýskalands- kanslari sagði ótækt að þeir sem tekið hefðu þátt i að reisa múrinn köiluðu sig nú verndara austurhérað- anna. Þ ÞING íraks viðurkenndi á fimmtudag landamæri Kúveits en Irakar innlim- uðu landið meðan herir Saddams stjórnuðu Kúveit um hríð 1990-1991. Talið er að viðurkenningin geti flýtt fyrir því að viðskipta- banni á írak verði aflétt. ► GÍFURLEG flóð voru á Italíu í vikunni og er talið að um 60 manns hafi farist auk þess sem eignatjón er mikið. Ríkisstjórn Silvios Berlusconis var gagnrýnd á þingi fyrir að bregðast of seint við en lýst var yfir neyðarástandi þar sem tjón varð mest. ERLENT Reuter Hillary Clinton ætlar að hafa áhrif á stjórn mála London. Reuter. HILLARY Clinton forsetafrú Banda- ríkjanna neitaði því í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC að hún hygðist hætta að skipta sér af stefnu- mótun stjórnarinnar og leika í stað- inn hefðbundið frúarhlutverk. Viðtalið var tekið fyrir þing- og ríkisstjórakosningamar sl. þriðjudag þar sem flokkur Bills Clintons Bandaríkjaforseta galt afhroð. í viðtalinu sagðist Hillary Clinton hafa sámað margt af þeirri gagnrýni sem féll í garð andvana fæddrar áætlunar hennar um uppstokkun bandarískra heilbrigðismála. Hún vísaði á bug þeim fullyrðing- um stjórnmálaskýrenda að hún væri tekin að minnka afskipti af stjórn- málum og hygðist leika forsetafrúar- hlutverkið með svipuðu sniði og hefð- ir segðu til um. „Nei, nei, alls ekki. Þeir hafa aldr- ei haft rétt fyrir sér. Ályktanir frétta- skýrendanna koma mér alltaf til að hlæja,“ sagði forsetafrúin. Um afskipti af stefnu stjómar Bills Clintons forseta sagði hún: „Ég mun taka þátt í störfum stjórnarinn- ar að svo miklu leyti sem ég hef áhuga og þekkingu til og forsetinn biður mig um.“ „Þau mál sem mér eru hugleikn- ust eru menntamál, fjölskyldumál og heilbrigðismál," sagði frú Clinton. Hillary Clinton sagðist aldrei hafa snúið sér að stjómmálum þar sem menn gætu orðið þjóð sinni að gagni og haft áhrif á gang mála með öðrum hætti. „Þar fyrir utan er ég gift merkasta stjómmálamanni aldarinn- ar,“ sagði forsetafrúin. Fundur íPale YASUSHI Akashi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, ræðir við fréttamenn í Pale, höfuðstað Bosníu-Serba, en með honum er Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, gerði í gær lítið úr mikil- vægi þess að Bandaríkin væru hætt að taka þátt í að fram- fylgja vopnasölubanni SÞ á Bosníu. Hann sagði m.a. að önnur riki myndi sjá um að banninu yrði fylgt eftir og sagði Bill Clinton forseta hafa verið að fara að tilmælum þingsins með ákvörðun sinni. Vopna- sölubannið hefur aðallega kom- ið niður á múslimum sem hafa fagnað niðurstöðu Bandaríkja- sljórnar en Bretar og Frakkar harma hana. Þolinmæði Hundert- wassers á þrotum Stuttgart. Morgunblaðið. AUSTURRlSKI listamaðurinn Friedensreich Hundertwasser hef- ur höfðað mál á hendur borgaryf- irvöldum í Frankfurt, fyrir að virða ekki höfundarrétt hans og sýna honum og list hans óvirð- ingu. Málið, sem á sér langan aðdraganda, snýst um leikskóla einn í Frankfurt sem Hundert- wasser var falið að hanna og skyldi verða ein af „perlum borg- arinnar“. Húsið, sem er dæmigert fyrir Hundertwasser, málað í öllum - regnbogans litum og eins og klippt út úr ævintýrabók, hefur nú staðið svotil fullfrágengið í nokkur ár, en þó bólar ekkert á bömunum. Listamaðurinn hefur nú fengið sig fullsaddan á svikn- um loforðum borgaryfirvalda í Frankfurt og því ákveðið að fara í hart. Friðþæging við náttúruna Litfögru barnaheimili Hundert- wassers var valinn staður á fram- tíðar íbúðar- og iðnaðarsvæði borgarinnar, á lóð þar sem áður stóð málmiðnaðarverksmiðja, en það þótti hæfa vel hugmynda- fræði listamannsins, sem lítur á verk sín sem friðþægingu við nátt- úruna. Þegar var hafíst handa við húsbygginguna og var hún á loka- stigi þegar uppgötvaðist að mik- inn eiturúrgang var að fínna í jörðu umhverfís húsið, einkum þar sem Hundertwasser hafði valið ævintýralegu útileiksvæði barn- anna stað. Framkvæmdum við húsið var þegar í stað hætt og hefur það nú staðið autt í nokkur ár, listamanninum til mikillar ar- mæðu. Reyndar hefur barnaheimilið ekki verið mannlaust með öllu. Útigangsfólk í Frankfurt hefur nefnilega kunnað vel að meta ævintýrahöll Hundertwassers. Því var hún lengi vel næturstaður margra þeirra sem hvergi áttu höfði sínu að halla, eða allt þang- að til að borgaryfirvöld gripu í taumana og létu girða svæðið vandlega af með gaddavír og bárujárni. Að sjálfsögðu létu lista- menn götunnar það tækifæri sér ekki úr greipum ganga og nú er tveggja metra há girðingin útötuð í veggjakroti, sem hefur ekki orð- ið til að draga úr gremju Hundert- wassers. Listamaðurinn hefur ekki dreg- ið dul á óánægju sína með það hvernig málin hafa þróast og raunar verið ófeiminn við að segja borgaryfirvöldum til syndanna í gegnum árin. Það virðist loks hafa borið árangur, fyrir skemmstu var ráðist I að grafa upp svæðið umhverfís leikskólann og hreinsa öll eiturefni úr jörðu. í kjölfarið skýrðu yfírvöld svo frá því opinberlega að ráðgert væri að taka barnaheimilið í notkun næsta vor og reiknuðu þá væntan- Iega með því að þar með væru deilur þeirra og listamannsins loks úr sögunni. Steinsteypa í stað blóma Þar skjátlaðist þeim. Þolinmæði Hundertwassers er nefnilega á þrotum og hefur hann nú höfðað mál á hendur borginni, fyrir að virða ekki höfundarrétt hans og gera hugmyndafræði hans að engu. Meginrök listamannsins eru þau, að á teikningum sínum hafi hann gert ráð fyrir því að hæðótt þak leikskólans yrði prýtt blóm- um, tijám og runnum. Þess í stað sé það hulið hræðilegri grárri steinsteypu, sem gjörbreyti heild- arsvip hússins og samræmist alls ekki hugmyndum hans. Þessu hyggst hann fá breytt, með aðstoð dómstóla, enda geti hann aðeins þannig orðið fullkomlega sáttur við listaverk sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.