Morgunblaðið - 13.11.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 27
+ Anna Ragn-
heiður Sveins-
dóttir fæddist á
Kolsstöðum i Miðd-
ölum í Dalasýslu
16. jan. 1901. Hún
lést á Borgar-
spítalanum hinn 3.
nóvember síðast-
liðinn, 93 ára að
aldri. Foreldrar
hennar voru
Sveinn Finnsson,
bóndi á Kolsstöð-
um og í Eskiholti í
Borgarhreppi, sem
var Dalamaður I
ættir fram, og kona hans Helga
Eysteinsdóttir sem ættuð var
úr Borgarfirði. Hún var átt-
unda í röð ellefu systkina. Þau
voru Þórdís, f. 1884, d. 1975,
Eysteinn, f. 1886, d. 1915, Finn-
ur, f. 1887, d. 1982, Bjarni, f.
1890, d. 1976, Ásmundur, f.
1893, d. 1982, Ingibjörg, f.
1895, d. 1989, Benedikt, f. 1898,
d. 1967. Eftirlifandi systkini
eru Hallsteinn, f. 1903, Sigurð-
ur, f. 1904, 'Og Þorgerður, f.
1907. Útför Önnu fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun.
ELSKULEG móðursystir okkar er
látin í hárri elli. Frá því að við syst-
kinin vorum lítil hefur hún skipað
háan sess í lífi okkar. Anna var
ógift og barnlaus, en systkinabömin
og afkomendur þeirra eru fjölmenn-
ur hópur. Reyndist hún þeim öllum
góð hag þeirra mjög fyrir brjósti.
Rúmlega tvítug að aldri fór Anna
til Svíþjóðar og var þar í vist í eitt
ár. Hélt síðan til Kaupmannahafnar
og vann þar á saumastofu við herra-
fatasaum. í Kaupmannahöfn vakn-
aði áhugi hennar á sælgætisgerð
og kynnti hún sér þá framleiðslu.
Eftir heimkomu árið 1930 vann hún
í tvö ár í Björhsbakaríi, en hóf svo
störf við sælgætisgerðina Víking
og var þar verkstjóri. Þar stjórnaði
hún af röggsemi fjölda starfsmanna
og var með í vinnu hóp ungra
stúlkna. Hún hafði oft orð á því
hve mikla ánægju hún hefði haft
af að starfa með ungu fólki og inn-
an um ungt fólk vildi hún helst
vera. Á 40 ára afmæli Félags ís-
lenskra iðnrekenda 1973 hlaut
Anna viðurkenningu fyrir meira en
40 ára starf í þágu íslensks iðnaðar.
Hejmili hennar var á Vatnsstíg
11. Árið 1955 flutti Þórdís, elsta
systirin, til hennar og starfaði þar
við saumaskap. Var mikill gesta-
gangur á heimilinu og nutu ættingj-
arnir ríkulega gestrisni þeirra og
gjafmildi. Segja má að heimili Önnu
hafí verið miðstöð systkinabarn-
anna. Sérstaklega minnumst við
jóla og áramóta, en þá var farið í
jólaboð á Vatnsstíginn og mikið
ævintýri var að vera innan um flug-
eldana í miðbænum. Anna var mjög
smekkleg og hafði unun af fallegum
munum og bar heimili hennar þess
glöggt vitni.
Við starfslok keypti hún góða
íbúð við Snorrabraut og bjó þar í
nokkur ár.
Anna ánafnaði Krabbameinsfé-
lagi íslands eigum sínum og hafði
fyrir nokkrum árum afhent þeim
samtökum hluta þeirrar gjafar.
Síðustu æviár sín dvaldi hún á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
og síðustu dagana á Borgarspítal-
anum. Öllu þvi starfsfólki sem ann-
aðist hana af umhyggju og nær-
gætni á báðum stöðunum eru færð-
ar alúðarþakkir fyrir hönd okkar
og móður okkar Þorgerðar.
Blessuð sé minning hennar.
Helga, Jón og Sigríður.
Gömul kona er horfin frá okkur
yfir móðuna miklu. Við eigum ekki
framar eftir að heyra hvellan hlátur
hennar og njóta hlýju hennar. En
þótt okkur sé söknuður í bijósti,
er það huggun, að hugskot okkar
geymir minningu, sem lifir.
Á Kolsstöðum ólst
upp glæsilegur hópur
ellefu barna, sem fengu
í vöggugjöf góðar gáf-
ur, mikið listfengi og
síðast en ekki síst
heiðarleika og hjarta-
hlýju. Þessir eðlisþættir
settu svip sinn á allt líf
Önnu Sveinsdóttur.
Ung að árum hleypti
hún heimdraganum og
fluttist til Reykjavíkur.
Þaðan fór hún til Stokk-
hólms og síðar til Kaup-
mannahafnar, þar sem
hún kynnti sér konfekt-
gerð. Anna starfaði síðan í áratugi
á þeim vettvangi, lengst af sem
verkstjóri hjá Sælgætisgerðinni
Víkingi í Reykjavík.
Anna giftist ekki og eignaðist
ekki börn. En systkinabörnin og
síðan börn þeirra hændust að Önnu
frænku. Hún var alltaf eins konar
þungamiðja ættarinnar. Heill ætt-
bogi var fjölskylda hennar. Auðvit-
að réð súkkulaðið miklu um vin-
sældirnar meðal yngstu kynslóðar-
innar, en hjartahlýjan og sá hæfí-
leiki hennar að geta sett sig í spor
barnanna, réð ekki síður. Hún tal-
aði af jafnmikilli innlifun og áhuga
við alla, hvort sem það voru böm
eða fullorðnir. Hún var einörð í
skoðunum og hnyttin í orðum, þeg-
ar sá gállinn var á henni. Anna var
líka margfróð og var gott að leita
til hennar um hvers konar fróðleik
um menn og málefni frá fyrri tíð.
í mörg ár hafa frænkumar í ætt-
inni haft fyrir venju að halda árlega
svonefnd frænkuboð til þess að
halda við kunningsskap og tengsl-
um kynslóðanna í ættinni. Þar var
Anna frænka jafnan í öndvegi, en
nú er sæti hennar autt.
Anna hóf lífsgöngu sína, þegar
ný öld var að ganga í garð. Nú er
öldin næstum á enda og árin henn-
ar Önnu voru orðin níutíu og þijú.
Löngu lífi er lokið og komið að
kveðjustund. Við, sem nutum þess
að vera samferða Önnu frænku í
lífinu og eiga hana að vini, megum
vera þakklát fyrir.
Við hjónin og Bárður Ingi sonur
okkar dveljumst um þessar mundir
í Danmörku og getum því ekki fylgt
Önnu síðasta spölinn, en við biðjum
góðan Guð að blessa minningu
hennar.
Ásdís Ásmundsdóttir,
Helgi E. Helgason.
Mig langar að minnast fáeinum
orðum merkrar konu, sem nú er
látin, komin vel yfir nírætt. Mig er
í minni þegar ég leit Önnu Sveins-
dóttur fyrst augum á Vatnsstíg 11,
fyrir næstum fjörutíu bárum. Ég
hafði ekki þekkt stúlkuna, sem ég
var skotinn í, lengi, þegar hún fór
með mig á Vatnsstíg 11 í heimsókn
til tveggja föðursystra sinna er þar
bjuggu í notalegri risíbúð yfir Sæl-
gætisgerðinni Víkingi. Þar var
yngri systirin Anna verkstjóri og
hafði til afnota þessa íbúð, en var'
svo jafnframt húsvöður og eftirlits-
maður verksmiðjunnar. Þarna
bjuggu þær sem sagt þessar sam-
rýndu systur, Anna og Þórdís
Sveinsdætur, ættaðar frá Kolsstöð-
um í Dölum. Þórdís var elst í stórum
og merkum systkinahópi og látin
fyrir allmörgum árum en Anna var
meðal þeirra yngri.
Þegar ég kom fyrst á Vatnsstíg-
inn var mér tekið opnum örmum
og af mikilli hlýju, þar sem ég var
pilturinn hennar Helgu Finnsdóttur
bróðurdóttur þeirra, sem þær héldu
mikið uppá. Ég hreifst strax af
þessum geðþekku konum og leið
mér afar vel í návist þeirra. Ég
átti eftir að koma oft til þeirra á
Vatnsstíginn, þar eð Helga varð
eiginkona mín og ég þar með orðinn
einn af fjölskyldunni.
Þórdís sat löngum við hannyrðir
meðan Anna stjórnaði daglegum
rekstri og framleiðsiu verksmiðj-
unnar, en á kvöldin og um helgar
undu þær sér saman í litlu íbúðinni
í risinu og þar var oft gestkvæmt
og glatt á hjalla. Veittu þær gestum
sínum af mikilli rausn og myndar-
skap og alltaf var eitthvert góð-
gæti í skálum á borðum. Þama hitt-
ist frændfólkið. Að fara til Önnu
og Dísu á Vatnsstíginn, fá ráð og
álit á ýmsum hiutum var stór þátt-
ur í lífi fjölskyldunnar. Þar var aldr-
ei komið að tómum kofunum, Anna
gat oftast miðlað af þekkingu sinni
og reynslu og ráðið fram úr flestum
vandamálum.
Svo leið tíminn og þar kom að
Víkingur lagðist af; Dísa lést í hárri
elli og Helga Finnsdóttir, elskuleg
eiginkona mín, var burt kölluð langt
um aldur fram fyrir sextán árum,
og aldurinn færðist yfir Önnu. Því
miður urðu fundir okkar Önnu
strálli í seinni tíð, eftir að hún varð
vistmaður á Elliheimiiinu Grund,
en alltaf skein gleðin úr augum
hennar þegar einhver nákominn lét
sjá sig. Smátt og smátt hrakaði
heilsunni uns yfir lauk, þannig er
nú einu sinni gangur lífsins.
Ég vil að endingu þakka Önnu
allar ánægjustundimar sem við átt-
um saman. Minningin um þær
geymist í hugskoti mínu og yljar
mér meðan ég lifi. Ég óska Önnu
fararheilla á þeim vegum sem nú
em framundan hjá henni og er
handviss um að tekið verður vel á
móti henni, það verða áreiðaniega
fagnaðarfundir þegar þær hittast
allar á ný: Dísa, Helga og Anna.
Guð blessj minninguna um þá
mætu konu Önnu Sveinsdóttur.
Jón Már Þorvaldsson.
t
Elsku amma okkar og langamma,
AUÐUR JÓNA ANTONSEN,
lést 1. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Barnabörn og barnabarnabörn.
t
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við fráfall og útför vinar
míns, föður okkar og afa,
GARÐARS ÞORFINNSSONAR,
Stóragerði 14.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
A-6 Borgarspítala.
Lilý Karlsdóttir,
Sigurður K. Garðarsson,
Pálina K. Garðarsdóttir
og barnabörn.
ANNA RAGNHEIÐUR
SVEINSDÓTTIR
Vilhelmína D. Guðmundsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Brynjar Sigurðsson, Erna Ágústsdóttir,
SvanhildurS. Sigurðardóttir, ÓlafurÞór Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Páll Sæmundsson,
Guðlaugur Sæmundsson,
Sæmundur Pálsson,
Gisli P. Pálsson,
Reynir Guðlaugsson,
Ingi K. Pálsson,
Gerður Guðlaugsdóttir,
Guðný Óskarsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Ólafía Margrét Magnúsdóttir,
Laura F.R. Pálsson,
Sigrfður H. Guðmundsdóttir,
Páll Svavar Pálsson,
Marinó Freyr Sigurjónsson.
Sólveig Jóhannsdóttir,
Jón Jónsson,
Guðjón Jónsson.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
HULDA V. PÁLSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum föstudag-
inn 11. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Karlsson,
Örn Karlsson, Ingibjörg Óladóttir,
Eygló Karlsdóttir, Benjamin Hansson.
t
Systir okkar og frænka,
ANNA RAGNHEIÐUR
SVEINSDÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30.
Þorgerður Sveinsdóttir,
Sigurður Sveinsson,
Hallsteinn Sveinsson
og aðrir ættingjar.
t
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÓLAFSSON
SIGURÐSSON,
Hjallabraut 33,
áður Hraunkambi 8,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
Hafnarfirði þriðjudaginn 15. nóvember
kl. 13.30.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
Mjóuhlíð 8,
Reykjavík.
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar,
RAGNHEIÐAR SÖLVADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
í Seljahlíð fyrir frábæra umönnun.
k'v.
aTWfc&T.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
Í-JQÞ