Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til Hjálmars Arnasonar skólameistara Við kynnum OKI faxtæki... við allra hæfi á sérstöku kynningarverði um þessar mundir. M Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 OKI Tækni til tjáskipta Frá Arnþóri Helgasyni: ÞAÐ HEFUR ekki farið framhjá þeim sem áhuga hafa á stjórnmál- um og starfa innan Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi að þú hefur verið orðaður við framboð svo mánuðum skiptir vegna vænt- anlegra Alþingiskosninga og sumir halda því reyndar fram að Stein- grímur Hermannsson hafi allt að því útnefnt þig arftaka sinn í kjör- dæminu. Nú er sögulegt tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn til þess að hefja nýja sókn í kjördæminu og efla um leið stöðu kvenna og félags- hyggjufólks innan flokksins. Þar sem nokkrar mikilhæfar konur hafa þegar gefið kost á sér í fyrsta sæti á væntanlegum lista Framsóknar- flokksins skora ég á þig að gefa eftir baráttuna um fyrsta sæti og stefna fremur á annað sæti. Það verður væntanlega baráttusætið í kjördæminu og þú myndir bæði efla hag flokksins og styrkja listann með því að styðja við bakið á konun- um í flokknum. Því er stundum haldið fram að baráttan innan Framsóknarflokks- ins snúist ekki um kynferði heldur um málefni. Margt bendir þó til þess að gera verði stórátak til þess að rétta hlut kvenna innan flokksins fyrir komandi kosningar. Annars grefur Framsóknarflokkurinn sér þá gröf sem erfitt mun að stíga upp úr og þegar hafa fyrstu skóflu- stungurnar verið teknar. Látum því ekki þetta einstaka tækifæri ónotað heldur eflum Framsóknarflokkinn með því að styðja konu í fyrsta sæti. ARNÞÓR HELGASON, varaformaður Framsóknarfélags Seltjarnamess. Um illa meðferð á öldruðum Fr& Gunnari Egilssyni: UNDANFARNAR vikur hafa þær raddir orðið æ hávarari í blöðum og manna á meðal sem hrópa á hið gífurlega óréttlæti í skattlagningu eldri þegna þessa lands, fólksins sem hefur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu samfélagsins og þeirra lifskjara sem íslendingar búa við í dag. í Morgunblaðinu hafa birst aðsend bréf með bænum til stjórnmálamanna um leiðréttingu á þessu óréttlæti; tví- og jafnvel þrí- sköttun eftirlauna og ellilífeyris auk hinna lágu skattleysismarka sem allt stuðlar að því að þrengja kost aldraðra svo mjög að stór hluti þeirra á erfítt með að framfleyta sér, hvað þá að geta á nokkurn hátt notið ævikvöldsins eftir langa starfsævi. Ekki bólar á neinni við- leitni stjórnmálamanna til lagfær- inga, utan þingsályktunartillagna, sem bersýnilega eru lagðar fram til að sefa fólk og róa fram yfir kosningar svo hægt sé að viðhalda sama óréttlætinu áfram um óákveð- inn tíma. Til viðbótar þessu mikla óréttlæti sem svo mjög hefur verið skrifað um er annað sem dekkir ástandið enn frekar fyrir fólki sem náð hefur þeim aldri að vera talið til óþurftar. í vaxandi atvinnuleysi er þess stöðugt farið að gæta meira að fólk sem náð hefur 70 ára aldri, ' eða er orðið „löggiltir öldungar“ eins og kallað er, er látið hætta störfum til að víkja fyrir öðrum yngri þótt starfsorkan sé til staðar til áframhaldandi vinnu. Ekki er tekið neitt tillit til fjárhagslegs ástands þessa fólks, það er orðið sjötugt og skal einfaldlega víkja. Margt þeirra stendur enn í greiðsl- um vegna íbúðarkaupa eða annarra skulda, sem ósjaldan eru tilkomnar vegna aðstoðar við börn þeirra eða aðra ættingja. Þessu fólki er sagt að víkja úr starfi sem það hefur sinnt í áratugi, en skuldabyrðin stendur eftir og gefur engin grið vegna hinnar illræmdu lánskjara- vísitölu, sem löngu er orðið tíma- bært að taka úr sambandi. Láns- kjaravísitalan er mæld m.a. í sam- ræmi við þær hækkanir á launum sem um semst á vinnumarkaði, markaði sem búið er að loka fyrir öldruðum. Ef tiltekin starfsstétt í þjóðfélaginu fær hækkun launa kemur það til hækkunar á láns- kjaravísitölunni og þar með á allar afborganir á skuldum. Hvaða rétt- læti er þetta. Hversu lengi á það að líðast að níðst sé svona gegndar- laust á ellilífeyrisþegum. Nú eru kosningar framundan og heiti ég á stjórnmálamenn að koma á lagabreytingum til leiðréttingar þessu óréttlæti, bæði skattlagningu ellilífeyris, lágum skattleysismörk- um og lánskjaravísitölunni áður en þingi verður slitið. Takist það ekki skora ég á Samtök aldraðra og Félag eldri borgara að beita sér fyrir því að málinu verði skotið til Mannréttindadómstólsins eins og einn bréfritari lagði til fyrir stuttu. Ef meðferðin á ellilífeyrisþegum landsins kæmist þannig í hámæli á erlendum vettvangi væri það slíkur áfellisdómur á íslenska stjórnmála- menn að eftir yrði tekið og þeim til háborinnar skammar. Jafnframt hvet ég fólk til að fylgjast með við- brögðum þeirra stjórnmálamanna sem með þessi mál hafa að gera í dag og veita þeim þá refsingu í kjörklefanum að vori sem þeir eiga skilið ef engin lagfa;ring á sér stað. GUNNAR EGILSON, eftirlaunaþegi, Víðimel 62, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Aug- lýsingar: 691111. Áskriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, fréttir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrifstofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. á Ijóst og litað - þú færð ekki betrn Efnaverksmiðjan Sjöfn hf Þú getur unnið glæsilega AEG þvottavél í AEGHRAFT leiknum Þú færö allar upplýsingar og þátttökuseðil f næstu verslun KRAFT er jafnoki allra eriendra þvottaefna, - eini munurinn er sá aö það er fs/enskt og ódýrara / .. þvottaduft er milt en þó svo öflugt á óhreinindi, að þú þarft ekki nema tvær litlar skeiðar í fulla þvottavél. Innihald pakkans dugar í allt að 45 þvotta. Með KRAFTI getur þú þvegið Ijósan þvott við öll hitastig, en á litaðan þvott notar þú hámark 40 gráður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.