Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 37 ÍDAG Árnað heilla ember, verður áttatíu og fimm ára Kristín Jóns- dóttir, Vesturbergi 138, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í kaffisal Hvítasunnusafnaðarins, Hátúni 2, eftir kl. 17 á af- mælisdaginn. p'rkARA afmæli. I dag, O U 13. nóvember, er fimmtugur Haraldur Har- aldsson, framkvæmda- stjóri Andra, Eyktarási 26, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra Andrea 01- afsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Rúgbrauðs- gerðinni kl. 13-16, í dag, afmælisdaginn. BRIPS Umsjðn Guðmundur Páll Arnarson „Eitt af fallegustu spil- um allra tíma, ef ekki það fallegasta," segir Bob Hamman. Hann er að tala um þessi þrjú grönd: Austur gefur; allir á hættu. Norður 4 6 V G54 ♦ Á652 ♦ Á8765 Vestur Austur ♦ 982 ♦ ÁKG1075 V Á103 llllll f972 ♦ KG1043 111111 ♦ 87 ♦ 103 ♦ 94 Suður ♦ D43 V KD86 ♦ D9 ♦ KDG2 Vestur Norður AusUir Suður - Pass 1 grand Pass 3 grönc Pass Paaass Pass BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. maí sl. í Montre- al Danielle Pamela Neben og Steinar Trausti Krist- jánsson. Heimili þeirra er í Toronto, Kanada. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. september sl. í Dala-Floda kyrka í Svíþjóð Matilda Ahlberg og Davíð Ingason. Þau eru búsett í Stokkhólmi. Hamman segir söguna af „Spilinu" (með stórum staf) í bók sinni „Við borðið“. Sagnhafi var þekktur snill- ingur í Bandaríkjunum að nafni Jack Hancock. Þetta var fyrir tima veikra tveggja opnana, svo austur passaði í upphafi. En hugsaði sig síðan lengi um áður en hann passaði þqú grönd. Allir við borðið vissu að hann átti langan lit og auðvitað mátti vestur ekki nýta sér þær upplýsingar í útspilinu. En bridslögin tóku ekki á slíkum vanda á þessum tíma og þar eð vestur hafði meiri áhuga á að vinna en geta sér orð sem sannur íþrótta- maður, kom hann út með spaðaníu! Austur yfirdrap með tíunni og útlitið var allt annað en gott. En Hancock fann svar við hæfi: Hann dúkkaði spaðatíuna!!! Austur þóttist þá viss um að sagnhafi ætti drottning- una íjórðu og skipti yfir í hjarta. Vestur tók strax á ásinn og spilaði aftur spaða yfir á kóng austurs. Skoðun austurs á spaðastöðunni hafði ekkert breyst, og hann ákvað að spila aftur hjaita frekar en „fría“ fyrir sagn- hafa slag á spaðadrottningu. Hancock tók þá sína níu slagi. Pennavinir 28 ára grískur karlmaður óskar eftir pennavinum á Islandi. Hann safnar póst- kortum og frímerkjum, hef- ur áhuga á tónlist og mörgu fleiru. Dimitrís Tsitsiras, Hrisostomu Smirnis 1-3, GR-1 76 71, Athens, Greece. HÖGNIHREKKVÍSI ORÐABOKIIM Drepast - falla frá í nýjasta hefti Sögu, tímariti Sögufélagsins, er grein um mannfall í plágum hér á landi á 15. öld. í DV 11. okt. sl. er greinarinnar getið með þessari fyrirsögn: Helm- ingur þjóðarinnar drapst úr lungnapest. [Leturbr. hér.] Eg býst við, að fleiri en ég hafi hnotið um þetta orðalag og þótt það heldur óviðeigandi. Sannleikurinn er sá, að menn gera almennt nokkurn mun á notkun sagnorða eins og að drepast, deyja, látast, falla (frá) o.s.frv. Fyrstnefnda sagnorð- ið er einkum haft um skepnur. Ærin, kýrin eða hundurinn drapst úr pest. I prentaðri orðabók frá 19. öld er þessi mun- ur beinlínis tekinn fram. Sé þetta hins vegar haft um menn, er það alltaf í fremur niðrandi merk- ingu. Þá er sagt sem svo: Það var svo sem ágætt, að karlinn (kerl- ingin) drapst. Ljóst virð- ist vera, að þeim, sem svo segir, er næsta ósárt um karlinn eða kerling- una. í fornu máli kemur so. að drepast raunar fyrir um fólk, en ósagt skal látið, hvort það hefur verið algengt. Eitt dæmi er í OH úr bréfi frá 1872 og í fremur niðrandi merk- ingu. „Nú held ég að Sigurður málari drep- ist í vetur, ef hann verður ekki settur nið- ur með öðrum hrepp- sómögum." í dæmi DV hefði að sjálfsögðu farið mun betur á að segja, að helmingur þjóðarinnar hefði fallið eða dáið úr lungnapest. J.A.J. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Fjöl- skyldan er þér mikils virði og þú kemur ár þinni vel fyrir borð. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Samband ástvina er sér- lega gott í dag. Þér bjóðast breytingar til batnaðar í vinnunni. Farðu sparlega með peninga í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur gaman af að blanda geði við aðra fyrri hluta dags, en seinna þarft þú tíma útaf fyrir þig. Notaðu kvöldið til hvíldar. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 18b Þú bregður þér í bíó eða kaffihús í dag, og færð góða hugmynd varðandi vinnuna. Smá ágreiningur kemur upp milli vina. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) Nú gefst góður tími til að eiga ánægjulegar stundir með börnum. Þú kemur vel fyrir þig orði og þér tekst að ná góðum samningum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð góða hugmynd varðandi umbætur heima fyrir, og átt góðar stundir með fjölskyldunni. Ferða- lag er í undirbúningi. Meyja (23. ágúst—22. september) 31 Þú ert sannfærandi, og góð framkoma auðveldar þér samninga við aðra. Nú er lag að hefjast handa við áhugavert verkefni. Vog (23. sept. - 22. október) Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn varðandi kaup á dýrum hlut. Ástvin- ir standa vel saman, en vinur er eitthvað afundinn. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Dómgreind þín er góð og þú hefur gaman af að fást við flókin mál. Fyrirætlanir þínar í vinnunni þarfnast nánari íhugunar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þér gefst tími til bæði að umgangast vini og ljúka heimaverkefni í dag. Ef mörg heimboð berast getur valið verið erfitt. Steingeit (22.des. - 19.janúar) Þér hentar betur að heim- sækja aðra en bjóða heim gestum í dag. Margir sækj- ast eftir nærveru þinni, og þú kemur vel fyrir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú íhugar að taka að þér starf á vegum samfélags- ins. Gættu þess að sýna ástvini nægilega umhyggju þegar kvölda tekur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) iSí Vinur gefur þér góð ráð í dag varðandi lausn á smá vandamáli. Reyndu að hafa hemil á eyðslunni ef þú ferð út í kvöld. NÝJA ÐÍLAHÖLLIN FUNAHÖFÐA, SÍMI 672277 M-Benz 250 TD, árg. '86, ek. 234 þ. km., blár, sóll., ABC, hleð., dráltar- beisli, sjálfsk. Verð 1.550.000 stgr. Ath. skipti. Góður í leiguakstur. Nissan Patrol diesel turbo intercooler, árg. '94, ek. 2 þ.km., dökk- grænn/gullsans, 35" dekk, álfelgur, 81 spil, Astralíufjöðrun, brettak., kastarar, dráttarb. og m.m. fl. Bílnum var breytt hjá Bílabúö Benna. ÞESSIR BILAR ERU TIL SÝNIS OG SÖLU HJÁ 0KKUR VERÐ FRÁ 35.796,- STAÐ6REITT KR. 34.000,- im AMICA ELDAVÉLAR Vegna hagstæðra samninga bjóðast Scholtes heimilstæki nú á frábæru verði. BScholtes Scholtes helluborð, TV 483 Keramik helluborð með rofum, 4 hellur, 2x14,5 cm 1x16 cm, 1x19,5 cm, hitaljós Tilboðaverð kr. 44.100 StaSgreiU kr. 44.895 Scholtes ofn, FC 104 Undir og yfirhiti, blástur grill og blástursgrill TUbeðsverð kr. 52.270 Staégraítt kr. 49.655 Sýningarhellur til sölu með 20% afslætti V' Funahöfða 19 • Sími 875680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.