Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 9
ATSKÁKMÓTIÐ í PARÍS
Jóhann vann Adams
og mætir Kasparov
SKÁK
Intcl PCA mótið í
París 1 0 1 3 . nóv.
JÓHANN Hjartarson, nýbakað-
ur Islandsmeistari, hefur þegar náð
giæsilegum árangri á atskákmót-
inu í Frakklandi. Fyrst tókst hon-
um naumlega að komast í 16
manna úrslitin í París og þar sló
hann út þekkta enska stórmeistar-
ann Michael Adams í fyrstu um-
ferð. Adams er í hópi fremstu at-
skákmanna heims. Atskák er að-
eins frábrugðin venjulegri skák að
því leyti að umhugsunartíminn er
styttri, venjulega hálftími, en 25
mínútur í París.
í annarri umferðinni á laugar-
dagskvöld átti Jóhann að tefla við
Gary Kasparov, heimsmeistara at-
vinnumannasamtakanna PCA.
Frammistaða Kasparovs á fyrri
slíkum mótum hefur valdið von-
brigðum og nú verður hann að
sigra til að eiga möguleika á sam-
anlögðum fyrstu verðlaunum.
Úrslitin í fyrstu umferð urðu
afar óvænt að því leyti að þeir
ívantsjúk og Anand voru slegnir
út af mun stigalægri mönnum.
Þeir eru þar með úr leik í barátt-
unni um efsta sætið í heildarkeppn-
inni, Kramnik stendur nú best að
vígi, en síðan Kasparov.
Úrslit fyrstu umferðar:
Nikolic — Tkaciev IV2-V2
Ivantsjúk — Smirin 1-2
Kortsnoj — Milov 0-2
Anand — Vaiser 0-2
Vyzmanavin — Sadler IV2-V2
Kramnik — Júdit Polgar 2-1
Adams — Jóhann 0-2
Kasparov — Arbakov 2-0
GARY Kasparov
JÓHANN K(jartarson
Jóhann náði snemma yfirburða-
stöðu með hvítu í fyrri skákinni
gegn Adams. Hann hélt vel á spöð-
unum, en Adams varðist að sama
skapi vel. Eftir drottningakaup tók
Jóhann þá ákvörðun að fórna peði
til að komast í návígi við svarta
kónginn og þá loksins fataðist
Englendingnum vörnin:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Michael Adams
Réti-byrjun
1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - d6, 3. d4
— Bg4, 4. Db3 — Dc8, 5. g3 —
e6, 6. Bg2 — c6, 7. 0-0 — Be7,
8. Rc3 - Rbd7, 9. e4 - e5, 10.
Be3 - 0-0, 11. h3 - Bxf3, 12.
Bxf3 - Bd8, 13. Bg2 - Bb6, 14.
Hadl — Dc7, 15. Da3! — exd4,
16. Bxd4 - Bxd4, 17. Hxd4 -
Rb6, 18. b3 - Hfd8, 19. Hfdl -
Re8, 20. f4 - h6, 21. Kh2 -
Rd7, 22. Db2 - Rc5, 23. H4d2 -
a5, 24. Re2 - Rf6, 25. Dd4 -
Re6, 26. De3 - Hd7, 27. g4 -
He8, 28. Khl - Rf8, 29. Rg3 -
Rg6, 30. Rf5 - Hed8, 31. Bf3 -
Re8, 32. h4 — Re7, 33. Rg3 —
Rc8, 34. g5 — hxg5, 35. hxg5 —
d5, 36. cxd5 — cxd5, 37. e5 —
Db6, 38. Dd3 - Re7, 39. f5 -
Db4, 40. Dd4 — Dxd4, 41. Hxd4
- Rc7, 42. Kg2!
Rétt ákvörðun, það er afar erf-
itt fyrir svart að veijast tvöföldun
hvítu hrókanna á h línunni með
knappan tíma.
- Rc6, 43. Hh4 - Rxe5,44. Hdhl
44. - f6, 45. gxf6 - Rxf3, 46.
Kxf3 - Kf7?
Nauðsynlegt var 46. — Re8! með
góðum möguleikum á jafntefli.
47. fxg7 - Hg8
Ekki 47. - Kxg7, 48. Hh7+ -
Kf6, 49. Kf4! og hvítur vinnur.
48. Rh5 - Re8, 49. Hg4 - Hd6,
50. Hhgl - d4, 51. Hg6! - Hd5?,
52. Ke4 - Hd7, 53. Hdl - Rd6+,
54. Kf4 - Rxf5?, 55. Hf6+ -
Ke7, 56. Hxf5 - d3, 57. Hel+ -
Kd6, 58. Hf8 - Hd8, 59. Hxg8
- Hxg8, 60. Kf5 - Kc5, 61. Kg6
- Kd4, 62. Rf6 - Hxg7+, 63.
Kxg7 - d2, 64. Hdl - Ke3, 65.
Re4 — Kxe4, 66. Hxd2 og Adams
gafst upp.
Adams varð að vinna seinni
skákina til að jafna metin, en varð
á hroðaleg handvömm í þrettánda
leik sem kostaði mann. Honum
tókst ekki að skapa sér neinar
bætur og mátti gefast upp
snemma.
Seinni skákin:
Hvítt: Michael Adams
Svart: Jóhann Hjartarson
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 —
Bc5, 6. Rb3 - Ba7, 7. Rc3 -
Rc6, 8. De2 — Rge7, 9. Be3 —
d6, 10. 0-0-0 - b5, 11. f4 - b4,
12. Ra4 - Bd7
abcde f flh
13. Bxa7?? - Rxa7, 14. e5 -
Bxa4, 15. f5 — Rxf5, 16. exd6 —
0-0, 17. Bxf5 - Dg5+, 18. Kbl
- Dxf5, 19. Hhfl? - Bb5! og
Adams gaf því hann verður heilum
hrók undir.
Margeir Pétursson
Kaupmannahöfn
í 1 J Ó 1 L A S K A P 1
Fjórir dagar ó
39.200 kr.
á mann í tvíbýli.
Innifalið: Flug, gisting á Webers
hótelinu, morgunverður og
flugvallarskattar.
Helgarferð 1,- 4. desember.
Tfvolí er opið!
Ballettinn Rómeó og Júlía er sýndur í Konunglega leikhúsinu á laugardagskvöldinu!
Einnig er hægt að komast í danskan „julefrokost" á „Litla Apótekinu “
og í gönguferð um íslendingaslóðir!
Amsterdam
Helgarlilboð sem
fimm daga ferðir ó
34.800 kr.
á mann í tvíbýlí.
Innifalið: Flug, gisting á fjögurra stjörnu
hóteli, Radisson SAS Hotel,
morgunverður, síkjasigling, íslensk bók
um Amsterdam og flugvallaskattar.
beðið hefur verið eftir!
25. - 29. nóvember og2. - 6. desember.
Samvinniilerúir-Laiulsjrii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsíerðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 •
HótelSöguviðHagatorg• S.91 -622277• Simbréf91 -622460 Hatnarfjöröur.BæjarhrauQi 14• S.91 -6511 55• Símbréf91 -655355 m a'x'T
Keffavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Sfmbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Sfmbréf -1 11 95 | VtSA \ ,
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Simbréf 98 - 1 27 92 ”
EUROCARD