Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 39
FÓLK í FRÉTTUM
Læknafélag
Akureyrar 60 ára
Yfir 300
afmælis-
gestir
YFIR 300 manns sóttu opið hús
í tilefni af 60 ára afmæli Læknafé-
lags Akureyrar í Deiglunni á laug-
ardag.
Dagskráin hófst með því að
Halldór Baldursson, brottfluttur
læknir, hleypti af fallbyssum á
Torfunesbryggju. Að því loknu
hófst dagskrá í Deiglunni og var
meðal annars tilkynnt um kjör
heiðursfélaga. Félagið hafði kosið
Þórodd Jónasson og Ólaf Sigurðs-
son heiðursfélaga í sumar. En
Þóroddur er nú látinn og tók Ing-
var, sonur hans og læknir, við
skjali hans. Ingvar færði félaginu
frumútgáfu Læknablaðs Guð-
mundar Hannessonar að gjöf.
Tilgangur opna hússins var að
gera lækninn sýnilegan í samfé-
laginu. Kynningin var með fjöl-
breyttum hætti. Gömul og ný
læknaáhöld og tæki voru meðal
annars til sýnis og læknar sýndu
á sér aðrar hliðar en þeir sýna
venjulega í læknastarfinu. Má þar
nefna að ljóðskáld í stéttinni las
upp úr eigin ljóðum, hagyrðingur
flutti kveðskap, söngur fór fram
og myndlistarmenn sýndu verk
sín.
SVERRIR Bergmann, formaður Læknafélags íslands, kom í
afmælið og færði félaginu gjöf. Hann ræðir hér við Ólaf Sigurðs-
son, yfirlækni og heiðursfélaga Læknafélags Akureyrar.
Morgunblaðið/Þorgils Sigurðsson
LOFTUR Magnússon mældi sjón Petro Riba Ólafssonar.
VEIGAR ísak Ólafsson reynir hjartsláttarlínurit á ungum gesti.
Fermtíhvíta-
váðumvorið 1954
FORSÍÐUMYND Æskulýðsblaðsins
frá mars 1954 sýnir - fermingar-
barn í hvítum kyrtli.
GLÖGGIR menn voru
fljótir að setja sig í sam-
band við Morgunblaðið
þégar rifjuð var upp
frétt Morgunblaðsins frá
4. nóvember 1954 og
sagt að hvítir kyrtlar
hefðu fýrst verið notaðir
hér á landi í Dómkirkj-
unni þá um haustið. Það
er rétt að það var í fyrsta
sinn sem fermt var í
hvítum kyrtlum í Dóm-
kirkjunni en á Islandi var
fyrst fermt í hvítum
kyrtlum í Akureyrar-
kirlq'u á annan í páskum
árið 1954.
í Æskulýðsblaðinu í
janúar árið 1954 kemur
fram að hugmyndin hafi
kviknað hjá sóknarpresti
Akraneskirkju, séra Jóni
M. Guðjónssyni. Eigi að
síður hafi hún ekki kom-
ist í framkvæmd þar. Á
hinn bóginn „bendi líkur
til að fermingarkyrtlarnir verði
saumaðir fyrir næstu fermingu. -
Kvenfélag Akureyrarkirkju [sér]
um að beita sér fyrir því, að það
verði gert. Ætlar félagið að gefa
kirkjunni kyrtlana."
í Æskulýðsblaðinu frá mars
1954 fjallar Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup á Akureyri um þenn-
an nýja fermingarbúning: „Það var
siður í fomkirkjunni, að þegar fólk
var skírt, - sama var hvort voru
börn eða fullorðnir - var skírnar-
þeginn klæddur hvítum klæðum.
Á fornu máli var þetta kallað „að
vera í hvítaváðum““.
Ennfremur er í blaðinu útlistun
á hvað fyrir prestunum vakir þeg:
ar þeir taka þennan sið upp. í
fyrsta lagi geri það ferminguna
hátíðlegri að börn séu klædd hvít-
um skikkjum. í öðru lagi sjái þá
enginn kirkjugestur mismun fá-
tækra eða ríkra fermingarbama.
í þriðja lagi dragi það úr kostnaði
foreldra við fermingu barna sinna
og forði því „að fermingarathöfnin
verði nokkurs konar tízkusýning".
Við afhendum
síðustu qlösin
14. oq 15. nówmber!
Enn eiga einhverjir eftir aö nálgast
mjólkurbikarana sína!
Afhendingu lýkur 15. nóvember!
Mjólkurbikararnir verða afhentir á áöur auglýstum stöðum um allt land!
Við hvetjum þá sem hafa ekki notað „inneignarnótuna" og fengið
mjólkurbikarinn í hendur, til aö drífa sig á næsta afhendingarstaö
og taka við verðlaununum, ekki síöar en 15. nóvember.
Við þökkum frábæra þátttöku í mjólkurbikarleiknum, en síðustu
tölur herma að afhent hafi verið alls 140.000 glös!
Við ótkum
fi?urve?urunum
öllum til hamin?ju
meö verðlaunin!