Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 21
stillir sér upp fyrir framan piltinn,
sem liggur hálfflatur í böndum,
tekur út úr sér vindilinn, og segir,
og ekki óvingjamlega:
— Taktu á strákur.
Hann beið svo um stund til að
sjá, hvernig þessu reiddi af, og
þegar það loksins tókst piltinum,
að ná öðru hjólinu uppá planið og
síðan að víxla hinu á eftir, gekk
Haldarinn burt með þessum orð-
um, sem áttu máski að skiljast sem
heilræði, og hver hafði þá fylgt
því betur en hann sjálfur:
— Ef þú kemst ekki upp á ein-
um stað, þá reyndu á öðmm.
Til voru þeir menn í landinu, sem
kommar hétu og hefðu þegið að
eiga sér mynd til að hampa af
þessu atviki: piltkranginn í kerru-
böndunum, en feitan húsbóndann
reykjandi Havanavindil standandi
yfir honum.
Pilturinn var alls ekki hallur
undir feita menn, því skammt und-
an var tími grindhoraðrar alþýðu,
þar sem feitur maður, ef honum
brá fyrir, var iitinn grunsemdar
augum; hann hlyti að hafa stolið
sér til matar. Þótt pilturinn hugs-
aði sitt um húsbónda sinn fyrir að
hafa staðið hjá og tottað vindilinn
í stað þess að rétta honum hönd,
var hann ekki reiður honum. Hjálp
hefði verið niðurlægjandi. Það var
nú svona að vera uppalinn á þeim
tíma, að menn, sem ekki stæðu sig
í verki hétu eymingjar, ekkert
minna, og yrðu að sætta sig við,
að vera heldur lítils virtir af samfé-
laginu, og settir hjá, þegar menn
voru valdir til verka; einkum var
svo við sjóinn, þar sem pilturinn
hafði hlotið sitt uppeldi.
Allt var áfallalaust um hríð með
piltinum og húsbónda hans, enda
lágu leiðir þeirra lítið saman.
Þótt svona kæmi, að pilturinn
þyrfti að beita kröftum sínum á
kerruna og við að lyfta lifrarstömp-
hnum úr skektunni upp á bryggj-
una, var vinnan honum enginn
þrældómur. Ymis uppstytta var í
vinnunni og hann réð vinnuhraða
sínum sjálfur, en honum reyndist
ekki falla verkamannavinna,
fannst hann heldur vera maður til
sjós, og þetta var í fyrsta skipti,
sem hann hafði unnið sem verka-
maður og varð hið eina um ævina.
Hann átti að heita mánaðar-
kaupsmaður, en taldi sig ekki of-
haldinn af kaupinu, og því átti
hann til að skjótast í verk á öðru
plani að nóttu til að drýgja kaup
sitt með. Hann þekkti verkstjór-
ann, sem hafði varað hann við, að
húsbóndi hans væri á ferli jafnt á
nóttu sem degi, og fylgdist með
eins hjá öðrum saltendum, sem
sjálfum sér, og kynni hann að rek-
ast á piltinn. Pilturinn taldi öllu
óhætt; tekið væri að skyggja af
nóttu og plönin ekki meira lýst en
svo, að ólíklegt væri, að Haldarinn
bæri kennsl á sig í þeim fjölda
fólks, sem var í vinnu á Tynusar-
planinu, þegar síld barzt að. Svo
gerðist það eina nóttina, þegar pilt-
ur var ásamt fleirum að aka tunn-
um frá síldarkassa, að skugga ber
á ljós. Það leyndi sér ekki hver
kominn var. Hann stóð þá álengd-
ar á tali við verkstjórann og piltur-
inn gætti þess að snúa ekki andlit-
inu í þá áttina, en kom fyrir ekki.
Allt í einu kvað við, svo heyra
mátti um allt planið:
— Hvað ert þú að gera hér,
strákur, ertu ekki ráðinn hjá mér?
Heldurðu að þú getir skilað mér
fullu verki, ef þú ert að vinna hjá
öðrum á nóttunni?
Einhver fleiri orð fylgdu til
áréttingar og fólk gjóaði augunum
en þurfti ekki að leggja við hlu-
stirnar. Hann var rómsterkur,
maðurinn.-'
Pilturinn var rekinn af planinu
á stundinni og þyngdist nú hugur
hans til húsbónda síns.
Ekki löngu seinna en þetta var,
kom pilturinn að, nokkru eftir mið:
nætti, á skektunni fullri af lifur. í
stað þess að láta lifrarstampana
upp á bryggjuna batt pilturinn
skektuna rammlega og gekk burt.
Hans var leitað um morguninn, en
menn vissu ekki svefnstað hans
og varð hann ekki fundinn.
Pilturinn skilaði sér um hádegis-
leytið til að fá kaupið sitt. Engir
samningar voru um ráðningartíma,
og pilturinn fékk þessar krónur,
sem hann átti inni, og voru honum
greiddar þær af heldur góðlegum
ungum manni, sem á nokkurn þátt
í, að hér er orðin af saga. Fátt
varð um kveðjur.
Veturinn á eftir þessu sumri var
pilturinn í skóla í Reykjavík og
ekki fjáður. Einhveiju sinni verður
það, þegar sem verst var komið
fjárhagnum, að pilturinn sér sjálf-
an Haldarann koma útúr húsi sínu
í Ingólfsstræti. Þeir voru einir á
götunni.
Sú var ein sagan af mörgum,
sem gengu af Haldaranum, að
hann væri allra manna greiðvikn-
astur, og mætti helzt ekkert aumt
sjá. Éins og pilturinn hafði áður
kynnst, gekk þessi maður án þess
að líta til hægri né vinstri, en eins
og pilturinn hafði einnig kynnst,
sá hann án þess hann gáði, og svo
var nú. Þegar pilturinn skauzt
fram að hlið hans, leit Haldarinn
ekki við honum né stöðvaði göngu
sína, en sagði:
— Nú, það ert þú. Mig vantar
mann á bát.
Þar sem pilturinn hafði ætlað
sér að biðja um nokkurra króna lán
var þetta afleit byijun, og mátti
segja, að hún gerði honum ókleift,
að bera upp erindi sitt, þar sem
það væri hann, sem yrði að byija
að neita lánveitanda. Piltinum
fannst þó skömm að því að bera
ekki upp erindi sitt; það er skylda
illra staddra manna við eigin
manndóm að láta ekkert óreynt til
að bjarga sér. Einhvern veginn
tókst honum að koma því til skila,
að hann væri í skóla og illa fjáð-
ur. Lengra var hann ekki kominn
í ræðu sinni, þegar Haldarinn
stanzaði, en án þess að líta til pilts-
ins. Hann seildist í bijóstvasann
og tók þaðan veski sitt og úr því
50 krónur og rétti piltinum án
nokkurra orða. En þegar pilturinn
fylgdi til að þakka fyrir sig, mælti
hann framundan sér:
— Ekki gat ég gengið skólaveg-
inn.
Ekki sáust þeir eftir þetta, Hald-
arinn og pilturinn, Haldarinn lang-
dvölum utanlands, en pilturinn
barst í annan landsfjórðung.
Piltinum reyndist þannig rétt,
sem að orði var haft, að það var
eitthvað við þennan mann, sem
olli því, að fólk leitaði til hans,
jafnvel þeir, sem höfðu haft af
honum misjafna reynsluna. Ekki
var það, að svipurinn væri svo
góðlegur, að minnsta kosti ekki
þegar hann gekk í þönkum. Piltur-
inn skildi heldur ekki ósjálfræði
sitt, þegar hann fór að hugsa um
það eftir á, að hann skyldi láta sér
detta í hug að biðja þennan mann,
sem hann hefði skilið við með full-
um ijandskap, að lána sér peninga.
Hálfri öld eftir að þeir skildu,
Haldarinn og pilturinn á mótum
Ingólfsstrætis og Bankastrætis,
var pilturinn, sem mundi ekki leng-
ur sjálfan sig sem pilt, beðinn að
segja sögu Haldarans á bók. Hann
tók því íjarri, það væri ógerningur
að skila þeim manni á bók, rekstur
hans hafi verið fjölþættur og um-
brotin mikil; auk þess hafi hann
verið margir merin í einum, og
erfitt myndi að koma honum til
skila á bók, og ekki hafi samkomu-
lagið við hann verið svo gott. Ekki
er það eindæma að menn muni
betur, það, sem þeim er misgert,
en það sem þeim er vel gert.
Svo er það einhveiju sinni, að
hann segir gömlum vini og her-
bergisfélaga á skólaárunum, að
hann hafí neitað að skrifa sögu
Óskars Halldórssonar. Þá segir
þessi gamli vinur hans:
— Þú ættir að muna honqm
fimmtíukallinn, borgaðir þú hann
nokkurn tímann?
• Óskars saga Halldórssonar er
344 blaðsíður að stærð auk 40
sérprentaðra myndasíðna með
alls um 100 myndir frá starfs-
ferli og fjölskyldulífi. Útgef-
andi: Setberg. Verð: 3580.
ÓSKAR og eiginkona hans, Guðrún Ólafsdóttir, með börnum sínum. Sitjandi frá vinstri: Óskar,
Ólafur, og Guðrún með nöfnu sína, sem jafnan var nefnd Hamely. Standandi: Þóra, Theódór,
Guðný, Guðríður Erna og Halldóra.
Ný oggullfalleg
blómaverslun
Tilbað: Rosabúnt kr. 490
(mmSar
ffáugaaegi 63 • < Ju)ii 202(i6
Opið mán.-laug. kl. 10-18
Sunnud. kl. 13-17
---¥
V0LUND
DÖNSK GÆÐAVARA
Rafhitaðir
neysluvatnskútar
• Stærðir: 15 - 200 I. mmmmm
« Með hitastilli
* Oflug tæringarvörn
I • Umhverfisvæn einangrun
| • Sígilt útlit
i o Hagstætt verð
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 ■ SlMI 62 72 22
...og við tökum gömlu vélina upp í!
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan