Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum
fyrir heimsóknir, gjafir og heillaskeyti á 95 ára
afmœli mínu 7. nóvember.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Böðvarsdóttir
frá Minniborg.
Náttúruleg andlitslyfting
Kenni æfingar til styrktar andlits- og hálsvöðvum.
• Góður árangur • Einkatímar.*
Hekla Smith.
Tímapantanir í síma 611189 (símsvari).
Húólœknir
Vegna mistaka við gerð símaskrárféll
nafn mitt, lækningastofa og símanúmer niður.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.
Læknastöð Vesturbæjar (Vesturbæjarapótek),
Melhaga 20-22.
Sérgrein: Húð-og kynsjúkdómar.
Tímapantanir í síma 628090
milli kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.30.
Áhrifarík megrun—Andlitslyfting
í öflugu sogæöanuddtæki,
W sellónudd, fitubrennsla, s
tinning á maga, læri,
upphandl., andlit. jf
Matarræöisráögjöf
innifalin. rSiliÉBr 1
W J Norðurljós, heilsustúdíó,
IgHB Laugarásvegi 27,
sími 36677 og % ' VtfrT' ‘V i
516178. ;
Siðfræði og gjörgæsla
„Siðfræðileg úrlausnarefni í meðferð mikið veikra
einstaklinga".
Málþing haldið á Hótel Loftleiðum þann 19. nóvember
1994 í tilefni af 20 ára afmæli gjörgæsludeildar
Landspítalans. Málþingið er haldið í samvinnu við
Siðfræðistofnun Háskóla íslands.
Dagskrá:
Kl. 13.00-13.10
Kl. 13.10-13.30
Kl. 13.30-14.00
Kl. 14.00-14.20
Kl. 14.20-14.30
Kl. 14.30-14.50
Kl. 14.50-15.10
Kl. 15.10-15.30
Kl. 15.30-16.00
Kl. 16.00-17.15
Ávarp ráðstefnustjóra:
Sigurður Guðmundsson, læknir.
Gjörgæsludeild Landspítalans fyrr og nú
- skyggnst til framtíðar:
Þorsteinn Sv, Stefánsson, læknir.
„Maður brenndist illa“:
Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.
Hvenær er læknismeðferð gagnslaus?
Ástríður Stefánsdóttir, lænknir.
Hlé.
Forgangsröðun í meðferð mikið veikra
einstaklinga:
María Sigurjónsdóttir, læknir.
Forgangsröðun - skyldur lækna:
Ólafur Ólafsson, landlæknir.
Stund siðfræði og trúar:
Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur.
Kaffi
Pallborðsumræður og fyrirspurnir:
Umræðustjóri: Sigurður Guðmundsson, læknir.
Þátttekendur í pallborðsumræðum: Sr. Bragi Skúlason, sjúkra-
húsprestur. Jónas Magnússon, læknir. Lovísa Baldursdóttir, hjúkr-
unarfræðingur. Ólafur Ólafsson, landlæknir. Ragnheiður Davíðsdóttir,
forvarnafulltrúi og Þorsteinn Sv. Stefánsson, læknir.
Húsið verður opnað kl. 12.00. Fyrir framan fyrirlestrasal verður
kynning á starfsemi gjörgæsludeildar Landspítalans m.a. með vegg-
spjöldum og tilbúinni sjúkrastofu.
Máiþingið er öllum opið. Heilbrigðisstarfsmenn og þeir, sem
vinna að forvarna- og björgunarstörfum eru sérstaklega boðnir
velkomnir.
Aðgangseyrir er kr. 500 (kaffi innifalið).
Siðfræðistofnun
fólk skilur hleypur það yfirleitt frá
einu vandamáli til annars."
Séra Ólafur segist ekki halda að
skilnaðir séu í tísku, hins vegar sé
það til í dæmiriu að mjög ungt fólk
og gjarna barnlaust, skilji af litlu
tilefni. „Helsti vandinn er sá að fólk
leitar sér ekki aðstoðar í hjónabands-
erfiðleikum. Yfirleitt kemur það ekki
til okkar prestanna til að fá ráð eða
aðstoð heldur til að ganga frá skiln-
aðai-vottorði. Orsakir skilnaða sýnist
mér helstar vera sú togstreita sem
lífsgæðakapphlaupið veldur, barátt-
an við að hafa í sig og á, og þetta
aðskilda líf sem einstaklingar innan
fjölskyldunnar lifa. Framhjáhald
sýnist mér frekar koma upp þegar
önnur vandamál eru fyrir, og ég er
ekki í vafa um að hjá sumum verður
áfengið flótti frá fyrrnefndum
vandamálum."
Þótt áfengið sé flótti í mörgum
tilvikum, hljóta þó sumir að koma
með þann vanda inn í hjónabandið,
því af þeim 606 einstaklingum sem
voru lagðir inn á Vog í fyrsta sinn
árið 1993, voru 278 innan við þrí-
tugt. Flestir voru á giftingaraldrin-
um 20-29 ára.
Kynslóð án ástúðar
Þegar það er orðið mat þjóðfélags-
ins og almenn samþykkt að það sé
í góðu lagi að vera löngum íjarvist-
um frá börnum sínum vegna vinnu
eða námskeiðahalds alls konar, að
láta börn vera alein og gæslulaus
heima, og að börn og unglingar
drekki áfengi og eignist börn áður
en þau eru sjálf komin af barnsaldri
er tæpast hægt að líta björtum aug-
um til framtíðar þjóðarinnar.
Gatan og sjónvarpið eru afar
ódýrar barnfóstrur í fljótu bragði
séð, en hvers konar þjóðfélagsþegn-
um skilar uppeldi þeirra af sér?
Síðastliðið vor kom út bók í Þýska-
landi sem ber heitið „Medienkinder",
eftir heimspekinginn og sálfræðing-
inn Ulrich Eicke, og blaðamanninn
Wolfram Eicke. Er hún samantekt
rannsókna sem þeir og aðrir sér-
fræðingar hafa gert á börnum sem
horfa mikið á sjónvarp og mynd-
bönd.
Með því að þvinga börn inn í heim
hinna fullorðnu, segja þeir að börn
séu svipt mikilvægustu eiginleikum
æskunnar, eins og forvitni, undrun,
ímyndunarafli, sköpunargleði, rann-
sóknarþörf, áhuga á umhverfi og
innri gleði. Löng seta við skjáinn
geri þau árásargjörn, hugmynda-
snauð og löt, einbeiting þeirra
minnki, svo og athyglisgáfa og hæfi-
leikinn til að tala, heyra og skilja.
Vegna skorts á hreyfingu þroskist
þau ekki á eðlilegan hátt, eigi við
talörðugleika að etja, eru ófær um
að leika sér, eru óþolinmóð, leið,
öryggislaus, hafi ekkert úthald og
geti enga ábyrgð tekið.
Þeir segja og, að við engri kynslóð
hafi verið tekið af jafnmiklu ástleysi
og þeirri sém nú er að komast á
legg. Margt virðist benda til að þau
orð eigi einnig við um íslensk börn.
SJÖNVMtPSBÖRH
Þegar sjónvarpið er barnfóstran
afmyndast heimurinn í huga
barnsins, og getur haft alvarleg
áhrif á andlegan og líkamlegan
þroska þess, segja þeir Ulrich
Eicke, heimspekingur og sál-
fræðingur og Wolfram Eicke
blaðamaður, í bók sinni „Medi-
enkinder". Bókin er byggð á
rannsóknum þeirra og annarra
sérfræðinga á áhrifum sjón-
varpsgláps á börn og fer hér á
eftir útdráttur úr bókinni.
í sjónvarpi sjá börn menn sem
skjóta, skera, höggva, berja,
sparka og nauðga. Þau sjá grát-
andi konur og börn sem hafa
verið svívirt og niðurlægð, sund-
urtætta bíla og flugvélar, vein-
andi, blóðugt fólk og afskræmd
lík. Hugur þeirra er mataður á
stríðsmyndum, ofbeldismyndum,
hryllingsmyndum og klámmynd-
um. Og til að þessi niðurrifsstarf-
semi fari fram á sem hljóðlegast-
an hátt er sjónvarpstæki oft kom-
ið fyrir í barna- og unglingaher-
berginu.
Þegar börn eyða löngum tíma
fyrir framan sjónvarp hefur það
margvísleg áhrif á sál og líkama.
Þau verða árásargjörn, hug-
myndasnauð og löt. Skortur á
hreyfingu veldur því að áreiti
verður lítið á skynjunarfæri, sem
er forsenda fyrir þroskun hreyf-
inga og heila. Þau upplifa ekki
heiminn sem gerendur heldur
sem áhorfendur. Sjónvarpsgláp
kemur í staðinn fyrir náttúru-
upplifun og leik við jafnaldra.
Einbeiting þeirra, athyglisgáfa
og hæfileikinn til að tala heyra
og skilja minnkar.
Eftirtalin einkenni má finna
hjá sjónvarpsbörnum.
• Þau eiga við talörðugleika
að etja sem eru afleiðing
margra tíma sjónvarpsgláps á
degi hverjum, samfara tak-
mörkuðum samræðum við upp-
aíendur.
• Þau eru ófær um að leika
sér, hvort heldur ein eða með
öðrum börnum á eðlilegan hátt.
• Þau verða leið og öryggislaus
ef engin leikdagskrá er fyrir
hendi. Hjá sjónvarpsbörnum er
orðið „leiðinlegt“ lykilorð.
• Þau hafa litla einbeitingar-
hæfileika og skortir bæði þolin-
mæði og úthald. Þau eiga erfitt
með að hlusta á aðra af athygli
og nota því sömu aðferð og við
sjónvarpið, „skipta um rás“.
• Börn með háa greindarvísi-
tölu standa sig ekki betur á próf-
um en þau sem minna greind
eru, ef sjónvarpsgláp er mikið.
• Vegna framtaksleysis og
skorts á hugmyndaríki vita þau
ekki hvað þau eiga að taka sér
fyrir hendur ef sjónvarpsins
nýtur ekki við. Þau sýna óvirka
hegðun áhorfandans en ekki
hegðun barns sem tekur virkan
þátt í lífinu.
• Þau vilja að óskir þeirra séu
uppfylltar og vandamál leyst
með skjótum hætti. Verkefni
sem reyna á andlegt þol þeirra
eru þeim ofviða.
Qilver sf.
VETRARSKOÐUN
Markviss og ítarleg vetrarskoðun kr. 6.500.
Vönduð þjónusta í 14 ár. — Allar gerðir fólksbíla.
Látið fagmenn vinna verkin.
5% staðgreiðsluafsláttur. Bílver sf., Smiðjuvegi 60, SÍmÍ 46350. Raðgreiðslur (E) *vw
i
€
i
<
i
í