Morgunblaðið - 13.11.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.1994, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 HANDKIMATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Bjami Ávallt tilbúínn JACKSON Richardson hefur sérstakan stíi í vörninni, er stöðugt á tánum og ávallt tilbúinn að reyna að „stela“ knettinum. Lærði vamarleikinn er ég æiði körfubotta - segir Jackson Richardson, hinn líflegi landsliðsmaður Frakklands EINN skemmtilegasti leik- maður Frakka undanfarin fjögur ár er án efa Jackson Richardson, sem á að baki 148 landsleiki, en fyrsta landsleikinn lék hann árið 1990. Það sem oftst hefur vakið aðdáun manna áhon- um er sprengikrafturinn og varnarleikurinn, en hann er einn sérstæðasti varnar- maður sem sést hefur í handknattleiknum. Richardson er fæddur 14. júní 1969 í Saint Pierre á eyj- unni La Réunion, franskri ný- lendu í Indlands- Skúli hafi. Þar ólst Unnar hann upp og Svemsson byijaði að æfa handknattleik aðeins sex ára gamall. „Ég var í mörgum öðrum íþróttum þegar ég var ungur, aðallega þó körfu- bolta og talsvert í fótbolta, en ég ákvað ungur að snúa mér að handboltanum,“ segir Ric- hardson. -Þú ert dálítið sérstakur varnarmaður, heldur þú að körfuknattleikurinn hafi haft einhver áhrif á hvernig þú spilar vörnina? „Já, alveg örugglega því ég hef í rauninni ekki gert neitt sérstakt í því að æfa þennan stfl sem ég hef í handboltanum. Ég held ég hafí verið heppinn að hafa lært körfubolta á undan handboltanum því tæknin og hreyfingarnar í körfunni eru allt öðruvísi en í handboltanum og ég held það komi mér til góða. Það má því sjálfsagt segja að undirstöðu varnarleiksins í handboltanum hafí ég lært í körfunni.“ -Er stöðnun í handboltanum í heiminum? „Nei, það held ég ekki, en handbolti er samt ekki í jafn örri þróun í Evrópu og körfu- boltinn sem er í gríðarlega hraðri þróun. Það er erfíðara að fá styrktaraðila núna en fyr- ir nokkrum árum og heima vinn- um við markvisst að því að efla íþróttina til dæmis með því að fá blaða- og fréttamenn til að koma á leiki og fjalla um íþrótt- ina. Frakkland er nýkomið í hóp þeirra bestu í handknattleiknum og það tekur tíma að vinna sér fast sæti þar. Það er mjög gam- an að vera komin í þennan hóp en það krefst vinnu og peninga að halda sér þar. Mér fínnst rosalega gaman i handbolta og er ákveðinn í að halda áfram að spila hann á meðan ég hef tvo fætur. Annars þurfa handboltamenn að huga meira að framtíðinni en margir aðrir íþróttamenn. Það eru ekki eins miklir peningar í greininni og því þurfa menn að huga fyrr að framtíðinni. Það eru til dæm- is 4 eða 5 leikmenn í franska liðinu sem eru að læra fjölmiðla- fræði,“ segir Richardson sem á mörg ár eftir í handboltanum, enda aðeins 25 ára gamall. -Áttu von á einhveiju óvæntu á HM hér á landi í vor? „Það verða alltaf einhver óvænt úrslit á heimsmeistarmót- um og ég gæti vel hugsað mér að eins sex eða sjö lið gætu komið á óvart. Við munum koma á óvart, Danir gætu líka gert það og íslendingar á heimavelli verða erfiðir. Egyptar eru með gott lið en ég á ekki von á þeim mjög_ ofarlega." -A móti hvaða iiði er skemmtilegast að leika? „Mér fínnst alltaf gaman að leika á móti liðum frá Skandin- avíu og þá auðvitað sérstaklega Svíum, enda eru þeir með eitt albesta landslið í heimi og Magn- ús Apdersson er uppáhaldsmót- heijinn minn,“ segir Richardson. Framfarir verið litlar sem engar - segir Daniel Cost- antini þjálfari Frakka FRAKKAR hafa verið framarlega í alþjóð- legum handknattleik undanfarin ár og urðu meðal annars í þriðja sæti á Ólymp- íuleikunum í Barcelona 1992. Frökkum skaut all snaggaralega upp á meðal þeirra bestu, en nú virðist ekki vera allt of bjart framundan hjá þeim að sögn Daniels Costantini þjálfara þeirra, sem Morgunblaðið ræddi við um síðustu helgi er hann var hér með lið sitt á al- þjóðlega Reykjavíkurmótinu. Skúll Unnar Sveinsson skrifar Costantini hefur verið þjálfari franska landsliðsins í nokkur ár og hann átti stór- an hlut í að koma Frakklandi í hóp bestu handknattleiksliða heims. Það má eiginlega segja að það hafí orðið sprenging í frönskum handknattleik fyrir fjórum til fimm árum síðan og hámarkinu verið náð á Ólympíuleikunum í Barcelona. En er handknattleikurinn enn á uppleið í Frakk- landi? „Nei, því miður eigum við í nokkrum erfið- leikum, aðallega vegna fjárskorts. Stóru grein- amar, knattspyma, körfuknattleikur og mgby taka svo mikið fé til sín að við eigum í miklum erfíðleikum með að fá fyrirtæki til að styrkja okkur. Þetta á einnig við handboltann víðar í Evrópu. Ég held að franska landsliðið sé eina landsliðið í heiminum sem ekki hefur auglýs- ingar á búningum sínum, og það er lýsandi dæmi um erfíðleika okkar,“ segir Costantini þjálfari Frakka. „Ég hef nokkrar áhyggjur af handknatt- leiknum í Frakklandi. Þeir leikmenn sem unnu bronsverðlaunin í Barcelona geta ekki enda- laust verið meðal þeirra bestu, þeir eldast og því miður virðast ekki vera jafn góðir leik- menn að koma upp. Það kostar mikla vinnu að vera með landslið sem blandar sér í hóp þeirra bestu í heiminum og slíkt kostar einnig peninga, sem virðist erfitt að fá þessa dagana." Costantini segir að litlar sem engar framfar- ir hafi verið í handboltanum í heiminum að undanförnu. „Til að framfarir verði þarf pen- inga og mikla vinnu. Handboltinn er lítil íþrótt sem berst í bökkum. Körfuboltinn er á mikilli uppleið og það má eiginlega segja að hann sé rekinn eins og fyrirtæki, og þannig þarf það að vera ætli menn að ná framförum. Handboltinn hefur ekki náð því að verða „bis- ness“ og á meðan svo er verða litlar framfarir. Framfarirnar í handboltanum eru í Skandi- navíu, en mér virðist að í fjölmennari ríkjum þar sem peningarnir eru meiri eigi handboltinn erfiðara uppdráttar vegna þess að stóru grein- amar taka það mikið fé,“ segir Costantini. Átt þú von á einhveiju óvæntu á HM’95 á íslandi? „Já, ég held að það fari að koma að því að Svíþjóð og Rússland verði ekki áskrifendur að efstu sætunum á stórmótum. Ég sé fyrir mér nokkur lönd sem geta blandað sér í topp- baráttuna. ísland getur náð góðu sæti, einnig Danir sem era með mjög gott lið og þar virð- ast vera miklar framfarir. Króatar gætu kom- ið á óvart og einnig fleiri þjóðir. Það er þó ekki líklegt að þessar þjóðir verði heimsmeist- arar á næsta ári því Svíar og Rússar eru enn bestir, en þar á eftir koma ein sex til sjö lið sem geta gert góða hluti.“ Costantini segist hafa einn mánuð til að undirbúa franska liðið fyrir HM á íslandi í maí. „Fyrir Ólympíuleikana hafði ég þijá mánuði til undirbúnings og þar náðum við góðum árangri. Einn mánuður fyrir HM á Islandi er allt of stuttur tími, sá sami og ég hafði fyrir HM í Svíþjóð. Það verður enn erfið- ara á Islandi en í Svíþjóð því fyrirkomulagið verður breytt, leikið verður tvo daga í röð og síðan einn dagur í frí, þannig að þetta verður mjög erfið keppni. Reykjavíkurmótið er góð keppni fyrir ísland að æfa sig fyrir HM, en það er dálítið erfitt að koma með leikmenn mjög einbeitta til leiks hingað á þessum tíma því liðin eru í Evrópu- keppninni og deildarkeppnin er í fullum gangi þannig að leikmenn hugsa um lið sín frekar en landsliðið. Maður nær því ekki upp fullri einbeitingu í fjórum leikjum á fjórum dögum,“ segir Costantini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.