Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR íslendingar hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma, sumir við nám, aðrir við störf, og um þijár hafnarborgir Edinborgar - Granton, Leith og Newhaven - fóru flestar þær þús- undir Islendinga, sem fluttust til Vestur- heims á síðara hluta 19. aldar. Fram yfir miðja þessa öld komu farþegaskip Eim- skipafélagsins líka við í Leith á leið sinni til Kaupmannahafnar. Margir muna því enn ferðir Gullfoss til Leith, þegar ferðir til útlanda voru ferðalög - ekki hlaup \flug- stöðvum að missa ekki af vél. Edinborgarkastali Þegar minnst er á Edinborg, kemur flest- um fyrst í hug kastalinn, Edinburgh Castle, sem gnæfir efst á kastalahæðinni og lengi hefur verið tákn Edinborgar. Í fornu skjald- armerki Edinborgar eru líka þrír turnar kastalans greyptir í silfurskjöld, sem borinn er af ungmey og hjartardýri. Yfir skildinum hvílir átta arma gullkóróna og akkeri og efst veifa með latnesku orðunum Nisi dom- inus frustrata, án drottins ekkert. Endu- róma þessi orð orð úr 127. sálmi Davíðs: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfíðar smiðurinn til einskis." Lengi notuðu silfur- smiðir hér um slóðir líka þijá turna Edin- borgarkastala til þess að sýna að silfrið í smíðisgripum þeirra væri hreint. Snemma á miðöldum gerðu konungar Skota Edinborgarkastala að setri sínu. Elsta mannvirki, sem varðveist hefur á kastala- hæðinni, er kapella Margrétar drottningar, St Margaret’s Chapel. Margrét varð drottn- ing Malcolms Canmore Skotakonungs árið sem Gissur biskup ísleifsson var kjörinn biskup eftir föður sinn. Malcolm var sonur Duncans þess sem lét drepa Macbeth, sælla minninga, og Shakespeare segir frá í leik- riti sínu um Macbeth og raunir hans. Ekki er kapella heilagrar Margrétar stórt eða íburðarmikið hús, sex sinnum fjórir metrar að innanmáli, en á kapellunni hvílir mikil helgi, og sækjast menn eftir að fá þar unn- in prestverk á sama hátt og í Arbæjar- kirkju. Sést af þessu, að ekki er það ávallt stærð og ytra útlit sem hrífur mest. Veður og lundarfar Síðan ég kom til Edinborgar í byijun september, hafa veður verið með eindæm- um. Eftir langt og gott sumar komu langar haustblíður. Islenskir bændur hefðu talið þetta boða eldgos, en hér verða engin eld- gos lengur, þótt ýmislegt gangi á í Breta- veldi. Undanfamar vikur hefur verið hér hægviðri og bjartviðri og hiti lengst af 16 til 20 sýjg. Þætti það víða á íslandi gott sumarveður. Nú, þegar kominn er miður október, er farið að kólna og lauf tekið að falla af tjám, þótt enn sé 10 til 12 stig yfir hádaginn. Ferðamenn hafa því notið lífsins hér, og á Kóngssonastræti, Princes Street, hefur mátt heyra öll heimsins tungu- mál - meira að segja íslensku - því að kaupferðir íslendinga em byijaðar hingað - og margir að flýta sér og sumir landar hafa hærra en aðrar þjóðir. Þótt villandi geti verið að alhæfa, er stundum hjálp að því og til þess að öðlast —heildarsýn er oft nauðsynlegt að alhæfa. Það sem vakið hefur athygli mína þéssar fyrstu vikur, er hjálpsemi fólks og hlýlegt viðmót. Það gengur svo lang að afgreiðslu- fólk í bönkum brosir og gerir að gamni sínu og lítur á það sem hlutverk sitt að sinna Hjálpsemi og hlýlegt viðmót Edinborgarbréf Næst á eftir Björgvin og Kaupmannahöfn, sem um langt -------------------------------------------------------- skeið voru höfuðborgir Islands, er Edinborg sennilega sú ---------------------------------------------j---------- erlend stórborg, sem mest hefur komið við sögu Islands og íslendinga, skrifar Tryggvi Gíslason frá Edinborg, en hann mun senda blaðinu þaðan línu öðru hveiju nú næstu mánuði. viðskiptavinum bankans - en ekki að spjalla við samstarfsfólk. Á götum úti getur maður átt von á því að vera ávarpaður að fyrra bragði og spurð- ur, hvort veita megi aðstoð - ef gesturinn lítur út fyrir að vera orðinn utan garna. Á dögunum hljóp Skoti á mínum aldri mig uppi á götu og spurði hvort ég væri villtur. „You look a little lost.“ Hann spurði líka, hvort ég væri íslendingur, honum sýndist það. Móðir hans hefði farið brúðkaupsferð til íslands á árunum fyrir stríð, og sonur hans hefði í fyrra farið ógleymanlega ferð um ísland. Sjálfur hefði hann átt góð við- skipti við Islendinga. „Magnifícent co- untry.“ íslendingi í erlendri stórborg hlýnar um hjartaræturnar við slík orð, enda er ísland sannarlega fagurt land og stórbrot- ið. Kurteisi og hlýlegt viðmót er hins vegar ekki sterkasta hlið okkar Islendinga og eig- um við enn margt ólært, þótt sumt af- greiðslufólk í stórverslunum sé farið að bjóða góðan dag. Ýmsar verða ævirnar Skotar - og jafnvel Englendingar - segja að Edinborg sé fegursta borg á Bretlands- eyjum. Ekki þori ég um það að segja, en Edinborg er fögur borg og aðlaðandi með margbreytileg hús og gamlar byggingar, þröng stræti og óteljandi torg. Hér búa nær fímm hundruð jiúsund manns - eða tvöfalt fleiri en allir Islendingar. Borgin er því í raun margt - margar borgir, og ýmsar verða ævirnar í slíkri stórborg, eins og gefur að skilja. Munur á háum og lágum er hér líka meiri en íslendingar eiga að venjast, þar sem sjómaðurinn og bóndinn telja sig engu minni en prófesorinn og ráð- herrann - og eru það heldur ekki. Stétta- skipting hefur heldur aldrei verið til á ís- landi í evrópskri mynd - hvort sem það hefur orðið okkur til góðs eða ills. En lág- stéttarfólk hér, fátækt og menntunarlaust, ber stétt sína með sér. Um 1960 varð afturkippur í skösku at- vinnú- og efnahagslífí. Iðnaður dróst saman, fískveiðar í Norðursjó ög við stendur Skot- lands urðu að engu vegna ofveiði og mengun- ar og skoskur landbúnaður, sem þó var lengi í fararbroddi, átti örðugt uppdráttar. Þegar olía fannst í Norðursjó fyrir aldarfjórðungi, varð það skosku efnahagslífí nokkur lyfti- stöng, einkum í Aberdeen og nágrenni. Hins vegar er talið óvíst að olían hafi orðið skosku efnahagslífi mikil lyftistöng í raun. Þar hafi aðrir grætt meira en Skotar. En vegna sam- dráttar er atvinnuleysi mikið með þeim af- leiðingum sem því fylgir. Útigangur ungs fólks Undanfarnar vikur hefur mikið verið tal- að um útigang ungs fólks í Skotlandi. Hér í borg eru nokkur hundruð ungmenni, sem hvergi eiga höfði að halla og sofa úti - „sleep rough“, eins og það er kallað. Má iðulega sjá ungt fólk sitja flötum beinum við gangstéttir í miðborginni og betla. Ástæður fyrir þessu umkomuleysi eru margar. Það sem mestu veldur er atvinnu- leysi. Ungt fólk fær ekki vinnu og er upp á aðra komið - og þá ekki síst foreldra sína, því að atvinnuleysisbætur eru tak- markaðar. Og það er illt að vera upp á aðra kominn - allt er betra en bæn - og þegar á reynir, leggjast sumir þessir ungu atvinnuleysingjar út heldur en þiggja af foreldrum sínum, sem sumir eru heldur ekki aflögufærir. Eitt brýnasta verkefni hér í landi er því að ráða bót á atvinnuleysi og vinna bug á umkomuleysi og afbrotum ungs fólks. For- sætisráðherrann vill því breyta „the yop culture", sem hann nefnir svo, „the young people’s culture“, menningu unga fólksins. Til þess að vinna bug á þeirri ómenningu sem atvinnuleysi og glæpir eru verður hins vegar að höggva að rótum sjálfs meinsins, sem víða gerir nú vart við sig í Evrópu - en til þess þarf heila sjón og mikinn kjark. Robert Louis Stevenson Eins og aðrar borgir á Edinborg sér marga fræga syni og dætur. Á þessu ári minnast menn hundruðustu ártíðar eins fægasta sonar borgarinnar, rithöfundarins Roberts Louis Stevensonar, sem fæddist hér í norðurbænum 13. nóvember 1850, í húsinu nr 8 við Howard Place, andspænis Royal Botanic Garden, örskammt frá New- haven, þar sem ég bý. Robert Louis Steven- son var af góðu fólki kominn. Faðir hans og afi voru báðir verkfræðingar og afí hans og nafni raunar frumkvöðull í smíði sigl- ingavita við Bretland. í móðurætt voru kunnir embættismenn og lærdómsmenn. Eins og margir miklir menn var Robert Louis Stevenson brellinn og um tíma upp- reisnargjarn og þvermóðskufullur. Hins vegar erfði hann lugnaveiki móður sinnar og var lengst af ævi sinnar veill fyrir brjósti. Faðir hans ætlaði honum að verða verk- fræðingur og stundaði hann um skeið nám í verkfræði við Edinborgarháskóla, en sneri sér að lögum og lauk prófí 25 ára, þótt aldrei stundaði hann lögfræðistörf. Þótti hann ekki lögmannlega vaxinn. Eftir ástar- ævintýri og brall gekk Robert Louis Ste- vensson að eiga bandaríska konu, Fanny Osboume, sem var tíu árum eldri en hann. Fanny Osbourne hafði skilið við mann sinn fýrir siðlaust líferni hans og framhjáhald, en hafði átti með honum son og dóttur, sem fylgu þeim Robert alla tíð. Sjálf eignuðust þau engin böm. Fanny var af sænskum og hollenskum ættum. Var skírnarnafn hennar Frances Mathilda Van de Grift. Var hún fríð kona og svipmikil persóna. Þau Fanny og Robert Louis Stevenson bjuggu víða, í Skotlandi, Sviss og í Bour- nemouth, og heilt ár sigldu þau um Kyrra- haf á jakt sem nefnd var Casco. Árið 1890 settust þau svo að á eynni Upolu í Samoa eyjaklasanum. Þar gekk Robert Louis Ste- venson gegn nýlendustefnu Breta og Þjóð- veija og hlaut bágt fyrir en í augum eyja- skeggja var hann guð. Hinn 3. desember 1894 dó Robert Louis Stevenson snögglega úr heilablóðfalli. Söfnuðust innfæddir sam- an og lögðu þennan fræga son Edinborgar til hinstu hvílu á háfjallinu á eynni Upolu. Á skammri ævi náði Robert Louis Steven- son að verða einn af kunnustu rithöfundum Evrópu. Liggja eftir hann yfir fimmtíu skáldsögur, leikrit, ljóðabækur og ferðasög- ur. En flest mannanna verk falla í gleymsku og dá. Tvö skáldverk hans eru þó enn þekkt og lesin: Gulleyjan, Treasure Island, sem út kom árið 1883, og Sagan af doktor Je- kyll og herra Hyde, The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde, sem út kom 1886. Gulleyjan, þar sem Long John Silver er aðalpersónan, verður enn um hríð lögð að jöfnu við söguna af Robinson Crusoe, sem nefnd hefur verið fýrsta skáldsaga Vestur- landa. Sagan um góðborgarann og vísinda- manninn, sem með vísindalegri þekkingu sinni breytti sjálfum sér í andfélagslegt afstyrmi, vakti óhemju athygli og hefur a.m.k tvívegis verið kvikmynduð, og dr. Jekyll/hr. Hyde löngu ein kunnasta persóna heimsbókmenntanna og til hennar vitnað þegar lýsa skal sérstöku undirferli og tvö- feldni manna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Hera Karlsdóttir, Hilmar Karlsson, Halldóra Jónsdóttir, Guðrún Þorvarðardóttir Dyer, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar, JOUKE BOUIUS, fer fram í Háteigskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00 Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Ari Jouke Bouíus, Veigar Gerrit Bouius. t Móðursystir mín, GUÐBJÖRG ÞORSTEIIMSDÓTTIR, Bergstaðastræti 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Gunnar Valdimarsson. t Kveðjuathöfn um móður okkar og tengdamóður, GRÓU HERTERVIG frá Akureyri, sem lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 8. nóvember, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 10.30. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. nóvem- ber kl. 10.30. Arna Hjörleifsdóttir, Jóhannes R. Snorrason, Ingvi Hjörleifsson, Ólína Halldórsdóttir og fjölskyldur. Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. afavnrur - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.