Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 17 segja nei, því alltaf væri hægt að endurskoða það, meðan já-ið væri endanlegt. Þessu hafa fylgjendur snúist gegn af hörku. Svíar fái ekk- ert annað tækifæri eins og Danir, því Danir hafi verið fyrir í Evrópu- bandalaginu og auk þess haft tang- arhald á ESB, sem ekki hafi getað samþykkt Maastricht-samkomulag- ið nema að allar þjóðirnar tólf gerðu það. Gildi EES-samningsins og hversu haldbær hann væri hefur verið stór þáttur umræðunnar, þar sem stuðningsmenn aðildar segja hann bráðabirgðalausn, meðan and- stæðingar segja hann duga um ald- ur og ævi. Aðrar andstæður hafa einnig komið upp á yfirborðið, bæði milli landshluta og borga og sveita. Uppi í Norðurbotni vita allir hveijir ætla að segja já í dag, því þeir eru svo fáir. Þar um slóðir kvarta menn yfir að nógu langt sé nú til Stokk- hólms, svo þeir þurfi nú ekki að fara að leita til Brussel líka. Öldung- is er óvíst hvort það snýr nokkrum að heyra Walesbúann, afturbata ESB-fylgjandann og verkalýðsleið- togann Neil Kinnock lýsa því yfir í Svfþjóðarferð í vikunni að Wales hafí ekki farið að hjarna við fyrr en Bretland gekk í gamla Efnahags- bandalagið, því miklu greiðar gangi að fá styrki og fyrirgreiðslur þaðan heldur en nokkum tímann frá Lond- on. Þeir sem taka ákvarðanir á til- fínningalegum forsendum láta nefnilega hvorki rök né reynslu ann- arra hagga sér. Trúmál hafa einnig sett svip sinn á umræðuna og þá enn á tilfínninga- legu nótunum. Margareta Winberg landbúnaðarráðherra og ákafur ESB-andstæðingur vakti reiði um daginn, þegar hún nánast hótaði löndum sínum að innganga í ESB þýddi að þeir segðu sig undir páfa- dóm og afturhaldið þar. Síðan hefur henni verið bent á að fóstureyð- ingarlöggjöfín sænska sé miklu lík- ari þeirri ítölsku en þeirri þýsku, þó þar sé um að ræða kaþólskt land annars vegar og mótmælendaland að verulegu leyti hins vegar. Og svo er alltaf töluvert af skrýtnum mál- um eins og umræðum um áhrif ESB-aðildar á salmonellusmit. Af vörum andstæðinga hefur á stund- um mátt heyra að bakterían biði við landamærin eftir að þau opnuðust henrii. Skoðanakannanir benda líka til meiri stuðnings við ESB meðal borg- arabúa en sveitafólks, sem kemur heim og saman við reynslu annars staðar af Norðurlöndum. Líkt og í Danmörku þá er einnig talað um ESB sem kjöráfangastað mennta- fólks, meðan þeir ómenntuðu hræð- ist það. Af þeim sökum hefur verið talað um að umræðan skapi klofning meðal þjóðarinnar. Það er þó öllu sennilegra að þessi afstöðumunur lýsi klofningi, sem þegar er fyrir, en kemur ekki í ljós fyrr en við þessar aðstæður. Það er stéttaskipt- ing í Svíþjóð og þessi svokallaði klofningur endurspeglar hana. Meðan Hægriflokkur Carls Bildts og Þjóðarflokkur Bengts Wester- bergs hafa getað gengið nokkurn veginn heilir og óskiptir fram í stuðningi sínum við ESB-aðild og Umhverfisflokkurinn og Vinstri- flokkurinn jafn heilir fram í andstöð- unni, hefur aðildin verið öllu óþægi- legra mál fyrir bæði Jafnaðar- mannaflokkinn og Miðflokk Olofs Johanssons. Framtíð Svía og framtíð Ingvars Carlssons Ef aðildarsinnar tapa at- kvæðagreiðslunni í dag verður Ingvar Carlsson ekki öfundsverður af stöðu sinni og vísast verða uppi háværar raddir um að hann segi af sér, þar sem hann hafi tapað þessum hátindi pólitísks ferils síns. Jafn- aðarmannaflokkurinn er nokkum veginn klofínn í herðar niður í ESB- afstöðunni. Undir stjórnarforystu jafnaðarmanna var talið að greiðlegra gengi að sannfæra andstæðinga innan flokksins heldur en ef áfram hefði setið borgaraleg stjóm. Þegar svo glöggt hefur staðið undanfarið hefur verið hnýtt í Carls- son fyrir að leggja sig ekki meira fram, en hann hefur sagt að hann geti ekki lagt stjómartaumana frá sér. Einnig hefur hann verið hvattur til að hóta afsögn, éf aðildin verði felld, en því hefur hann ekki sinnt. Hann virkar á engan hátt jafn yfír- máta sannfærandi ESB-sinni og Bildt og Westerberg, Johansson hefur varla komið nálægt barátt- unni, svo honum hefur verið brugð- ið um laumuandstöðu, en hann skýr- ir aðgerðarleysi sitt með því að hann telji umræðuna ekki einkaeign flokkanna og eins að Svíar verði að taka niðurstöðunni, hvemig sem hún verði, svo ekki megi skapa of miklar andstæður milli fylgjenda og andstæðinga. Núna allra síðustu dagana hefur hann hins vegar komið fram á fund- um og talað af sannfæringu fyrir aðild. Það hefur líka talið styrkja fylgjendur aðildar að Lillemor Arvidsson nýkjörinn formaður sam- taka bæjarstarfsmanna, sem er stærsta stéttafélagið, hefur lýst yfír stuðningi við aðild. Enginn vafi er á að sænskir stuðningsmenn aðildar em metnað- arfullir fyrir hönd landsins og hafa fullan hug á að láta til sín taka á vettvangi ESB, því líkt og Danir eru Svíar trúaðir á að landið hafí mikið fram að færa sem velferðar- og jafn- aðarríki. Áhrif innan ESB felast annars vegar í formlegri skiptingu embætta, en kannski miklu frekar í hversu góðum embættis- og stjóm- málamönnum hvert land hafí á að skipa í samskiptum innan sam- bandsins. Þar ættu Svíar að standa vel að vígi, því þeir era vanir að starfa á alþjóðavettvangi og eru auk þess almennt vel menntir og harð- duglegir. Svo mjög að meðal Dana ganga þeir gjaman undir nafninu Túrbó-Svíar. Kannski má segja að skoðanaskiptin undanfarið hafi að hluta snúist um hveija trú Svíar hafí á mætti sínum og megin. Þó það megi undarlegt heita eru Svíar ekki eins sjálfsöruggir og virðist við fyrstu sýn. Niðurstaðan í dag sýnir hvort Svíar trúi í raun á að rödd þeirra geti hljómað víðar en á ræ- munni á Skandinavíuskaganum... haft á gang mála innan ESB. Efna- hagsáhrif aðildarhöfnunar yrði minnkandi velferð. Biðröð eftir inngöngu Bildt sagði krökkunum að ef hryllingsmynd ESB-andstæðinga af ESB væri sönn þá vildi hann heldur ekki ganga í ESB og gæti ekki ímyndað sér að neinn annar vildi það. Staðreyndin væri hins vegar að enginn vildi yfirgefa það, en það væri biðröð eftir að komast inn. Andstæðingar bentu á að Svíar gætu bara tekið gróskusvæðið.Tæv- an sér til fyrirmyndar, en það þýddi gríðarlegar skattalælíkanir og þá um leið margfaldan niðurskurð, svo sú leið væri ekki raunsæ. ' Þegar kom áð spurningunum spurði einn strákur í löngu máli hvort ekki væri óvitrirlegt að fara inn í ESB, því irienn þar tækju oft svo vitlausar ákvarðanir. Bildt svar- aði að bragði að sér þætti nú sam- þykktir sænska þingsins ekki alltaf viturlegar, án þess hann vildi þó hætta á þingi eða leggja til að það yrði lagt niður, heldur hvetti það hann til að leggja sig fram. Svo var spurt hvort sjálfsákvörðunarréttur Svía væri ekki í voða, en Bildt sagði svo ekki vera. EES-samningurinn flytti vald til Brussel og þá væri betra að geta tekið þátt í gangi máli þar, heldur en að leggja þau alfarið í vald annarra. Hugtakið sjálfsákvörðunarréttur væri annað nú en áður, þar sem heimurinn væri samfléttaðri en áður. Áhyggjur af jafnréttismálum Stúlka í hópnum hafði áhyggjur af jafnréttismálum innan ESB, en Bildt áleit þvert á móti að þar hefðu Svíar sitt fram að færa, auk þess sem aðstæður Svía almennt utan ESB yrðu verri og það hefði einnig áhrif á jafnréttismál. Glæpir í Aust- ur-Evrópu vöktu áhyggjur stráks, þegar þessi lönd gengju í ESB, en Bildt benti á að þetta væri einmitt svo viðamikið mál að betra væri að sameinast um glímuna við það. LISTIR Bókmenntafélagið gefur út fræðirit og skáldskap Handan góðs og ills HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafélag gefur út fræði- og lærdómsrit og afmæli setja svip á útgáfuna. Skáld- verk era líka á útgáfulista að þessu sinni. Ljóðabók eftir Kristján Karlsson Kvæði 94 nefnist ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson. Bókin skipt- ist í tvo aðalkafla: Minnir kvæði á skip? og Ein gönguferð enn yfír ásinn, auk millikafla sem er eitt kvæði, Úr bréfí til Elísabetar. Frumleg myndvísi og tónlist kvæð- anna er ekki síður Qölbreytt en í fyrri bókum skáldsins, segir í kynn- ingu útgáfunnar. varðsson og Bjarmi nýrrar tíðar eftir Ingólf V. Gíslason. Allt eru þetta miklar bækur að vexti og prýddar fjölda mynda. Fyrr á árinu komu út Gersemar og þarfaþing, afmælisrit Þjóðminja- safns íslands; Sagnaþing í tilefni sjötugsafmælis Jónasar Kristjáns- sonar og Málsefni í tilefni sjötugsaf- mælis Jóhannesar Nordals. Saga stjórnmálakenninga Hvar á maðurinn heima? nefnist bók eftir Hannes Hólmstein Gissur- arson. I henni er í fímm köflum fjallað um kenningar Platóns, Machiavellis, Johns Locke, Karls Marx og Johns Stuarts Mill. Bókin er gefin út í samvinnu við Stofnun Jóns Þorlákssonar. Bókaútgáfa og Skírnir Auðlegð íslendinga er heiti brota úr sögu íslenskrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu og fram til síðustu ára eftir Böðvar Kvaran. Hið íslenska bókmenntafélag gefur líka út Skírni, en haustheftið er væntanlegt næstu daga. Skírni fylgir að vanda Bókmenntaskrá Skírnis í samantekt Einars Sigurðs- sonar, en mörgum mun þykja leitt að þessi gagnlega skrá kemur nú út i síðasta sinn. Hlj óðmyndasýn- ing í Gerðubergi Eitt merkasta rit Nietzsches í flokki Lærdómsrita Bók- menntafélagsins kemur út Handan góðs og ills, eitt merkasta rit þýska heimspekingsins og skáldsins Friedrichs Nietzsches. Ritið er þýtt af Arthúri Björgvin Bollasyni og Þresti Ásmundssyni og ritar Arthúr inngang og skýringar. Þetta er 31. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Iðnsaga og afmæli Eins og fyrr hefur verið getið koma út þijú rit í Safni til iðnsögu íslendinga sem Jón Böðvarsson rit- stýrir. Ritin era Frá steðja til stafns eftir Sumarliða R. ísleifsson; Prent eflir mennt eftir Inga Rúnar Eð- ERLA Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKenzie opna hljóðmynda- sýningu í Gerðubergi í dag, sunnu- dag, kl. 15. Þetta er samvinnuverk- efni, þar sem Erla og Andrew tefla saman hljóði og mynd. Viðfangsefnið er hljóð, ljós, salt og aðdráttaraflið. Erla stundaði nám við Konstfack- skolan í Stokkhólmi og Gerrit Rit- veld Akademi í Amsterdam og lauk þaðan námi 1981. Erla hefur haldið 14 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Andrew hefur enga formlega list- menntun að baki en sýndi snemma mikla tónlistarhæfíleika. Tólf ára að aldri hafði hann t.d. leikið ein- leik á gítar með sinfóníuhljómsveit Newcastle, auk þess sem hann hafði þá þegar náð valdi á fjölda annarra hljóðfæra, segir í kynningu. QUATTRO stigateppi kj] GLEÐUR AUGAO Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. HEMTUG - SMEKKLEG - ÓDÝR Þola hreinsun með klórblöndu! LITRÍKUR \ X SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. | EKKERTBERQMÁL 9 \ Jjí Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja gott hljóðfsog. ENGAR TROÐNAR SLÓBIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaöurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þótti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. AUBPRIFIB Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAPOLIB BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). □RKUSPARANDI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaði. SANIMUR HARBJAXL Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábæ’rt álagsþol. BLÁSIB Á BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. Á erfiðari bletti má nota klórefni. EMGIM RAFSTUB BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn garnið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna stöðuspennu. Stigahúsatilboó til 1. des. 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar ÚKEYPIS LÖGN á stigahúsið. Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.