Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Haldarinn
og pilturinn
Ur nýjum bókum
ÓSKAR Halldórsson varð þjóðsagnapersóna
í lifanda lífi. Hann var tákngervingur ís-
lenska síldarævintýrisins, spekúlant spekúl-
antanna, og varð fjórum sinnum gjaldþrota,
en borgaði allar sínar skuldir. Setberg gefur
-------------------------------------
nú út ævisögu Oskars eftir Asgeir Jakobs-
-------------------------------------
son. Oskars saga Halldórssonar er 20. bók
Ásgeirs. Hér er birtur upphafskafli bókarinn-
ar, þar sem segir frá orsökum bókar og einu
------------------^—1 —..............
kynnum þeirra Oskars og Asgeirs.
Sumarið 1941 fór ungur
piltur óráðinn til Siglu-
fjarðar. Hann var seint á
ferð, því að hann hafði
ætlað að verða ríkur á því
að taka upp mó; lands-
menn óttuðust eldiviðarskort. Pilt-
urinn fékk lánaða skóflu og hjól-
börur og fór upp á Akranes að
skera upp svörð. Hann sá skjótt,
að hann yrði seint fullríkur af
mótekjunni með einni skóflunni.
Þegar hann hafði skorið upp stæði-
legan haug, efsta lagið ónýtt —
hann hafði tekið of lítið ofanaf,
og neðsta lagið var líka ónýtt,
hann hafði skorið of djúpt — stakk
hann skóflunni í svörðinn upp að
skapti, hvolfdi hjólbörunum ofan á
hauginn og hvarf á braut norður
á Siglufjörð.
GUÐSGJAFAÞULUMENN
á Ráðhústorgi, 1920.
Á Siglufirði hitti hann fýrstan
manna kunningja sinn að heiman,
og rétt í þann mund, að sá hafði
gefist upp á verki, sem hann hafði
ráðið sigtil. Hann sagði þetta hafa
verið þrælavinnu. Sá, sem lætur
fólk vinna þrælavinnu er náttúr-
lega þrælahaldari. Pilturinn taldi
kunningja sinn ekki marktækan
um þrældóm, þar sem hann var
líkamlega veill, reyndar bæklaður.
'Aldrei hafði pilturinn séð húsbónda
vinar síns, en vissi hann þjóðkunn-
an mann, og heyrt af honum ýms-
ar sögur, og mestar þær, að hann
væri vellríkur annan daginn, en
ætti ekki fyrir mat hinn daginn.
Kæmi þetta af því, að hann tefldi
of djarft á síldina; eins væri hann
gjarn á að reyna ýmislegt fyrir
sér, sem öðrum þætti lítið álitlegt.
Hann var einnig sagð-
ur uppátektarsamur,
og þær tíðum mis-
lukkast fyrir honum.
Þá var og sagt að
kaupgreiðslur bæru
ekki alltaf uppá réttan
dag.
Ekki hafði pilturinn
fyrr heyrt manninn
orðaðan vlð þrælahald
umfram það, sem
gerðist á þessum tíma,
þegar öll vinna var
stritvinna til lands og
sjós. Fólki lá heldur
vel orð til mannsins.
Þeir, sem þekktu hann
náið sögðu hann
skemmtilegan. Mat-
selja, sem pilturinn
borðaði hjá, hafði ver-
ið í síld hjá honum
mörg sumur.
Nú, þegar þetta
kom saman, að piltur-
inn taldi kunningja
sinn ekki marktækan
um þrældóm, og sjálf-
um var honum nauð-
syn að koma sér sem
fyrst í vinnu, spurði
hann kunningjann,
hvar væri helzt að
hitta Haldarann, sem
hann stytti úr „þræla-
haldara“, því hann var
uppalinn við nafn-
ÞESSI mun frægust mynda af Óskari Halldórssyni, tekin á Óskarsstöðinni á Siglufirði.
styttingar og kenninöfn.
Kunninginn taldi að ekki væri á
vísan að róa, Haldarinn væri nán-
ast allsstaðar, þar sem hann gerði
út nokkra vélbáta og ræki síldar-
söltunarstöð, frystihús og lýsis-
bræðslu, sem hann kallaði Skjónu
og væri þar að gera tilraun með
að vinna síldarúrgang í mjölkökur.
Hafi það verið sitt verk að safna
síldarúrgangi af plönum og draga
hann í kerru að bræðslunni; einnig
hafi hann átt að safna lifur af
færeyskum skútum eftir því sem
þær komu inná fjörðinn og hafí
hann haft til þess lítinn árabát.
Ekki stóð piltinum nein ógn af
þessari verklýsingu og vildi ákafur
hitta Haldarann, ef starf kunn-
ingja síns væri enn laust. — Það
er líklega helzt að rekast á hann
við Skjónu, sagði kunninginn; hann
er oft að fylgjast með hvernig þar
gangi tilrauninni.
Skjóna var í skúr skammt ofan
við bryggjustúfinn undir Bökkum.
Út um opnar dyr á skúrnum lagði
mikinn gufumökk með grútarfnyk.
Framan við dyrnar stóð fjallstór
maður, eiginlega margir menn í
einum að líkamsvexti; en hitt gat
pilturinn náttúrlega ekki séð á
stundinni, að hann væri einnig
margir menn í einum í höfðinu.
— Þarna er hann þá, sagði
kunninginn og forðaði sér.
Haldarinn var uppábúinn í svört-
um fötum með hálstau, harðkúlu-
hatt og stokk og virtist ekki skeyta
því, að um hann svo búinn lék
brælan útúr skúrnum. Sveran vind-
il hafði hann í munni. Hann snéri
baki við skúrnum og starði hvöss-
um augum undan loðnum brúnum
yfir höfnina, eða eitthvað þangað,
sem hann sá áhugavert í óraijar-
lægð.
Kannski hann sé á kafi í ein-
hverri hugmynd, hugsaði pilturinn,
og hafði áhyggjur af því að trufla
manninn, það gæti gert sinn hlut
verri um málaleitanina. En þegar
nokkur stund hafði liðið án þess
hreyfing kæmi á manninn, eða
hann viki til höfði, réðst pilturinn
til atlögu, færði sig inní mökkinn
og spurði:
— Vantar þig mann?
Um stund virtist, sem Haldarinn
ætlaði hvorki að líta við piltinum
eða anza honum, en svo leit hann
snöggt á piltinn aðeins andartak,
líkt og pilturinn væri eitthvað, sem
skyndilega hefði brugðið fyrir á
vegi, sem lægi út í þennan fjarska,
sem hann hafði horft til. Þar kom
að hann tók útúr sér vindilinn og
spurði framhjá piltinum:
— Ertu sterkur?
Pilturinn hélt hann væri það
brúklega. Þá leit Haldarinn um öxl
og kallaði inhí skúrinn:
— Siggi, segðu þessum strák,
hvað hann á að gera.
Ekki stóð á því hjá Sigga. Vöfl-
ur virtust ekki ríkjandi á þessum
stað. Piltinum var fengin hand-
kerra með böndum til að leggja
yfir axlirnar og sagt að fara á
næsta plan að sækja í hana síldar-
úrgang.
Fljótlega rak pilturinn sig á það,
að rétt var að Haldarinn þyrfti
ekki að sofa sem aðrir menn, hann
var á ferli jafnt á nótt sem degi.
Það var sagt, að síldin færi svona
í hann.
Pilturinn kom stundum seint að
úr lifrarleiðöngrunum á skektunni,
oft ekki fýrr en um miðnætti, en
hann gat þá átt von á Haldaranum
koma labbandi fram á bryggjustúf-
inn; kannski var hann að hyggja
að, hvað mikið væri af lifur í skekt-
unni. Aldrei hafði hann orð um
það, og kannski var hann alls ekki
að gá að því; hann virtist aldrei
vera að gá að neinu, en þó færi
aldrei neitt fram hjá honum. Hand-
vömm sá hann með vissu og gerði
þess vart skilmerkilega. Ekki var
það samt, að hann teldi sig þurfa
að yrða orði á piltinn, þó hann
gengi fram hjá honum í verki —
utan tvívegis.
Það reyndist stöku sinnum
átakaverk, að draga kerruskratt-
ann fullan af slógi milli síldarplan-
anna. Ofan plananna var aursvað,
sem draga þurfti kerruna í, þegar
farið var af einu planinu á annað.
Það gat tutlað í að ná kerrunni
uppúr aursvaðinu uppá næsta plan,
því að jafnt og hjólin sátu föst í
aurnum, brást fótfestan á sleipu
planinu af grút. Nú er það ein-
hverju sinni, að pilturinn er að beij-
ast við að ná kerrunni uppúr svaði
upp á næsta plan, og liggur í bönd-
unum jafnt og hann togar í kjálk-
ana, og streittist hann ákaflega,
en fætur skruppu honum — og ber
þá ekki að sjálfan Haldarann. Hann