Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
^ KRIPALUJÓÚA ^
Jóga gegn kvíða
Námskeið einkum ætlað þeim, sem eiga við kvíða og fælni að stríða.
Kenndar verða á nærgætinn hátt leiðir Kripalujóga til að stíga út úr
takmörkunum ótta og öryggisleysis til aukins frelsis og lífsgleði.
Hefst mánudaginn 21. nóvember kl. 20.00.
Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson, Kripalujógakennari.
Jóga III
Áhersla er lögð á að halda jógastöðum og kynnast hvernig
tilfinningar tengjast hinum ákveðnu líkamshlutum.
Hefst þriðjudaginn 22. nóvember kl. 16.30.
Leiðbeinandi: Helga Mogensen, Kripalujógakennari.
Meðvirkni og jóga
Námskeið ætlað þeim, sem vilja brjótast út úr mynstri meðvirkni og
nýta sér mjúka leið til að horfast í augu við sjálfa sig og aðstæður sínar.
Helgin 26. og 27. nóvember kl. 9-17 báða dagana.
Leiðbeinandi: Ragnheiður Óladóttir, Kripalujógakennari og ráðgjafi.
Jóga og heilbrigði
Hvernig getum við litið á alla þætti daglegs lífs sem lykil að heilbrigði?
Spennandi námskeið þar sem við lærum að skapa okkur stuðning
við heilbrigðari lífshætti með aðferðum Kripalujóga.
Hefst þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20.00.
Leiðbeinandi: Nanna Mjöll Atladóttir, Kripalujógakennari
og félagsráðgjafi.
J0CASTWIK HEIMSUÓS
y Skelftinnl 19,1. haeð, siml 880181 kl, 17-10 alla virka daga, J
HYUNDAI
HJOLAGRAFA
á traktorsgröfuverði!
* Þyngd 11,5tonn
* Cumminsvél
* ZF gír-/drifbúnaður
* Aksturshr. 33 km/klst.
* Miðstöð, kæling, útvarp
Sparið MILLJÓNIR
og veljið HYUNDAI
Skútuvogl 12A, 104 Reykjavík Sími 012530
Blab allra landsmanna!
-kjarni málsins!
ÍDAG
Með morgunkaffinu
Ást er...
7-26
að benda honum á
það sem þarf að
gera.
Það á ekki að borða
þessar pillur. Helltu
þeim bara niður þrisv-
ar á dag og tíndu þær
upp, eina og eina
í einu.
JJ 6Ö2
, III
Eg veit að þér líður betur núna, Magnús minn, en
komdu samt STRAX aftur með rúmið þitt.
SKÁK
Umsjón Margelr
Pétursson
Þessi staða kom upp í
spænsku deildarkeppninni í
haust í skák tveggja stiga-
hárra stórmeistara. Jonat-
han Speelman (2.600),
Englandi, var með hvítt og
átti leik en Zurab Azmajpa-
rasvíli (2.625) frá Georgíu
var með svart. Hann var að
bjóða upp á skiptamunsfóm,
lék 24. - Rg7 - h5.
Sjá stöðumynd
I staðinn fyrir að þiggja
skiptamuninn fómaði Speel-
man drottningunni: 25.
Dxh5!! - gxh6, 26. Bxf4+
- Rg6, 27. Bg5 - De5, 28.
Rf6+ - Kh8, 29. Bxg6 -
hxg6, 30. Hdel - Dxh2,
31. He7! (Eftir þessa glæsi-
legu hróksfórn til viðbótar
við drottningarfórnina gæti
svartur gefist upp með góðri
samvisku.) 31. — Dxgl+,
32. Kc2 - Df2+ 33. Kb3 -
Df3+ 34. Ka2 - Dxf6, 35.
Bxf6+ - Kg8, 36. Hxb7 og
Azmaiparasvíli gaf skömmu
síðar þetta gjörtapaða enda-
tafl. Það jafnast enginn á
við nærsýnu grænmetisæt-
una Jon Speelman þegar
hann er í essinu sínu!
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapad/fundið
Hjólkoppur
tapaðist
HJÓLKOPPUR tapaðist
af Peugeot 306 einhvers
staðar í Reykjavík fyrir
u.þ.b. mánuði. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 672666
eða 625265.
Gleraugu fundust
KVENGLERAUGU í
fínni umgjörð fundust
neðariega á Hverfisgötu
við strætóskýlið sl.
þriðjudag. Eigandinn má
vitja þeirra í síma 37119
á kvöidin.
COSPER
Það verður ekkert mál að se(ja húsið ef allir draugarn-
ir eru innifaldir í verðinu.
Farsi
Yíkveiji skrifar...
að hefur vissulega náðst fram
verulegur spamaður sums
staðar í ríkisbúskapnum, ekki sízt
í heilbrigðiskerfinu. í fréttabréfi
Matvæla- og næringarfræðingafé-
lags íslands, „Matur er mannsins
megin“, er viðtal við Valgerði Hildi-
brandsdóttur, forstöðmann eldhúsa
Ríkisspítala. Þar segir m.a.:
„Fyrir rúmum tveimur ámm var
sett af stað verkefni í þeim tilgangi
að ná fram spamaði í innkaupum
eldhúsanna. Eftir eitt ár hafði náðst
um 30% sparnaður og jafnframt
jukust gæði fæðisins. Grundvallar-
atriðið er að tengja næringu, gæði
hráefnis, bragð og útlit og rekstrar-
kostnað...
Innkaup eldhúsanna vom flokkuð
í ABC-greiningu, vörulýsingar voru
gerðar og innkaup boðin út. Mark-
visst eftirlit er haft með matvælum
eftir að þau koma í hús, bæði innra
eftirlit og opinbert eftiriit að hluta
til og hafa Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins séð um það. Til þess
að ná þessum árangri hefur þurft
áhuga og samstarf alls starfsfólks
en þetta hefði ekki verið mögulegt
án fmmkvæðis yfirmanns Tækni-
sviðs Ríkisspítala."
Það segir svo sína sögu um vægi
jákvæðra frétta í íslenzkum fjölmiðl-
um að árangur af þessu tagi liggur
nánast í þagnargildi á þeim bæ.
íkverji er þeirrar skoðunar að
menntun, bæði almenn og
sérhæfð, sé árangursríkasta vopn
sérhvers einstaklings og sérhverrar
þjóðar í lífsbaráttunni. Þær þjóðir,
sem mesta rækt hafa lagt við
menntun þegna sinna, tækniþróun
og vísindi, standa bezt að vígi, hvað
afkomu og efnahag varðar. Og ein-
staklingar, sem búa að góðri mennt-
un, er betur vopnum búnir í lífsbar-
áttunni en þeir, sem menntun skort-
ir.
Rétturinn til náms og menntunar
er, m.a. í ljósi framansagðs, einn
dýrmætasti þáttur mannréttinda.
En standa allir jafnt að vígi þegar
að því kemur að afla framhalds-
menntunar? Heldur betur ekki! Fólk
sem þarf að stunda háskólanám, eða
annað sérhæft nám, fjarri heima-
byggð, verður fyrir mikilli röskun á
persónulegum högum - og ómældum
útgjöldum, umfram þá, sem geta
stundað slíkt nám í heimabyggð.
Jafnrétti til náms á að vera horn-
steinn menntastefnunnar. Víkveiji
getur því tekið undir það með Gunn-
laugi Stefánssyni og fleiri þing-
mönnum strjálbýlis, sem vilja að
ríkisstjórnin skipi nefnd til að gera
úttekt á kjörum og stöðu fólks, sem
stundar nám fjarri heimabyggð.
Svört atvinnustarfsemi og skatt-
svik eru með dekkstu blettum
á íslenzku samfélagi dagsins í dag.
Nýlega svaraði fjármálaráðherra
fyrirspum frá Áma R. Árnasyni
alþingismanni varðandi aðgerðir til
að stemma stigu við brotum af þessu
tagi. Fram kom í máli fjármálaráð-
herra að ákveðið hefur verið að
koma upp sérstakri skrifstofu hjá
Skattrannsóknarstjóra sem hafi það
aðalviðfangsefni að sporna gegn
svartri atvinnustarfsemi. í þeim til-
gangi var starfsmönnum embættis-
ins fjölgað úr 12 í 17. Víkveiji læt-
ur í ljósi vonir um að þetta sé upp-
hafa marktækra aðgerða gegn
skattsvikum.
í svari fjármálaráðherra kom
fleira athyglisvert fram. Unnið er
að sérstakri athugun á viðurlaga-
ákvæðum bókhaldslaga, skattalaga
og almennra hegningarlaga. Einnig
er í skoðun að birta refsidóma, það
er að kynna almenningi í fjölmiðlum
niðurstöður dóma í skattsvikamál-
um, til ná fram nauðsynlegum varn-
aðaráhrifum.
Að mati Víkveija er það stórum
hyggilegra að herða róðurinn gegn
skattsvikum en hækka skatta.
Hækkun skatta þýðir refsingu heið-
arlegra skattborgara - en herferð
gegn skattsvikum tekur á hinum
„réttu“ sökudólgum.