Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 11 Ljósmynd/Stefán Karlsson Lið TR. Siljandi frá vinstri: Benedikt Jónasson, Hrannar Amars- son, fararsljóri, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Hannes Hlíf- ar Stefánsson. Standandi: Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétars- son. Á myndina vantar Árna Á. Árnason, fararsljóra. Evrópukeppni taflfélaga Deildu meistaratitli og sigurlaununum SKAK TafIfélag Reykja- víkur í 7. sætl Úrslit EM taflfélaga í Lyon. 18,—20. nóvember. GESTGJAFARNIR í Lyon Oyonna- ix og félag Gary Kasparovs, Bosna Sarajevo frá Bosníu, skildu jöfn í úrslitum Evrópukeppni taflfélaga á sunnudag. Niðurstaðan var 3—3 og samkvæmt reglum keppninnar hefði átt að tefla viðureignina að nýju. En samkomulag varð með forráða- mönnum félaganna að þau deildu Evrópumeistaratitlinum og sigur- laununum. Þetta hefur áður verið gert í sömu stöðu. Sveit Taflfélags Reykjavíkur var stigalægst sveitanna átta í úrslitun- um og varð í sjöunda sæti. TR beið algert afhroð á föstudaginn fyrir úkraínsku meisturunum. í keppn- inni um 5.-8. sætið tapaði TR fyrst fyrir Honved Búdapest með minnsta mun, en sigraði að lokum litháensku meistarana Vilnus. Fj órðungsúrslit: Beersheva—Novosíbirsk 3'/2—2'A Búdapest—Sarajevo 3—3 Donbass—Reykjavík 5‘/2—'h Vilnus—Lyon 1 '/2—4 '/2 Undanúrslit: Lyon—Beersheva 3—3 Donbass—Sarajevo IV2—4*/2 Þau undur og stórmerki gerðust að Shneider sigraði Gary Kasparov á fyrsta borði. Keppni um 5.-8. sætið: Búdapest—Reykjavík 3'/2—2‘/2 Novosíbirsk—Vilnus 4'/2—IV2 Úrslit Sarajevo—Lyon 3—3 Kasparov—Lautier 'h—'h I. Sokolov—Anand 1—0 P. Nikolic—Barejev 0—1 Azmaiparasvíli—Dorfman 'h—'h Kurajica—Vaiser 1—0 Dizdarevic—Sharif 0—1 Keppni um 3. sætið: Beersheva—Donbass 2 'h—3 'h Keppni um 5. sætið: Novosíbirsk—Búdapest 4—2 Keppni um 7. sætið: Reykjavík—Vilnus 3‘/2—2'/2 Einstök úrslit í viðureignum TR urðu þessi: Donbass—TR 5'/2-'/2 Shneider—Helgi Ól. 'h—'h Savchenko—Hannes 1-0 Frolov—Jón L. 1-0 Timoshenko—Karl 1-0 Kuzmin—Helgi Áss 1-0 Kruppa—Benedikt 1-0 Þetta var einhver versta útreið sem íslenskt skáklið hefur fengið. Það þarf a.m.k. að fara aftur til 1986 þegar íslands tapaði 0—4 fyr- ir Englandi á ÓL í Dubai til að fínna eitthvað sambærilegt. Honved—TR 3'/2-2'/2 Almasi—Helgi Ól. 1-0 Pinter—Hannes 'h-'h J. Horvath—Jón L. 0-1 Tolnai—Karl 'h-'h Cs. Horvath—Helgi Áss 'h-'h Petran—Benedikt 1—0 Þetta var spor í rétta átt og sið- asta daginn kom langþráður sigur: Reykjavík—Vilnus 3'/2—2'/2 Helgi Ól—Rosentalis 'h—'h Hannes—Malisauskas 'h—'h Jón L.—Kveinys 1—0 Karl—Ruzele 0—1 Helgi Áss—Zagorskis 1—0 Benedikt—Grabliauskas 'h—'h Það er ekki hægt að segja annað en að frammistaða TR í keppninni hafi þrátt fyrir allt verið mjög góð. Það áttu fáir von á að sveitin myndi komast svo langt. Það unnust að- eins þijár skákir af 24 í Lyon og þar af átti Jón L. Ámason tvo sigra. Það vekur athygii því Jón er u.þ.b. að hætta atvinnumennsku: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Kveinys, Litháen Kóngsindversk vörn 1. c4 - e5, 2. Rc3 - Rf6, 3. Rf3 - d6, 4. g3 - g6, 5. Bg2 - Bg7, 6. d4 - Rbd7, 7. h3 - c6, 8. e4 - 0-0, 9. Be3 — exd4, 10. Rxd4 - Re5, 11. b3 -JDa5, 12. Dd2 - He8,13. Hdl - a6, 14. f4 - Red7, 15. 0-0 - Rc5, 16. Bf2! Líklega hefur Kveinys yfirsést að hann má nú ekki drepa á e4. Hernaðaráætlun hans hefur þar með gersamlega misheppnast. 16. - Dc7, 17. Hfel - Bd7?, 18. Rc2 Vinnur lið vegna tvöfaldrar hót- unar: 1) að drepa á d6 og 2) 19. b4 - Re6, 20. e5. 18. - b6, 19. Dxd6 - Dc8, 20. e5 — Rd5, Leikið í veikri von um 21. cxd5 — Bf8, 22. Df6 — Be7, og hvíta drottningin er innilokuð. 21. Rxd5 - cxd5, 22. Dxd5 - Ha7, 23. Kh2 - Hc7, 24. Dd2 - Bf5, 25. Rb4 - Dd7, 26. Rd5 - b5, 27. De3 og svartur gafst upp. Hausthelgarmót TK Úrslit á helgarskákmóti Taflfé- lags Kópavogs sem fram fór um helgina urðu sem hér segir. Tefldar vom sjö umferðir eftir Monrad kerfí: 1.—2. Þröstur Þórhallsson 6 'h v. 1.—2. Jón G. Viðarsson 6V2 v. 3—8. TómasBjörnsson 4 v. 3.-8. Jóhann Ingvason 4 v. 3.-8. Hrannar Baldursson 4 v. 3.-8. TorfiLeósson 4 v. 3.-8. Jónas Jónasson 4 v. 3.-8. Hjalti Rúnar Ómarsson 4 v. o.s.frv. Margeir Pétursson SKÁK/BRIDS Yfirburðir í bikar- úrslitunum 1 brids BBIDS Þönglabakki 1 UNDANÚRSLIT OG ÚR- SLIT BIKARKEPPNI BRIDSSAMBANDS ÍSLANDS Morgunblaðið/Arnór SVEIT Tryggingamiðstöðvarinnar - bikarmeistari 1994. Talið frá vinstri: Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Sigtryggur Sigurðsson, Hrólfur Hjaltason og Bragi Hauksson. Sveitir Tryggingarmiðstöðvarinnar, Ragnars Torfa Jónassonar, S. Ar- manns Magnússonar og Glitnis. 19. og 20. nóvember. SVEIT Tryggingamiðstöðvarinnar varð bikarmeistari í brids 1994. Sveitin spilaði úrslitaleik við sveit Ragnars Torfa Jónassonar sl. sunnudag og hafði sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar nokkra yfir- burði í leiknum en aðeins voru spilaðar 3 lotur af fjórum. Þá var staðan 163-50 og sáu Vestfírðing- arnir sitt óvænna og gáfu leikinn. í sigursveitinni spiluðu Sig- tryggur Sigurðsson, Bragi Hauks- son, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson og Hrólfur Hjaltason. Fyrirliði án spilamennsku var Gísli Ólafsson. í silfurliðinu spiluðu auk Ragn- ars Torfa þeir Tryggvi Ingason, Hlynur Magnússon, Jóhann Æv- arsson og Halldór Sigurðsson, allt ungir menn sem eiga framtíðina fyrir sér í bridsheiminum. í undanúrslitunum sem spiluð voru á laugardeginum sigraði sveit Tryggingamiðstöðvarinnar sveit Glitnis með 121 stigi gegn 92 og sveit Ragnars Torfa Jónassonar vann sveit S. Ármanns Magnús- sonar í hörkuleik 105-103. Glæsileg aðstaða er í hinu nýja húsnæði Bridssambandsins sem tekið var í notkun sl. föstudag. Þá spiluðu 150 pör í Philip Morris tvímenningnum og komust færri að en vildu. Arnór Ragnarsson Aðventukvöld með Heiða Heiðar kemur alltaf á óvart og öllum í gott skap. Hciðar fer á kostum; kynnir undurfagra tónlist af geisladiskum með fremstu listamönnum heimsins, og fjallar um allt milli himins og jarðar í gamni og alvöru. Frumsýning á Hótel Örk Hveragerði, sunnudaginn 27. nóv. (fyrsti sunnudagur í aðventu) dUOMÚAVIAIIIÍ HAFNARSTRÆTI 4, SÍMAR 12717 og 23317 Verslunin Blóm & Ávextir í Reykjavík sýnir og selur aðventukransa, jólastjörnur, jólaskraut og fleiri muni sem tengjast jólunum, í anddyri hótelsins. Jólaglögg og margvíslegt góðgæti á borðum. ■ ■ ■ ■ ■ HOTELORK HVERAGERÐI. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775 Papadís eétt Kandan við Kse.ðiira ■ B * 'eoffrey Hansen á Hótei ísianái sjónhverfingamaðurinn og dávaldurinn sem sýnt hefur Einstakt tækifæri til ab sjá einn besta sjónhverfingamann i heiminum í dag. í 130 löndum Syningar Þri 22. nóv kl. 21.00 Mið 23. nóv kl 21.00 Fös 25 nóvkl. 21.00 Þetta verbujc, svo sannarlega óvenjulecjc sýningar sem heltekur áhorfendur og ris ctjúpt í undirmebvitund._______________■ Draugar og forynjur ntunu upp risa. Dáleiðsla ag hugarlestur. Miðaverð aðeins kr 900, UOmieSLAND Siivn 687 111. Hús andanna í Ármúla Sýningin er bönnud börnum inna 12 ára og taugaveiklubu fólki er ráðlagt að sitja heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.