Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 12

Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hótelinu í Ólafsfirði lokað Ólafsfirði. Morgunblaðið. FRAMVEGIS verður ekki hægt að fá hótelgistingu í Ólafsfirði þar sem ákveðið hefur verið að loka hótelinu vegna tapreksturs. Reyndar er það aðeins gistirýminu sem verður lokað en veitingasalan verður opin áfram og rekinn sölu- skáli. Skeljungur _ hf. keypti Hótel Ólafsíjörð af Ólafsfjarðarbæ fyrir nokkrum árum og byggði bensín- stöð við húsið og söluskála. Þetta var gert til að ná fram meiri hag- kvæmni og breikka þjónustufram- boðið við ferðamenn. í fyrstu rak Skeljungur hf. hótelið en fyrir rúmu ári var það auglýst til sölu og sýndu ýmsir áhuga á kaupum. Óvissa Einkaaðilar gerðu síðan kaup- leigusamning við Skeljung hf., sem nú hefur verið sagt upp. Að sögn Siguijóns Magnússonar, sem rekið hefur hótelið undanfarið ár, hafa ýmsir sýnt því áhuga að nýta hótel- herbergin til annarra hluta, en ekkert er enn ákveðið í þeim efn- um. ■ ■ Morgunblaðið/Rúnar Þór I úrhellinu ÚRHELLI var á Akureyri um hádegi í gær og til að forðast að blotna var sprett úr spori frá skóla og út í bíl. Skammsýni að urða plast í stað þess að endurvinna það Sunnanmenn aka sorpi norður til að komast hjá skilagjaldi „AÐ MÍNUM dómi er þetta hneyksli, alveg dæmalaus skamm- sýni og myndi hvergi líðast annars staðar í heiminum," sagði Sveinn Heiðar Jónsson sem sæti á í um- hverfísnefnd Akureyrarbæjar um það þegar um 30 rúllum, hverri tæplega 300 fm, var ekið á sorp- hauga bæjarins í Glerárdal í liðinni viku þar sem þær voru urðaðar. Ekki fékkst leyfi til að fara með rúllurnar, sem voru ónýtar við komuna til iandsins til endur- vinnslu í Úrvinnslunni þar sem reglur kveða á um að greiða þurfí virðisaukaskatt og önnur lögboðin gjöld af vörum sem á að nýta. í Urvinnslunni eru framleiddir bret- takubbar úr plasti og pappír. Sveinn Heiðar sagði að þetta mál yrði væntanlega rætt í um- hverfisnefnd í þessari viku og bú- ast mætti við viðbrögðum nefndar- innar „því hvergi í heiminum væri farið með svona mikið magn af plasti sem auðveldlega má endur- nýta beint á haugana og grafíð yfir. Það er förgun að fara með plastið í endurvinnslu og þetta er ekkert annað en þröngsýni, aug- ljóslega þarf að breyta þessum reglum,“ sagði Sveinn. Hámark skammsýninnar Sveinn sagði að sér þætti það hámark skammsýninnar að kalla það ekki förgun efnisins þegar búið væri að tæta það niður, skyn- samlegra hefði verið að gera það í Úrvinnslunni en að fylla með þvi framtíðarútivistarsvæði Akur- eyringa í Glerárdal. „Það er fyrir neðan allar hellur að þurfa að grafa efni sem hægt er að nýta,“ sagði hann. „Þetta er útivistarsvæði framíðarinnar og við eigum ekki að grafa þar annað en nauðsynlega þarf.“ Á sorphaugunum í Glerárdal er urðað allt sorp sem til fellur í Eyja- firði en nokkur brögð eru að því að komið sé með sorp á haugana um langan veg, m.a. frá Reykjavík. Sorphaugamir á Akureyri em opn- ir allan sólarhringinn og komast menn þar um að vild. Sveinn sagði þetta mál hafa verið til umræðu í nefndinni og óskað hefði verið eftir viðtölum við fulltrúa Sorpeyðingar Eyjaijarðar, byggðasamlags og tæknideildar Akureyrarbæjar til að ræða viðbrögð við þessu. „Þetta á ekki að eiga sér stað, en á meðan það er ódýrara að flytja sorpið í bílum að sunnan en greiða fyrir förgun þess hjá Sorpu verða sjálfsagt alltaf einhver brögð að þessu. Þetta er nákvæmlega eins og þegar skilagjaldi á sorp var komið á í Evrópu, þá fóru menn að flytja það til Áfríku. Mesta hættan er sú að í sorpinu leynist spilliefni, en það er ekkert eftirlit með því hvað fer á haugana.“ Lás á haugana Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagðist vita dæmi þess að sorp væri flutt frá Reykjavík til Akur- eyrar til að komast hjá því að greiða skilagjald. „Við höfum stað- fest dæmi um þetta en ég hef ekki trú á að menn geri þetta í ríkum mæli,“ sagði hann. Hann sagði að frá og með 1. desember næstkom- andi yrðu sorphaugarnir opnir á ákveðum tíma, frá 8-18 virka daga og 10 til 16 á laugardögum en lokaðir þess utan. „Það eina sem hægt er að hugsa sér að gera til að koma í veg fyrir þetta er að taka gjald fyrir sorpið og það verður væntanlega gert í framtíðinni, það er þróunin,“ sagði Guðmundur. Framkviumdastj óri Kísiliðjunnar Bjarni Bjarna- son ráðinn BJARNI Bjarnason, tæknistjóri Jarð- borana hf., hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mý- vatnssveit. Friðrik Sigurðsson sem gegnt hefur starfinu síðustu ár tekur um áramót við nýju starfi hjá Celite Corp., eiganda Kísiliðjunnar á móti íslenska ríkinu, verður framkvæmda- stjóri verksmiðju sem fyrirtækið er að setja upp í Kína. Bjarni var valinn ú hópi 32 um- sækjanda. Hann lauk BSc-prófi í jarðfræði með hliðargreinum í verk- fræði frá Háskóla íslands 1981 og meistaraprófi í námaverkfræði frá Tækniháskólanum í Luleá í Svíþjóð 1986. Auk þess hefur hann vélstjóra- nám að baki. Bjarni hefur undanfarin sex ár starfað sem tæknistjóri Jarðborana hf., hann er meðlimur í flölda sam- taka á sviði jarð- og verkfræði og hefur ritað ijölda vísinda- og tækni- greina um jarðfræði og bergfræði. Bjarni kemur til starfa hjá Kísiliðj- unni hf. í upphafi næsta árs. Bjarni^ Bjarnason er kvæntur Björgu Ámadóttur blaðamanni og eiga þau þtjú börn. ------» ♦ ♦---- Olafsfjarðarbær kaupir Glit hf. Ólafsfjörður. Morgunblaðið. ÓLAFSFJARÐARBÆR hefur keypt keramikfyrirtækið Glit hf. og hyggst flytja fyrirtækið norður og hefja framleiðslu á keramikvörum til út- flutnings. Eru menn bjartsýnir á framtíð þessa rótgróna fyrirtækis í Ólafsfirði. Álitlegur. markaður ytra í 35 ár hefur Glit hf. framleitt keramikvörur fyrir innlendan og er- lendan markað. Nokkuð hefur dregið úr starfseminni síðustu árin en fram- leiðsluvörurnar eru einkum vasar, skálar og skrautmunir. Talið er að álitlegur markaður sé að opnast í Bretlandi fyrir framleiðslu fyrirtæk- isins og að 10-15 manns muni hafa atvinnu hjá fyrirtækinu til að byija með. Að sögn forráðamanna Ólafsfjarð- arbæjar réðu markaðsmöguleikarnir erlendis úrslitum varðandi kaupin. Fulltrúar bæjarins hafa farið til Bret- lands og munu samningar við dreif- ingaraðila þar vera á lokastigi. ----------» » ♦ Kyrrðarstund KYRRÐARSTUND verður í Glerár- kirkju í hádeginu á morgun, mið- vikudag frá kl. 12 til 13. Léttur málsverður að stundinni lokinni. ' G v: i i i I .i € [I \í í , Minna atvinnuleysi en í október í fyrra FÆRRI voru átvinnulausir í októ- ber í ár en í fyrra og er munurinn 160 manns. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum í október um 211 frá septembermánuði. Samtals voru 4.539 atvinnulausir í október sem jafngildir 3,4% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagstofnunar. Atvinnulausir karlmenn voru 1.976 sem jafngildir 2,6% og atvinnulausar konur 2.563 eða 4,7%. Síðasta virka dag októ- bermánaðar voru 5.431 skráður atvinnulaus sem er 824 fieira en í lok septembermánaðar. Síðustu tólf mánuði voru 6.326 að meðaltali atvinnulausir sem jafngildir 4,8% og á árinu 1993 voru að jafnaði 5.600 atvinnulaus- ir sem jafngildir 4,3% af mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuieýsi miili september og október eykst nokkuð á landinu öllu nema á Austfjörðum, þar sem síldarvinnsla hefur staðið yfir. At- vinnuleysi eykst mest á Suðurnesj- um milli mánaða. Átvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var í október í ár 3,7% af vinnuafla en var 4% í fyrra. Atvinnuleysi á landsbyggð- inni var 3,1% af mannafla í októ- ber sem er það sama og í október í fyrra. Um 63% allra atvinnuiausra eru á höfuðborgarsvæðinu og 37% á landsbyggðinni. Á Norðurlandi eystra eru 11% atvinnulausra að meðaltali, 7% á Suðurlandi og Suð- urnesjum, 5% á Vesturlandi, 3% á Norðurlandi vestra og á Austur- landi og 1% á Vestfjörðum. Atvinnuleysi í ágúst, sept. og október 1994 Hlutfall atvínnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 3041 atvinnulausir á bak við töluna 3,7% I október og fjölgaði um187fráþví í september. Alls voru 4539 atvinnulausir á landinu öllu i október oghefurfjölgaðum 211 frá því í sept. Á S O c \i 1 ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.