Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 19

Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 19 Stj órnarmyndiin dregst á írlandi Dublin. Reuter. " Aung San Suu Kyi SÞ styðji baráttu lýðræð- isafla Manila. Reuter. ÁVARP frá Aung San Suu Kyi, leið- toga andófsmanna í Burma, var lesið upp á Asíu- og Kyrrahafsráðstefnu menningar- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WCCD) á Filippseyjum í gær. í ávarpinu ræðst Suu Kyi á harð- stjórnir og hvetur Sameinuðu þjóðim- ar til þess að leggja lið baráttu sam- taka lýðræðissinna fyrir umbótum. Corazon Aquino fyrrverandi for- seti Filippseyja las upp ávarpið, sem smyglað hafði verið frá Rangoon í Burma þar sem Suu Kyi hefur verið haldið í stofufang- elsi í fimm ár. í ræðunni sagði Suu Kyi, að þau rök harðstjórna að hagvöxtur væri mun meira aðkallandi en lýðræðis- legar umbætur væru eins og hver önnur bábilja. „Þessi afstaða er forskrift að harm- leik og hörmungum," sagði Suu Kyi. Hún gagnrýndi harðlega einnig þá röksemdafærslu að lýðræði væri vest- rænt fyrirbrigði sem væri ekki hægt að yfirfæra á þjóðir Asíu og Afríku. „Vilji Sameinuðu þjóðirnar stuðla að eðlilegri þróun ber þeim að styðja þau öfl sem leitast við að fela þjóð- inni völdin, samtökum sem stofnað er til á grundvelli lýðræðishugsjón- arinnar og munu, þegar öllu er á botninn hvolft, tryggja frið og fram- þróun,“ sagði í ræðunni. De Cuellar kom með ræðuna Aquino sagðist hafa fengið ræð- una frá Javier Perez de Cuellar, fyrr- verandi framvkæmdastjóra SÞ, sem nú er forseti WCCD. Áð öðru leyti viidi hún ekki fjalla um hvernig ræð- an hefði komist í hennar hendur, sagðist óttast að það gæti bitnað á höfundinum. BERTIE Ahern, sem kjörinn var eftirmaður Alberts Reynolds forsæt- isráðherra írlands sem leiðtogi Fianna Fail, sagði í gær, að tilraun- ir til að mynda nýja stjórn mýndu iíklega dragast fram í næstu viku. Reynolds baðst lausnar í síðustu viku en hann hafði veitt samsteypu- stjórn Fianna Fail og Verkamanna- flokksins forystu um tveggja ára skeið. Rauf hann ekki þing til að fiokkamir gætu stokkað stjórnina upp og setið áfram við völd. Búist var við að Ahern, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Al- berts Reynolds, tæki við starfi for- sætisráðherra, enda hefur farið mjög vel á með honum og Dick Spring leiðtoga Verkamannaflokksins. Skoðanakannanir sem birtar voru í gær sýna að fylgi Verkamanna- flokksins hefur aukist verulega. Að sama skapi hefur fylgi Fianna Fail minnkað. Höfðar til allra Ahern er 43 ára, endurskoðandi að mennt. Hann er fæddur árið 1951 og hefur setið á þingi frá ár- inu 1977 eða frá því hann var 26 ára. Hann er yngsti formaður Fianna Fail frá upphafi. Ahem er sagður alþýðlegur og hann höfði að einhverju leyti til allra. Hann eigi sér fáa haturs- menn. Kunni það að hjálpa honum við að vinna sér fraust norður-írskra sambandssinna sem hingað til hafa verið fullir tortryggni í garð stjóm- valda í írska lýðveldinu. Gagnrýnendur efast um að hon- um muni takast jafn vei upp og Reynolds í málefnum Norður- írlands. Til þess skorti hann þá glöggskyggni og það framsæi sem einkenndi Reynolds, svo og kjark til að taka pólitíska áhættu. Ahem er sagður ákafur en raun- sær kaþólikki. Hann er andvígur fóstureyðingum, getnaðarvömum og hjónaskilnaði. Samt sem áður er hann skilinn að borði og sæng eftir 19 ára sambúð við konu sína, Miriam Kelly. Kenndi hann vinnuálagi um. Reuter Nautamyndir vemdaðar KONA bendir á stóra útlínumynd af nauti án höf- verndaðar sem þjóðartákn Spánverja og undan- uðs við veginn að Montserrat, í grennd við Barcel- þegnar lögum sem banna auglýsingaskilti á vegum ona. Ákveðið hefur verið að 97 slíkar myndir verði við spænskar borgir. Aung San Suu Kyi Ársþing PEN-samtakanna gagnrýnt fyrir of mikimi íburð Torvelda þátt- töku rithöfunda þriðja heimsins MARGIR hafa orðið til að gagn- rýna hvemig staðið var að árs- þingi Alþjóðasamtaka rithöfunda, PEN, sem haldið var í Prag í Tékklandi fyrr í mánuðinum. Rúmlega 400 manns sátu þingið á Atrium-hótelinu, einu fínasta og dýrasta hóteli borgarinnar. í frétt í norska blaðinu Aften- posten segir að margir rithöfund- ar hafi verið óánægðir hversu mikið var lagt í þingið. Hið rétta andrúmsloft náist ekki í lúxusum- hverfi og þar að auki hafi einung- is ríku þjóðirnar efni á að senda fulltrúa á þingið en ekki ríki þriðja heimsins. Bent var á að enginn rithöfundur frá Afríku sótti árs- þingið 'að þessu sinni. Næsta árs- þing verður haldið í borginni Perth í Ástralíu og því er haldið fram að einungis vel stæðir, hvítir PEN- félagar muni hafa tök á að sækja þann fund. Ekki öllum boðið Á móti hefur þó verið bent á að Atrium hafi verið eina hótelið í Prag, sem gat hýst þing af þessu tagi, ekki bara vegna umfangsins heldur einnig nauðsynlegrar aukaþjónustu á borð við túlkun. En það er ekki aðeins skipulag ráðstefnunnar, sem hefur sætt gagnrýni. Margir rithöfundar reiddust mjög vegna móttöku er Vaclav Klaus forsætisráðherra bauð til. Bentu þeir á að hann hefði ekki staðið nægilega vel vörð um tjáningarfrelsið og m.a. reynt að koma í veg fyrir að Sal- man Rushdie gæti sótt Tékka heim í fyrra. Þrátt fyrir það klæddu menn sig upp og héldu í boð forsætisráðherrans. Þar kom hins 'vegar í ljós að boðið var ekki ætlað öllum. Ein- ungís um fimmtíu þekktustu for- setum PEN-samtaka í heiminum var hleypt inn. Þetta olli mikilli reiði þar sem ekki hefur tíðkast til þessa innan PEN að skipta mönnum upp í hága og lága. Þetta vakti á ný upp umræðu innan samtakanna um það hvern- ig standa bæri að samskiptum við stjórnmálamenn. Á undanförnum árum hafa samtökin þegið fjöl- mörg boð forseta, forsætisráð- herra og borgarstjóra víðs vegar í heiminum. Márgir telja þetta vera hættulega þróun þar sem samtökin verði of nátengd valdinu með þessum hætti í stað þess að viðhalda sjálfstæði sínu. Rithöf- undar eigi að vera gagnrýnendur valdhafa en ekki hirðfífl, segir í Aftenposten. Skrifræðisbákn og karlaklúbbur Þá segir að sú gagnrýni verði sífellt háværari að PEN-samtökin séu skrifræðisbákn og karlaklúb- bur sem einungis geti náð sam- stöðu um almenn málefni er eng- an styggi. Það er einungis sú nefnd samtakanna, sem sér um stuðning við fangelsaða rithöf- unda, sem sögð er sinna hlutverid sínu með sóma. Nefndipni er stjórnað af Joanne Leedom- Ackennan, ásamt tveimur öðrum konum, og reka þær upplýsingam- iðstöð í London sem almennt er litið á sem óháða og trúverðuga. Þá hafi stofnun Alþjóðaþings rithöfunda í Strassborg fyrr á árinu gert það að verkum að PEN-samtökin þurfi nú að horfast í augu við samkeppni. Nýju sam- tök hafi það einnig að markmiði að tryggja tjáningarfrelsi og berj- ast fyrir málstað kúgaðra rithöf- unda, Hefur Alþjóðaþinginu þegar tekist að fá ýmsum málum fram- gengt. Má þar nefna óhefðbundið verkefni, sem nýtur stuðnings Evrópuráðsins, og gengur út á að fá borgir til að skjóta skjóls- húsi yfir rithöfunda á flótta. Hef- ur Strassborg þegar gert Salman Rushdie að heiðursborgara og hefur hann rétt á að heimsækja borgina hvenær sem hann æskir þess og skuldbinda þá borgaryfir- völd sig til að tryggja öryggi hans. Berlín hefur -einnig fallist á þátttöku í verkefninu og búist er við að Amsterdam og Lissabon muni einnig gera það innan skamms. PEN-samtökin geta ekki sýnt fram á neina samsvarandi starf- semi og UNESCO, helsti styr- kveitandi samtakanna, ætlar að skera framlög-sín veruelga niður á næsta ári. Segir Aftenposten þetta mikið bak§lag fyrir samtök- in og að framtíðin sé ekki björt fyrir PEN. Bílar til sölu MMC Lancer 1600 árg. '93, 5 g., 4 d., rauöur, ek. 58 þús. Verö 1.120 þús. MMC Lancer 1500 árg. '89, 5 g., 4 d„ hvítur, 'ek. 88 þús. Verö 680 þús. Hyundai Pony 1300, árg. '93, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 43 þús. Verð 810 þús. Landa Sport 1600, árg. '91, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 40 þús. Verð 480 þús. Nissan Micra 1300, árg '94, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 20 þús. Verö 860 þús. Ford station LTD, 302 EFI, árg. '86, sjálfsk., 5 d„ sæti fyrir 8, hvftur, ek. 76 þús. mfl. Verð 790 þús. Lada Samara 1500, árg. '92, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 24 þús. Verð 490 þús. Toyota Carina 2000, árg. '91, sjálf- sk„ 4 d„ grænn, ek. 46 þús. Verð 1.150 þús. Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinn s. 814060.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.