Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 21 LISTIR Undir ólíkum merkjum MYNDLIST Norræna húsid HÖGGMYNDIR Þórdís Alda Sigurðardóttir. Opið alla daga kl. 14-19 til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis ÞEIM SEM unna náttúrunni um- fram mannanna verk er viss fróun í þeirri vitneskju að þrátt fyrir alla þá orku og hugvitssemi sem maður- inn léggur í hin ýmsu tæki og tól sem hann beitir á umhverfi sitt, þá er enginn vafi á hver örlög þeirra verða; náttúran og hið óstöðvandi framskrið tímans mun um síðir má út öll mannanna verk, þannig að aðeins minningin stendur eftir, þegar hið endanlega uppgjör fer fram. Þessi nöturleg ályktun, sem endu- rómar orð prédikarans í Gamla Testamentinu, kemur óneitanlega fram í hugann þegar litið er til mynd- verka Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. í verkum sínum heldur listakonan áfram að vinna út frá svipuðum and- stæðum og þeim sem komu sterkt fram í sýningu hennar í Nýlistasafn- inu fyrir þremur árum. Hér getur að líta ryðgaðar og úr sér gengnar leifar véla, sem fýrir aðeins -fáum áratugum voru glæst tákn atorku og framfara, en hafa samt endað á öskuhaug tímans; þaðán hefur þeim verið bjargað til annars lífs, þar sem mýkt og litadýrð flauelsins hefja þær til virðingar á ný, í allt öðru sam- hengi en fyrr. Að þessu sinni hefur listakonan gefið sýningu sinni yfirskriftina „Undir merkjum", og vísar þar að nokkru til ákveðins verks á sýning- unni, en jafnframt til þess nýja hlut- verks, sem efniviðurinn hefur fengið. Hér eru alls tuttugu og fimm verk og flest unnin með ofangreindum hætti, þ.e. samsetningu andstæðra efna. Þórdís Alda notar mest rautt og blátt flauel sem bakgrunn eða viðbót við ryðgað járnið, og bætir stundum meiru við, t.d. í „Aldin- pressa" (nr. 1), sem er afar skemmti- leg samsetning. í sumum verkanna virðist lista- konan byggja heimspekilegar tilvís- anir á þeim efnislegu andstæðum sem mynda heildina og má í því sam- bandi benda á verk eins og „Út í bláinn" (nr. 12) og „Alheimur og annað“ (nr. 13), þar sem er að finna ónotaða spjaldskrá þess sem aldrei verður fyllt; „Blessuð heimilin" (nr. 17) minnir óneitanlega á altaristöflu, og er þá stutt í tilbeiðsluna. Hinir margvíslegu möguleikar formsins ráða ríkjum í ýmsum öðrum verkum. Það er óneitanlega viss tign yfir gömlu gírstönginni í „Pendúll" (nr. 4), línuspilið innan rammans í „Samlagning" (nr. 2) gæti sómt sér fyllilega í málverki, sem og tvíræður titillinn; „Minnisvarði" (nr. 7) er tíg- urlegt verk, sem skapar mun sterk- ari heild en efniviðurinn gefur ástæðu til að ætla. Þó að flest verkanna á sýningunni séu þannig samsett úr andstæðum efnum sem ná vel saman, skera tvö þeirra sig úr. Annað er innsetning, sem tekur allan innri sýningarsalinn, og listakonan nefnir „1: vegg (einn ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir: Minnisvarði. á móti vegg)“. Þarna er með vissum hætti verið að takast á við rýmið og tilfinningu áhorfandans fyrir því, þegar einhveijir þættir þess eru óljós- ir; einhvern veginn nær þessi fram- kvæmd sér þó ekki á strik, einkum þar sem tengslin við aðra hluta sýn- ingarinnar eru óljós. Annað verk sem er ólíkt er „Sam- ferðafólk og hestur" (nr. 6), þar sem listakonan hefur fengið skópar frá fimmtíu manns og setningu sem tengist minningu þeirra. Um þessa framkvæmd segir Þórdís Alda í sýn- ingarskrá: „Verkið kemur inn á hug- myndir mínar um lífsmynstur og snúninga mannsins bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Enginn klæðnaður mót- ast eins af eiganda sínum og skór. Skór segja sögur.“ Þessir skór segja allir sögur: „A þessum skóm var farið geyst um gleðinnar dyr“; „Þeir minntu mig á ömmu, en svo meiddu þeir mig“; „Þetta var yndislegt sumar". - Þetta verk tengir sýninguna betur en ella því mannlega lífi, sem vissulega býr að baki öllum verkunum í salnum en hefði líklega mátt útfæra frekar; hvað býr t.d. að baki tjaldinu? Hér er unnið undir ólíkum merkj- um og andstæð efni sameinuð í skap- andi heildir. Ef eitthvað mætti finna að sýningunni væri helst að nefna að það er nokkuð þröngt um verkin, sem hefðu flest notið sín betur ef þau hefðu notið meira rýmis. Þessi hnökri skyggir þó ekki á að hér er á ferðinni vönduð og áhugaverð sýn- ing, sem vert er að benda sem flest- um á að skoða. Eiríkur Þorláksson Fyrsti forsetinn BOKMENNTIR Æ visaga SVEINN BJÖRNSSON eftir Gylfa Gröndal Forlagið, 1994 - 379 síður GYLFI Gröndal hefur nú sent frá sér þriðju forsetaævisöguna. Hafa þá öllum þrem fyrstu forsetum lýð- veldisins verið gerð skil í virðulegum ævisögum á u.þ.b. 1.300 blaðsíðum. Það er vissulega mikið verk. Rithöfundarverk Gylfa Grön- dals er einnig orðið mikið. Samkvæmt skrá fremst í þessari bók eru viðtalsbækur og ævisögur orðnar tuttugu og við það bætast níu aðrar bækur. Hér er því svo sann- arlega enginn viðvaningur á ferð, ef einhver skyldi hafa haldið það. Það leynir sér ekki heldur við lestur þessarar bókar að þar hefur pennaleikinn maður og þjálfaður við bókargerð haldið um. Bókin er einstak- lega lipurlega skrifuð, auðles- in og á köflum skemmtilegur lestur. Verður þó varla sagt að efnið gefi beinlínis yfirfljótanleg- ar ástæður til þess. Sveinn Bjömsson var fæddur árið 1881 og andaðist áfið 1952. Hann var sonur Bjöms Jónssonar ritstjóra og síðar ráðherra og konu hans Elísabetar Sveinsdóttur prests og fræðimanns Níelssonar. Er langt mál um foreldra Sveins og fleiri ættmenn í bókinni. Sveinn ólst upp í Reykjavík og varð lögfræðingur að mennt. Hann varð sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn frá 1920-1940, ríkis- stjóri íslands 1941-1944 og Joks forseti íslands frá 1944-1952. í öll- um þessum störfum var Sveinn Bjömsson frumheiji og það féll þvi í hans hlut að móta mikilvæg trún- aðar- og virðingarstörf. Að því leyti er saga hans merkileg og mikilvæg og hreint ekki svo iítill þáttur þjóð- arsögunnar. Höfundi tekst að mínu viti vel að koma þessu til skila til lesandans. Ekki dylst að Sveinn Björnsson þurfti oft og einatt að glíma við erfið viðfangsefni þar sem reyndi á samningalipurð, stjóm- visku og skapfestu. Svo virðist sem Sveinn hafi verið ríkulega gæddur þessum eiginleikum. Stjórnmála- menn virðast einnig hafa borið mik- ið traust til hans. A styijaldarámn- um þegar þeir stóðu í raun ráðþrota andspænis miklum vanda fólu þeir honum ríkisstjóraembættið, sem var vissulega afar yaldamikið embætti. Eg býst við að því megi halda fram með nokkurum rétti að á tímabili hafi Sveinn Bjömsson og Vilhjálmur Þór stjórnað landinu án mikillar íhlutunar annarra og líklega hafi þeir haft meiri áhrif á framvindu mála til lengri tíma en margan gmn- ar. Þegar Sveinn Björnsson tók við forsetaembætti var hann tekinn fast að eldast, kominn á sjötugs aldur. Varla er við því að búast að miklar sögur fari af embættisfærslu hans, enda tæplega að embættið gæfi til- efni til þess. Hann gaf því þó þann blæ virðuleika sem það hefur síðan notið. En þijátíuogtveggja blaðsíðna umfjöllun (að meðtöldum myndum) finnst mér í minnsta iagi í svo stórri bók. Eins og ég nefndi fyrr er bók Gylfa Gröndals einkar læsileg bók og prýðilega samin. Við lestur henn- ar greip mig þó sú undarlega tilfinn- ing að ég hefði lesið þetta allt áð- ur. Við nánari skoðun er það þó í rauninni ekki einkennilegt. Heim- ildaskrá leiðir í ljós að höfundur hefur að langsamlega mestu leyti stuðst við prentaðar heimildir og vega þar vitaskuld þungt Endurminningar Sveins Bjömssonar sjálfs. Það er þvi ekki við öðru að búast en að rosknum og bókhnýsnum manni, eins og þeim sem þetta ritar, komi hér flest kunnug- lega fyrir sjónir. Öðru vísi kann þessu að vera farið um yngri kynslóð. Engu breytir þetta þó um að hér eru marg- ar og sundurieitar heimildir felldar í gott og skipUlegt samhengi, reynt að vinsa úr missagnir og hafa það sem réttast er. Nokkrum vonbrigð- um hlýtur þó að valda hversu fátt nýtt kemur fram. Ekki er að sjá að nein óbirt skjöl hafi verið við að styðjast og hvergi er minnst á óbirt gögn úr ríkisstjóra- eða forsetatíð Sveins Björnssonar eða bréfaskipti hans við aðra. Er ekkert til af þessu tagi sem hefur ekki áður verið notað? Lesandi hlýt- ur að velta þessu fyrir sér í ljósi þess að ævisagan iætur óneitanlega ýmsum veigamiklum spurningum ósvarað. Þrátt fyrir þetta skal þó engan veginn dregið úr því að Gylfi Grön- dal hefur unnið mikið og gott verk með ritun þessara þriggja ævisagna. Þær munu hvarvetna sóma sér vel og eiga skilið að verða lesnar af mörgum. Sigurjón Björnsson Sveinn Björnsson Gylfi Gröndal Þjóðleikhúsið Góð aðsókn að sýningum MJÖG góð aðsókn hefur verið að sýningum í Þjóðleikhúsinu það sem af er leikárinu segir í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu. Á stóra sviðinu má fyrst nefna óperuna Vald örlaganna en uppselt var á allar átta sýningar fyrri sýningar- tímabilsins og nær uppselt orðið á sýningarnar átta á því síðara, sem nú fer að hefjast. Alls hefur á fjórða þúsund manns séð Vald örlaganna og svipaður fjöldi á pöntuð sæti á komandi vikum. Gauragangur var tekinn upp frá fyrra leikári og hefur verið sýndur fyrir meira og minna fullu húsi í haust. Sýningar á Gauragangi eru nú orðnar hátt á sextíu talsins og áhorfendur orðnir um tuttugu og fimm þúsund. Uppselt er á næstu sýningar, en þeim verður haldið áfram eftir áramót. Sömu sögu er að segja um Gaukshreiðrið, það verður sýnt áfram á næsta ári og eru aðeins þijár sýningar fyrirhugaðar fram að jólum. Gaukshreiðrið var einnig tekið upp frá fyrra leikári og hefur fengið mjög góðar viðtökur, aðeins nokkur sæti laus á næstu sýning- um. í lok október frumsýndi Þjóðleik- húsið síðan barnaleikritið Snæ- drottninguna, áhorfendum á öllum aldri til mikillar gleði. Snædrottn- ingin er sýnd næstu sunnudaga fram í byijun desember, ein sýning er milli jóla og nýárs, en síðan heldur Snædrottningin áfram eftir áramót. Lausum sætum fer ört fækkandi á næstu sýningar. Sýningar á litlu sviðunum hafa einnig fengið mikla aðsókn, Sannar sögur af sálarlífi systra hafa geng- ið fyrir fullu húsi og uppselt á næstu sýningar og einleikurinn Dóttir Lúsífers hefur einnig vakið mikla hrifningu. Sýningar á litlu sviðunum þurfa þó fljótlega að víkja fyrir næstu uppfærslum. Lýk- ur sýningum á Dóttur Lúsífers í byijun desember. SIGURÐUR Sigurjónsson í Gaukshreiðrinu. minni eldsneytiseyðsla *öpuggari gangsetning *betri ending •fagleg vinnubrögð HEKLA ti//e///a óest/ TIMAPANTANIR I SIMA 69 55 □□ Laugavegi 170-174, sími 69 55 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.