Morgunblaðið - 22.11.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 22.11.1994, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ * Asgerði Búadótt- ur svarað EG ÞAKKA óvænt tilskrif á opinber- um vettvangi, þótt fýsilegri hefðu verið á öðrum og ljúflegri nótum. En slíkum bréfum ber að svara og helst með hraði og áður en hinn al- menni lesandi hefur velt sér full mik- ið upp úr hinum meintu ávirðingum rýnisins. 1) Hann stendur fast við skrif sín um handíðir, „sem á myrkum öldum héldu uppi listrænum eiginleikum meðal íslenzku þjóðarinnar". Handíð- ir skilgreinast samkvæmt orðabók- inni sem (listrænn) iðnaður unnin í höndunum og var til meðal þjóðarinn- ar frá fyrstu tíð, allt frá ritlist á vopn og veijur í almennan útskurð og handsaum. Og þó ytra byrði vegg- teppis sé skreytt ísaumi er undirstað- an ofin*og vefurinn því nærtækur. Uppsláttarbækur nefna þetta gjam- an vegg(mynd)teppi, en sjálfsagt ' hefði verið hægt að nota annað orða- lag sem síður væri mögulegt að snúa út úr. 2) Þegar það er orðað svo, að for- tíðin sé ræktuð með mikilli samvisku- semi, er að sjálfsögðu átt við traust og öguð vinnubrögð og það er mitt álit að nútímavefnaður á borð við Ásgerðar Búadóttur, sæki rætur sín- ar og grunn í hefð fortíðar, því ann- • ars væri hann einfaldlega ekki til. 3) Bayaux refillinn er vissulega með útsaumi á ytri byrði á þann veg að myndimar á honum „eru saumað- ar með ullarþræði á ofinn og bleiktan línstranga". Þráðurinn og vefurinn er því alltaf nærri sem grunneiningar heildarinnar. 4) Loks tók ég dæmi af einu teppi myndraðarinnar í Cluny safninu ná- kvæmlega eins og heimildir mínar og því til sönnunar birti ég mynd af þessu teppi með textanum óbreytt- um, þannig að menn geti séð svart á hvítu að hér var rétt farið með heimildir. Hef margoft og löngum stundum dáðst að öllum teppunum í beinu sjónmáli, en vísaði einungis til Nýjar bækur • DÁSAMLEG veiðidella er ný veiðibók eftir Eggert Skúlason fréttamann. Eggert hefur skráð í þessa bók tólf veiðisögur byggðar á samtölum við menn sem upplifðu atburðina. Sögunar eru úr ýmsum áttum. Stangaveiði og skotveiði koma jöfnum höndum við sögu. Lax, silungur, refur, gæs, selur, ijúpa og minkur. Utgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 151 bls. ístóru brotiprýdd miklum fjölda Ijósmynda, sem Gunnar Bender hafði umsjón með. Prentvinnsla var íhöndum Odda hf. Verð2.980kr. • Þegarsálin sérný unglinga- skáldsaga Þóreyjar Friðbjörns- dóttur, er komin út. Þetta er önn- ur skáldsaga Þór eyjar, en hin fyrsta, Aldrei aftur, kom út í fyrra. Þórey er enskukennari að mennt og hefur þýtt fjölcia bóka hin síðari ár. í kynningu út- gefanda segir: 1>órey Frið‘ „Þegar sálin sér bjömsdóttír. er dulræn saga og kynngimögnuð. Hún segir frá Auði, stúlkunni sem sá það sem öðrum var hulið. Systir hennar hverfur eins og jörðin hafi gleypt hana og enginn fær ráðið gátuna um afdrif hennar. Nema Auð- ur ..." Útgefandi er Jöklaútgáfan. Kápu gerði A uglýsingastofa Reykjavíkur. Bókin erprentuðí Borgarprenti hf. Hún er 150 bls. að lengd ogkostar 1.995 krónur. LISTIR BILDTEPPICH: Das Gehör, Szene aus der Teppichfolge, La Dame á la Licorno, 1480-1500. 370x290 cm. Paris, Musée de Cluny. eins. - Fullmikið telst Ásgerður taka upp í sig með því að halda því fram, að „allur nútímavefnaður, sem og minn, er ekki sprottinn upp úr hefð fortíðar, heldur af nákvæmlega sömu forsendum og önnur myndlist á þess- ari öld“. Rétt er það að sjálfri myndrænni túlkunarhefðinni hafi verið umbylt, en svo flett sé upp í íslenzku alfræði- bókinni, stendur þar orðrétt: „Þannig var ofíð á ísl. frá landnámi og fram á 18. öld, í s.n. kljásteinavefstað." Þessu fylgir svo mynd af Baldisholt- teppinu frá Baldisholtkirkju í Heið- mörk í Noregi, ofið um 1180! Þá tel ég núlistir sækja drjúgt til hefðarinnar og grunnmál og grunn- form vera mikið til þau sömu, þótt hrist hafí verið hressilega upp í sjálfri hugmyndafræði útfærslunnar. Gullna sniðið heldur fullu gildi sínu í uppbyggingu myndheildar þótt for- sendur fyrir notkun þess hafi breyst, eins og teningur, kúla og keila halda sinni reisn. Af framanskráðu hlýt ég að hafa eitthvað til míns máls, þó Ásgerður hafi myndað sér sérskoð- anir um nútíma myndvefnað, sem sprottinn er upp af engu og með alveg sértækar eigindir, - hafni um leið þeirri grunntækni sem hún sjálf notast við. Að sjálfsögðu er enda- laust hægt að þrasa og snúa út úr varðandi þessi mál, en sú tegund rökfræði er síður minn vettvangur. Virðingarfyllst, Bragi Ásgeirsson SÝNINGU Leikfélags Reykjavíkur Hvað um Leonardo? hefur verið boðið að koma á leiklistarhátíð í Ljublijana í mars nk. Leikfélag Reykjavíkur Boð á leiklistar- hátíð í Slóveníu SÝNGINU Leikfélags Reykjavíkur Hvað um Leonardo? eftir Evald Flis- ar hefur verið boðið að koma á leik- listarhátíð í Ljubljana í mars næst- komandi. Leikritið gerist á heimili fyrir fólk með taugalegar truflanir og vekur upp margar spumingar, en er jafn- framt bráðfyndið. Sýning fékk ágæta dóma gagnrýnanda, ekki síst sjúk- lingahópurinn, sem er, ef svo má að orði komast, eðlilega óeðlilegur. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd gerði Axel Hallkell Jóhann- esson, búninga Aðalheiður Alfreðs- dóttir, lýsingu annaðist Elfar Bjarna- son. í hlutverkum eru Ari Matthías- son, Bessi Bjamason, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Magnús Olafsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, María Sig- urðardóttir, Pétur Einarsson, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Vigdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Gunnars- son og Þór Tulinius. Af þessum hópi verður ótvírætt að telja Martin, hlutverk Þorsteins, stærst, ,en það krefst óhemju fæmi og verður að telja þetta eitt af stærstu hlutverkum sem Þorsteinn hefur tekist á við hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningum lýkur fyrir jól og er síð- asta sýningin föstudaginn 2. des- ember. Meira um Beinagrindina BOKMENNTIR Barnabók SYNGJANDI BEINA- GRIND eftir Sigrúnu Eldjárn. Forlagið, 1994 - 90 síður. FYRIR síðustu jól kynntumst við skemmtilegu leynifé- lagi sem hét því frum- lega nafni Beina- grindin. Þetta er Reykjavíkursaga úr nútímanum og sögu- sviðið Spóagata. Söguhetjurnar eru krakkar á mismun- andi aldri. Ásgeir og frænka hans Birna eru tíu ára og í leyni- félaginu eru líka systkinin Kolbeinn, kallaður Beini, og Gunnhildur Salvör, sem kölluð er Gusa eftir fyrstu tveim stöfunum úr nöfnum hennar. Beini er reyndar bráðum fjórtán ára með pönka- raútlit en strákunum í bekknum finnst hann dálítið hallærislegur að vilja leika sér við smábörn. Frumleg eru líka leyninöfn krakk- anna sem sótt eru í erfiða kafla í líffræðinni en það eru nöfn á bein- um í fót- og handleggjum. Strák- amir kalla sig sköflung og dálk en stelpurnar öln og spíru. Fullorðna fólkið í sögunni er heldur óvenjulegt svo sem gamli Broddi sem er með alla brodda úti og skammast út í allt og alla, nornin sem ekki er nein venjuleg nom, vísindamaðurinn sem er svo utan víð sig að hann gleymir jafn- vel sínu eigin barni, skáldið sem er orðinn leiður á að vera alvarleg- ur, að ekki sé talað um óvænta óþokka sem búa um sig í kjallaran- um. I upphafi sögunnar er vandamál komið upp í leynifélaginu. Beina- grindin er ekki eins spennandi og áður og verkefnin vantar. En ekki líður á löngu þar til miklir atburð- ir fara að gerast. Framið er mannrán, glæpamenn gera sig heimakomna í húsinu þeirra og Rokkópera er undirbúin. Brugg- arar leika lausum hala og þá kemur dulmálið þeirra í góðar þarfir þegar koma þarf nauðsynlegum til- kynningum til lögregl- unnar sem treystir á að börnin sjái um að umhverfið sé hreint og til sóma. Eins og í fyrri bók- um Sigrúnar lætur henni vel að láta ekki útlit og innræti fylgjast að. Pönk- arinn er í raun alls ekki neitt skelfilegur og notar gervið til að vernda sjálfan sig gegn hugsan- legúm óvinum. Töffararnir eru líka bestu skinn og eru bara að reyna að vera kaldir með því að reykja en í raun finnst þeim það vont. Fallegi maðurinn sem er svo góður við Gusu reynist úlfur í sauðarg- æru. Myndir Sigrúnar eru líflegar og gefa sögunni mikið gildi. I þeim er hreyfing og þær falla vel að textanum. Þessi saga um krakk- ana í Spóagötu og uppátæki þeirra er glettin og fjörug og krakkarnir hressir og eðlilegir með hug- myndaflugið í góðu lagi. Sigrún Klara Hannesdóttir Sigrún Eldjárn HILMAR, Pétur og Matthías koma fram á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun. „Frjáls tónlist“ á Háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM á morgun, miðvikduaginn 23. nóv- ember koma fram þeir Iiilmar Jensson gítarleikari, Pétur Grét- arsson víbrafón- og slagverksleik- ari og Matthías Hemstock slag- verksleikari. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu og hefj- astkl. 12.30. í kynningu segir: „Tríóið mun leika það sem kalla mætti frjálsa tónlist, en útgangspunkturinn er ákveðinn hugmyndarammi eftir Hilmar Jensson er nefnist Traust I—V. Ramminn er röð fyrirmæla, sem snarstefjað er út frá og heiti hans skirskotar til þess trausts sem flytjendur þurfa að bera til ófyrir- sjáanlegrar framvindu verksins." Aðgangseyrir á tónleikana er 300 krónur en frítt fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.