Morgunblaðið - 22.11.1994, Page 23

Morgunblaðið - 22.11.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 23 AÐSEIMDAR GREIIMAR Unglingavandamál, foreldrafélög SIÐUSTU ár hafa umræður um vanda- mál unglinga sífellt orðið háværari, sem bendir til þess að vandinn fari vaxandi. En hvers vegna virðist ástandið hafa versnað frekar en batnað? Þetta er spuming sem margir vildu gjarnan fá svar við. Eannski er það aðeins vegna þess að fjölmiðlar kynna þessi mál mikið betur en áður þannig að umfang vanda- málsins verður ljósara en ella. í gegnum tíðina hafa ungl- ingar skemmt sér og margir notað vímuefni (tóbak, vín og önnur efni) mismikið. Eftir opinberri umræðu að dæma virðist þetta vera að aukast í öllum þáttunum þremur. Hvað er að? Ásdís Ólafsdóttir að bregðast við. Hvernig, hugsa marg- ir og eru allir af vilja gerðir. Hvers vegna tökum við foreldrar ekki höndum saman, rísum upp og spyrnum á móti þessu? Þú getur nefnilega ekki ráðið ferðinni einn, foreldri góður, ef þú missir unglinginn út í hóp- inn, þ.e. þennan sem kallaður er slæmur félagsskapur. Hvað er til ráða? Það er sennilega engin „patentlausn" til, þá væri vandamálið ekki til staðar lengur. En það þýðir ekki að við eigum að leggja niður rófuna og gefast upp. Við verðum að reyna meira en það forvarnarstarf sem allir tala um. Þá er það fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla í skólunum. Margar kenningar eru á lofti um ástæður. Unglingarnir, eða bömin, byija vegna þess t.d. að þau lenda í slæmum félagsskap, þau eru tapsár í íþróttum, ein- hveijir foreldrarnir eru óhæfir til að sinna uppeldis- og leiðsagnar- hlutverki sínu og fleira og fleira. Við getum endalaust velt vöngum yfir ástæðunum, en við ættum ekki að láta það hindra okkur í Reykingar I skólunum byija margir nem- endur að reykja. Þeir elstu reykja og þeir yngri vilja vera „töff“, prófa einn „smók“ og svo fram- vegis. Þarna bera skólarnir ábyrgð. Að mínu mati erum við kennarar skyldugir að láta for- eldra nemenda vita ef þeir sjást reykja á skólatíma. Þetta atriði Ég skora á foreldrafé- A > lög, segir Asdís Olafs- dóttir, að drífa foreldra á vakt út í sjoppurnar og miðbæinn um helgar. hefur farið fyrir ofan garð og neð- an hjá mörgum kennurum í gegn- um tíðina, enda margir sekir sjálf- ir. Undanfarin ár hafa fleiri og fleiri skólar bannað kennurum að reykja í vinnunni þannig að nú ættu allir með góðri samvisku að geta hringt til foreldra ef þeir hafa séð barn þeirra reykja. Ég er sannfærð um að þessi ábending til foreldra mundi snarminnka reykingar barna, enda mundi börnunum verða kynnt í upphafi hvers skólaárs að þetta yrði gert. Áfengi Um helgar myndast oft hópar við sjoppurnar (sem iðulega spretta upp við nýjar skólabygg- ingar). Þeir elstu, „töffararnir“, fá sér áfengi, oft landa. Þeir yngri byija að horfa á, síðan fá þeir að smakka og svolítið seinna pínulítið meira og eru loks orðnir einn/ein af hópnum, þ.e. „töff“ eða „cool“. Þetta er aðeins lítið dæmi. Foreldrafélög Mér virðist að foreldrafélögin séu nú að verða virkari en áður og vil ég því skora á þau að taka til hendinni og drífa foreldra á vakt út í sjogpumar og miðbæinn um helgar. Útfærslan gæti verið eftirfarandi: Að hausti fá ungling- amir upplýsingar þess efnis að for- eldrar frá viðkomandi skóla verði við sjoppumar í merktum vestum frá viðkomandi skóla. Þetta gætu verið á bilinu 6 til 8 foreldrar frá hveijum skóla (eða eftir stærð skóla). Þeir ættu að ganga um, fýlgjast með og ræða við ungling- ana (bömin). Ef einhver væri dmkkinn eða eitthvað annað væri að gætu þeir náð í foreldri eða ein- hvern tengilið frá skóla ef foreldri þekkir ekki viðkomandi. Onnur efni Ef við getum komið í veg fyrir að unglingarnir neyti tóbaks eða víns tel ég víst að líkurnar á neyslu annarra og hættulegri efna verði minni. Ungmenni í slæmum fé- lagsskap, e.t.v. undir áhrifum áfengis, er auðveldari bráð fyrir sölumenn dauðans en hin sem hafa lært að gæta sín. Hins vegar hvet ég foreldra til að afla sér upplýsinga um fíkniefni og varnir gegn þeim. Full ástæða er til þess, því að enginn veit hver er næstur. Foreldrar, verið ekki hræddir við unglingana því þeir eru hið besta fólk þótt hóparnir séu stundum hávaðasamir. Hikið ekki við að tala við þá og grípa í taumana þegar þið sjáið upphaf óheillaþró- unar, seinna gæti orðið of seint. Höfundur er íþróttakennari í Kópavogi. Erfitt hefur það verið VEGNA mistaka í myndbirtingu er hér endurbirt viðtal við foreldra Kristins Arnar Friðgeirssonar, drengs á tíunda ári sem er í dag- vist í Lyngási. ÉG HITTI Didda þegar ég heim- sótti Lyngás. Hann var við leik úti í garði og greip þétt í mig þegar ég gekk framhjá honum. Hann er stór og stæðilegur dreng- ur á ellefta ári en þroski hans er á við rösklega tveggja ára barns. Svo handsterkur er hann að það þurfti lagni til þess að fá hann til að sleppa mér. „Við vitum ekki af hveiju hann fæddist svona, meðgangan gekk vel og fæðingin líka, þótt hún væri kannski full hröð,“ segir móðir hans Guðbjörg Erla Andrésdóttir. „Hann var orð- inn fimm mánaða þegar uptgöt- vaðist að hann væri ekki eðlileg- ur,“ segir faðir hans Friðgeir Kristinsson. Auk Didda eiga þessi hjón tvö eldri börn, Margréti og Guðmund. „Ég held að það sé betra að þetta sé á þann veginn, erfiðara er að eignast svona fatlað barn fyrst og síðan önnur börn, í okkar tilviki gátum við einbeitt okkur talsvert að Didda og systkini hans hafa sýnt honum ótrúlega þolinmæði og verið mjög dugleg að gæta hans ef nauðsyn hefur borið til þess,“ segir Guðbjörg. „Þetta hef- ur verið löng og tvísýn barátta við kerfið hvað gæslumálin snertir," segir Friðgeir.„Fyrst komum við honum inn í Múlaborg þegar hann var tveggja ára. Áður fórum við með hann með okkur í heimsókn til borgarstjóra. Eftir tvegggja ára veru í Múlaborg komst hann í Osp í Breiðholti og nokkru seinna í Lyngás og Safamýrarskóla, þar sem hann er nú. Loks hefur hann verið í Álfalandi í skammtímavist- un tvisvar í mánuði, það hefur sannarlega bjargað óskaplega miklu og einnig má nefna Kristinn Sæmundsson, tilsjónarmanninn Friðgeir, Guðbjörg og Margrét dóttir þeirra. sem Diddi hefur fengið og fer með hann öðru hvoru út. Diddi hefur fengið fyrirtaks umönnun þar sem hann hefur, starfsfólkið á fyrrnefndum stöðum er frábært. Hins vegar setur að okkur kvíða þegar við hugsum til þess að senn hættir hann að geta verið í Álfalandi, þar lýkur vist- unarmöguleikum við 12 ára aldur. Hvað þá tekur við er ekki ráðið ennþá. Hann gæti kannski komist að í Víðihlíð en það teljum við ekki góðan kost, þar er fólk frá 12 ára og fram á elliár, okkur finnst hann of ungur í slíkt. Við höfum setið fundi með nokkrum öðrum foreldrum og einn hjá Svæðisstjórn Reykjavíkur í sambandi við að reisa nýtt vist- unarheimiji líkt því sem nýlega var opnað í Árlandi. Við erum ekki tilbúin til þess að láta Didda frá okkur núna, en við búumst við að það taki nokkurn tíma að koma þessu fyrirhugaða vistheimili á jaggirnar, þótt vonandi taki það ekki heil sjö ár eins og þegar heim- ilið í Árlandi var reist. Hins vegar erum við mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessu frá grunni, ekki aðeins er gott að fá tækifæri til þess að hafa hönd í bagga með undirbúningi og hönnun heldur er það þýðingarmikið að hafa þennan tíma til andlegs undirbúnings, það er erfítt að láta frá sér fatlað barn, þótt á hinn bóginn sé ekki annar Kristinn Örn (Diddi) kostur fyrir höndum, hann verður senn svo stór og sterkur að við ráðum ekki við hann. Hér heima fer hann uppum allt og þarf að hafa sterkar gætur á honum, út á svalir og út í garð þýðir ekki að leyfa honum að fara, hann hef- ur ekki vit til þess að gæta sín á hættum. Að eiga svona mikið fatlað barn reynir mikið á samheldni foreldra og raunar fjölskyldunnar allrar. í okkar tilviki hefur þetta gengið með þeirri aðstoð sem við höfum fengið, en erfitt hefur það verið oft á tíðum. Það er óneitanlega mikið álag að eiga svona barn.“ W" /iBmBI BAÐÞILJUR Stórglæsilegar amerískar baðplötur. Mikiö úrval á hreint ótrúlega lágu veröi. Kontið og skoðið í sýningarstil okkar í Ármiíla 29. Alltaf til á lagcr Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 Bílar á útsölu Mazda 626 210 GLX 87, 2ja dyra, 5 g., ek. 110 þ. km. V. 450 þús. Útsala 330 þús. Mazda 626 2,0 GLX ’85, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 290 þús. Útsala 230 þús. Peugeot 309 '87, 4ra dyra, 5 g., ek. 44 þ. km. V. 350 þús. Útsala 270 þús. Ford Escort 1,3 '86, 3ja dyra, 5 g., ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Útsala 170 þús. Toyota Hl Lux D Cap '91, 5 g., ek. 120 þ. km., upphækkaður, stigbretti, bretta- kantur, 36“ dekk, 35“ nagladekk fylgja. V. 1.790 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 1800 Sedan '90, sjálfsk., ek. 64 þ. km., ný yfirfarinn af þjónustu verkstæðis, t.d. tímareim o.fl., rafm. í rúö- um. V. 1.170 þús. Sk. ód. MMC Colt GLXI '90, rauður, 5 g., ek. 89 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 1800 Sedan '91, sjálfsk., ek. aöeins 17 þ. km., rafm. í rúðum. V. 1.330 þús. Sk. ód. MMC Colt 1,5 GLX ’90, dökkblár, sjálfsk., ek. aðeins 45 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. Einn eigandi. V. 780 þús. Volvo 440 GLT '89, 5 g., ek. 87 þ. km., álfelgur o.fl. Fallegur bfll. V. 870 þús. Toyota Camry 2000 GLl '91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.380 þús. Sk. ód. Subaru Justy ’87, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 87 þ. km., sumar- og vetrardekk á felgum. V. 350 þús. Opel Corsa '94, 5 dyra, vínrauður, sjálfsk., ek. 6 þ. km. V. 1.200 þús. Sk. á 7 manna bíl ódýrari eða slétt. Toyota 4Runner ’92, sjálfsk., ek. 40 þ. km., m/öllu. V. 2,6 millj. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut. Kópavogi, sími 671800 M. Benz E '91, grásans., sjálfsk., ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.150 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92, steingrár, 5 g., ek. 62 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 950 þús. Sk. ód. Suzuki Fox 413 langur 87, 4 g., ek. 105 þ. km. (B-20 vél), 31“ dekk, tveir gangar. V. 600 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX Station 4x4 ’91, 5 g., ek. 40 þ. km., rafm. í rúðum, sumar- og vetrardekk á felgum. V. 1.090 þús. Sk. ód. MMC Lancer 1.6 GLXi ’93, steingrár, sjálfsk., ek. 24 þ. km. Sem nýr. V. 1.275 þús. Sk. ód. Toyota 4Runner V-6 ’91, grænn, 5 g., ek. 74 þ. km., 31“ dekk, álfelgur, sóllúga o.fl. V. 2.150 þús. Sk. ód. MMC Colt GLX ’90, sjálfsk., ek. 45 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.