Morgunblaðið - 22.11.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 22.11.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 25 Hægt á starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík vegna verkfalls sjúkraliða upplýsingar um prótínið í músinni sjálfri, kom í ljós að hegðun stökk- breyttu prótínanna féll stundum vel að því sem búast mátti við, en í öðrum tilfellum gaf tilraunaglasið engar upplýsingar. Rannsóknir okkar sýna að litlar breytingar á erfðaefni geta valdið breytingum á svæðum innan prót- ínsins sem áður var ekki tekið eft- ir. Þegar við rannsökum sýni í til- raunaglasi fara þessir þættir fram hjá okkur,“ segir Eiríkur. í fréttaskýringu tímaritsins Nat- ure Genetics segir að aldrei verði lögð of mikil áhersla á mikilvægi erfðafræðirannsókna, enda gefi þær oft betri upplýsingar en rannsóknir í tilraunaglasi. Niðurstöður Eiríks og samstarfsmanna hans séu mikil- vægur áfangi í rannsóknum á hegð- un stjórnprótína í lífverunni sjálfri og sýni hversu flókið samspil sé milli erfðavísa og stjórnprótína þeirra í lifandi frumum. Sjúkdómsgreining erfið Nú eru þekkt þrjú afbrigði af Waardenburg-sjúkdómi. Erfðavísar hafa verið einangraðir fyrir tvö þessara afbrigða í músum og mönn- um og eru vísbendingar um að þriðja afbrigðið verði fundið fljót- lega. Læknum hefur reynst erfitt að greina Waardenburg-sjúkdóminn og greina í sundur afbrigði hans. Nú er greint milli afbrigða með því að mæla íjarlægð milli augna. í fólki með WSl-sjúkdóm eru augun fjær hvort öðru en í heilbrigðum einstaklingum og í mönnum með WS2-sjúkdóm. Fyrrnefnda afbrigð- ið hefur einnig meiri áhrif á þroska augna en leiðir sjaldnar til heyrnar- leysis. Til að flækja málið enn frek- ar eru til ýmsir aðrir erfðagallar sem hafa líka svipgerð, en hafa til þessa verið taldir óskyldir Waardenburg- afþrigðunum. „Rannsóknir á erfðavísum í mús- um koma gjarnan að notum í læknisfræði. Til dæmis geta slíkar rannsóknir leitt til þess að betri aðferðir verði fundnar til að greina einstaklinga sem bera sjúkdóminn. Skilningur á því hvernig og hvenær erfðavísarnir virka er að sjálfsögðu grundvöllur þess að hægt sé að leita leiða til þess að hefta sjúkdóminn með erfðafræðilegum aðferðum," segir Eiríkur. Ekki störf í boði „Næsta skref okkar í þessum rannsóknum verður að rannsaka betur starfsemi þessa stjórnprótíns í músum. Við ætlum ekki að skoða sjúkdóminn í mönnum, enda hafa aðrir betri tök á því. Hins vegar höfum við í hyggju að æxla saman þeim tveimur stökkbreyttu músa- stofnum sem í mönnum valda WSl og WS2. Slík æxlun gæti hugsan- lega gefið upplýsingar um samspil þessara tveggja prótína. Slíkar til- raunir á músum eru augljóslega mun auðveldari og markvissari, enda getum við æxlað saman ein- staklingum að vild,“ segir Eiríkur. „Þar sem prótínið sem við skoðuðum í þessari rannsókn hefur áhrif á þroska augna, hef ég áhuga á að snúa mér næst að því að kanna hvaða erfðavísar koma við sögu við þroska augna almennt í spendýrum.“ --------- Eiríkur lauk doktors- tji í að legðum ^rótína erum prófi í erfðafræði frá Kaliforníuháskólanum Los Angeles (UCLA) árið 1992. Hann er kvæntur Dr. Sigríði Sigurjónsdótt- " ur, lektor í málfræði við Háskóla íslands. „Eg gæti vel hugsað mér að flytj- ast heim til íslands," segir Eiríkur aðspurður hvort hann sé ekki hald- inn heimþrá. „Konan mín er með stöðu á íslandi og það er ekki mik- ið heimilislíf þegar Atlantshafið skilur fólk að. Hins vegar er ekki til mikils að flytja heim nema í boði sé starf við hæfi og sem stendur er ekkert slíkt á lausu. Því verð ég að leita á önnur mið,“ segir Eiríkur Steingrímsson erfðafræðingur. Morgunblaðið/Kristinn ÁLAG á annað starfsfólk spítalanna hefur aukist mikið síðan verkfall sjúkraliða skall á 10. nóvember. I 'iLji yr’ í mm: n i\ Yfir fimmtungi allra rúma hefur verið lokað YIR fimmtungi allra rúma á Ríkisspítölunum og Landakotsspítala hefur verið lokað vegna verk- falls sjúkraliða. Á Borgarspítala hefur um 15% allra rúma verið lok- að. Hægt hefur verið á starfsemi spítalanna. Nánast engar bæklunar- aðgerðir eru gerðar á Landspítala og biðlistar lengjast. Mikillar þreytu er farið að gæta meðal starfsfólks spítalanna vegna ástandsins, en verkfaíl sjúkraliða hefur nú staðið í eina og hálfa viku. Álag á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki á öldrunardeildum hefur aukist mikið. Á mörgum deildum er 30-50% færra starfsfólk en venjulega. Sums staðar hefur starfs- fólk verið fært til á milli deilda. Starfsfólk á deildum þar sem dregið hefur verið úr starfsemi hefur verið flutt yfir á öldrunardeildir eða þang- að sem álagið er mest. Starfsfólk orðið þreytt „Það er farið að gæta mikillar þreytu meðal starfsfólks á þessu ástandi og það sama má segja um sjúklinga. Það vona allir að þessu verkfalli ljúki sem allra fyrst,“ sagði Bryndís Gestsdóttir, hjúkrunardeild- arstjóri á Landakoti. Starfsemi spít- alans hefur dregist mikið saman í verkfallinu. Þijár deildir hafa verið sameinaðar í eina og nokkrir sjúk- lingar hafa verið sendir heim af öðrum deildum. Dregið hefur verið úr innlögnum og aðgerðum fækkað. Áður en verkfall hófst voru 116 sjúkrarúm í notkun á spítalanum. 27 þeirra hefur nú verið lokað. 120 rúmum lokað af 535 Staðan á Ríkisspítölum er svipuð. Deildum hefur verið lokað og dregið úr innlögnum og aðgerðum. Nánast engar bæklunarðagerðir eru gerðar á Landspítalanum. Um 120 rúmum hefur verið lokað, en 535 rúm eru á Ríkisspítölunum. Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði að ástandi væri víða erfitt og álag á starfsfólk mikið. „Við tökum ekkert inn nema bráðveikt fólk. Það er mjög mikið að gera á þeim deildum Um 120 rúmum á Ríkisspítölunum hefur verið lokað vegna verkfalls sjúkraliða, 67 rúmum hefur verið lokað á Borgarspítala og 27 rúmum á Landakoti. Dregið hefur verið úr innlögnum og bæklunaraðgerðir liggja að mestu leyti niðri. sem eru opnar og starfsfólk hefur því orðið að bæta við sig mikilli vinnu,“ sagði Vigdís. Á Borgarspítalanum hefur 67 rúmum verið lokað, en þar eru um 500 rúm. Hægt hefur verið á starf- semi spítalans á mörgum deildum þó að þeim sé haldið opnum. Borgarspítalinn var með bráða- vakt um síðustu helgi. Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði að vaktin hefði gengið vel þrátt fyrir verkfallið. Sem betur fer hefði álagið verið nokkuð jafnt og því hefði ekkert vandræðaástand skapast. Erf- iðleikamar sem verkfallið orsakaði væru eftir sem áður miklir. Ganga í störf sjúkraliða Sjúkraliðafélagið hafði samband við Sókn í gær vegna vinnu fimm starfsstúlkna úr Sókn á öldrunar- deildum í Hátúni. Þær voru kallaðar út á aukavaktir um helgina. Deild- imar era ein af þeim deildum þar sem ágreiningur er um framkvæmd verkfallsins. Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags- ins, sagðist líta svo á að um verk- fallsbrot hefði verið að ræða. Sókn er að kanna málið í samstarfi við lögfræðing félagsins. Kristín sagði að ekki hefði verið mikið um að Sóknarkonur gengju í störf sjúkraliða í verkfallinu. Hins vegar hefði nokkuð verið um að hjúkrunarfræðingar gengju í störf sjúkraliða. Hún sagði að félagið hefði skoðað þessi mál án þess að til sérstakra aðgerða hefði komið. Panta l\júkrunarvörur af heildsölum Ríkisspítalarnir pöntuðu í gær hjúkrunarvörur frá heildsölum, en spítalarnir fá ekki vörur af hjúkrun- arlagernum við Tunguháls. Vigdís Magnúsdóttir, hjúkmnarforstjóri, sagði að farið hefði að bera á skorti á nokkram vörum um helgina, t.d. bleium. Hun sagði að hægt væri að fá vörar frá heildsölum með skömm- um fyrirvara þannig að hún sagðist ekki telja að erfiðleikar sköpuðust á spítölunum vegna skorts á hjúkr- unarvörum. Sjúkraliðar eru með sólarhrings- - vakt við hjúkrunarlagerinn á Tungu- hálsi. Kristín Á. Guðmundsdóttir sagði að því yrði haldið áfram þrátt fyrir að Ríkisspítalarnir öfluðu sér hjúkranarvara annars staðar. Landlæknir fylgist með Landlæknir hefur rætt við stjóm- endur sjúkrastofnana og forystu- menn Sjúkraliðafélagsins um ástandið sem skapast hefur á sjúkrastofnunum vegna verkfallsins. Sjúkraliðar hafa einnig rætt málið við Rannveigu Guðmundsdóttur, fé- lagsmálaráðherra. Fundur sjúkra- Iiða beindi því til ráðherrans að beita sér í málinu. I ályktun fundarins segir að sjúkraliðar telji að það þurfi kvenlega íhygli og frumleika til að fá fjármálaráðherra til að átta sig á að sjúkraliðar telji það ekki sitt hlutverk að sitja á launakjörum ann- arra láglaunastétta. Samninganefndir ríkisins og Sjúkraliðafélagsins hafa rætt saman næstum daglega síðan verkfallið hófst. Nær ekkert hefur miðað í samkomulagsátt. ASÍ vill að stjórnvöld efni fyrirheit Sambandsstjórnarfundur Al- þýðusambands íslands, sem hófst í gær, sendi frá sér drög að ályktun um kjaramál sjúkraliða, þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld endur- skoði nú þegar afstöðu sína til kjaradeilu sjúkraliða. Þar segir, að undanfarin misseri hafi aðilar vinnumarkaðar og stjórnvöld ítrek- að sett fram þau sjónarmið að hækka beri laun hinna lægst laun- uðu umfram aðra. „Jafnframt hefur verið viðurkennt að áherslu beri að leggja á aukna starfsmenntun í atvinnulífinu og þá ekki síst meðal starfsfólks í heilbrigðis- og umönn- unargeiranum. Þetta á fyrst og fremst við um þá hópa sem minnstr- ar menntunar hafa notið. Þar liggja mikil ónýt tækifæri í framtíðarupp- byggingu íslensks atvinnulífs," seg- ir í drögunum. Þá segir: „Nú þegar efnahags- bati er að koma í ljós, sem byggir ekki síst á „þjóðarsátt“ undanfar- inna ára, er viðurkennt að skapast hefur svigrúm til almennra launa- hækkana. Jafnframt er nú skilyrði til að efna þau fyrirheit sem gefin hafa verið gagnvart þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þetta gildir hvort heldur er um að ræða kaup- liði og önnur starfskjör eða rnennt- unarmálin. Á grundvelli þess sem að framan segir hafnar sambandsstjórnarfund- ur ASÍ þeirri launastefnu sem stjórnvöld hafa rekið gagnvart kjör- um starfsmanna sinna undanfarna mánuði og þeirri tregðu sem nú rík- ir á þeim bæ til þess að ljúka kjara- samningum við sjúkraliða. Skorar fundurinn á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga við sjúkraliða á ofangreindum forsendum. Þá hvetur fundurinn til að í kom- andi kjaraviðræðum við almennt starfsfólk í heilbrigðis- og umönn- unargeiranum verði lögð áhersla á úrbætur í kjara- og menntunarmál- um þess. Það er í engu samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda að mismuna starfsfólki sínu með þeim hætti sem nú er verið að gera. Fyrir því eru engin haldbær rök,“ segir í ályktunardrögum sambands- stjórnarfundar Alþýðusambands ís- lands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.