Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 33 FRÉTTIR llr dagbók lögreglunnar Fiiiginn undir 16 ára fannst í miðbænum Á tímabilinu eru bókfærð 429 tilvik. 36 einstaklingar þurftu að gista fangageymslumar vegna ölvunarástands, hneyksl- anlegrar framkomu, ölvuna- raksturs, líkamsmeiðinga og inn- brota. Auk þeirra þurftu lög- reglumenn að handtaka um 20 aðra og færa á lögreglustöð. Þeim var sleppt að loknum við- ræðum. Ölvað fólk var óvenju þrætugjarnt um helgina og rekja lögreglumenn það beint til um- fjöllunar einstakra ijölmiðla af nýlegu máli. Þrátt fyrir leit fannst enginn unglingur undir 16 ára aldri í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags. Veður var fremur vont til útiveru að- faranótt laugardags og því fátt fólk á ferli í miðborginni. Óvenjumörg innbrot voru til- kynnt, eða 29 talsins. M.a. var brotist inn í þvottahús fjölbýlis- húsa í Leitunum og í Gerðunum og skemmdir unnar, íbúð í Hlíðunum, sólbaðsstofu, tré- smiðaverkstæði og í bifreiðir í Höfðahverfi, bifreiðir í Árbæjar- hverfi, í Seláshverfi, í Fossvogs- hverfi, í Vesturbæ og Miðbæ, í skrifstofuhúsnæði við Suður- landsbraut, í geymslur í Túnun- um og í Mýrunum, í verslun á Ártúnsholti og í Holtunum og í vinnuskúr við Flókagötu. Með þýfi í bíl Snemma á laugardagsmorgun handtóku lögreglumenn mann með þýfi eftir innbrot í bifreið við Ámtmannsstíg. Aðfaranótt mánudags var maður handtekinn eftir innbrot í verslun við Hverf- isgötu. Hann hefur margsinnis komið við sögu lögreglu vegna ýmissa afbrota. Tilkynnt var um 19 rúðubrot og 6 önnur skemmdarverk. M.a. þótti ástæða tif að vista 18 ára ölvaðan mann í fangageymslun- um eftir að sá hafði veist vægðar- laust að götustólpa á Lækjartorgi aðfaranótt sunnudags. Á laugardagsmorgun var til- 18. - 21. nóvem- ber 1994 kynnt um að maður hefði verið stunginn nokkrum sinnum í handlegg með hnífi þar sem hann var staddur í heimahúsi og jafn- framt skorinn á enni. Ein stungan fór í gegnum handlegg mannsins. Hann var færður á slysadeild og maður, sem einnig var í íbúðinni, var vistaður í fangageymslu. Upplýsingar liggja fyrir um að hinn slasaði hafi sjálfur veitt sér áverkanna. Seinnipart laugardags var til- kynnt um umferðarslys á Vesturlandsvegi á móts við Hlé- garð. Ökumaður hafði litið af veginum stundarkorn til að huga að barni sínu með þeim afleiðing- um að bifreiðin lenti utan í ve- griði og hafnaði síðan á staur. Meiðsli urðu ekki teljandi á fólki, en bifreiðin var mikið skemmd eftir óhappið. Auk þessa slyss varð annað umferðarslys þegar bifreið endastakkst fram af mal- arvegi skammt norðan Korpúlfs- staða á sunnudagsmorgun. Öku- maður og tveir farþegar slösuð- ust eitthvað. Grunur er um að þeir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Ætlað fíkniefni fannst á einum þeirra. Alls var 31 um- ferðaróhapp tilkynnt til lögregl- unnar um helgina. Skaut svan Síðdegis á sunnudag lögðu lögreglumenn hald á ólöglega veiði, svan, sem skotinn hafði verið fyrr um daginn á Suður- landi. Veiðimaðurinn hafði skotið hann í þeirri trú að hann mætti drepa alla fugla, líka þá friðuðu, svo framarlega að hann væri með leyfi landeiganda. Sameiginlegu umferðarátaki lögreglunnar á Suðvesturlandi lauk um helgina. Eftir sem áður munu lögreglumenn í hverju umdæmi halda áfram að íjar- lægja skráningarnúmer af öku- tækjum eftir því sem ástæða og tilefni er til á hveijum stað. 13 óku ölvaðir 13 ökumenn, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af um helgina, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra hafði lent í umferð- aróhappi áður en til hans náðist.- Um helgina þurfi lögreglan, auk ýmissa annarra ölvunartengdra mála, að hafa bein afskipti af 61 einstaklingi vegna ölvunar- háttsemi á almannafæri, hávaða og ónæðis í heimahúsum eða vegna heimilisófríðar. Lögreglan minnir á bindindisdag fjölskyld- unnar 24. nóvember nk. Hún hvetur alla til að reyna að vera án áfengis þennan dag sem og aðra daga. Lögreglumenn sem voru að aka um Hverfisgötu snemma á sunnudagsmorgun veittu athygli eldri manni, sem stóð þar upp við ljósastaur og hélt sér fast, en virtist samt óstöðugur á fót- um. Þegar nánar var að gáð sást að blæddi úr sári á enni mannsins. Lögreglumennirnir spurðu hvað hafði gerst. Maður- inn sagðist hafa verið að skemmta sér um nóttina, en þeg- ar hann hafði verið að reyna að ganga upp götuna hafði einhver ráðist áð honum og lamið hann í höfuðið. Honum hefði tekist að grípa utan um gaurinn og að halda honum föstum þangað til hjálp barst. Þegar manninum var sagt að hann hefði líklegast sjálf- ur gengið á staurinn sagðist hann aldrei skilja að ljósastaurar út um allan bæ þyftu endilega að ná alveg niður að jörðu. í útlöndum væri alls staðar bann- að að þeir væru nær jörðu en sem næmi um tveimur metrum. Og þar hefði hann aldrei séð fréttir um að gengið eða ekið væri á ljóstastaura. Lögreglustöðin í Grafarvogi flutti í ný húsakynni í Hverafold 5 um helgina. UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA FJÖLDl VINNINGAR VINNINGSHAFA 1.5015 4.445.453 2.J 89.819 3. 4al5 105 7.378 4.; 3.851 469 Heildarvinningsupphæö: 7.475.357 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR - kjarni málsins! ÍTALSKI BOLTINN 46. Icikvika , 19.-20. nóv. 1994 | Nr. Leikur: Röðin: 1. Parma - Foggia 1 - - 2. Sampdoria - Torino - X - 3. Napoli - Fiorentina - - 2 4. Cagliari - Genoa 1 - - 5. Bari - Cremoncse I - - 6. Brcscia - Roma - X - 7. Lazio - Padova 1 - - 8. Juvcntus - Reggiana I - - 9. Bologna - Spal 1 - - 10. Ravcnna - Leffe - X - 11. Ospitalctto - Modena - X - 12. Spczia - Prato - X - 13. Carrarese - Massesc - X - lleildarvinningsupphæðin: 15,2 milljón krónur 13 réttir: | 12 réttir: 11 réttir: | 10 réttir: 51.160 2.060 230 kr. kr. kr. kr. 46. leikvika, 19.-20. nóv. 1994 | jVr. Leikur:_____________Röðin: 1. Notth For. - Chelsca - - 2 2. Southampton - Arsenal I - - 3. Manch. lltd. - C. Palace I - - 4. lpswich - Blackburn - - 2 5. Wimblcdon - Newcastle 1 - - 6. QPR - Lceds 1 - - 7. Tottenham - Aston Villa - - 2 8. Shcff. Wcd - West Ham 1 - - 9. Covcntry - Norwich 1 - - 10. Tranmcre-Charlton -X- 11. Southend - Rcading 1 -- 12. Luton - Portsmouth I - - 13. WBA - Oldliam I - - Heildarvinningsupphæöin: 119 milljón krónur 13 réttir: | 521.850 kr. 12 réttir: 17.160 | kr. 11 réttir: 2.150 | kr. 10 réttir: 650 kr. Leiðréttingar Ýmislegt fór úrskeiðis varðandi grein mína „Listasafn íslands 110 ára“, og sýnu alvarlegast að fyrir- sögnin breyttist á leið í blaðið og varð að „Frumherjalist við Fríkirkju- veg“. Á ég engan þátt í þeirri breyt- ingu sem gefur skrifunum allt aðrar forsendur enda ekki um frumherja að ræða heldur í flestum tilvikum ágætlega íhaldsama málara, er byggðu á viðtekinni hefð tímanna. Hins vegar var ég allan tímann að kafa í sögulegan uppruna safnsins, sem er að sjálfsögðu allt annar vett- vangur og kemur hvorki innlendum né erlendum frumhetjum þar við. Þá fylgdi alrangur texti einni myndinni, svo sem við blasir því all langt er frá landslagi á Þingvöllum og til stúlkumyndar Önnu Kristine ) Ancher. Þetta eru undarleg vinnu- brögð í ljósi þess að myndimar vom mjög vel merktar af forverði Lista- safnsins, svo þetta átti ekki að geta skeð. Em lesendur beðnir velvirðing- ar á þessu. Vil um leið nota tækifær- ið og vísa til þess, varðandi grein mína um Kína, að hálfum textanum undir myndinni af listhópnum Xian var ofaukið. Vildi svo til, að myndin af hópnum í Peking féll úr, en um leið gleymdist að laga til textann, sem var hinn sami fyrir báðar mynd- Bragi Ásgeirsson. H. Agust G. Schiött (1823- 1895) málaði þessa merkilegu mynd af Þingvöllum 1872, ol- ía, 100 x 133. Erfingjar lista- mannsins gáfu hana til safns- ins 1896. Stofngjöf nr. 73. ANNA Kristine Ancher (1859- 1935) er vafalítið þekktasti kvenmálari Danmerkur, og orðstir hennar fer sívaxandi. Pastebnyndin „Fisksölu- stúlka“, 36 x 24 er gerð 1886 og gefín af listakonunni sama ár. Stofngjöf nr. 25. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdrátturþann: 19. nóvembcr, 1994. Bingóútdráttur: Ásinn 70 51 54 48 33 45 14 58 2 44 22 9 64 30 61 25 49 55 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÓRUÚTTEKT. 10081 10332 10688 11234 11434 11910 12303 12531 12865 13108 14094 14523 14697 10097 10361 10797 11262 11542 12141 12367 12565 12891 13135 14279 14565 14965 10291 10565 11003 11286 11633 12171 12420 12715 13073 13609 14473 14576 10296 10683 11180 11410 11673 12250 12422 12831 13104 13752 14496 14664 Bingóútdráttur: TvLsturinn 36 2 33 1 70 30 45 29 52 62 75 65 61 34 28 32 22 24 47 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10097 10494 11194 11435 12063 12260 12527 12914 13134 13447 14231 14472 14735 10233 10638 11319 11464 12069 12273 12617 12976 13226 13508 14236 14489 14890 10415 11055 11330 11777 12206 12341 12667 12994 13360 13706 14342 14644 10457 11097 11347 1183642247 12462 12784 13014 13427 13794 14355 14692 Bingóútdráttur: I»risturinn 66 6 17 2 19 39 67 43 51 36 70 14 25 44 31 46 34 57 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10031 10145 10510 11218 11671 11935 12422 12707 13136 13489 13834 14530 14807 10068 10269 10537 11242 11717 11964 12527 12738 13222 13537 13942 14531 14872 10072 10397 10555 11330 11801 11974 12575 12837 13287 13674 14181 14714 10108 10471 10993 11611 11826 12159 12622 13069 13308 13721 14482 14747 Lukkunúmen Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HEIMILISTÆKJUM. 11027 13198 10932 Lukkunúmer: TvLsturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ FREEMANS. 14225 11666 14273 Lukkunúmér: Pristurinn ViNNNlNGAUPl'HÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÖN. 11847 11513 10281 Aukavinningur VINNNINGAUPPHÆÐ 60000 KR. FERÐAVINNINGUR FRÁ FLUGLEIÐUM. 12531 Lukkuhjóiið Röð:0144 Nr: 13266 Bflastiginn Röð:0142 Nr: 10732 Vinningar greiddir út frá og meö þriðjudegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.