Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagöröum 10 • Reykjavík ■Ef 685854 / 685855 • Fax: 689974 dsölubirgðir Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-622262 náusf Meiriháttar heilsuefhi « S /æ Áhrifarfkur «9$ J ° r »1 U I "" • andoxunarkúr, karotenríkur 15 mg meö E-vítamíni og hefur góö áhrif á húð og slímhimnur. Vinsæll kúr, aöeins 1 belgur á dag. Iifst í heilsubúdum, mörgum apötekum og mörkudum. BÍÓ-SELEN UMBOÐIÐ, símí 76610. Sterkur gæöahvftiaukur. Healthilife heilsuhvítlaukurinn er lyktariaus, allecínríkur og meö germanfum. Geröur úr úrvals frystiþurrkuöú hráefni. Reyndu sterka Healthilife hvítlaukinn. Fólk kaupir hann aftur og aftur vegna góöra áhrifa. Tölvubækur [""NýlegiThafa eftirtaídar ] bækur komiö út: i_________________________i Access 2.0 fyrir Windows PowerPoint 4.0 fyrir Windows og Macintosh Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh PageMaker 5.0 fyrir Windows og Macintosh WordPerfect 6.0 fyrir Windows Fást ásamt áður útgefnum titlum hjá i tölvusölum, útgefanda og í bókabúðum. j Revkiavíkur ■ Borgartúni 28, sími 91 -616699 ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Barnaskór töpuðust RAUÐIR uppreimaðir barnaskór í glærum plastpoka töpuðust á leiðinni frá Skeiðarvogi, niður Langholtsveginn og að félagsmiðstöðinni Þróttheimum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 37687. Skór tapaðist SVARTUR lakkskór með litlum hæl og rykkslaufu ofan á rist, nr. 38, tapað- ist á leiðinni frá Álfheim- um og upp að Vogaskóla fyrir u.þ.b. tveimur vik- um. Finnandi vinsamlega hringi í síma 31793. Gleraugu töpuðst STÁLSPANGARLGER- AUGU, karlmanns, töpuðust við göngustíg fyrir neðan Vesturberg 65 um miðjan dag þann 12. nóvember sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 689608 eða vinnusíma 614211. Ása. Hjól tapaðist SVART 18 gíra fjallahjól hvarf úr stigagangi í Hraunbæ 74 helgina 11.-13. nóvember sl. Viti einhver um hjólið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 676891. Gleraugu töpuðust LESGLERAUGU (hálf) í lillabláu og bláu hulstri töpuðust líklega frá Kringlunni að Safamýri 91 fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 36715. Ragnheiður Thorarens- en. BRIPS ijmsjón Guóm. Páll Arnarson EINS lengi og elstu menn muna hafa spilarar komið út með „fjórða hæsta“ gegn grandi. Áðrar reglur eru til, en „ellefu-reglan" hefur aldrei dottið úr fyrsta sæt- inu. Meðal toppspilara vex þó þeirri hugsun fylgi að reglan sé óþarflega ná- kvæm og hjálpi sagnhafa oft meira en makker. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á1053 V Á43 ♦ KD74 ♦ ÁD Suður ♦ DG4 V 105 ♦ Á92 ♦ G10976 Vestar Norður Austar Suður 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 giönd Allir pass Úlspil: hjartatvistur, (jórða hæsta! Austur fær fyrsta slag- v inn á hjartakóng og spilar sexunni til baka. Hvemig á suður að spila? Það er afslappandi að vita að hjartað skiptist 4-4. Bæði spilaði vestur út tvistinum og svo sendi aust- ur sexuna til baka, en regl- an segir að spila skuli fjórða hæsta til baka frá uppruna- legri lengd. Þar með tapast aðeins þrír slagir á hjarta, svo sagnhafi þolir að gefa einn til hliðar. Þess vegna er einfaldast að ráðast á laufíð. En það má ekki spila laufás og drottningu. Suður á aðeins eina innkomu og þolir ekki að vömin dúkki laufdrottninguna. Hann neyðist þá til að gefa lauflit- inn upp á bátinn og svína á spaða. Norður ♦ Á1053 ▼ Á43 ♦ KD74 4 ÁD Vestur Austur ♦ 98 ♦ K762 f DG82 111 f K976 ♦ G1083 llllll ♦ 65 4 K43 ♦ 852 Suður ♦ DG4 V 105 ♦ Á92 ♦ G10976 Ef spaðasvíningin mis- heppnast tapast spilið, því auk þess að fá þijá slagi á hjarta fær vömin á báða svörtu kóngana. Öruggasta leiðin er að spila strax laufadrottningu úr borði! Ef vömin drepur á laufkónginn fær sagnhafi fjóra slagi á lauf og þarf ekki að svína í spaða. Fái laufdrottningin að eiga slaginn skiptir sagnhafi um áætlun: Fer heima á tígulás og svínar fyrir spaðakóng. Hvor aðilinn skyldi nú hagnast meira á ellefu- reglunni í þessu spili? SKÁK Umsjón Margcir Pctursson Á ÖFLUGU móti í Cap d’Agde í Frakklandi um mánaðamótin kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans H. Hamdouchi (2.530), Marokkó, sem hafði hvítt og átti leik, en stór- stjama Frakka, Joel Laut- ier (2.645) var með svart. sjá stöðumynd 17. Rd5!! - exd5, 18. Hxf7! - Bf8 (Svartur er bersýni- lega vamarlaus eftir 18. - Kxf7, 19. Bxd5+ - Kf8, 20. Hfl+ eða 19. - Ke7, 20. Bh4+) 19. Bxd5 - Kh8, 20. Hafl - Dd8, 21. Df3 (Nú er hótunin 22. e6) 21. - Be7, 22. Hxg7! - Kxg7, 23. Df7+ - Kh6, 24. h4 - Bg5, 25. hxg5+ — Dxg5, 26. Dxe8 - Dxg3, 27. De6+ - Dg6, 28. Be3+ og nú loksins hafði Lautier fengið nóg og gafst upp. Hrikaleg útreið. Hamdouchi er fremsti skákmaður Afríku um þessar mundir. Úrslit móts- ins: 1. Gelfand, 4 v. af 5, 2.-5. Alterman, Hamdouchi, Adams og Xie Jun, heims- meistari kvenna, 3 v.' 6.-7. Lautier og Lutz, 2 v. 8.-9. Topalov og Leko, lVi v. 10. Apic- ella, 1 v. Gelfand tefldi síðan einvígi við Karpov, FIDE- heimsmeistara, og hafði bet- ur eftir framlengingu. Þetta er gott veganesti fyrir hann í einvfgi við Karpov í febrúar í undanúrslitum FIDE-HM. Fjórir dagar í Disney- mótið. Skráning hjá SÍ í síma 689141. Farsi c síjórnancunamsÁcei^. “ Víkveiji skrifar.. ER Seltjamameskaupstaður eyja? Þessari spumingu beindi ungur Islendingur, sem hefur alizt upp í útlöndum, til Víkverja, er hann var að spyrja til vegar. Astæsð- an var sú, að hann hafði skoðað kort af höfuðborgarsvæðinu, sem er aftast í fyrirtækjasímaskránni og gat ekki betur séð en Seltjamar- neskaupstaður væri eyja og velti því fyrir sér hvemig hann ætti að komast akandi út á þessa eyju til þess að sækja unga stúlku, sem hann hafði boðið í bíó. Sennilega hafa hönnuðir síma- skrárinnar ekki gert ráð fyrir slíku þekkingarleysi en úr því að einn einstaklingur, sem lítið þekkir til hér, skilur kortið í símaskránni á þennan veg má búast við að fleiri, sem ekki þekkja til, skilji það á sama veg. Þetta er ábending til útgefanda símaskrárinnar. Hitt er svo annað mál, að það er löngu tímabært að framtakssam- ir útgefendur gefi út kort yfír höf- uðborgarsvæðið, sem þægilegt er uð hafa í vasa eða geyma í bfi. Sú tíð er Iiðin, að allir íbúar höfuðborg- arsvæðisins rati um þetta svæði allt. Það er beinlínis nauðsynlegt að hafa slíkt kort við höndina. Sum- ir grípa til þess ráðs að rífa kortið úr símaskránni. Ef einkaframtakið tekur þetta ekki að sér er æskilegt að sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu taki höndum saman um slíka kortaútgáfu. XXX LÞÝÐUBANDALAGSMENN virðast vera í vanda staddir vegna framboðs á vegum Jóhönnu Sigurðardóttur í alþingiskosningun- um í apríl. Um helgina var frá því skýrt, að formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins hefði sagt af sér þeirri trúnaðarstöðu og til- kynnt, að hún mundi ganga til liðs við Jóhönnu. Rætt hefur verið um að Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík, sem var um skeið aðstoðarmaður Ólafs Ragnars í fjármálaráðuneyt- inu, verði í efsta sæti á framboðs- lista Jóhönnu í Norðurlandskjör- dæmi eystra og umtal er um enn frekari þátttöku flokksbundinna al- þýðubandalagsmanna í framboði Jóhönnu. Það verður ekki betur séð en Jóhanna sé að kljúfa Alþýðu- bandalagið ekkert síður en Alþýðu- flokkinn. Framboð Svanfríðar getur aug- ljóslega orðið mjög erfitt fyrir Stein- grím J. Sigfússon, sem hefur til- kynnt að hann gefí kost á sér til formennsku í Alþýðubandalaginu á næsta ári og ef fram fer sem horf- ir getur framboð á vegum Jóhönnu orðið alþýðubandalagsmönnum erf- itt víða annars staðar. XXX NÚ HAFA sjálfstæðismenn á Suðurlandi gengið frá fram- boðslista sínum og er Eggert Haukdal ekki á listanum. Ekki er ljóst, hvort þingmaðurinn hyggur á sérframboð. Þess ber að minnast að hann hefur áður farið í sérfram- boð og náð kjöri. Þá voru aðstæður að vísu aðrar og hann hafði öfluga stuðningsmenn, sem ekki er kostur á nú. Þess vegna kann svo að fara að það verði ekki jafn auðvelt fyrir Eggert nú að ná kjöri á sérlista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.