Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 40

Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fjögur brúðkaup og jarðarföt; HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. I LOFT UPP JEFF BRiDGES TOMMY LEEJONES mm*- Aöalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES OG FOREST WHITAKER. LEIKSTJÓRI STEPHEN HOPKINS. Bönnuö innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. NIFL OG FERÐIN AÐ MIÐJU JARÐAR AÐALHLUTVERK JÓHANNAJÓNA5 OG jakob WmSmwséoN BEIN OGNUN HARRISON FORD ferðin aðIðju Jarðar Kvikmynd eftir Ásgrím Sverrisson ,Nifl: Gott handrit, mjög góð vinnubrögð *** F.S. Dagsljós. Sýndar kl. 5 og 7. 2 fyrir 1 ÞRIR LITIR: HVITUR ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULEURS 2 fyrir 1 Tom Hanks er Forrest Gump Aðalhlutverk:Harrison Ford Sýnd kl. 9 og 11. ★ ** A.i. MBL ★ ★★ Ó.H.T. Rás2 ★ ★★★ e.h, Morgunpósturinn KRZYSZTOF KIESLOWSKl Sýnd kl. 5 og 7. 2 fyrir 1 Iattevagten Sýnd kl. 6.45 og 9.15. Sýnd kl. 9. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Sýningum fer fækkandi. Heimsósóma- söngvar Geislar af gáfum SKAPGERÐARLEIKKONAN Judy Davis á marga aðdáendur. Einn þeirra er leikarinn Peter Weller sem hefur leikið með henni í kvikmyndunum „Naked Lunch“ og „The New Age“. „Að mínu mati er hún besta leikkona sinnar kynslóðar," segir Weller. „Eg er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með henni tvisvar á lífsleiðinni. Við erum Astaire og Rogers sérkenni- legra sambanda.*1 Weller þegir, en bætir svo við: „En ef þú hefur ekki vængi jarðar hún þig.“ Víst er að George Sluizer leik- stjóri „The Dark Blood" er sam- mála Weller, því hann lenti í þræt- um við Davis meðan á tökum myndarinnar stóð. Davis víldi sjálf fá að ráða túlkun á hlutverki sinu án afskipta leikstjórans og hafði sitt fram að Iokum. Fyrir vikið er það samdóma álit gagn- rýnenda að hún beri af i æði skrykkjóttri mynd. Leikstjórinn Woody Allen á vart orð til að lýsa hæfileikum Davis, en hún Iék í mynd hans „Husbands and Wives“. „Ég hafði séð hana í nokkrum hlutverkum áður,“ segir Allen. „Mér fannst hún ein mest spennandi leikkona í heimi. Hún getur brugðið fyrir sig bæði gamanleik og drama. Hún geislar af gáfum. Hún er kynþokkafull. Hún býr yfir öllum þeim kostum sem leikstjóra dreymir um.“ , Leikstjórinn James Lapine, sem leikstýrði henni í „Impromptu", segir hana hafa verið ánægða með samvinnuna við Allen, líklega vegna þess að hann lét hana eiga sig. „Það er það sem hún vill. Mæta til vinnu, skila af sér sínu og láta gott heita." Davis var tif- nefnd til Óskarsverðlauna í annað sinn fyrir leik sinn i „Husbands and Wives“. Hún hafði áður feng- ið Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir stjörnuleik í myndinni „A Passage to India“. TONLIST Gcislad iskur SPOON MEÐ SPOON Fyrsta plata hljómsveitarinnar Spoon, samnefnd henni. Spoon skipa Emiliana Torrini söngkona, Höskuld- ur Ö. Lárusson gítarleikarí og söngv- ari, G. Hjörtur Gunnarsson gítarleik- arí, Ingi S. Skúlason bassaleikarí og Friðrik Júlíusson G. trommuleikari. Upptöku stjómaði Jón Ólafsson og útsetningar voru í hans höndum og hljómsveitarinnar. Spoon Records gefur út, Japís dreifír. 36,12 mín., 1.999 kr. HLJÓMSVEITIN Spoon vakti mikla athygli snemmsumars fyrir lagið Taboo, sem varð gríðarlega vinsælt, ekki síst fyrir skemmtileg- an söng Emiliönu Torrini, en lagið var líka lipurleg smíð. Bið varð þó á að það yrði gefið út. Fyrir skemmstu kom svo út fyrsta breið- skífa sveitarinnar, samnefnd henni, CABELL „Cab“ Calloway lést laugardaginn 19. nóvember 86 ára að aldri. Calloway var eitt af stóru nöfnunum á gullöld djassins. Hann hafði verið þungt haldinn alveg síðan hann fékk hjartaáfall í júní síðastliðnum. Cab Calloway var með eina af bestu stórsveitum djassins á árun- um fyrir stríð. Hann var fyrst og fremst söngvari og frægastur fyrir lagið „Minnie the Mooche", sem var endurgert í kvikmynd Francis Ford Coppola „Cotton Club“. Hann söng lagið síðan sjálfur í gaman- myndinni „Blues Brothers" og fór auk þess með smáhlutverk í mynd- inni. Margir djasssnillingar hófu feril sinn með hljómsveit Calloways. Má þar einna helstan telja Dizzie Gillespie sem var komungur í hljómsveit Calloways þar sem hann hljóðritaði fyrsta djasssóló sitt. Sjálfur var Calloway á fullu langt fram yfir áttrætt og alltaf í sínum fræga hvíta smóking. Það er til þar sem finna má Taboo og tíu lög til viðbótar. Eftir að hafa heyrt lagið Taboo í sumar hafa sjálfsagt margir gert því skóna að söngur Emiliönu ætti eftir að verða áberandi á breiðskífu Spoon, því hann var aðal lagsins eins og áður er getið. Innan sveitar- innar er þó annar söngvari, Hös- kuldur Lárusson, sem er aðalsöngv- ari hennar, og flest laganna á plöt- unni syngur hann, aukinheldur sem hann semur þau. Það er og helsti galli plöturíhar, því hann syngur einfaldlega of mikið; þegar Hös- kuldur syngur er sveitin ósköp venjuleg miðlungs poppsveit, eins og í Da Capo, Vibes og Awake, sem hann syngur illa, en þegar Emiliana syngur, til að mynda í Taboo og Tomorrow, verður hún annað og meira. Á meðan liðsmenn Spoon átta sig ekki á þeim einfalda sann- leik, verður ekki mikið úr sveitinni annað en þessi breiðskífa. Höskuldur er prýðilegur laga- smiður, en mistækur, og þannig marks um vinsældir Calloways að þegar Duke Ellington hætti að troða upp á fínasta veitingastað Harlem, „Cotton Club“, var það Calloway með hljómsveit sinni sem tók við. CAB Callowy var víðfrægur söngvari og trompetleikari. Cab Calloway látinn SPOON, ósköp venjuleg miðlungs poppsveit eða annað og meira? má segja að sveitin hefði sem best getað tekið sér lengri tíma áður en hún sendi frá sér plötu, til að semja fleiri grípandi lög. Á textasmið plötunnar, Agli Lár, hvílir heimsins böl, því langt er síð- an aðrir eins heimsósómatextar hafa heyrst á íslenskri plötu; Spoon syngur um sifjaspell, hrannvíg og rotnandi lík, stríðshörmungar trú- leysi og efa. Þá sjaldan að ástin kemst að er hún vitanlega óendur- goldin eða vonlaus. Víst er gott að einhver fjalli um það sem miður er, en hálf kjánalegt að heyra sungið um illvirki og hörmungar sykur- sætri rödd í léttu popplagi. Iðulega eru textarnir líka full bóklegir og stirt ortir, til að mynda eru línur eins og „The utter state of grace / that enchanted my mind“ kjánalega upphafnar. Árni Matthíasson CALLOWAY í óperunni „Porgy and Bess“ í Ziegfield-leikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.