Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 4
FRETTIR Ríkisendurskoðun um sölu á hlut ríkisins í Islenskri endurtryggingu „ATHYGLI vekur að sölusamnings- ins virðist ekki hafa verið getið við meðferð málsins á Alþingi," segir Ríkisendurskoðun í skýrslu sinni um söluna á eignarhlut ríkisins í íslenskri endurtryggingu. Ríkið seldi 39,2% hlut sinn í fé- laginu í desember 1992 með fyrir- vara um að frumvarp um stofnun hlutafélags um fyrirtækið næði óbreytt fram að ganga á Alþingi. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi um miðjan desember 1992 og 23. desember var gengið frá sölunni og voru kaupendur nokkur trygg- ingafélög sem áttu fyrir stærstan hlut í félaginu. Lögin um stofnun hlutafélagsins voru svo samþykkt á Alþingi 28. apríl 1993. Sölunnar ekkí getið á þingi Formann einkavæðingarnefndar og ríkis- endurskoðanda greinir á um málið að það gæti tekið 3 til 5 ár. „í þessu sambandi er rétt að benda á,“ sagði Sigurður, „að meðeigend- ur ríkissjóðs í Islenskri endurtrygg- ingu létu það koma fram í upphafi viðræðnanna, að þeir myndu geta hætt viðskiptum við fyrirtækið og flutt þau annað, en með því var í raun sjálfgefið að það myndi hætta starfsemi sinni. Eftir á að hyggja hefði það kannski verði besti kost- urinn fyrir ríkissjóð og skattgreið- endur að það hefði gengið fram.“ Fyrirtækið yrði ekki selt Sölunnar getið á þingi Hreinn Loftsson, formaður Framkvæmdanefndar um einka- væðingu, segir það rangt að sölunn- ar hafí ekki verið getið á Alþingi. „Sölunni og forsendum hennar var lýst í fjölmiðlum. Ríkisendur- skoðun var vel kunnugt um söluna á þeim tíma sem hún átti sér stað. ítarleg greinargerð um hana var send ráðherrum í janúar 1993. Frá sölunni var greint í umræðum um frumvarpið um breytingu fyrirtæk- isins í hlutafélag og á nefndarfundi um málið mættu aðilar sem vel þekktu til sölunnar," sagði hann. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að það sé rétt að það hafí komið fram í viðtali á við- skiptasíðum Morgunblaðsins að Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefði sölu á hlutnum í ís- lenskri endurtryggingu á pijónun- um. Efnisatriði komu ekki fram „í umræðum á Alþingi er hins vegar hvergi getið um þennan samning. í ræðu heilbrigðisráð- herra minntist hann á að verið væri að undirbúa söluna, en efnis- atriðin komu ekki fram. Við fengum öll skjöl, sem komu fyrir þingnefnd- ina, og það er hvergi getið um þenn- an samning þar,“ segir Sigurður. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafí verið gert kunnugt um málið með stuttu símtali frá formanni framkvæmdanefndarinnar. „Ef menn halda að nokkurra mínútna símtal dugi til að fá álit mitt á málinu, er það mesti misskilningur. Við vinnum ekki þannig," sagði Sigurður. „Þótt við sjáum eitthvað í dagblöðum eða vitum af málum, hlaupum við heldur ekki til.“ Þá sagði Sigurður ennfremur, að ástæða þess að stofnunin reiknaði upp upplausnarvirði fyrirtækisins hafí fyrst og fremst verið til þess að sjá hvers virði fyrirtækið væri í höndum ríkissjóðs. Það væri gert til þess að meta hvað væri ásættan- legt söluverð. Um þá spurningu, hvort tekið hefði mörg ár að slíta endurtryggingafyrirtæki þá aflaði stofnunin sér upplýsinga um það hjá tryggingaeftirlitinu og var talið Ríkisendurskoðun gagnrýndi að hlutur ríkisins í íslenskri endur- tryggingu hefði verið seldur langt undir upplausnarverði. Hreinn Loftsson sagði um þetta í Morgun- blaðinu í gær að hærra verð hefði ekki fengist og ekki verið um aðra kaupendur að ræða, sem tilbúnir hefðu verið að greiða hærra verð. „Kjami málsins er sá að við segjum að það hefði ekki átt að selja fyrir- tækið. Við fullyrðum ekkert um að aðrir kaupendur hefðu getað feng- ist. En miðað við það virði, sem við töldum vera í þessu fyrirtæki, töld- um við að bíða hefði átt með söl- una, á meðan ekki fengist hærra verð,“ sagði Sigurður Þórðarson. Hann sagði að þetta sjónarmið kæmi skýrt fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Morgunblaoiö/Ami bæberg DANSAÐ var með frjálsri aðferð í Kolaportinu. Maraþondans í Kolaportinu Unglingar styrlga alnæmissjúka 600 til 700 unglingar dönsuðu maraþondans til styrktar al- næmissjúkum í Kolaportinu í nótt. Benóný Ægisson, fram- kvæmdastjóri átaks íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur og Alnæmissamtakanna, segir að safnað hafi verið áheitum fyrir Alnæmissamtökin undanfarnar vikur. Alþjóðlegur alnæmisdag- ur er í dag. Benóný var staddur í Kola- portinu þegar rætt var við hann í gærkvöldi. Hann sagði að dag- skráin hefði hafist með hóp- göngu frá Hallgrímskirkju nið- ur í Kolaport. Maraþondansinnn hefði hafist kl. 18 og stæði til kl. 6 í morgun með stuttum hlé- um. Krakkarnir tækju sér gjarnan eitthvað annað fyrir hendur í hléum, t.d. væri leikinn körfubolti, setið við að prjóna smokk, málaðar myndir og fleira. Út kæmust ungmennin hins vegar ekki því allar dyr yrðu lokaðar fram á morgun. Unglingarnir sem flestir eru á aldrinum 13 til 15 ára þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vakna til að fara í skólann eftir vökunótt því fri er í grunn- skólum í dag, 1. desember. Ben- óný segir að dagsetningin hafi ekki síður verið ákveðin með tilliti til þess að í dag er alþjóð- legur alnæmisdagur út um allan heim. Góð stemmning Eins og áður segir hefur átakið staðið yfir í nokkrar vikur. Unglingar hafa safnað áheitum og fengið fræðslu um sjúkdóm- inn alnæmi í félagsmiðstöðum. Benóný segir að krakkarnir hafi tekið fræðslunni vel. „Þeir eru á þeim aldri að þeim þykir allt sem tengist ást og kynlífi nýtt og forvitnilegt og eru því mjög móttækilegir til að með- taka fræðslu um alnæmi. Fræðslan er auðvitað mjög nauðsynleg á þeim tímum sem við lifum,“ segir Benóný. Hann sagði að krökkunum hefði fund- ist spennandi að fá að vaka heila nótt og stemmningin í Kolaportinu væri mjög góð. Fjölskylduskemmtun verður á vegum átaksins í Kolaportinu frá kl. 16 til 22 í dag. Hún er haldin með þema Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar fyrir daginn, alnæmi og fjölskyldan, í huga. Andlát BIRGIR EINARSON BIRGIR Einarson fyrr- verandi apótekari lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær, tæplega áttræð- ur að aldri. Birgir var lyfsali í Vesturbæjar Apóteki og rak það í rúm 30 ár. Birgir var fæddur í Reykjavík 24. desem- ber 1914, sonur Magnúsar Einarsonar dýralæknis og Ástu Sigríðar Einarson. Birgir lauk stúdents- prófi frá MR 1935 og stundaði nám í lyfja- fræði 1935-37 í Lyfjabúðinni Ið- unni. Nám í lyfjafræði stundaði hann í Kaupmannahöfn á árunum 1937-1941. Birgir starfaði í Dan- mörku fram til stríðsloka, en kom þá heim og hóf störf í Lyfjabúðinni Iðunni. Hann starfaði við Reykja- víkur Apótek 1948 og aftur 1954-56. Hann var lyfsali í Nes- kaupstað 1948-1954. Árið 1956 stofnáði Birgir Vesturbæjar Apótek og rak það til ársloka 1988 þegar hann hætti störfum sökum aldurs. Birgir tók virkan þátt störfum Lyfja- fræðingafélags ís- lands,_ Apótekarafé- lags ísland og Apó- tekarafélags Reykja- víkur, sat í stjórn þessara félaga um árabil og formaður þeirra í nokkur ár. Birgir sat í lyfjaverðlagsnefnd, í stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, Verslunar- ráði íslands og í stjórn Vinnuveit- endasambands íslands. Birgir sat í stjórn Pharmaco hf. og var einn af stofnendum þess. Eftirlifandi kona Birgis er Anna Einarson. Þau eignuðust þijú börn. Kínaferð for- sætisráðherra Farið til Sjanghæ í dag DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, sem er í opinberri heim- sókn í Kína, fer í dag frá Xian til Sjanghæ til að kynna sér að- stæður og framtíðaráform og ræða um hugsanleg viðskipta- tengsl íslands og Kína. í gær fór forsætisráðherra í kynnisferðir um Xian og ná- grenni og skoðaði þær sögulegu fornminjar sem þar að fínna, í þessu héraði þar sem um aldir var aðsetur keisaraættarinnar. Dagurinn í gær var sá fyrsti í heimsókninni þar sem ekki var um að ræða viðræður við leiðtoga landsins, en forsætisráðherra hefur þegar átt viðræður við ut- anríkis- og forsætisráðherra landsins, auk forsetans, Jians Zemins. í Sjanghæ verður rætt við for- ystumenn héraðsins og heim- sækir Davíð Oddsson stofnanir og fyrirtæki í borginni til að kynna sér því vaxandi viðskipta- og efnahagslíf svæðisins. Jafn- framt verður í dag rætt við ráða- menn í Sjanghæ um framtíðará- form Kínveija á efnahags- og viðskiptasviðinu og hugsanlega þróun viðskiptatengsla íslands og Kína. Eiginlegri dagskrá heimsókn- ar forsætisráðherra lýkur í Sjanghæ síðdegis á föstudag. Hann fer frá Kína á sunnudag á leiðtogafund RÖSE í Ungveija- landi, sem haldinn verður á mánudag og þriðjudag. Villa í VISA- útskriftum VISA hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna þess að mistök urðu við útskrift síðustu reikn- ingsútskrifta VISA sem eru á eindaga 5. desember. Mistökin felast í því að úttekt- irþann 17. nóvember, hjá söluað- ilum sem bjóða „breytilegt út- tektartímabil", birtust á þessum reikningsyfírlitum, en hefðu átt að koma fram á því næsta. Gerð- ar hafa verið ráðstafanir hjá bönkum og sparisjóðum til að undanþiggja korthafa greiðslu þessara upphæða, óski korthafar þess. Heimsókn til Bessastaða Morgunblaðið/Kristinn VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti börnum úr Ártúnsskóla í Reykjavík í gær, en undanfarna tvo daga hafa staðið yfir sérstakir þjóðernis- dagar í skólanum. Börnin klæddu sig í sitt fínasta skart áður en þau heimsóttu forset- ann á Bessastöðum. Þessi þjóð- íegi klæðnaður fór þessum fal- legu stúlkum sérstaklega vel. Stúlkurnar heita (f.v.) Vera Þórðardóttir, Guði-ún Harðar- dóttir, Fanney Guðmundsdóttir, María Björk Oddsdóttir, Jó- hanna Sigmundsdóttir og Sól- veig Heimisdóttir. MORGUNBLAÐIÐ 4 FIMMTUDAGUR í. DESEMBER 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.